Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Side 12
26 ipyndbönd Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Djöflaeyj- an, eftir sögum Einars Kárasonar, er dýrasta íslenska mynd sem gerð hefur verið. Vel hefur heppnast til með alla umgjörð - hljóð er í lagi, kvikmyndataka fag- mannleg og leikmyndin trúverðug. Bækm- Einars eru ansi mikið efni í aðeins eina kvikmynd en hann skrif- ar sjálfur handritið og tekst vel til. Þótt sagan sé nokkuð tætingsleg í byrj- un og stiklað á stóru, þá braggast hún eftir því sem líður á myndina og þegar komið er að endalokum getur áhorfandinn verið sáttur við að sett- ur sé punktur í lokin á heilsteyptu verki. Þá hefur ein kynslóð Thule- kampsins farið í hundana á einn veginn eða annan og vonirnar eru bundn- ar við vænlegan fulltrúa þeirrar næstu. Helsti galli myndarinnar felst í leikurunum sem sumir hverjir losna ekki alveg við leikhúsofleikinn. Þann veg fara m.a. Sigurveig Jónsdóttir, Guðmundur Ólafsson og Ingvar E. Sig- urðsson. Einnig má þar nefna Baltasar Kormák, sem ofleikur töffarann Badda hrikalega, en skánar eftir því sem persónan hans verður aumingja- legri. Gísli Halldórsson og Sveinn Geirsson hafa hins vegar góða stjóm á sér og sýna næman leik og einnig má nefna Halldóru Geirharðsdóttur, Magnús Ólafsson og Pálínu Jónsdóttur. Þá eiga sumir góða spretti í litlum aukahlutverkum, sérstaklega Óskar Jónasson og Árni Tryggvason. Ætli Djöflaeyjan sé ekki besta íslenska mynd sem ég hef séð? Allavega snertir sagan mig og þá er ekki hægt að biðja um mikið meira. Djöflaeyjan. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Friðrik Þór Fridriksson. Adal- hlutverk: Baltasar Kormákur, Gisli Halldórsson, Sigurveig Jónsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Sveinn Geirsson, Guðmundur Ólafsson og Ingvar E. Sigurðsson. íslensk, 1996. Lengd: 99 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ MYHDB/tm »II ■ SÍB I Thule-kampinum ★★ írsk þjóðfrelsisbarátta Þessi mynd segir frá Michael Collins, einum af leið- togum uppreisnarafla á írlandi gegn bresku krúnunni, en var og er enn umdeildur. Samkvæmt þessari mynd var hann heilinn og drifkrafturinn á bak við skæra- liðastarfsemi uppreisnarmanna og sá sem öðram fremur náði að knýja bresku krúnuna að samninga- borðinu. Hann var síðan sjálfur sendur til að semja og kom til baka með samning sem margir af félögum hans gátu ekki sætt sig við og lenti í þeirri aðstöðu að beijast gegn eigin löndum i borgarastríði. Myndin lætur síðan ungan eldhuga skjóta hann úr launsátri þar sem hann er á leið á sáttafund. Með sterkan efnivið, leikstjórann Neil Jordan, öflugan leikhóp og slatta af peningum hefði átt að vera hægt aö búa til sterkari og eftirminnilegri mynd. Leikmyndin er mjög vel gerð og kvikmyndataka með besta móti einnig. Þá standa leikaramir sig með ágætum, einnig Liam Neeson, sem þó er einhvern veginn ekki nógu eftirminnilegm- í aðalhlutverkinu. Neil Jordan hefur einfaldlega ekki tekist að koma sögunni nógu vel til skila í handriti sínu og þvi nær þessi mynd ekki að verða sú stórmynd sem efni standa til. Fagmannleg vinnubrögö skila myndinni upp i meöalmennsku en lengra kemst hún ekki. Michael Collins. Útgefandi: Warner- myndir. Leikstjóri: Neil Jordan. Að- alhlutverk: Liam Neeson, Aidan Quinn, Stephen Rea, Alan Rickman og Julia Roberts. írsk, 1996. Lengd: 127 min. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Saga um hefnd Fjórir vinir leika sér á strætunum í New York þar til eitt prakkarastrikið þeirra fer úr böndunum, þeir verða valdir að dauðsfalli og eru dæmdir til vistunar á betrunarheimili. Þar er þeim misþyrmt og nauðgað af kvalasjúkum fangavörðum og eftir vistina fer svo að leiðir skilja. Einn verður lögfræðingur, annar reynir fyrir sér í blaðamannastétt og tveir feta veg glæpa og eiturlyfjaflknar. Þeg- ar þeir tveir sjá yfirfangavörðinn allt í einu á bar löngu síðar myrða þeir hann fyrir allra augum og í kjölfarið setja lögfræðingurinn og blaðamaður- inn í gang áætlun sem miðar aö því að fá félaga þeirra lausa og koma fram hefndum gegn hinum fangavörðunum. Myndin fer vel af stað og grípur áhorfandann með sterkum og óvægnum atriðum sem gleymast ekki svo glatt. Seinni hluti myndarinnar er hins vegar slöpp meðalmennska. Hin mikla áætlun er fremur tætingsleg og ber fremur merki nokkurra aðskil- inna aðgerða fremur en heilsteyptrar fléttu. Einn þáttur hennar virðist fremm- bamalegur og treysta nánast algjörlega á viðbrögð eins illvirkjanna undir álagi og að lokum er þáttur prestsins, sem mikið er gert úr í mynd- inni, algjörlega ótengdur hefndaraögerðunum og miða eingöngu að því að koma í veg fyrir að tveir morðingjar hljóti refsingu. Stjörnurnar Brad Pitt, Jason Patrick og Robert De Niro sýna ekki mikil tilþrif, en morðingjamir tveir og strákarnir sem leika fjórmenningana á unglingsáram sinum skapa sterkar persónur. Þá er Dustin Hoffman einnig góöur sem lögffæðingurinn. Sleepers. