Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Blaðsíða 34
42
MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1997
Afmæli___________________________
Ingimar Marinó Víglundsson
Ingimar Marinó Víglundsson
verkamaöur, Strandgötu 27, Akur-
eyri, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Ingimar fæddist við Lækjargötu á
Akureyri og ólst upp á Akureyri.
Hann stundaði nám í Bamaskólan-
um á Akureyri.
Að loknu bamaskólanámi starf-
aði Ingimar við Tunnuverksmiðj-
una. Á unglingsárunum starfaði
hann einnig á Vopnafirði þar sem
hann vann á söltunarplani til tví-
tugs. Þá fór hann aftur til Akureyr-
ar þar sem hann stundaði sjó-
mennsku um nokkurt skeið. Auk
þess var hann þrjár vertíðir í Vest-
mannaeyjum. Hann stundaði síðan
ýmis verkamannastörf á Akureyri
og er nú starfsmaöur Gúmmívinnsl-
unnar á Akureyri.
Fjölskylda
Ingimar kvæntist
11.12. 1982 Önnu Geir-
þrúði Elídóttur, f. 23.4.
1951, húsmóður. Hún er
dóttir Elís Olsens verka-
manns, sem lést 7.12.
1987, og Önnu Báru
Kristinsdóttur húsmóð-
ur.
Dætur Ingmars og
Önnu Geirþrúðar era
Jóna Salmína Ingimars-
dóttir, f. 3.10.1969, fóstra,
en sonur hennar er Ivan
Carlosson, f. 14.12. 1990; Sædis Inga
Ingimarsdóttir, f. 21.4. 1976, verka-
kona;Linda Rós Ingimarsdóttir, f.
22.10. 1980, nemi við Verkmennta-
skólann á Akureyri en unnusti
hennar er Adolf Bragi Hermanns-
son verkamaður.
Systkini Ingimars:
Jóhann, f. 22.1. 1940, d.
10.8. 1989; Sigurður, f.
12.12. 1940, sambýliskona
hans er Aðalbjörg og á
hann þrjú böm frá fyrra
hjónabandi; Jónína, f.
17.2. 1942, maður hennar
er Þórir Bjömsson og
eiga þau sex böm en einn
son misstu þau; Jóhanna,
f. 17.7. 1943, maður
hennar er Gústaf Sigur-
lásason og eiga þau tvö
börn; Gunnbjörg Helga, f.
15.8. 1944, maður hennar er Stefán
Runólfsson og eiga þau þrjú börn;
Jónhildur, f. 30.5. 1948, búsett í
Þýskalandi og á hún þrjú böm;
Guðrún, f. 11.3. 1950, d. 17.10. 1993,
var gift Róberti Eyvinds, sem lést
19.6. 1994, og eignuðust þau fjögur
börn; Smári, f. 12.8. 1952, kvæntur
Kristínu Gestsdóttur og eiga þau
fjögur börn; Gunnhildur, f. 18.11.
1953, d. 31.8. 1959; Bjarni, f. 26.5.
1955, d. 28.4. 1991, var kvæntur
Hafdísi Sveinsdóttur og eignuðust
þau þrjú böm; Ragnheiður, f. 16.4.
1957, maður hennar er Garðar
Pétursson og eiga þau tvö börn;
Sóley, f. 7.11. 1961, maður hennar er
Friðjón Þórarinsson og eiga þau
tvær dætur.
Foreldrar Ingimars: Vígiundur
Amljótsson, verkamaður á Akur-
eyri, sem lést 18.5.1996, og Hermína
Marinósdóttir húsmóðir.
Ingimar ætlar að halda upp á dag-
inn í faðmi fjölskyldu sinnar með
nánustu ættingjum sínum.
Ingimar Marinó
Víglundsson.
Elsa Guðjónsdóttir
Elsa Guðjónsdóttir,
húsmóðir og bókasafns-
vörður, Skólavegi 8,
Fáskrúðsfirði, er fertug í
dag.
