Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1997, Blaðsíða 3
I>V FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997
^ikmyndirv,
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
>
>
>
>
>
>
Ný sænsk erótísk mynd frá Bo Widerberg frumsýnd í Háskólabíói um helgina:
Elskunnar log-
andi bál heitir
ný sænsk erótísk
kvikmynd sem
frumsýnd verður í
Háskólabíói um
Hún
gerist i Mal-
mö árið
1943 og fjall-
ar um skóla-
piltinn Stig.
Þegar
hann hitt-
]
ir nýja kennarann sinn, Violu,
breytist líf hans skyndilega og hon-
um opnast nýr heimur. Fimmtán
ára guttinn tekur upp samband
við kennara sinn. Viola er gift
Kjell sem hefin: það að atvinnu að
selja kvennærfót og kallar sjálfan
sig Frank eftir Sinatra sjálfum þeg-
ar hann er í söluferðum. Kjell
er langt frá því að vera við
eina flölina feúdur og drekkur
töluvert meira en góðu hófi
gegnir. Fyrir vikið er hann
ekki alveg jafn vakandi
fyrir því hvað eiginkon-
an er að bralla með
nemendum sínum.
í næsta húsi við
Stig býr Lisbet sem
er jafnaldri hans.
Hún er bálskotin
í strák en því
miður fyrir hana
er hann upptek-
inn á öðrum víg-
stöðvum. Áhugaleysi
hans fer í taugamar
á henni enda veit
hún ekkert, frekar en
nokkur annar, um
samband Stigs og
Violu. Þaö kemur þó
að því að að Stig tek-
ur eftir litlu sætu
Lisbet og áttar sig á
því að hægt er að
finna ástina í jafn-
öldru sinni.
Leikstjóri Elviru
Leikstjóri myndarinnar er Bo
Widerberg. Hann hefur getið sér
gott orð fyrir myndir sínar og þá
einkum hina víöfrægu Elviru
Madigan. Einnig ætti fólk að kann-
ast við The Man from Majorca, Ra-
ven’s End og The Man on the Roof
(eftir sögu Sjöwall og Wahlöö). Níu
ár eru nú liðin síðan Widerberg
sendi síðast frá sér mynd. Bo réð
son sinn, Johan, til að leika aðal-
hlutverkiö í myndinni, hlutverk
Stigs. „Pabbi er svo ótrúlega latur.
Hann notaði alltaf okkur krakkana í
litil hlutverk i myndum sínum ef
hann nennti ekki að standa í
áheyrnarprófum," segir Johan.
Kvikmyndin hefur nú þegar unn-
ið silfurbjöminn í Berlín og er
framlag Svía til óskarsverðlaun-
anna þetta árið.
Tim Allen í nýrri mynd:
Indíáni í stórborg
Jimgle 2
Jungle, sem
frumsýnd verð-
ur i Sambíóun-
um um helgina,
er endurgerð
franskrar mynd-
ar sem margir
kunna að kann-
ast við. Sú heitir
Un Indien dans la
ville og hefur m.a. verið sýnd á Stöð
2.
Myndin fjallar um kaupsýslu-
manninn Michael Cromwell (Tim
Allen) sem langar að giftast kæmst-
unni sinni, Charlotte (Lolita Dav-
idovich), en þarf að ganga frá skiln-
aði við konu sína (JoBeth Williams)
sem stakk af til Amasonfrumskóg-
anna mörgum árum áður. Hann
neyðist því til að fara suður til
Brasilíu og finna konu sína. Þar
kemst hann að þvi að hann á 13 ára
gamlan son sem
gengur undir
nafninu Mimi-
Siku (Sam Hunt-
ington) og alinn
hefúr verið upp
meðal frumbyggj-
anna.
Áður en hann
veit hvaðan á sig
stendur veðrið er
hann á leiðinni heim með son sinn
í farteskinu. „Heim“ er New York
borg og verður heldur en ekki uppi
fótur og fit þegar Mimi-Siku mætir
á svæðið með bogar sínar og örvar,
að ógleymdu gæludýrinu Myteka
sem er áttfætt, klifrar upp veggi og
étur eitt stykki mús í morgunmat.
