Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Blaðsíða 13
JLj’V’ MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1997
íennmg
13
) Djasshátíð Egilsstaða:
1 Stórsveit, Slag-bít og djamm
I
>
I
t
Það var kominn tími til að heyra í upprennandi
kynslóð tónlistarfólks á Austurlandi og það gerðist
á fóstudagskvöld þegar Einar Bragi Bragason
stjómaði Stórsveit Austurlands í Hótel Valaskjálf.
Unga fólkið hafði stuðning frá nokkrum eldri og
reyndari spilurum og tónlistarkennurum því að í
hljómsveitinni era m.a. sjálfur Ámi ísleifs á píanó,
Grétar saxófónleikari frá Húsavík, Anna Lilja,
trompetleikari á Fáskrúðsfirði, Giilan frá Reyðar-
firði á saxófón og þeir Þórður Óli (sax.) og Ágúst
Ármann, bassaleikari frá Norðfirði. Þrátt fyrir fáar
æfingar hljómaði bandið aldrei illa og oft glæsilega.
Ekki er hægt annað en að dást að þessari góðu
frammistöðu. Tvö lög eftir píanistann voru á dag-
skránni; Mánagull, faileg ballaða sem Bjami
trompetleikari fór vel með og Mambó nr. 4 Alla
frá Múla (Aðalheiður Borgþórsdóttir) tók „Ail of
Me“ með stórsveitinni eins og ekkert væri og hefði
mátt syngja meira.
Þá stigu á svið
trommaramir Guð-
mundur Steingríms-
son, Skapti Ólafsson
og Þorsteinn
„Krupa“ Eiriksson
og fluttu trommu-
svítuna Slag- bit. Það
er allvel á spilmn
haldið þegar þrír
trommarar geta fang-
Stórsveit Austurlands
lék undir stjórn Einars
Braga Bragasonar.
„Papa Jazz“ Steingríms-
son stjórnaói trommu-
svítunni Slag-bít meö
fööurlegri mildi og
hörku.
DV-myndir Siguröur Mar
að athygli áheyrenda og haldið
henni um nokkum tíma án stuðn-
ings annarra hljóðfæra. Þeir gáfú i
skyn að ekki bæri að taka uppá-
komuna of alvarlega en henni
stjórnaði „Papa Jazz“ Steingríms-
son af fóðurlegri mildi og hörku.
Þrátt fyrir spaugið sem þessu fylgdi
var mikil músík í skinnum, kjuð-
um og spilurum.
Þessu kvöldi lauk svo með
djammssessjón sem Friðrik Theo-
dórsson básúnuleikari stjórnaði. í
tilefni góða veðursins á Egilsstöð-
um hafði í miklu skyndi verið sett
saman hljómsveit til að leika undir
berum himni á fóstudag og laugar-
dag. Þótti við hæfi að gefa henni
nafnbótina Skyndikynni og hóf hún
djammið. Fleiri fylgdu í kjölfarið, þar á meðal Einar
Bragi sem blés „In a Sentimental Mood“ á tenór al-
veg snilldarvel við nettan undirleik Áma ísleifs,
Garðar „blúsari" Harðarson sem söng „Stormy
Monday" af list og blés í munnhörpu við undirleik
Steingrímssonar á trommur, Ingva Þórs á píanó,
Önnu Lilju á trompet og Einars á bassa. Þama komu
einnig fram, auk Skyndikynna og ýmissa sem áður
hafa verið nefiadir, Höskuldur Egilsson söngvari og
Kiddi trommari. -IÞK
Oraiur í lygnum Legi
- og fleira fólk
Sérstaka athygli vakti frábær frammistaða Kristjönu Stefánsdóttur.
DV-mynd Sigurður Mar
Djasshátíðin á Egilsstöðum var ágæt-
lega sótt öll kvöldin og ekki síst á laugar-
f dagskvöldið þegar Léttsveit Ólafs Gauks
I lék á Hótel Valaskjálf ásamt söngkonunni
Kristjönu Stefánsdóttir. Á meðal gesta
f var forseti íslands, Ólafur Ragnar Grims-
son, ásamt frú Guðrúnu Katrínu Þor-
bergsdóttur.
