Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efnl blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hóf í skattlagningu bíla Rekstur venjulegs íjölskyldubíls kostar um hálfa millj- ón króna á ári. Þetta sýna útreikningar Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Að sjálfsögðu er rekstrarkostnaður mis- munandi eftir þyngd bíls og akstri. Félagið hefur reikn- að út kostnað við þrjá flokka bíla. Árlegur akstur er áætlaður frá 15 til 30 þúsund kílómetrar á ári. Miðað við þessar gefnu forsendur kostar rekstur ódýr- asta bílsins rúmlega 400 þúsund krónur á ári en dýrasta bílsins og þess sem mest er ekið rúmlega 800 þúsund krónur. Þyngst vegur kostnaður vegna notkunar og verðrýrnunar. Þessar tölur sýna að rekstur fjölskyldubílsins er veru- legur þáttur í rekstri hvers heimilis. Heimilisbíll er ekki munaðarvarningur heldur nauðsyn í nútímasamfélagi. Þrátt fýrir almenningssamgöngur getur venjuleg Qöl- skylda vart án bíls verið. Skattlagning vegur þungt í rekstri fjölskyldubílsins. Hóflegur skattur á bíla og notkun þeirra eru eðlilegur. Það verður þó vart sagt að skattlagning á bíla hérlendis, innkaup og notkun, sé hófleg. Munar þar mestu um hlut ríkisins í bílverðinu sjálfu auk þess sem drjúgur hluti eldsneytisverðs er skattur. Ríkisvaldið hefur því teygt sig afar langt í skattlagningu bíleigenda. Þótt bíleign sé almenn virðast bíleigendur ekki sam- stæðir sem heild. Því hafa menn látið skattlagninguna yfir sig ganga án þess að hreyfa mótmælum að nokkru gagni. Þá hefur verið bent á að stefna stjómvalda í þessum málaflokki sé handahófskennd. Ritstjóri Ökuþórs, blaðs Félags íslenskra bifreiðaeigenda, óskar eftir opinberri stefnu varðandi bíla og notkun þeirra. Hann sér ekki heildarsýn stjómvalda í málaflokki sem þó snertir flest- ar fjölskyldur landsins og skiptir miklu um afkomu þeirra. Ritstjórinn bendir með réttu á að löngum hafi verið litið á bíleigendur sem vænan tekjustofn og sá tekjustofn hafi verið nýttur ótæpilega. Óhætt er að ítreka það með ritstjóranum þegar beðið er um hóflega skattlagningu á bíleigendur og að mönn- um sé ekki mismunað. Haldi stjómvöld bílverði of háu með skattlagningu verður endumýjun bílaflota lands- manna hægari en æskilegt er út frá öryggissjónarmiði. Æskilegt er talið að árleg endumýjun sé á bilinu 9-12 prósent eða 11-14 þúsund bílar á ári. Nú er árlegur inn- flutningur bíla nálægt 8 þúsund. Öryggistæki í bílum lenda einnig af fullum þunga í skattlagningu og hækka þannig bílverðið. Þar má nefna svonefhda ABS-hemla sem em mikið öryggistæki og ör- yggispúða fyrir fólk í framsætum bíla. Þeir veita mikla vöm í árekstrum noti menn einnig bílbelti. Fráleitt er að skattleggja öryggisbúnað sem þennan. Fremur ætti að stuðla að því að hann væri í öllum nýjum bílum. Þá er ennfremur skattlagður búnaður bíla sem stuðl- ar að minni mengun. Auk þess sem gamall bílafloti er hættulegri en nýlegur stuðlar sá fLoti að meiri umhverf- ismengun. Ný tækni í bílum gerir nýja bíla umhverfis- vænni en þá eldri. Stjómvöld verða að marka stefnu um notkun bíla í stað tilviljanakenndra aðgerða sem meðal annars virðast ráðast af mismunandi fjárþörf ríkissjóðs. Bíleigendur þurfa að átta sig á því að með samstöðu geta þeir komið því til leiðar að