Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1997, Síða 40
Vinningótölur laugardaginn
/29 33
Vinningar Fjöldi vinninga Vinning&upphœð
1■ sats 1 2.016.000
2. 4 at s+S & 0 263.653
3- 4 at s 58 7.840
4- 3 “ts 1.688 620
HeildarvinninsAupphœð
3.780.933
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa v'itneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Öllum sagt
upp hjá Jöfri
„Það er rétt að við höfum sagt öllu
fólkinu upp. Við erum að endur-
skipuleggja reksturinn og með upp-
sögnunum erum við að losa um ráðn-
ingarsamninga," segir Jón Ármann
Guðjónsson, annar tveggja fram-
kvæmdastjóra Jöfurs hf.
Jón Ármann segir að ekki standi
til að loka fyrirtækinu, uppsveifla sé
á bílamarkaðnum og því sé staðan
alls ekki slæm. Hann segir að reynt
verði að ráða eitthvað af fólkinu aft-
ur en ekki liggi ljóst fyrir hversu
margt.
„Við munum hugsanlega eitthvað
breyta áherslum í rekstrinum en það
get ég ekki rætt á þessu stigi,“ sagði
Jón Ármann við DV í gærkvöld. -sv
Eini dæmdi guðlastarinn á íslandi
Vill vera til sýnis
á kristnitökuhátíð
- mun vekja athygli kristnihátíðarnefndar á sérstöðu sinni
„Ef hvorki kristnihátíðar-
nefnd né þjóðin ekki vákna í
tæka tíð og átta sig á því að ég er
holdgerður stórþáttur í kristni-
sögu síðari tíma getur svo farið
að ég verði að sjálfur vekja at-
hygli á því og krefast þess að
verða sérstaklega til sýnis á
Þingvöllum á þúsund ára afmæli
kristnitökunnar," segir Úlfar
Þormóðsson rithöfundur.
Úlfar er eini núlifandi íslend-
ingurinn sem dæmdur hefur
verið fyrir guðlast. Þar áður
hafa þeir Brynjólfur Bjarnason,
fyrrverandi menntamálaráð-
herra á fyrri hluta þessarar ald-
ar, og svo Sveinn skotti Axlar-
Björnsson á 17. öld verið dæmd-
ir fyrir sömu sakir. Til þessarar
staðreyndar ber kristnihátíðar-
Úlfar Þormóðsson rithöfundur.
hefnd að taka tillit til við skipu-
lagningu hátíðarhaldanna á
Þingvöllum, að mati Úlfars. í
nefndinni sitja biskup íslands,
forseti og forsætisráðherra.
í samtali við DV segir Úlfar að
hann telji að fram eigi að fara
hugmyndasamkeppni um búr
það eða gapastokk sem hann
yrði hafður í til sýnis á Þingvöll-
um. Við gerð þess yrðu nútíma-
mannúðarsjónarmið höfð i huga
þannig að áhorfendur gætu auk
daþess að sjá guðlastarann í búr-
inu vikið góðu að honum. Þá
yrði þess gætt við hönnunina að
hann fengi svigrúm til þess að
þreifa út úr búrinu á þeim
gimbrum efasemdanna sem fram
hjá færu. -SÁ
Ungir knattspyrnumenn lögöu sig svo sannarlega fram á Shellmóti ÍBV í Vestmannaeyjum sem lauk í gær.
Knattspyrnumót var fyrir stráka í 6. flokki. Mótiö hófst á miðvikudag og var sólskin og blíöa allan tímann. Sjá allt um
Shellmót IBV á bls. 24-25. DV-mynd ÞoGu
L O K I
Veðrið á morgun:
Hæg vest-
læg átt
Fremur hæg vestlæg átt, rofar
til og hlýnar heldur norðanlands
og austan. Suðaustanlands verður
einnig léttskýjað en skýjað og að
mestu þurrt suðvestan og vestan
til. Þar er útlit fyrir hita á bilinu
8 til 11 stig en annars verður hit-
inn 13 til 18 stig að deginum, hlýj-
ast suðaustanlands.
Veðrið í dag er á bls. 45
Starfsfólk ríkisbankanna:
Boðin ný
störf
Allir starfsmenn Landsbankans
og Búnaðarbankans um allt land
eru nú að fá bréf með uppsögnum
en með boði um nýtt starf. Um ára-
mótin verða bankamir hlutafélaga-
bankar - Landsbanki íslands hf. og
Búnaðarbanki íslands hf. Þetta er
gert í ljósi þess að lög hafa verið
samþykkt um formbreytingu ríkis-
viðskiptabankanna.
„Það er rétt að bréf er á leið til
starfsmannanna frá bönkunum þar
sem verið er að bjóða fólki störf hjá
þessum nýju stofnunum," sagði
Finnur Ingólfsson viðskiptaráð-
herra í samtali við DV í gærkvöld.
„Samkvæmt lögunum eiga þeir
starfsmenn sem nú eru hjá bönkun-
um rétt á sambærilegu starfi hjá hin-
um nýju bönkum um áramótin. Þetta
er gert tímanlega til þess að eyða
allri óvissu gagnvart starfsmönnun-
um. Öllum er boðið starf aftur hjá
bönkunum," sagði Finnur. -Ótt
Kaldármelar:
Táragasi
beitt á
dansleik
Lögreglan i Stykkishólmi varð að
beita táragasi á hóp manna sem
slóst heiftarlega á dansleik hesta-
manna á Kaldármelum á laugar-
dagskvöld. Margir uppskáru glóð-
arauga og einhveijir ganga haltir
eftir átökin. Enginn slasaðist alvar-
lega samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni.
„Við máttum hafa okkur alla við
til þess að ráða við þetta. Við urð-
um að stinga nokkrum inn og félag-
ar mínir, sem þarna voru, höfðu á
orði að þeir hefðu sjaldan eða aldrei
lent i öðru eins,“ sagði lögreglu-
maður i Stykkishólmi við DV í gær-
kvöld. „Hér hafa verið haldin íjöl-
mörg hestamannamót en aldrei hef-
ur neitt gerst í líkingu við þetta.“
Um tvö þúsund manns voru á
Kaldármelum um helgina og mikið
fjölmenni á dansleiknum sem hald-
inn var í tjaldi á svæðinu. -sv
Vöxtur í
Skeiðará
Vatn flæddi yfir veginn við Skeið-
arárbrúna í fyrrakvöld og þurfti
Vegagerðin að grípa til aðgerða
vegna þess. Nokkur vöxtur er í ánni
þessa dagana vegna hitans fyrir
austan og færðist árfarvegurinn
nokkuð til. -sv
satoi
Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll
- hannaður fyrir íslenskar aðstæður
CR-V Sjálfskiptur með tueimur
loftpúðum kostar frá 2.270.000,-
(H)
HOIMDA
S: 568 9900