Frumflutt var verkið Ormur í lygnum
Legi sem tileinkað er Egilsstöðum á 50
ára aftnæli staðarins og um leið 10 ára af-
mæli Djasshátíðarinnar. Verk þetta eða
svíta ber viss einkenni höfundar síns, Óla
Gauks. Sándið er að verða álíka klassískt
| hér á landi og viss stíleinkenni frægra er-
lendra höfunda og útsetjara. Laglínan
' sem fylgir texta verksins er ekki ómstríð,
| ekki mjög grípandi, svipað og í dægurlagi
væri, heldur einhvers staðar mitt á milli
og skrifuð í moll. Á milli söngkafla voru
kaflar fyrir blásara og einn kaflinn með
alláberandi fimmundartónbilum sem settu á verk-
ið þjóðlegan brag. í heildina vel frambærilegt
stykki og var því vel fagnað.
Eftir „Orminn" flutti hljómsveitin og söngkon-
an tvö frumsamin lög ðlafs. Annað kallaðist
i „Badú“ eftir textanum eða textaleysinu sem var
þetta hefðbundna „Badúbadúbadúdeidei o.s.frv.,
I létt og skemmtilegt. Hitt var kynnt sem Rómantísk
j ástarsaga og réðu þar hljómasamböndin II-V sem
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
gerðu þetta að afar áheyrilegu dægurlagi. Svo
komu lögin „Softly (as in the Morning Sunrise)"
og „There’ll never Be Another You“, óað-
finnanlega flutt. Eftir hlé vora á dagskrá
„This Masquerade" þar sem Gunnar
Hrafnsson fór á kostum á kontrabassann
og „Bye, Bye Blacbird" án blásara með
flottu gítarspili Gauks. Þá kom einn mjög
skemmtilegur frumsaminn Austfiarða-
blús þar sem blásararnir fengu að sýna
hvers þeir eru megnugir. Það voru þeir
Haukur Gröndal á baritón- og altósaxó-
fón, Ólafur Jónsson á tenórsaxófón, Ein-
ar Jónsson á básúnu og Veigar Margeirs-
son trompetleikari. Trommari var Guð-
mundur Steingrímsson.
Þessu lauk svo með „Cry Me a River“
og laginu hans Árna ísleifs um hana
Stínu sem gekk einmitt í endurnýjun líf-
daga ekki alls fyrir löngu og var hérna
flutt i mjög laglegri útsetningu. - Léttleik-
inn var allsráðandi á þessum tónleikum
og var það svo sem vel við hæfi. Sérstaka
athygli vakti frábær frammistaða Krisfiönu Stef-
ánsdóttur, kannski vegna þess að enginn bjóst við
öðru eins framlagi frá henni. Hún impróviseraði
t.d. bæði með og án texta og, að því er virtist,
áreynslulaust, sem er alltaf plús. Það er ljóst að
með þessu og þviliku áframhaldi kemur hún til
með að verða hin ókrýnda djassdrottning íslands.
- Þannig lauk tíundu djasshátíð Egilsstaða og ekk-
ert annað eftir en að þakka fyrir sig.
Merking málverksins og götunnar
í Listasafninu á Akureyri lauk um nýliðna
helgi athyglisverðri sýningu Einars Garibalda á
' málverkum sem í raun eru merkjaflekar er not-
| aðir hafa verið sem mát fyrir gatnagerðarmenn í
I Reykjavík til þess að merkja götur og staði.
Við eram alvön að lesa merki í malbikinu á
borð við þau að ákveðin akrein sé ætluð strætis-
vögnum eða leigubílum, að fram undan sé beygja
á hægri hönd eða að hér sé göngubraut eða bíla-
stæði fyrir fatlaða. Við lesum þessi merki nánast
sjálfkrafa og umhugsunarlaust. Þau eru hluti af
merkjakerfi borgarlandslagsins sem við búurn í
og þau leiða okkur í gegnum það nánast án þess
að við gerum okkur grein fyrir því.
) Hvaða þýðingu hefur það að taka flekana, sem
| þessi merki eru máluð eftir, og setja upp á vegg í
nýju samhengi sem listaverk í sýningarscd?
) Þessi hliðran á fyrirbærinu gerir það að verk-
um að merking sem áður var fullkomlega ljós,
ótvíræð og flöt verður allt í einu margræð um
leið og hún öðlast nýja dýpt og fyllingu.
