Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Qupperneq 15
MANUDAGUR 30. JUNI 1997 15 Afspyrnuléleg vinnubrögð - opiö bréf til ritstjóra og ábyrgðarmanns DV Tvö bréf ráöherra til Húsnæðisstjórnar. - Meö tilmælum um hækkun vaxtaálags og aö taka upp lántökugjald á yfirtekin húsbréfalán. Miðvikudaginn 25. júní birti DV frétt um húsbréfakerfið undir fyrirsögninni „Orð og gerðir stang- ast á“ en undirfyrir- sögn fréttarinnar er félagsmálaráðu- neytið ýtir undir aukinn kostnað lán- takenda í húsbréfa- kerfinu“. í inngangi segir að DV hafi fyrst fjölmiðla greint frá „leynisamkomu- lagi“ sem félags- málaráðuneytið á að hafa gert við bank- ana um að leggja nýj- ar álögur á íbúðar- kaupendur. Síðcm segir blaðamaður orðrétt: „í samkomulaginu felst að Húsnæðisstofnun taki upp sér- stakt lántökugjald á eldri yfirtekin húsbréfalán. Þegar síðan húsbréfa- kerfið verður flutt yfir til banka- kerfisins í samræmi við málefna- samning ríkisstjórnarflokkanna um einkavæðingu taki bankakerf- ið hið nýja gjald að erfðum.“ Inngangurinn er ósannur frá upphafi til enda. Það er fráleitt að til sé eitthvert leynisamkomulag milli bankakerfisins og félags- málaráðuneytisins. Skorað er á ábyrgðarmann blaðsins að birta þetta samkomulag en biðjast af- sökunar á ósannindunum ella. Fullyrt er að i samkomulaginu felist að Húsnæðisstofnun taki upp sérstakt lántökugjald á eldri yfirtekin húsbéfalán, sem banka- kerfið í samræmi við málefna- samning um einkavæðingu taki að erfðum. Bankarnir yfirtaka ekki húsbréfakerfið Milli ríkisstjómarflokkanna er ekki til neinn sérstakur málefna- samningur um einkavæðingu. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefur það komið til tals að bankarnir fari að innheimta gjöld af lántakendum i húsbréfakerfínu. Við- ræður hafa hins vegar átt sér stað milli nefndar á vegum fé- lagsmálaráðherra sem á að vinna að endur- skipulagningu á skipulagi og rekstri Húsnæðisstofnunar og fulltrúa Sambands is- lenskra viðskipta- banka og Sambands sparisjóða um að bankar og sparisjóðir yfirtaki vinnslu um- sókna um húsbréfalán frá Húsnæðisstofnun og afgreiðslu lánanna frá sömu stofnun. Rætt hefur verið um að þetta yrði gert með verktakasamningi milli Húsnæðisstofnunar og banka og sparisjóða. Verið er að kanna hagkvæmni þessarar leiðar. Fé- lagsmálaráðueytið hefur sett þrjú skilyrði fyrir því aö þetta geti orð- ið að veruleika. Að þjónusta við umsækjendur húsbréfalána batni, að öryggi og jafhrétti til þessara lána raskist ekki og að sú hagræð- ing sem stefnt er að skili sér í lækkun kostnaðar í húsbréfakerf- inu. Náist ekki þessi markmið, sem öll eru í þágu lántakenda, verð- ur ekki gerður þjónustusamning- ur við bankana. Rekstur Húsnæð- isstofhunar kost- ar um hálfan milljarð á ári. Tekjurnar eru fengnar af lán- tökugjöldum, vaxtamun, þjónustugjöldum og vanskilainnheimtu. í húsbréfa- kerfinu er innheimt 1% lántöku- gjald af öllum nýjum húsbréfum sem gefin eru út. Ekkert er tekið fyrir vinnu við yfirfærslu þegar húsbréf skipta um eigendur. Ný húsbréf eru nú um 70% af heildinni en yfirtekin eldri hús- bréf eru um 30%. Því er spáð að hlutfall nýrra bréfa eigi eftir að lækka og verða um 50% á næstu árum. Fram höfðu komið ábend- ingar um þetta frá starfsfólki Hús- næðisstofnunar og tillögiu' reif- aðar um gjald fyrir yfirtöku hús- bréfa. Hugmynd ráðuneytisins var og er að lækka lántökugjaldið á þá sem taka ný húsbréf þannig að þeir beri ekki einir þennan kostn- að. Á móti er eðlilegt að þeir sem yfirtaki eldri húsbréf greiði fyrir þann kostnað sem af umsýslunni hlýst. Ekki krafa um hærri vexti Þá er fullyrt i umræddri frétt að ráðuneytið krefjist hærri vaxta á húsbréfalán. Þetta er alrangt. í út- tekt Ríkisendurskoðunar á Hús- næðisstofnun er bent á að vaxtaá- lag húsbréfalána (sem