Starfsferill
Elsa fæddist í
Reykjavík en ólst upp í
Búðahreppi. Hún hefur
unnið í físki, stundað
verksmiðjustörf og verið
verslunarmaður en er nú
bókavörður.
Elsa Guðjónsdóttir
Fjölskylda
Elsa giftist 11.1. 1987
Jóhannesi Guðmari
Vignissyni, f. 28.3. 1961,
sjómanni. Hann er sonur
Vignis Jóhannessonar og
Sigurveigar Níelsdóttur
húsmóöir. Þau era búsett
í Búðahreppi.
Börn Elsu og Jóhannesar
Guðmars eru Ásdis, f.
3.4. 1982; Vignir, f. 28.11.
1986; Sigurveig Sædís, f.
14.6. 1989; Guðmar Elís, f.
22.9. 1995.
Systkini Elsu eru Svanhvít
Guðjónsdóttir, f. 1958,
leikskólakennari í Reykjavík;
Magnús Guðjónsson, f. 1959,
framkvæmdastjóri í Kópavogi;
Friðgeir Guðjónsson, f. 1961,
framkvæmdastjóri í Reykjavík;
Katrín Guðjónsdóttir, f. 1964,
þroskaþjálfi og kennari í Kópavogi;
Guðdís Guðjónsdóttir, f. 1965,
leikskólakennari í Kópavogi.
Hálfbróðir Elsu, samfeðra, er
Gottskálk Ágúst Guðjónsson, f. 1955,
búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Elsu: Guðjón Frið-
geirsson, f. 13.6. 1929, d. 13.9. 1986,
kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði og
síðar starfsmaður sjávarafurða-
deildar SÍS, og k.h., Ásdís Magnús-
dóttir, f. 26.12. 1934, starfsmaður við
aðhlynningu aldraðra á Skjóli í
Reykjavík.
Leikhús Ýmislegt
WDKIH IIIIHI-HIRBIR X IIM RICI
í HÚSI ÍSLENSKU ÓPERUNNAR
Fimmt. 03.07 kl. 20.00
Föst. 04.07 kl. 20.00
Miöasala mán. - lau. kl. 12.00 - 19.00
Ósóttar miðapantanir seldar daglega.
Veitingar: Sólon íslandus.
ATH. aðeins sýnt í júlí & ágúst.
UPPLÝSINGAR OG MIÐAPANTANIR í SÍMA 551 1475
í Borgarleikhúsinu
TRISTAN OG ÍSÓL
Ástarleikur (Borarleikhúsinu 29.
júni til 13. JÚII1997.
Nýtt íslenskt leikrit samiö af
leikhópnum Augnablik. Leikstjóri og
höfundur handrits Harpa Arnardóttir.
Leikarar: Anna Elísabet Borg, Ásta
Arnardóttir, Björn Ingi Hilmarsson,
Erling Jóhannesson, Ólafur
Guömundsson, Ólöf Ingólfsdóttir,
sigrún Gylfadóttir, Steinunn Ólafsdóttir.
Leikmynd: Ósk Vilhjálmsdóttir.
Búningar: Sonný Porbjörnsdóttir.
Hárgreiösla og föröun: Sigríöur Rósa
Bjarnadóttir. Ljós: Jóhann Pálsson.
Tónlisf: Einar Kristján Einarsson,
Daníel Porsteinsson, Kjartan
Guönason. Hljóö: Jakob Tryggvason.
2. sýn., 3/7, örfá sæti laus, 3. sýn., Id.
5/7, 4. sýn. 10/7, 5. sýn. 11/7, 6. sýn.
13/7.
Mi&apantanir f síma: 552 1163
e&a í Borgarleikhúsinu 2 tímum
fyrir sýningu í síma: 568 8000.
Tilkynningar
Tímaritið Húsfreyjan
Þá er húsfreyjan komin í sinn
rósótta sumarkjól og tilbúin að taka
á móti ykkur með kostum og kyngj-
um. Hún fitjar upp í trúðapeysu,
töfrar fram sumarsalöt, ræðir trú-
mál við sr. Auði Eir, drekkur kaffi á
Kaffi Krók, svífur um í skýjunum
með Margréti Pálmadóttur, söng-
konu og kórstjómanda, og margt
margt fleira.
