Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Side 12
12 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1997 Spurningin Ert þú dugleg(ur) aö hreyfa þig? Hildur Sólveig Sigurðardóttir nemi: Svona þegar ég nenni því. Eva Rós Ólafsdóttir nemi: Já, ég spila fótbolta og golf. Davið Gíslason nemi: Ekki mjög, ég er að reyna. Bjarni Bragi Kjartansson hljóð- maður: Já, ég geng. Elís Friðriksson sjómaður: Já, ég syndi og fer í göngutúra. Ari Eiríksson nemi: Já, ég hjóla og æfi fótbolta með Fram. Lesendur Mengandi efni í náttúrunni Útfelling á brennisteini einfaldlega smáræöi, segir hér m.a. Jónas Bjarnason efnaverkfræð- ingur skrifar: í kjallaragrein DV 13.6. sl. skrifar Hrefna Kristmannsdóttir, deildar- stjóri í Orkustofnun, um jarðhita- virkjanir og brennisteinsgös í and- rúmslofti. Það er hið besta mál að upplýsa fólk um mengandi efni sem berast í náttúruna. I grein sinni vitnar Hrefna í orð mín í kjallara- grein í DV 8.4. og telur mig, í vin- samlegum tón, misskilja myndun brennisteinstvíoxíðs frá jarðhita- virkjunum og vill greinilega færa mig og lesendur nær hinu sanna. Til lítils er að þrátta mikið um efnafræði og jarðefnafræði á síðum dagblaðs. Því verður hér stiklað á stóru. - Ég tel mig ekki hafa mis- skilið neitt í því máli þótt okkur Hrefnu skorti ýmsar upplýsingar. Umræða um brennistein frá álver- um á íslandi og skaðsemi af völdum hans hefur snúist um myndun brennisteinstvíoxíðs þótt vitaskuld sé hún miklu flóknari. Brennisteinn er furðu lauslátt frumefni og hagar sér að mestu eftir því umhverfl sem það er í. Oxunarstig eru æði mörg. - „Segðu mér hverja þú umgengst og ég skal segja þér hver þú ert“! Vitanlega var mér ljóst að megn- ið af brennisteini frá jarðhitaút- streymi á íslandi er brennisteins- vetni sem allir kannast við af lykt- inni af jarðvarmavatni. Það efni er aftur á móti óstöðugt í lofti vegna súrefnis. Efnið vill því oxast upp í brenni- steinsoxíð í þrepum og jafnvel enda í brennisteinsþríoxíði, en það myndar brennisteinssýru með vatni. Hún er mörg hundruð sinn- um sterkari en sú sýra sem mynd- ast með brennisteinstvíoxíði og vatni! Þetta allt skiptir máli því í raun er það ekki brennisteinsum- ræðan sem málið í raun snýst um, heldur sýrustig rigningar, þ.e. pH. Skaðinn sem verður er vegna lækk- unar pH í fjallavötnum, plöntudauði og alveg sérstaklega laufdauði trjáa sem er mjög sýnilegur í skógum í grennd við þung iðnaðarsvæði í Þýskalandi. Ég hef einfaldlega gengið út frá því að góður hluti brennisteinsvetn- is oxist upp í andrúmslofti. Hrefna, aftur á móti, gerir því skóna að það þvoist út með rigningu og falli til jarðar eða sjávar og hafl jafnvel áburðargildi sem slíkt. Það er aftur á móti vafasamt í meira lagi. Það dæmi sem hún nefnir til stuðnings sínu máli eftir fyrstu til- raunir er einfaldlega ekki nægilegt. Hversu mikið af efninu þvæst fljótt út með rigningu fer eftir rakastigi lofts, hitastigi, veðurlagi og fleiru. Útfelling á brennisteini er einfald- lega smáræöi því það er honum efnafræðilega ólíkt í lofti og ftnna mætti þá töluvert af honum í ná- grenni helstu útstreymisstaða jarð- gufu. P.S. Ég tel mengun af völdum brennisteinslofts frá jarðhita- svæðum skipta nánast engu máli. Myndspolur - mismunandi lengd B.G. skrifar: Disney-aðdáendur hafa löngum sóst eftir bíó- og videomyndum með hinu vinsæla efni Disneyframleiðsl- unnar. Myndir sem hér fást eru rúmar 40 mínútur að lengd og kosta þetta 1490 til 1990 krónur. Sam- myndböndin eru núna með útgáfu á því sem þeir kalla „Hér er....“ -spól- ur. Eru þær venjulega ekki lengri en 45 mínútur hver, en seldar á verði sem ef til vill jafnast á við myndbandsspólur í fullri lengd. í auglýsingunum segir: Kaupir þú Andabæ I og II (á u.