Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Síða 32
40
MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1997
AGV HJÁLMAR
Fréttir
DV
fallegt sterkt tjald
RentaTent
~. Tjaldaleigan . i n
Skemmtilegt hj.
Krókhálsi 3-Sími 587 6777
Þú gætir unnið glæsilega
vikulega
JóniSSYMI HF
Rfladega bútnn 17m2 Camp-Let Apoilo tjaldvagn með st6ru áföstu
fortjafdi, að ver&mæti 454.000 kr.
Scarpa Advance
Vandaftirleðurgönguskór
með Gore-Tex vatnsvöm
og vettisóta að verftmæti
15.900 kr,
Optiir og lokaðir, Gott Vefft.
' Skútuvogi 12A, s. 581 2530
Skipamálarar nota sumarblíöuna til
þess aö fegra skipin. Myndin var
tekin í Reykjavíkurhöfn.
DV-mynd JAK
Ný brú
í Hval-
firði
DV, Vesturlandi:
Þaö fækkar um tvær einbreiðar
brýr á hringveginum um Hvalfjörð
innan skamms því brúin í botni
Hvalfjarðar verður opnuð fyrir um-
ferð um miðjan júlí.
Nýja brúin og breytt vegarstæði
beina umferð fram hjá Botnsskála
sem verður ekki opinn í sumar. Eig-
endur töldu ekki taka því að hafa
hann opinn í tvo mánuði.
Pétur Geirsson, eigandi Botns-
skála, hyggst sækja bætur til Vega-
gerðarinnar vegna þessarar röskun-
ar. Brúarvinnuflokkur Vegagerðar-
innar hefur lokið sinu verki við
smiði sjálfrar brúarinnar. Hún er
undir Hlaðhamri, sunnan megin
Hvalfjarðar, og hefur farvegi Botns-
ár verið breytt. Áin er látin hlykkj-
ast meira á eyrunum. Lagning veg-
arins að sjálfri brúnni er langt kom-
in en það verk hefur Mjölnir á Sel-
fossi með höndum. Kostnaður vegna
brúarsmíði og vegarstæðis er 57
milljónir króna. -DVÓ
Strandasýsla:
Viðburðir um alla sýslu
Áskriftarsími
SQOO
DV, Hólmavík:
Frá fundi á Café Ríis á Hólmavík þegar kynning fór fram. Frá hægri: Sigrún Jónsdóttir, Drangsnesi, Sóley Loftsdótt-
ir, Elín S. Óladóttir, Laugarhóli, form. ferðamálafélags Strandasýslu, Sólveig Halldórsdóttir, Hólmavík, Eva Sigur-
björnsdóttir, Djúpuvík, og Ásbjörn Þorgilsson, Djúpuvík. DV-mynd Guðfinnur
Auk þessa verða sýningar af ýms-
um toga skemmtidagskrár, bæði úti
og inni, bryggjuhátíðir, sjóferðir,
kaffileikhús og galdrakvöldvökur.
Þá hefur verið komið á laggirnar
upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn
í félagsheimilinu á Hólmavík. Með-
al þeirra nýjunga sem boðið verður
upp á er svonefndur rúnaleikur. Þá
þarf fólk að verða sér úti um einn
rúnastein á sex stöðum í sýslunni,
með réttri samröðun þeirra má
finna út lausnarorð og vinna með
því til verðlauna en galdrastafir og
rúnir eru einmitt nátengt sögu sýsl-
unnar.
Á milli 60 og 70 viðburðir af ýmsu
tagi til afþreyingar og skemmtunar
hafa verið dagsettir á Ströndum í
sumar. I nokkrum tilvikum er um
nokkurra daga samfellda dagskrá
að ræða. í þeirri upptalningu eru
engir iþróttaviðburðir eða kirkju-
legar athafnir.
Þetta kemur ffam í svonefndu at-
burðadagatali sem nýverið hefur
verið dreift og einnig er prentað á
þremur erlendum tungumálum. At-
burðadagatalið er kynningarrit sem
fyrst sá dagsins ljós á siðasta ári og
mun nánast vera nýjung í upplýs-
ingamiðlun til almennings hér á
landi og ungur sagnfræðinemi af
Ströndum, Jón Jónsson frá Steina-
dal, á veg og vanda að.
Göngu- og hestaferðir skipa veg-
legan sess í því sem í boði verður -
styttri og lengri ferðir víða um sýsl-
una og út fyrir hana, allar með leið-
sögn traustra og gjörkunnugra aðila
og til staðar verða gönguleiðakort.