Þinghólsskóli vann!
Stigakeppni grunnskóla Kópa-
vogs var haldinn í fyrsta skipti sl.
vetur frá október og endaði með
sundpartíi og verðlaunaafhendingu
í maí sl. Keppnin var eingöngu ætl-
uð 8., 9. og 10. bekkjum grunnskól-
ans. Reynt var að halda eina keppni
í hverjum mánuði og voru keppnir
sem hér segir: fótbolti strákar, fót-
bolti stelpur, myndasköpunar-
keppni með þema, karokeekeppni
hópa og einstaklinga, taflmót,
fréestyle hópa og einstaklinga. Úr-
slit urðu þau að Ekkó úr Þinghóls-
skóla bar sigur úr býtum, í öðru
sæti varð Hjallaskóli og því þriðja
Igló úr Snælandsskóla.
íslandsmet
í stórfiskaleik
HK-ingar settu íslandsmet í stór-
fiskaleik á fjölskyldudegi HK sem
haldinn var í Fagralundi í Kópavogi
laugardaginn 21. júní. Þátttakendur
í stórfiskaleiknum voru 205 talsins,
á öllum aldri og er þetta fyrsta ís-
landsmetið sem skráð verður í þess-
um gamla og sígilda leik. Jafnframt
verður niðurstaðan send Heims-
metabók Guinness til skráningar. Á
fjölskyldudeginum fóru foreldrar í
„brennó" og reiptog og knattspyrnu-
þjálfarar HK sáu um ýmiss konar
knattþrautir fyrir böm og foreldra.
Nýtt ferðabréf ESSO
og ferðamálaráðs
Ut er komið Vegabréf ESSO og
Ferðamálaráðs íslands fyrir árið
1997. Með Vegabréfinu vilja Olíufé-
lagið hf. og Ferðamálaráð íslands
hvetja landsmenn til þess að ferðast
um landið sitt og kynnast fegurð
þess og fjölbreytileika. Vegabréfið
byggist á skemmtilegum leik sem
gengur út á að safna stimplum en þá
má til dæmis fá á bensínstöðvum
ESSO, á tjaldstæðum, hjá hestaleig-
um og við sundlaugar víða um land.
Þegar vegabréfið er fullstimplað
gildir það sem miði í útdrætti sem
fer fram í beinni útsendingu á Rás 2
í lok sumars. Þá verður dregið um
veglega vinninga, þeirra á meðal
VW Polo frá Heklu og Easy-Camp
Petit tjaldvagn frá EVRÓ. Vegabréf-
ið er hægt aö fá á bensínstöðvum
ESSO um allt land og á upplýsinga-
miðstöðvum ferðamála.
Ný kort frá
Landmælingum íslands
Landmælingar lslands hafa gefið
út nýtt aðalkort í mælikvarðanum
1:250.000, blað 8, Mið-Austurland.
Korið er það áttunda i nýrri útgáfu
aðalkorta af landinu en það níunda
og síðasta (blað 9, Suð-Austurland)
er væntanlegt á markaðinn í ágúst-
mánuði. Landmælingar íslands hafa
einnig gefið út nýtt veiðikort í
mælikvarða 1:25.000 af Stóra-Laxá.
Gönguleiðir yfir Hornstrandir i
mælikvarða 1:100.000 hefur verið
endurprentað. í síðasta mánuði gáfu
Landmælingar íslands út 6 ný stað-
fræðikort í mælikvarða 1:25.000 af
efri hluta Fljótsdalshéraðs. Sölu-
deild Landmælinga íslands annast
kortasölu stofnunarinnar en kortin
era fáanleg á yfir 200 sölustöðum
um allt land.