þ.b 3-4000 krón- ur) færðu bol í kaupbæti. Eðlilegra fyndist mér þó að Anda- bær I og II væru þá saman á einni spólu fyrir þetta verð, þ.e. 1490 krónur. - Sjónvarpsmarkaðurinn selur t.d. Tomma & Jenna spólur, tæplega 3 tíma á 2.890 kr. Þama er um mikinn mismun að ræða og að sjálfsögðu kjósa flestir hag- kvæmustu viðskiptin. Mannréttindabrot á íslenskum börnum Helga Dögg Sverrisd. skrifar: í DV 12. þ.m. vitnar Sigurjón Þor- bergsson í lög þar sem segir: Enginn skal þurfa að þola geðþótta- eða ólög- mæta röskun á einkalífi, fjölskyldu, heimili o.s.frv. - Hvar er mannúðin? spyr svo Ástþór Magnússon í annarri grein í DV. Og skorar jafn- framt á Hæstarétt að gæta réttlætis í dómi Hanes-hjónanna. Ég get verið sammála báðum þess- um mönnum. Það sem hins vegar vekur athygli mína er að hvorugur þessara manna hefur tjáð sig um þau hrottalegu mannréttindabrot sem framin eru á íslenskum böm- um. Hér á landi er bömum haldið í „gíslingu" af mæðrum sem virða ekki umgengnisúrskurð yfirvalda. Börn eru notuð sem verslunarvara í skiptum fyrir dauða hluti eða pen- inga. Hér er andlegu ofbeldi beitt á ung böm sem geta ekki tjáð sig og talið að þau vilji eingöngu vera hjá móður sinni. Sorgleg er sú staöreynd að mæður hafa komist upp með slíkt framferði gagnvart börnum sínum ámm sam- an. Feður eru knúnir í forsjárdeilu- mál sem er fyrirfram tapað (réttlæt- ið í dómskerfmu!), en eru síðan dæmdir til að greiða allan kostnað. Hæstiréttur gætir engan veginn rétt- lætis í þeim málum. Því að vænta þess í máli Hanes-hjónanna, Ástþór? Það hylmir yfir með brotamönnum og dæmir þá sem reyna að sækja rétt sinn samkvæmt íslenskum lögum. - íslenska ríkið hefur rétt til að með- höndla íbúa landsins á þennan hátt. Barnaheill eru að fara af stað með átak vegna kynferðislegs ofbeldis á börnum í samvinnu við leikskóla og grunnskóla. Því er verr. - En hvern- ig eiga kennarar sem sjálfir beita börn sín andlegu ofbeldi að geta ver- ið réttsýnir í ofbeldismálum? Því taka Bamaheill ekki á þessu ljóta of- beldi? Því tekur Friður 2000 ekki á þessum mannréttindabrotum? DV Ófriður hjá Ríkisútvarpi Amór skrifar: Merkilegt er að þegar breyt- ingar á að gera hjá RÚV, að ekki sé talað um að segja einhverjum upp störfum, ætlar allt vitlaust að verða. Þá koma fram á sjónar- sviðið í blöðum og viðtalsþáttum menn og konur sem vilja benda á hve þessi eða hinn starfsmaður- iim sé nú vinsæll og þarfur þjónn þjóðarinnar. Þannig er ástandið í dag hjá Ríkisútvarpinu að maður gengur undir manns hönd að tí- unda hæfileika þeirra sem eiga að fjúka í þetta sinn. - En ég spyr: er einhver ómissandi? Mjallhvít á fjalirnar Sigþór H. skrifar: Við höfum verið að ræða val leikrita fyrir börn í leikhúsum borgarinnar fyrr og nú, og allir voru sammála um að endilega þyrfti að koma Mjallhvíti og dvergunum sjö á fjalimar - helst næsta vetur. Þetta er hugljúft leikrit sem ég veit að hefur verið leikið í leikhúsum erlendis sem barnaleikrit. Ég á bágt með trúa því sem ég heyrði einn kunn- ingja minn segja. Hann sagði að Mjallhvít yrði aldrei færð á svið hér, vegna þess atriðis þar sem vonda stjúpan skipar veiðimanni sínum að fara út í skóg og drepa Mjallhvíti. - Ég trúi nú ekki svona nokkru. En látum reyna á þessa frómu ósk okkar. Gerræði í Hafnarstræti Þ.P. hringdi: Mér finnst alveg ótækt að Hafharstræti skuli vera lokað af yfirmönnum gatnamála. Fyrst var lokað og framtakssamir menn fjarlægðu skiltið. En þá brá svo við að yfirvöld breyttu ljósabúnaði í götunni, eins og til að hefna sín á ökumönnum sem aka í austurátt. Er nú ekki nógu erfitt að komast úr bænum í austurátt, þótt ekki sé lokað Hafnarstrætinu á meðan ekki er búið að ganga frá götunum þarna? Ég held að gatnamála- stjóri ætti að leyfa aksturinn áfram og óhindrað, og lengja ljósatímann i leiðinni. Gott á „betri borgara" Elín Guðmundsdóttir skrifar: Ég er sammála því sem kemur fram í í Degi-Tímanum um að líklega eru einhverjir hinna svo- kölluðu „betri borgara" æfir yfir því að vera ekki lengur boðið í forsetaveislui- eins og tíðkaðist hjá fyrrverandi forseta, sem hélt veglegar veislur með allt að 200 boðsgestum. En þetta er rétt ákvörðun Ólafs Ragnars Grims- sonar forseta. Það var full þörf á niðurskurði á boðsgestum sem ekkert erindi eiga í opinberar veislur, svo sem allir þessir „fyrrverandi" eitthvað, eða vinir og vandamenn úr kosningabar- áttu forsetakjörs, svo eitthvað sé tínt til. Alþýðuflokkur- inn í megrun? Kolli skrifar: Nú spyrja margir hvort brott- hvarf fyrrv. ritstjóra Alþýðu- blaðsins úr samnefhdum flokki sé ekki reiðarslag fyrir Alþýðu- flokkinn. Eða hvort þetta sé tímabundin megrun hjá flokkn- um yfir sumarið. Ég held að AI- þýðuflokkurinn eigi ekki um nema eitt að velja úr því sem komið er. Að biðja Jón Baldvin Hannibalsson og fyrrverandi for- mann að vera kyrran hér heima og taka að sér sérstakt út- breiðslustarf fyrir flokkinn. Hvort svo sem flokkurinn sam- einast hinum A-flokknum eða ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.