Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1997, Blaðsíða 2
i6 Qvikmyndir
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997 3ID"V
Grosse Pointe Blank í Sambíóunum:
Morðingi í tilvistarkrísu
John Cusack, leigumorðinginn sæti:
Fjölhæfur
frískur
Fyrir úrvals leikaraliði Grosse Po-
inte Blank fer John Cusack. Nú síð-
ast lék hann i Con Air. Feriii
Cusacks byijaði í grin- og unglinga-
myndunum. Sixteen Candels, Say
Anything, One Crazy Summer, Sure
Thing og hin ógleymanlega Stand by
Me voru meðal fyrstu mynda
Cusacks. Þetta breyttist síðan þegar
hann lék í Eight Men out sem fjall-
aði um hneyksli í hafnaboltanum í
Bandaríkjunum. Þar fékk hann í
fyrsta sinn að spreyta sig á aivar-
legu dramatísku hlutverki.
Ferill Cusacks tók virkilega stefnu
upp á við þegar hann lék ungan
svikahrapp í The Grifters og hlaut
fyrir mikið lof gagnrýnenda. Síðan
þá hefur hann leikið í ýmsum merk-
um myndum. Nú síðast var hann í
City Hall með AI Pacino og Bridget
Fonda en hann hefur einnig verið í
Woody Allen-myndunum Bullets
over Broadway og Shadows and Fog,
hinni stórgóðu mynd Altmans, The
Player, og Bob Roberts með hinum
frábæra Tim Robbins. Cusack er
fleira til lista lagt en að leika. Hann
er einnig liðtækur handritshöfúndur
og skrifaði handritið að myndinni
ásamt Tom Jankiewicz.
Draugabaninn með Ijótu
hárgreiðsluna
Dan Aykroyd er löngu orðinn
heimsfrægur enda lék hann í mörg-
um af bestu grínmyndum níunda
áratugarins. Hann hóf feril sinn eins
og svo margir aðrir gamanleikarar í
Saturday Night Live. Það var Ghost-
busters sem skaut Aykroyd upp á
stjömuhimininn. Hann lék Drauga-
banann Raymond á móti félögum
sínum úr Saturday Night Live,
Harold Ramis og Bill Murray og
varð, líkt og Murray, heimsfrægur
fyrir vikið.
Margir minnast þó Aykroyd mest
fyrir hlutverk hans í kúltklassíkinni
Blues Brothers með John Belushi.
Önnur eftirminnileg hlutverk er í
Trading Places sem kaupsýslumað-
urinn Louis sem fyrir kaldhæðni ör-
laganna er látinn skipta um hlut-
verk við auðnuleysingjann Eddie
Murphy. Þetta var einmitt ein af
þeim myndum sem gerði Murphy
heimsfrægan.
Þá er ónefndur lögreglumaðurinn
og reglupésinn i Dragnet og sjáif-
skipaður njósnarinn á móti Chevy
Chase sem í Spies Like Us. Þá er
ónefnd tilnefning hans til ósk-
arsverðlauna fyrir Driving Miss
Daisy. Aðrir ljúfar og góðar em The
Great Outdoors, Into the Night,
Ghostbusters II, Sneakers, Chaplin
og My Girl. -vix
Sambíóin frumsýna í kvöld
gamanmyndina Grosse
Pointe Blank. Hún fjallar um
leigumorðingjann Martin Q.
Blank (John Cusack) sem
finnur litla lífsfyllingu í
starfi sínu. Hann ákveður
því að pakka saman byssu
sinni og hljóðdeyfi en áður
en af því getur orðið þarf
hann að klára eitt gigg í við-
bót í gamla heimabænum
sínum, Grosse Pointe.
Þar er verið að halda upp á
10 ára útskriftarafmæli ár-
gangs hans úr menntaskóla
og þar er líka Debi (Minnie
Driver), fyrrverandi kærast-
an hans. Tíu árum áður
hafði Martin horfíð skyndi-
lega án þess að láta nokkum
vita. Þetta gerðist sama
kvöld og hann átti að sækja
Debi og fara með hana á
lokaballið í skólanum. Nú
ætlar hann sér að reyna að hefja
nýtt lif og vinna ást hennar að
nýju. Það er ekkert grín að ná ást-
um konu eftir að hafa stungið
hana af og ekki látið í sér heyra í
tíu ár en það er enn þá erfíðara ef
það er einhver að reyna að drepa
mann á meðan verið er að þvi. Dan
Aykroyd leikur samkeppnisaðila
Martins, leigumorðingjann Grocer
(Dan Aykroyd), sem hefur fengið
það verkefiii að binda enda á feril
Martins.
Leikstjóri myndarinnar er George
Armitage. Hann var fenginn í
verkefnið vegna þess að aðstand-
endumir hrifust mikið af því sem
hann gerði í Miami Blues. Sú
mynd er stórmerkileg blanda af of-
beldismynd og steiktum svörtum
húmor. Grosse Pointe Blank býður
upp á sömu svörtu brandarana og
framleiðendum fannst bráðnauð-
synlegt að fá þennan mann til liðs
við sig. Það þarf ekki að koma á
óvart að stílað er inn á svartan
þessa stórkostlegu
grínmynd þar sem
Martin Lawrence og
Tim Robbins fara á
kostum. Ótrúlegt
rán, æðislegir
eltlngaleíkir og
endalaust grín.
húmor enda er hugmyndin að
myndinni kolsvört. Handritshöf-
undurinn, Jankiewicz, fékk hug-
myndina að henni þegar honum
var sjálfum boðið á útskriftaraf-
mæli í skólanum sínum. „Væri
ekki fýndið að mæta á svona sam-
kundu og kynna sig sem leyni-
morðingja þegar allir eru að tala
um hvað þeir eru búnir að vera að
gera síðustu tíu árin?“ segir Janki-
ewicz.
„Síðan er bara eitthvað svo fynd-
ið við þennan leigumorð-
ingja sem finnst hann
ekki fá nógu mikið út úr
lífinu, gengur til sál-
fræðings og talar um
i hversu miklu
tómarúmi honum
finnist hann búa.
Samt virðist það
ekki hvarfla að
honum að
kannski sé
það vegna
þess að
hann
hefur
það að
at-
vinnu
að drepa fólk,“ seg-
ir Jankiewicz um
Martin, leigumorð-
ingjann hugljúfa.
-vix