Námskeið
í plöntugreiningu
TIiö íslenska náttúrufræðifélag
efnir til 2 daga fræðslunámskeiðs í
plöntugreiningu og notkun gróður-
korta í nágrenni Reykjavíkur dag-
ana 5.-6. júlí. Báða dagana verður
farið frá Náttúrufræðistofnun að
Hlemmi 3, þ.e. Hlemmtorgi, kl. 13 og
verið úti á mörkinni í 4-5 stundir.
Skráning fer fram á skrifstofu HÍN,
sími 562-4757.
Skólaslit
Stýrimannaskólanum var í ár
slitið í 106. sinn frá stofnun hans.
Guðjón Ármann Eyjólfsson skóla-
meistari minntist í skólaslitaræðu
sinni þeirra 12 sjómanna sem farist
höfðu við störf sín á árinu. Á skóla-
árinu luku 73 nemendur 1. og 2.
stigs skipstjórnarprófum frá skólan-
um. Alls luku 27 svoköfluðu 30 lesta
prófi og því samtals 100 manns sem
luku prófum frá skólanum í ár.
DV
Til hamingju
með afmælið
30. júní
90 ára
Sigríður Þórðardóttir,
Eyrarvegi 5, Selfossi.
85 ára
Valgeir Þorvaldsson,
Vöglum I, Hálshreppi.
80 ára
Guðmundur Móses Jónsson,
fyrrv. yfir-
verkstjóri
Norðurtang-
ans á ísafirði,
Miðleiti 2
Reykjavík.
Eiginkona
hans er
Sigrún Stella
Ingvarsdóttir. Þau taka á móti
gestum í Naustinu milli kl.
19.00 og 21.00 í kvöld.
Arndís Hannesdóttir,
Álftamýri 32, Reykjavík.
Hólmfríður Jónsdóttir,
dvalarheimilinu Sauðá,
Sauðárkróki.
Margrét Guðmundsdóttir,
Vogatungu 39, Kópavogi.
70 ára
Hallgrímur Helgason,
Skálanesgötu 7, Vopnafirði.
60 ára
Reynir Guðmundsson,
Saurbæ, Holta- og Landsveit.
Magnús G. Ellertsson,
Stekkholti 9, Selfossi.
Hanna Bárðardóttir,
Víðigi-und 47, Kópavogi.
Viðar Vilhjálmsson,
Túngötu 11, Ólafsfirði.
Marta Þorsteinsdóttir,
Sunnubraut 8, Búðardal.
50 ára
Sigurbjöm Ómar
Ragnarsson,
Háteigsvegi 22, Reykjavík.
Bergþór Guðjónsson,
Logalandi 3, Reykjavik.
Sigurður Hjörleifsson,
Reynimel 31, Reykjavík.
Úlfar Þórðarson,
Syðri-Brekkum II,
Þórshafnarhreppi.
Egill Benedikt Hreinsson,
Ofanleiti 9, Reykjavík.
Þór Sveinsson,
Frostafold 61, Reykjavik.
Símon Rafhsson,
Austmkoti, Vatnsleysu-
strandarhreppi.
Þórarinn Klemensson,
Bleikjukvísl 6, Reykjavík.
40 ára
Ágústa Sigríður
Karlsdóttir,
Miðvángi 29, Hafnarfirði.
Halla Ásgeirsdóttir,
Flókagötu 39, Reykjavík.
Lúðvík Svíuiur Daníelsson,
Garðaholti 8 A, Fáskrúðsfirði.
Hulda Jónsdóttir,
Marbakka 7, Neskaupstað.
Inga Sigurðardóttir,
Vallholti 9, Akranesi.
Jóna Sigþórsdóttir,
Háaleitisbraut 43, Reykjavik.
Þorsteinn Vilhjálmsson,
Skarðsbraut 1, Ákranesi.
Úlfar Kristinsson,
Hraunkambi 9, Hafiiarfirði.
Björg Kristln Einarsdóttir,
Viðihlíð 11, Sauðárkróki.
Eiríkur Ágústsson,
Vestmbrún 13, Flúðum.
Ólafur Davíð Jóhannesson,
Lindarbergi 38, Hafnarfirði.
Sigurður Pétursson,
Næfurási 13, Reykjavík.