rennur til reksturs Húsnæðisstofnunar) sé hugsanlega of lágt. Ráðuneytið gerði það sem því bar að gera að þessu leyti, þ.e.a.s. að óska eftir umsögn og tillögum frá húsnæðis- málastjóm um málið. Ráðuneytið hefur aldrei krafist hækkun vaxta á húsbréfalánum. Þvert á móti hef- ur ráðuneytið viðrað hugmyndir um spamað á yfirbyggingu hús- næðiskerfisins til þess að unnt sé að lækka álögur á lántakendur og draga starfsemi Húsnæðisstofnun- ar saman. í félagsmálaráðherratíð Páls Péturssonar hefur aldrei verið léð máls á þvi að hverfa frá ríkisá- byrgð á húsbréfalánum, öðruvísi en fram komi einhver annar opin- ber aðili er veitt geti sambærilega ábyrgð. Þeim sem þekkja líf og störf fólks úti á landsbyggðinni er betur en flestum öðrum ljóst hversu mikilvæg ríkisábyrgð hús- næðislánanna er. Við frábiðjum okkur dylgjur um að framsóknar- menn leggi til afnám ríkisábyrgð- ar, jafnvel þó að þær byggist á framburði skemmtikrafta á borð við Birgi Dýrfjörð, þinglóðs Al- þýðuflokksins. Leitið upplýsinga Það er krafa okkar, sem að þessum málum höfum unnið fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins, að ábyrgðarmaður blaðsins biðjist af- sökunar á því sem ósatt er i frétta- flutningi þess og komi leiðrétting- um á framfæri. Næst þegar þið skrifið um okk- ar fyrirætlanir og okkar verk þá leitið eftir upplýsingum er málið varðar úr skjalasafni ráðuneytis- ins. Nýleg upplýsingalög voru samþykkt til þess að auðvelda heimildaöflun af þessu tagi. Árni Gunnarsson Kjallarinn Árni Gunnarsson aðstoöarmaður félags- málaráðherra „í félagsmálaráðherratíð Páls Péturssonar hefur aldrei veríð léð máls á því að hverfa frá ríkis- ábyrgð á húsbréfalánum, öðruvísi en fram komi einhver annar opin- ber aðili er veitt geti sambæri- lega ábyrgð.“ Nýjar reglur um sjúkraþjálfun Nýlega voru samþykktar í tryggingaráði nýjar reglur um greiðsluþátttöku fólks vegna sjúkraþjálfunar. Munu fjórir tryggingaráðsmenn hafa sam- þykkt þessa nýju skipan en einn setið hjá (Guðrún Helgadóttir). Ekki fer milli mála að hinum nýju reglum er fyrst og fremst ætl- að það hlutverk að lækka kostnað almannatrygginga af sjúkraþjálf- un þó annað sé látið í veðri vaka. Ekki er þó um þaö að ræða að allt sé á lakari veg í hinum nýju regl- um, m.a. höfum við fagnað því að iðju- og talþjálfun skuli einnig tek- in með í endurgreiðsluna. Sannanlega íþyngt Öryrkjabandalagið var á sínum tíma beðið um álit sitt á tillög- unum eins og þær fyrst litu út og ber einnig að votta að þar var um hærri upphæð að ræða í greiðslu- þátttöku lífeyrisþega en síðar varð hin endanlega niðurstaða og met- um við út af fyrir sig þann árang- ur af okkar mótmælum og andsvörum en þar vorum við hvergi nærri ein á báti. Meginatriði þessara nýju reglna eins og þær snúa að okkar fólki er hins vegar það að mikill fjöldi þess hefur alls ekki þurft að greiða fyrir sjúkraþjálf- un, þ.e. verst setta fólkið, en þarf nú að greiða 25% fyrir fyrstu fimmtán skiptin eða nálægt 7000 kr. Sama er að segja um þau börn sem mest nauðsyn er að fái sjúkraþjálfún. 27% þeirra sem ekki hafa þurft að greiða fyr- ir sjúkraþjálfun eru örorkulífeyr- isþegar - rúmur helmingur allra eru lífeyrisþegar - (elli- og örorka) - og svo eru bömin til viðbótar. Allt þetta fólk þarf nú að greiða sín 7000 og það er nú einu sinni svo með tekjutölur svo alltof margra 1 þessum hópi að þessi upphæð setur ærið strik í reikninginn hjá þeim. Miklum fjölda okkar fólks er þvl sannanlega íþyngt. Á móti kemur að þeir ör- orkulifeyrisþegar sem áður greiddu sín 40% munu nú aðeins greiða 25% fyrir um- rædd fimmtán skipti. Hins veg- ar var þessi hóp- ur aðeins 4,4% af þeim hópi sem 40% greiddu. Því er ljóst að það er ekki umtalsverð- ur fjöldi sem græða mun á þessari breytingu en þó skal þeim ekki gleymt. Væntum ekki mikils