Pabbinn laghenti
Tim Allen hefur verið að reyna
fyrir sér í kvikmyndunum með
ágætis árangri. Helst ber þar að
Myteka, kónguloin vingjarnlega.
nefiia Toy Story þar sem hann las
inn á af alkunnri snilld. Við gerð
Jungle 2 Jungle hefur hann safnað
um sig fólki sem hann hefur unnið
mikið með áður. Leikstjórinn, John
Pasquin, leikstýrði Home
Improvement, framhaldsþáttunum
sem gerðu Tim frægan. Þeir félagar
unnu einnig saman að gerð The
Santa Clause. Pasquin hefur getið
sér gott orð sem leikstjóri fram-
haldsþátta. Hann var í Home
Improvement í eitt og hálft ár, Ros-
eanne, Family Ties, Growing Pains
og L.A. Law.
Sam Huntington, sem leikur son
Tims í myndinni, var einn þeirra
sem sóttu um hlutverk sona Tims í
Home Improvement þáttunum.
Hann komst langt í þeirri hörðu
baráttu en fékk þó ekki hlutverk.
Meðal annarra leikara má nefna
David Ogden Stiers sem allir muna
eftir sem hinum snobbaða og geð-
stirða Major Winchester í fram-
haldsþáttunum M*A*S*H. JoBeth
Williams er einnig mjög þekkt and-
lit. Fyrsta stóra hlutverk hennar
var mamman umsetna í Poltergeist
en hún lék einnig í mörgum af
þekktari myndum áttunda og ní-
unda áratugarins eins og Kramer
vs. Kramer, The Big Chill og The
Day after.
ConAir ****
Con Air er ein af þessum pott-
þéttu hasarmyndum, þéttpökkuð
hamagangi og testosteroni frá
upphafi til enda. Formúlan er á
sínum stað og ekkert kemur á
óvart og að hætti Arnies og Die
Hard-myndanna er þetta for-
múla með húmor þar sem ýkj-
urnar eru yfirgengilegar. Hrað-
ar klippingar og hrátt yfirbragð
gerir það að verkum að Con Air
virkar bæði alvarleg og hákó-
mísk í senn og fer yfir um á
hvorugu.
-úd
Togstreita ★★★*
í nafni fóðurins var dæmigerð
óskarsframleiðsla og langt í frá
gallalaus mynd. Some Mother’s
Son er mun vandaðra verk og
ætti enginn sem ann vönduðum
kvikmyndum að láta hana fram
hjá sér fara. Leiksijómin er af-
bragðsgóö, tónlistin áhrifamikil,
kvikmyndatakan lævíslega lát-
laus í áhrifamætti sínum og
handritið yfirvegaðra en ég
hefði búist við i mynd sem í
raun er pólitisk málsvöm IRA.
Guðni Elísson
Scream *★*<
Ein alílottasta og skemmtileg-
asta hryllingsmynd sem komiö
hefur fram lengi og sýnir vel þá
möguleika sem búa í hrollvekj-
unni. Craven sýnir fullkomna
þekkingu og næmi á hrollvekj-
una og tekst að skapa úr þessum
kunnuglegu formúlum
hressandi og hi’ellandi hryllings-
mynd.
-úd
Horfinn heimur:
Jurassic Park ★★★
Eftir frekar hæga byrjun þar
sem mikill tími fer í útskýringar
tekur Horfinn heimur vel við
sér þegar komið er í návígi við
grameðlur, snareðlur og aörar
fornar eðlur. Sagan er greinileg
framhaldssaga, þar sem lítið er
um nýjar hugmyndir, en af sinni
alkunnu snilld og fagmennsku
tekst Steven Spielberg að skapa
mikla og ógnvekjandi skemmtun
sem fær stundum hárin til að
rísa. -HK.
MeninBlack ★★★
í MIB er eins og yf-
irfærslan úr teiknimyndasögu í
kvikmynd sé aldrei fullfrágeng-
in og kemur þetta sérstaklega
niður á plottinu. Áherslan er
slík á húmor og stil að sjálfur
hasarinn verður út undan og í
raun virkar MIB meira sem
grínmynd en hasar. En þrátt fyr-
ir alla galla er þessi mynd
ómissandi fyrir alla þá sem láta
sér ekkert ómannlegt óviðkom-
andi. -úd
Sýnd f Kringlubfói
kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10
Aukasýning á morgun og
sunnudag kl. 2.30.
Ein vinsælasta grínmyndin vestanhafs í
sumar meö Tim Allen úr „Handlaginn
heimilisfaöir" Hann sækir son sinn til
innfæddra í Amason-frumskóginn til að
sýna honum stórborgina Hew York.
Grín og glens fyrir alla.
r-3Er«E: