Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Síða 6
6
MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1997
Fréttii
Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans:
Stefnir í vaxtalækkun
- eðlilegt að vextir viðskiptabankanna lækki, segir Steingrímur Hermannson seðlabankastjóri
Sverrir Hermannson, bankastjóri Landsbankans. Steingrímur Hermannsson seölabankastjóri.
„Við höfum aö vísu ekki rætt
formlega um vaxtamálin en munum
gera það eftir helgina. Hins vegar
bendir flest til þess að það steftii í
vaxtalækkun. Ég ætla ekki að gerast
spámaöur þar um en get staðfest að
flest bendir í þá átt að vextir lækki
hjá viðskiptabönkunum," sagði
Sverrir Hermannson, bankastjóri
Landsbankans, í samtali við DV í
gær.
Á það hefur verið bent að gengi
krónunnar hafi hækkað að undan-
förnu vegna þess að viðskiptamenn
hafi í auknum mæli tekið lán er-
lendis. í kjölfar minnkandi lántöku
innanlands eigi vextir viðskiptaban-
kanna að lækka. Sverrir var spurð-
ur um þessa kenningu.
„Það er mikið sem gengur á og
allt að galopnast út á við þannig að
menn þurfa að halda á öllu sínu og
spila vel úr kortunum. Það hafa nú
orðið vaxtalækkanir á undanforn-
um misserum og auðvitað fylgjast
bankarnir með markaðnum, þeir
eiga allt sitt undir honum. Þetta er
allt saman vandasöm sigling. En er-
lendir bankar bíða nú ekkert í röð-
um eftir því að koma hingað," sagði
Sverrir Hermannsson.
„Vextir á langtímabréfum hafa
heldur lækkað að undanfömu. Vext-
ir viðskiptabankanna hafa hins veg-
ar ekki lækkað þó færa megi rök að
því að þeir ættu að fara niður. Ekki
síst ef eftirspum eftir fjármagni hjá
Ríkisendurskoðun vinnur nú að
hálfsárslegri skýrslu sinni um
rekstur ríkissjóðs og markmið fjár-
laga og að sögn Sigurðar Þórðarson-
ar ríkisendurskoðanda er hennar aö
vænta í næsta mánuði. Samkvæmt
heimildum DV bendir flest til að
markmið fjárlaga um rúmlega eins
milljarðs tekjuafgang ríkissjóða á
fjárlagaárinu náist.
í samtali viö DV segir ríkisendur-
skoðandi að þar sem vinna við
skýrsluna standi enn yfir liggi eng-
ar beinar niðurstöður fyrir. Verið
sé að leggja síðustu hönd á hana
þessa dagana og m.a. verið að mæla
inn áhrif launahækkana sem urðu í
síðustu kjarasamningum. Þó virðist
ljóst að afkoma ríkissjóðs sé batn-
andi vegna hagstæðari ytri skilyrða
og að tekjur verði yfir útgjöldum.
Vinna viö gerð fjárlaga næsta árs
hófst fyrir tæpum þremur vikum af
„Við erum mjög uggandi hér á
þessu svæði vegna hraðakstursins.
Við höfum í sumar verið að taka
menn á meiri hraða en áður og
þrátt fyrir að enn sem komið er hafi
allt gengið slysalaust óttumst við að
miðað við óbreytt ástand kunni það
að breytast,“ sagði lögreglumaður á
Eskifirði við DV í gærkvöld. Hann
sagði lögregluna ítrekað vera að
stoppa menn á 130-145 km hraða ut-
an við bæinn. Tveir hefðu t.d. verið
Stal bíl og
ók út í skurð
Huldumaður stal bíl á Flateyri á
laugardag, ók honum út í skurð og
lét sig svo hverfa. Lögreglan á ísa-
firði þiggur upplýsingar um ferðir
bílsins ef einhver veit eitthvað um
þær. -sv
þeim minnkar. En þegar talað er
um að lán séu tekin erlendis í aukn-
um mæli má ekki gleyma því að það
eru bankarnir sem taka stóran
hluta þeirra. Síðan endurlána þeir
peningana hér heim,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson seðlabanka-
fullum krafti og hefur fjármálaráð-
herra á skipulagðan og kerfisbund-
inn hátt átt fundi með öllum ráð-
herrunum og yfirstjómum ráðuney-
tanna. Ráðherra hefur á þessum
fundum ítrekað markmið sín við
fjárlagagerðina um frekari samdrátt
í ríkisfjármálum en áætlað er að
draga þau saman um 2% og að
tekjuafgangur fjárlaga verði um 4
milljarðar miðað við núverandi
uppsetningu fjárlaga.