Örorkustyrkþegar, sem einmitt eru oft í brýnni þörf fyrir endur- hæfingu, s.s. sjúkraþjálfun, og ekki þurftu að greiða fyrir hana áður verða nú að greiða 50% fyrir fyrstu 24 skiptin og síðan 25% og kemur þetta því afar hart niður á þeim, sem og öðr- um þeim sem hafa af sér- metnum ástæðum trygg- ingalækna ekkert þurft að greiða áður en greiða nú sinn hlut, enda hvorki líf- eyrisþegar né börn. Við óttumst því hið sama og Sigrún Knúts- dóttir, formaður Félags ísl. sjúkraþjálfara, að fast- ar verði sótt á sjúkra- stofhanir en áður og svo hitt að fólk vanræki hina nauðsynlegustu sjúkra- þjálfun einfaldlega af því það hefur ekki efni þar á. Því er haldið frarn af hálfu Tryggmgastofmmar ríkisins að með þvi að setja ákvæði um kostnað af sjúkraþjálfun inn í endur- greiðslu sjúkrakostnaðar þá megi bæta þeim bágast settu. Góð mein- ing er þar vissulega að baki en að fenginni reynslu af reglugerðinni um endurgreiðslu sjúkrakostnað- ar þá væntum við ekki mikils það- an. Við óttumst því mjög íþyngj- andi áhrif þessara nýju reglna og hljótum að ítreka fyrri mótmæli okkar við þeim. Helgi Seljan „Ekki fer milli mála að hinum nýju reglum er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að lækka kostnað al- mannatrygginga af sjúkraþjálfun þó annað sé látið í veðri vaka.“ Kjallarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi Meö og á móti Þátttaka íslensku félags- liðanna á Evrópumótunum í handknattleik Skelfileg þróun „í þessum efnum er að eiga sér stað slæm þróun. Það er slæmt að leikmenn úr íslenskum félags- liðum skuli ekki fá tækifæri til að keppa á alþjóðavettvangi. Eins og dæmið lítur út í dag er allt útlit fyrir að ekkert lið héðan verði í Evrópukeppn- inni næsta vet- ur. Þetta er ekki eins og ég vil hafa það. Við Eyjamenn stóðum frammi fyrir því að taka þátt eða fara í góða undirbún- ingsferð fyrir tímabilð og síðari kosturinn varð ofan á. Með henni faum við tækifæri að leika 6-7 leiki og ætti það aö koma okkur vel fyrir timbilið. Þegar dæmið hafði verið reiknað fram og til baka kom í ljós að kostnað- urinn fyrir hverja umferð í Evr- ópukeppninni er um éin milljón króna. Félögin hér heima treysta sér einfaldlega ekki út í þetta dæmi og er það skiljanlegt fyrir margra hluta sakir. Engu að síð- ur er þessi þróun skelfileg og ekki góð fyrir handboltann. Ég ætla bara að að vona að þetta ástand vari ekki lengi og íslenskt félagslið sjái sér fært að vera með á nýjan leik og fljótt og kost- ur er.“ Kostnaður of mikill „Eins og staðan er í dag tel ég engar líkur á því að við tökum þátt í Evrópukeppninni næsta vetur. Það er kostnaðurinn vegna þátttökunnar sem alfarið kemur í veg fyrir að við verðum með. Kostnað- urinn er orð- inn óheyrileg- ur og því er betra heima setið en að koma sér í skuldir. Til marks um kostnað okkar á sl. vetri þurftum við að borga 1,8 millj- ónir með þátt- töku okkar. Við viljum miklu frekar aö keppnin verði svaeða- skipt eins og formiö var á henni fyrir nokkrum árum. Þá drógust lið frá Norðurlöndunum saman i fyrstu umferðunum. Þaö var miklu betra kerfi en það sem er í gildi í dag. Hugmyndin um að koma á fót keppni eingöngu á milli liða innan Norðurlandanna er góð en ég veit ekki hvernig það mál stendur. Auðvitað er það slæmt ef íslensk félagslið í hand- bolta sjá sér ekki lengur fært að taka þátt í Evrópumótunum en einhvers staðar verður að stoppa. Það er ekki hægt að punga endalaust út og sita svo eftir með óásættanlega skulda- stöðu. Þegar svo er komið bitnar það bara á annarri starfsemi og það er ekki góð þróun að okkar mati. Þegar öllu er á botninn hvolft finnst mér afar trúlegt að við tilkynnum ekki um þátttöku okkar að þessu sinni. -JKS KT Páll Alfreðsson, formaöur hand- knattleiksdelldar KA. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.