Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1991 ’iT-iIt' I 'JÍ\ t’iWliT:! Betri sand^É^ kastalar á Sandur á baöströndum er betri til sandkastalagerðar en sá sandur sem alla jafna er í sandkössum á barnaleikvöll- um. Og það sem meira er, vís- indamenn vita hvers vegna. Jú, ástæðan er einfaldlega sú að blautur sandur loðir ?»*■■**■ I'isrJrr, mmrs& W betur saman en þurr. Örsmá- ar vatnsagnir eru milli korn- anna í strandarsandinum, jafnvel eftir að kastalinn virt- ist vera orðinn þurr. Peter Schiffer frá Notre Dame háskólanum og sam- starfsmenn hans rannsökuðu eðlisfræði sandkastala og komust að því, sér til furðu, að mjög lítið vatn milli sand- kornanna nægði til að halda kastalanum saman. Vísindamennimir telja að hugsanlega megi nýta rann- sóknamiðurstöður þeirra í steypuvinnu, landbúnaði og jafnvel við pilluframleiðslu. Lystaukinn eyk- ur matarlystina Lystaukinn, þessi alla jafna áfengi drykkur sem menn fá sér gjaman fyrir mat þegar farið er fint út að borða, eykur matarlystina, eins og hann á að gera. Þeir sem eru í megmn ættu því að forðast hann eins og heitan eldinn. Hollenskir visindamenn, sem rannsökuðu áhrif lystaukans, skýrðu frá því á þingi um offitu sem haldið var í Dyflinni fyrir skömmu að þeir sem fengju sér áfeng- an lystauka fyrir mat borð- uðu meira en þeir sem drykkju ávaxtasafa eða vatn. Glæpamenn noti hanska við iðju sína Ástralskir vísindamenn segjast hafa fundið enn eina ástæðuna fyrir því að glæpa- menn eigi að setja á sig hanska áður en haldið er í vinnuna. í fingrafari manns er nefnilega að flnna DNA erfðaefnið, rétt eins og í t.d. blóði, hári og sæði. Vísindamennirnir Roland van Oorschot og Maxwell Jo- nes frá réttarlæknisfræði- stofnuninni í Victoria í Ástr- alíu segja frá því í bréfi til tímaritsins Nature að þeir hafi rannsakað ýmsa hluti sem sjálfboðaliðar handléku og fundið DNA á þeim. Þeir segja að DNA berist jafnvel milli manna með handa- bandi. Lögreglan er, að sögn, þeg- ar farin að nýta sér hina nýju tækni. I J'jí&K l-l i -l ----' VJÍJjJ Jj USJ ÁiuJíJjJ Aukið grænmetisátið og bægið frá sjúkdómum Boröiö nógu mikið af grænmeti og ávöxtum og bægið frá lífshættulegum sjúk- dómum á borö við krabbamein. Það getur margborgað sig að fá sér auka- skammt af grænmeti eða ávöxtum á hverjum einasta degi. Vísinda- menn á Nýja- Sjálandi segja að með því sé hægt að koma í veg fyrir hjarta- sjúkdóma og krabbamein. Rannsóknir þeirra á sjálf- boðaliðum, sem borðuðu mikið af grænmeti og ávöxtum, sýndu einmitt fram á mikla aukningu vítamína í blóð- inu. Jim Mann og samverkamenn hans við Otagoháskóla i Dunedin höfðu eins og aðrir veitt athygli þeim mikla áróðri sem hefur verið rekinn fyrir aukinni neyslu vítamína eins og A, C og E. Rann- sóknir höfðu sýnt fram á andoxun- areiginleika þeirra, þ.e. þau gera að engu skaða sem gæti annars leitt til hjartasjúkdóma eða krabbameins. „Algeng viðbrögð við þessum til- mælum hafa verið umtalsverð aukning neyslu andoxunarfæðubót- arefna þrátt fyrir litlar sannanir Bandarískir og danskir visinda- menn hafa fundið steingerðar leifar eins allra fyrsta spendýrs jarðarinnar í Jameson Land á Austur- Grænlandi. Dýr þetta er kallað haramiya og var ekki ósvipað rottu í útliti, grennra þó og með lengri lappir. Það lifði fyrir um 210 milljón árum, á svokölluðu tr- íastímabili, að því er fram kemur í grein í Jyllands-Posten. Dýrið hefur verið vísindamönn- um nokkur ráðgáta í um 150 ár eða frá því fyrsta steingerða tönnin úr því fannst í Þýskalandi um miðja 19. öldina. Skýrari mynd er nú kom- in á skepnuna eftir að næstum heill kjálki með nokkrum tönnum og bein úr útlimum fundust hjá grönn- um okkar í vestri. fyrir því að þau geri nokkurt gagn,“ skrifa vísindamennirnir í skýrslu i breska læknablaðinu. Þeir ákváðu því að kanna áhrif neyslu ávaxta og grænmetis. Mann og félagar hans fengu til liðs við sig 87 sjálfboðaliða með eðli- legt magn kólesteróls í blóðinu og sem alla jafna borðuðu þrjá eða færri skammta af ávöxtum og græn- meti á dag. Helmingur tilraunadýranna hélt sig við fyrra mataræði sitt á meðan Haramiyan hafði það ósköp huggulegt í náttúru Grænlands á sínum tíma, lifði þar með