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Barry Levinson. Aöalhlut- verk: Jason Patrick, Brad Pitt, Kevin Bacon og Robert De Niro. Banda- rísk, 1996. Lengd: 141 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ FOSTUDAGUR 27. JÚNl 1997 alisti vikunnar maí til 1. júní c jcti 1 FYRRIJ VIKUR SÆTI VIKfl Á LISTfli J 1 2 3 4 5 6 7 S 9 10 11 12 13 | .1 14 15 16 j 2 1 4 Ný 3 Ný 6 5 Ný S Ný 7 9 16 12 14 17 10 1S 19 13 15 2 5 2 1 j 3 j 1 ij 4 J 5 | 1 ; 7 Í 1 4 H 7 2 6 9 3 10 3 i 20 17 8 TITILL First Wives Club Long Kiss Goodnight Craft Secrets and Lies Rich Man's Wife Djöflaeyjan Fear Jack Unforgettable Courage under Fire Michael Collins Jingle flll the Way Associate Crow2 Dragonheart Chain Reaction Pest Phenomenon Violent Tradition Tin Cup ÚTGEF. TEG. i ClC-myndbönd Gaman l I Myndform Spenna 3 Skífan Spenna J J Háskólabíó Drama 3 J J J Sam-myndbönd Spenna Skrfan Gaman ClC-myndbönd Spenna J J Sam myndbönd Gaman 3 3 Sam-myndbönd Spenna Skrfan Spenna Warner myndir Drama 1 Skífan Gaman J J Háskólabíó Gaman 3 1 Myndform Spenna 3 ClC-myndbönd Spenna J Skrfan J Skrfan Gaman Sam-myndbönd Drama 3 i Spenna Bergvík i Warner myndir Spenna Gaman Háspennumyndin The Long Kiss Goodnight er fallin úr efsta sæti myndbandalistans en þar situr nú gam- anmyndin The First Wives Club. Aöeins ein ný mynd kemur inn en það er breska eðalmyndin Secrets and Lies. Annars er þaö merkilegt meö efstu sæti mynd- bandalistans þessa vikuna aö aöalpersónur fjögurra efstu myndanna eru konur og ef fariö er í tíu efstu myndirnar þá er hægt aö bæta tveimur kvikmyndum viö þar sem konur eru þær persónur sem skipta öllu máli: Fear og Courage under Fire. Á myndinni eru Halle Berry og Christopher McDonald í hlutverkum sínum í The Rich Man’s Wife. First Wives Club Goldie Hawn, Bette Midler og Di- ane Keaton Þær Elisa, Annie og Brenda hafa verið vin- konur lengi. Þær eiga það sameiginlegt að hafa allar fórnaö eigin frama í þágu eigin- manna sinna og svo einnig það að eigin- mennirnir hafa fórnað þeim fyrir yngri konur. í fyrstu brotna þær saman undan þessu reiðarslagi en smám saman sjatnar reiðin og i kjölfarið fer hefnigirnin að segja til sín. Eftir að hafa ráðið ráðum sínum setja þær í gang eitursnjalla og alveg sprenghlægilega áætlun... Long Kiss Goodnight Gena Davis og Samuel L. Jackson Húsmóðirin Sam- antha Caine þjáist af minnisleysi og man ekkert frá tímanum áður en hún fluttist í hverfið fyrir átta áram. Samt sem áður lýstur æ oftar niður í huga henn- ar leifturmyndum sem hún á erfitt með að átta sig á hvaðan koma. Smám saman gerir hún sér þó grein fyrir að þessar myndir eru í raun hennar eigin minningabrot frá tíma þegar hún var einhver önnur kona. Hún ræður einkaspæjara til að komast til botns í mál- inu og þar með hefst rannsókn á flóknu og viðfeðmu máli. The Craft Fairuza Balk og Neve Campbell Þegar Sara flyst til Los Angeles hefur hún nám við skóla þar sem hún kemst fljótlega í kynni við þrjár undar- legar vinkonur. Þær hafa allar verið að fikta við galdra án þess að ná þeim árangri sem þær vonuðust eft- ir. En í Söru finna þær þann aukakraft sem þarf til að láta galdra- na virka. Skyndilega öðlast vinkonumar kraft til að láta allar sínar heitustu óskir rætast. En það sem upphaflega átti að vera til gamans snýst brátt í andhverfu sína þegar þær fara að misnota kraftinn. Secrets and Lies Brenda Blethyn, Timothy Spall og Marianne Jean- Baptiste Hortense er ung blökkukona sem var ættleidd af foreldrum sínum. Eftir lát þeirra kemst hún að því sér til mikillar undrunar að blóðmóðir hennar er hvít. Móðirin sem heitir Cynthia (Blet- hyn) er einmana verka- kona sem á eina dóttur sem henni semur ekki alltof vel við. Þegar hún kynnist Hortense fær hún hálfgert taugaáfall þar sem hún vissi um litarhátt Hor- tense. Rich Man's Wife Halle Berry og Christopher McDonald Dag einn er auðugur eiginmaður Josie Potenza, Tony, myrtur. Þegar lögreglan fer að rannsaka málið kemur í ljós að enginn hagn- ast meira á dauða Tonys en Josie sjálf. í framhaldinu fer lög- reglan að grafa upp ýmsar vísbendingar sem benda eindregið til sektar hennar. Ekki batnar ástandið þegar geðveikur morðingi byrjar að beita hana fjárkúgun. Josie er þvi að því er virðist orðin fóst í völundarhúsi morða og svika og eng- in útkomuleið virðist vera fyrir hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.