Uppsetning fjárlaga verður hins
vegar með öðrum hætti næst því að
í vor tóku gildi ný lög um íjárreiður
ríkisins í stað eldri laga um efnið
frá 1964. Samkvæmt nýju lögunum
verða allar skuldbindingar ríkisins
teknar inn í fjárlög, þar á meðal all-
ar ríkisstofnanir og fyrirtæki sem
ríkið á yfir 50% hlut í, allir sjóðir og
skuldbindingar þeirra. Afleiðingin
verður sú, að sögn embættismanna,
teknir á laugardagskvöld á um 140
km hraða. „Vegakerfið okkar býður
ekki upp á svona mikinn hraða og
við erum hræddir um að haldi
menn uppteknum hætti verði hér
alvarleg slys.“ -sv
Bílvelta viö
Laugarvatn
Biil valt út í skurð við bæ-
inn Útey, skammt fyrir sunn-
an Laugarvatn, um miðjan dag
í gær. Tveir voru í bílnum og
voru þeir báðir fiuttir á heilsu-
gæslustöðina á Selfossi. Bíl-
sfjórinn meiddist eitthvað lítil-
lega. Hann er grunaður um
ölvun við akstur .-sv
stjóri í samtali við DV.
Hann sagði að það hefði verið
mikið framboð af erlendum gjald-
eyri og aukin eftirspum eftir ís-
lensku krónunni.
„Þess vegna hækkar gengi henn-
ar. Við höfum ekki talið rétt að
að fjárlög munu í framtíðinni gefa
mun sannari mynd af stöðu ríkis-
fjármálanna á hverjum tíma en ver-
ið hefur. Embættismenn sem DV
hefur rætt við búast við því að nið-
urstöðutölur fjárlaga verði af þess-
um sökum aðrar en miðað við nú-
verandi uppsetningu fjárlaganna og
í stað milljarðs tekjuafgangs myndi
nýja uppsetningin sýna 2-3 millj-
arða halla. -SÁ
Svali hefur lengi verið með yfir-
burða markaðsstöðu á færeyska
svaladrykkjamarkaðnum síðan
1984. Nú hefur Sól hf. í Færeyjum
samið við færeyska mjólkurbúið,
Mjólkurvirki búnaðarmanna, um
dreifingu á mjólk landsmanna með
Svalanum. Þetta samstarf byrjaði
um áramótin þegar flutningakerfi
Svalans tók að sér mjólkurflutninga
í Þórshöfn og Klakksvík. Síðan hef-
sporna þar á móti því hækkun á
gengi krónunnar stuðlar að minni
verðbólgu. Það gæti spomað á móti
hugsanlegri þenslu í kjölfar kjara-
samninganna," segir Steingrímur
Hermannsson. -Sdór
Kannabis-
plöntur í
Garðabæ
Lögreglan í Hafnarfirði fékk
visbendingu um að kannabisp-
löntur væru í ræktun í Garða-
bæ. Hún fór á staðinn og í ljós
kom að 101 planta var að verða
tilbúin til neyslu. Lögreglan tók
efnið og handtók tvær mann-
eskjur í kjölfarið. Fólkið var yf-
irheyrt en var látið laust að því
loknu. -sv
ur Sól tekið yfir sífellt fleiri staði á
eyjunum og þann 1. júlí mun öll
mjólkurdrefing verða komin á
þeirra hendur. Mjólkurvirkið hefur
smám saman verið að færa alla
dreifingu til annarra fyrirtækja.