skattlagning einkabíls- ins og notkunar hans verði hæfileg. Ríkið þarf ekki að tapa á því þar sem endumýjun flotans verður örari. Jónas Haraldsson Aukaþing á vegum Sameinuðu þjóðanna er ekki árlegur viðburð- ur. í rúmlega 50 ára sögu þeirra hefur nítján sinnum verið boðað til slíkra þinga, síðast 1990 um eínahagssamvinnu og svo nú til að meta stöðuna í umhverfis- og þró- unarmálum fimm árum eftir Ríó- ráðstefnuna. Vaxandi mengun og mis- skipting Þær vonir sem bundnar voru við niðurstöðumar frá Ríó 1992 hafa ekki ræst nema að litlu leyti. Á allsherjarþinginu i New York var það flestra mat að neikvæðu hliðamar yfirgnæfðu þær já- kvæðu. í stað Ríó + 5, sem var yf- irskrift þessa aukaþings, væri rétt- ara að tala um Ríó - 5. Aðeins fá iðnríki hafa staðið við ákvæði samningsins um að stöðva frekari losun gróðurhúsalofttegunda. Mest munar þar um Bandaríkin þar sem losun koltvíoxíðs hefur aukist um rúm 13% frá 1990. Þrátt fyrir samninginn um að varðveita fjölbreytt lífríki er fullyrt að ekki minna en 100 þúsund tegundum hafi verið útrýmt síðustu fimm árin. Þegar litið er til fyrirheitanna um þróunaraðstoð blasir ekki betra við. í Ríó var sett á blað viljayfirlýsing iðnríkja um að verja 0,7% af vergri þjóðarfram- leiðslu hvers lands í opinbera þró- unaraðstoð árið 2000. Slík aðstoð var 0,34% að meðaltali árið 1992 Geta Sameinuðu þjóðanna til að leysa verkefnin hefur minnkað í öfugu hlutfalli við þörfina um samstillt viðbrögð, segir m.a. í greininni. - Banda- rfkjaforseti í ræðustóli á aukaþingi SÞ. Aftur á bak frá Ríó Önnur afdrifa- rík hindrun á vegi sjálfbærrar þróunar em regl- ur viðskiptalífs- ins eins og þær birtast í samn- ingnum um Al- þjóðaviðskipta- stofnunina WTO. Þar er óhindrað vöruflæði og við- skiptafrelsi æðsta boðorð án tillits til áhrifa á umhverfið. Meira að segja stofnanir Sameinuðu þjóð- anna, eins og Matvæla- og „Skilningur hefur vaxið á þeim mikla vanda sem við mannkyni blasir en því fer víðs fjarri að at- hafnir fylgi orðum og þeim al- þjóðasamningum sem rekja má til Ríó.“ Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður en hefur síðan lækkað í 0,27% á fimm árum og ekki verið minni síðan 1983. Þetta er hrikaleg niður- staða og engan þarf að undra þótt fuiltrúar þróunairíkja séu bitrir og fullir tortryggni. Einstaka ríki, eins og Danmörk, Holland og Sví- þjóð, hafa skilað sínu. Hlutur ís- lands er hins vegar bágur, með að- eins um 0,1% til slíkrar aðstoðar. Sjálfbær þróun fjarlægt markmiö Það var ekki að undra að svart- sýni gætti hjá meirihluta ræðu- manna á aukaþinginu í New York. Skilningur hefur vaxið á þeim mikla vanda sem við mannkyni blasir en því fer víðs fjarri að at- hafnir fylgi orðum og þeim al- þjóðasamningum sem rekja má til Ríó. Geta Sameinuðu þjóðanna til að leysa verkefnin hefur líka minnkað í öfugu hlutfalli við þörfma fyrir samstillt viöbrögð. Vald rikisstjóma aðildarríkj- anna hefur í ríkum mæli færst í hendur fjölþjóðafyrirtækja og annarra fjársterkra aðila. Hjá þeim ræður stundarhagnaður ferðinni en ekki sjáifbær þróun. Fjárfestingin leitar þangað sem minnstu þarf til að kosta i meng- unarvamir. Nýlegt dæmi, sem nefiit var í New York, er sú ákvörðun INTEL samsteypunnar að leggja 700 milljónir í verk- smiðju í Kostaríka