Orðin eða merkin lýsa með fiarveru sinni um
leið og gatið býður upp á frekari merkingu, hvort
sem er á vegginn undir flekanum eða annars
staðar. Allt i einu er orðið TAXI orðið að mónu-
mental formi sem stendur ekki bara fyrir það að
| hér sé leigubílum einum heimilt að aka heldur
I verður það jafnframt að tákni fyrir merki í um-
hverfi okkar almennt.
Frá sýningu Einars Garibaida: TAXI, SVR
Ef við lítum svo á sjálfa flekana sem merkin
era skorin í og máluð eftir fer heldur ekkert á
milli mála hvert var hlutverk þeirra og tilgangur
við merkingu malbiksins. En um leið og þeir eru
komnir upp á vegg sem listaverk förum við að
horfa á þá frá nýjum sjónarhóli. Allt í einu fara
Myndlist
Ólafur Gíslason
slettumar, slitið og skíturinn, sem segja okkur
sögu flekans, að fá nýja merkingu og opna fyrir
sögulega vídd og tilfinningu. Við sjáum hvernig
þessi fleki hefur ferðast í gegnum borgina og gef-
ið stöðum merkingu. Saga flekans verður hluti
verksins. í heild sinni búa þessi verk yfir þeim
þéttleika og þeirri dýpt sem einkennir táknmál
góðrar myndlistar umfram tákn merkjamálsins.
Möguleikinn að halda merkjavinnunni áfram
vekur líka spurningar. Hvemig gefum við um-
hverfi okkar merkingu, hvert er samband forms,
texta, skynjunar og tilfinningar? Og ekki síst,
hver era tengsl merkingar og ytra samhengis
hlutanna?
Svörin við þessum mikilvægu spurningum
liggja ekki á lausu en með því að vekja þær og
setja fram á skýran og ögrandi hátt hefur lista-
maðurinn hjálpað okkur til að nálgast skilning á
atriðum er varða nokkur grundvallaratriði í
mannlegu tungumáli og samskiptum.
Eitt megineinkenni módernismans í myndlist
var fullkominn aðskilnaður forms og texta. Form-
ið átti að tala sínu eigin máli og texti var nánast
bannfærður frá myndmálinu. Það er eitt af ein-
kennum síðmódernismans að textinn hefur ruðst
inn i myndmálið með nýjum hætti og skapað nýj-
ar forsendur fyrir sköpun merkingar í myndlist-
inni. Ekki út frá bókstaflegri merkingu orðanna,
heldur út frá virkni þeirra og samspili við form-
ið, umhverfið og áhorfandann. Þessi verk Einars
Garibalda eru gott dæmi um þetta og það er
einmitt meginkostur þessarar sýningar að hér er
fiallað um nokkrar grundvallarspurningar mynd-
listarinnar á okkar dögum.
MIKIL
PRESSA
Schneider - þessar þýsku!
fjötbreytt úrval
SKÍimSON BJÚNSSON
SKÚTUVOGI 12H • SÍMI 568-6544
faxtæki
UX 71
• Innbyggður sími
• Sjálfvirkur deilir fax/sími
• Símsvara tengimöguleiki
• 15 úthringi minni (5 hraðaval
og 10 skammval) • 15 bls. arkar-
matari • 30 m pappfrsrúlla
FO 1450
Faxtæki fyrir venjulegan pappír
Símsvara tengimöguleiki
1 99 úthringi minni (20 hraðaval
og 79 skammval) • 20 bls. arkar-
matari • 300 bls._pappírs bakki
1 512 kb minni
(31 bls.)
FO 261
Laser faxtæki fyrir venjulegan
pappír • Sjálfvirkur deilir fax/sími
1 Símsvara tengimöguleiki
• 50 úthringi minni (20 hraðaval
og 30 skammval) • 20 bls. arkar- ;
matari • 100 bls,__
pappírs bakki
1 512 kb minni
38 bls.)
F-27001
■ Windows Laser Prentari
og faxtæki fyrir venjulegan papplr
’ Sjálfvirkur deilir fax/sími
1 Símsvara tengimöguleiki
1 50 úthringi minni (20 hraðaval
og 30 skammval) • 20 bls. arkar-
matari • 100 bls. pappírs bakki
1 512 kb minni (38 bls.)
BRÆÐURNIR
Lógmúla 8 • Sími 533 2800
)