risaeðl- um, flugeðlum og einhvers konar krókódílum. Á þessum tíma var Grænland ekki þar sem það er nú heldur á sömu breiddargráðu og Norður-Afríka er nú. Landið var þá hluti af risastóru meginlandi við miðbaug jarðar og loftslagið eftir því. Þegar tennurnar úr haramiyunni eru bomar saman við áður fundnar tennur er hægt að slá því fóstu að dýrið aðgreinir sig frá svokölluðum morganucodon, spendýri frá fyrri- hluta júratimans. Haramiyan er al- veg sjálfstæð tegund og heitir fullu nafni haramiyavia clemmenseni, hinum helm- ingnum var sagt að borða átta skammta af ávöxtum og grænmeti á dag. „Þau fengu nákvæm fyrir- mæli um mataræði, til- lögur að mat- seðli og upp- skriftir. Ein- staklingsvið- töl voru hald- in hálfsmán- aðarlega til að stappa í þátt- takenduma stálinu," segir í grein Nýsjá- lendinganna. Einn skammtur jafngildir hálf- um bolla af soðnu grænmeti, ávexti af meðal- stærð eða 3/4 bolla af grænmet- issafa. Við rannsókn á blóði þátttakend- anna kom fram umtalsverður mun- ur. Þannig reyndust þeir sem juku ávaxta- og grænmetisneyslu sína hafa mun meira af C vítamini í blóðinu svo og af A-vítamínsforstig- inu alfa og betakartótíni. Vísindamennimir segja frá því að tíu rannsóknir að minnsta kosti hafi sýnt fram á að mikil neysla eftir danska jarðfræðingnum Lars B. Clemmensen. Það var einmitt á grandvelli lýs- inga hans á jarðlögum í Jameson Land að steingervingafræðingurinn Farish Jenkins við Harvardháskól- ann í Bandaríkjunum ályktaði að hugsanlega væri hægt að finna þar leifar af frumstæðum spendýrum. Jenkins stjórnaði síðan hópnum sem gróf upp leifamar af dýrinu. Danskir og bandarískir vísinda- menn hafa leitað steingervinga í Ja- meson Land frá árinu 1988. Þeir dvelja þar fimm vikur á hverju sumri við leit. Fyrstu lausu tenn- urnar fundust 1991 en 1995 fannst kjálki úr haramiya í klettavegg, auk fjölda annarra útlimabeina. ávaxta og grænmetis veiti vörn gegn krabbameini, hjarta- og æða- sjúkdómum og heilablóðfalli. Þá hafa nokkrar rannsóknir til viðbót- ar bent til þess aö ekki sé hægt að svindla með því að taka fæðubótar- efni í staðinn. Það gagnar víst lítið. Lítil breyting kom hins vegar fram á magni E vítamíns í blóði til- raunadýranna. Hugsanlega þarf fólk því ráðleggingar um hvernig það geti fengið E vítamín, sem er að finna í grænmetisolíu og hnetrnn. Díoxín í konum 20 árum síðar ítalskir og bandarískir vísinda- menn skýrðu nýlega frá því að þeir hefðu fundið leifar af eitur- efninu dioxín í líkömum kvenna meira en tuttugu árum eftir að þær komust í snertingu við það í eiturslysinu mikla nærri bænum Seveso á Ítalíu. Vísindamennirnir rannsökuðu 62 manneskjur sem komust í snertingu við díoxínið árið 1976. Rannsóknin leiddi í ljós aukningu eitursins í fólkinu, einkum þó í konum. Ekki er vitað hvers vegna svo er. í bréfi til læknablaðsins Lancet segja vísindamennimir að það geti hins vegar haft áhrif á heilsu bæði kvennanna og barna þeirra. Díoxínefnum hefur verið kennt um ýmiss konar fæðingrgalla. Eiturefni geta safnast fyrir í líkamsfitu og konur hafa tilhneig- ingu til að hafa meiri fitu en karl- ar. Díoxínmagnið var þó óháð hlutfalli líkamsfitu, hæðar og þyngdar og annarra þátta. Vís- indamenn standa því á gati. Estrógen dregur úr hættunni á als- heimer Ný rannsókn á áhrifum estró- gens á alsheimer hefur leitt í ljós að 54 prósent minni líkur era á þvi að konur sem tóku hormónið fái sjúkdóminn. Rannsókn þessi, sem sagt er frá í tímritinu Neurology, rennir stoðum undir fyrri rannsóknir þar sem líkur vora að því leiddar að estrógen gæti komið í veg fyrir alsheimer. Ef rétt reynist gæti þetta haft mikil áhrif á almannaheilsu. Um fímmtán prósent fólks eldra en 65 ára og um helmingur þeirra sem eru meira en 85 ára fá alsheimer. Byrjunareinkenni sjúkdómsins eru oft minnistap en hann getur síðar leitt til elliglapa og að lok- um dauða. Ronald Reagan, fyrr- verandi Bandaríkjaforseti, er meðal þeirra sem þjást af sjúk- dómnum. Spendýr líkt rottu lifði á Grænlandi fyrir 210 milljón árum. Leifar eins fyrsta spendýrs jarðarinnar fundnar: 210 milljón ára gömul rotta frá austurhluta Grænlands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.