í stað Mexíkó og spara með því útgjöld til meng- unarvama. Við íslendingar þurf- um ekki langt að leita undirboða þegar umhverfísvemd er annars vegar. landbúnaðarstofnunin FAO, hafa fram undir þetta tekið lítið tillit til vistfræðilegra sjónarmiða. Endurmats þörf á öllum sviöum Reynsla imdanfarinna ára að þvi er varðar umhverfi jarðar kall- ar á endurmat á öllum sviðum í samskiptum manns og náttúm. Þar þurfa allir að vera þátttakendur, einstakling- ar, sveitafélög og ríki, frjáls samtök og atvinnu- lif. Sameinuðu þjóðimar gegna stóra hlutverki í því sambandi en augljós- lega er þörf róttækra skipulagsbreytinga á starfsemi þeirra og fjár- mögnvm Dagskrár 21. Að því er umhverflsmál varðar komu á aukaþing- inu fram ýmsar hugmynd- ir um endurbætur. Ein þeirra var frá Kohl, kansl- ara Þýskalands sem, sam- an með fulltrúum frá Brasilíu, Suður-Afríku og Singapúr, kynnti í New York tillögu um að sett yrði á fót sérstök um- hverfisstofnun Sam- einuðu þjóðanna. Um miðjan júli er svo að vænta víðtækra til- lagna um skipulags- breytingar frá Kofi Annan, nýjum aðalrit- ara SÞ. Litlu verður hins veg- ar áorkað nema póli- tískur vilji sé til stað- ar hjá voldugustu aðildarríkjun- um eins og Bandaríkjunum. Þau hafa haldið Sameinuðu þjóðunum í fjárhagskreppu um árabil og ver- ið dragbitur á nauðsynlegar ákvarðanir í umhverfismálum. Þar á þingið stóra sök og þau sterku fjárhagsöfl sem ráða ferð- inni er á reynir. Hjörleifur Guttormsson Skoðanir annarra Bóknám - iðnnám „Skipulagi skólakerfisins er að einhveiju leyti áfátt. Áherslan á bóknám er of mikil í skólakerfmu og of mikið er um það að fólk hangi í námi sem þar á ekki heima. Einnig er athugandi hvort kostimir við einkaskóla vegi ekki þyngra en ókostimir. Iðn- menntun hefur lengi verið litin hornauga af ungu fólki á Islandi. Það hefur lengi loðað við iðnmennt- un að þeir sem ekki geti lært fari í iðnnám. Þetta er auðvitað rangt.... Nauðsynlegt er að hefja iðnnám til þeirrar virðingar sem það á skilið og opna betur leiðir í það og leiðir til framhaldsnáms að þvi lo- knu.“ Úr forsíðugrein 24. tbl. Vísbendingar. Útgjaldabyrði ríkissjóðs „Það liggur í augum uppi, að útgjaldabyrði ríkis- sjóðs verður mikil á næstu áram vegna margvís- legra bóta almannatrygginga og vegna heilbrigöis- þjónustu, sem kostar stöðugt meira fé. Þetta era út- gjöld, sem í'mörgum tilvikum er alls ekki hægt að komast hjá. En einmitt af þeim sökum er mikilvægt að takmarka þessar greiðslur við þá, sem augljóslega og sannanlega þurfa á þeim að hadda. Það er lítið vit i því að innheimta skatta hjá fólki til þess að borga þá fjármuni aftur m.a. tU þeirra, sem skattana greiða." Úr forystugrein Mbl. 27. júní. Lokun Hafnarstrætis? „Nei, ég tel enga ástæðu fyrir lokuninni - og rök- in að Hafharstræti sé slysagUdra era léttvæg. Stræt- ið hefur verið opið tU fjölda ára án teljandi vand- ræða. Kaupmenn hafa lagst gegn lokun Hafharstræt- is og telja hana geta skaðað starfsemi sína og ég treysti þeim tU að meta það. í skipulagsnefnd féU- umst við á þessa lokun á sínum tíma þvi fuUyrt var að Miöbæjarsamtökin hefðu lagt blessun sína yfir lokunina. Það reyndist síðan rangt.“ Gunnar Jóhann Birgisson í Degi-Tímanum 27. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.