Þannig framleiðir virkið PopTop
sem er helsti samkeppnisvara Sval-
ans á eyjunum og er honum dreift
af ölgerðinni Færeyjabjór. -vix
Sandkorn dv
Saumakonan
Skemmtileg uppákoma átti sér
stað í göngugötunni á Akureyri sl.
ftmmtudag er Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti íslands, hugðist vigja
þar listaverk eftir norræna ung-
linga. Forset-
inn átti að
klippa á borða,
en þegar til
átti að taka
voru skærin
sem hann átti
að nota ekki
til staðar.
Neyðarlegt, og
auglýst var
hvort einhver
viðstaddra
væri með
skæri á sér.
Fljótlega gekk fram á sviðið alþýðu-
bandalagskonan Sigríður Stefáns-
dóttir og hafði meðferðis pínulítil
skæri, svona 4-5 cm löng. Viðstadd-
ir höföu gaman af þessu, og upp í
hugann kom minning um konu sem
„saumaöi" að Ólafi Ragnari þegar
hann var fyrst kjörinn formaður Al-
þýðubandalagsins. Þá fór Sigríður
fram gegn Ólafi og tapaði. Nú var
hún mætt til að horfa á forseta sinn
í embættiserindum og með skærin
á sér.
Óstundvísir
Prestar landsins hafa verið mik-
ið í umræðunni undanfarna daga,
enda prestastefna á Akureyri í síð-
ustu viku. Það vakti nokkra athygli
þegar stefhan hófst hversu seint
prestarnir
mættu á sinn
stað, en þeim
var uppálagt í
dagskrá aö
vera komnir
hempuklæddir
í Sigurhæðir
klukkan 10 aö
morgni og
hálftíma síðar
skyldi heftast
messa í Akur-
eyrarkirkju.
Meirihluti
prestanna mætti allt of seint, þeir
voru að tinast á staðinn alveg þar
til klukkan var orðin tuttugu mín-
útur yfir 10. Um leið var farið að
pískra um að e.t.v. væru prestarnir
seinir fyi'ir vegna þess að þeir
hefðu verið að skemmta sér kvöldið
áður, en sögur voru í gangi um
vasklega framgöngu einhverra
þeirra á öldurhúsum bæjarins.
Nauðgun afstýrt
Þótt prestar landsins á presta-
stefnu á Akureyri i siðustu viku
hafi ekki getað tekið afstöðu til mál-
efna samkynhneigðra, sem þar voru
á dagskrá, vantaði ekki stóryrðin
þegar umræður
um málið fóru
fram. „Við get-
um dundað
okkur við það
prestamir að
nauðga hverjir
öðrum ef í það
fer, en við
komumst ekki
upp með það
gagnvart söfn-
uðunurn," sagði
einn hvassyrt-
ur í ræðustól og átti við að ætlun
sumra fundarmanna væri að keyra
í gegn blessun kirkjunnar yfir sam-
búð samkynhneigðra. Prestamir
voru ekki allir beint prestlegir í
þessum umræðum. Einn virðulegur
tautaði að nú væru „hommamenn-
irnir“ komnir af stað og ætluðu að
þröngva því upp á kirkjuna að hún
blessaði þá viðurstyggð sem hann
taldi sambúð samkynhneigðra vera.
SS-pylsurnar
Sjónvarpsauglýsing Sláturfélags
Suðurlands, sem sýnd hefur verið
að undanfömu, heillar ekki alla.
Kunningi sandkomsritara segist t.d.
hafa harðar athugasemdir við þessa
auglýsingu,
enda sé einhver
figúra í pylsu-
líki sett inn á
gamlar myndir,
t.d. frá Lýðveld-
ishátíðinni á
Þingvöllum
1944 og valsi
SS-pylsan þar
um milli lát-
inna fyrrum
forráðamanna
þjóðarinnar.
Þessi maður, sem býr á Eyjafjarðar-
svæðinu, segist nú alvarlega íhuga
það að láta af áti á SS-pylsum í mót-
mælaskyni og snúa sér að KEA-
pylsum, hann segir það sterklega
koma til greina að leggja slíkt á sig
og sína.
Umsjón Gylfi Kristjánsson
Afkoma ríkissjóös:
Eins milljarös hagnaður
- byrjað aö vinna að gerð Qárlaga næsta árs
Eskiíjörður:
Hætta af hraðakstri
Svali í Færeyjum.
Mjólkinni dreift með Svalanum