Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1997
tónlist
vera allt að því eins óvenjulegur og
frumlegur og söngstíllinn. Til að
viða að sér hugmyndum og áhrifum
áður en tónlistin á Homogenic varð
til leitaði Björk til Ásmundar Jóns-
sonar útgefanda sem safnaði saman
og sendi henni úrval íslenskrar tón-
listar frá ýmsum timum.
Bramltíminn liðinn
Síðasta ár var að mörgu leyti
erfitt fyrir Björk, segir í fréttatil-
kynningunni frá One Little Indian.
Einkalífið varð að engu og rétt áður
en upptökur Homogenic áttu að
hefjast svipti bandarískur aðdáandi
hennar sig lífi eftir að hafa póstlagt
til hennar sprengju. Eftir fjögurra
ára stöðugt álag og áreiti uppgötv-
aði Björk að hún varð að breyta um
lífsstíl. Afleiðingin varð tímabil
sem hún kallar „braml“ eða crash-
timann.
„Hann varð til þess að ég kom til
sjálfrar mín á ný. Ég gerði mér
grein fyrir því að ég varð að skipta
um gír. Þetta var ágætur tími upp-
gjörs,“ segir hún. Hún sneri heim
til íslands til að eyða þar áramótun-
um og notaði þá tækifærið til að
njóta vetrarveðráttunnar, horfa á
norðurljósin og hreinsa hugann.
Eftir þetta sneri Björk sér af full-
um krafti að gerð plötunnar
Homogenic sem var kynnt á dögun-
um á fundi með á annað hundrað
blaðamönnum frá nítján löndum.
Þar kom meðal annars fram að plat-
an kemur út í Bretlandi 29. septem-
ber og nokkrum dögum síðar í
Bandarikjunum. Getum er að því
leitt að Joga verði fyrsta smáskifu-
lagið. Á einni Internetslóðinni, þar
sem fjallað er um Björk, kemur
fram að Gus Gus íjöllistahópurinn
hafi nýverið endurhljóðblandað lag-
ið Possibly Maybe og sú fróma ósk
er látin í ljós að sú útgáfa fái að
fylgja með Joga á smáskífunni því
að um forvitnilegt verk sé að ræða.
Björk stýröi sjálf upptökum nýju
plötunnar, Homogenic.
Þriðja sólóplata Bjarkar Guð-
mundsdóttur, sem gefín verður út á
alþjóðamarkaði, kemur út í sept-
ember. Platan heitir Homogenic.
Hún var tekin upp í hljóðveri í E1
Madro al á Suður-Spáni og er fyrsta
plata Bjarkar sem listakonan stýrir
sjálf upptökum á.
í frétt, sem breska útgáfufyrir-
tækið One Little Indian sendi frá
sér í tilefni þess að tilkynnt var um
útkomu Homogenic, segir meðal
annars að platan marki þáttaskil á
tuttugu ára tónlistarferli Bjarkar.
Að þessu sinni sé ekki farið neinn
milliveg til að geðjast markaðinum.
Björk beiti söngröddinni til hins
ýtrasta og hún láti tilfinningar sín-
ar koma skýrt fram í tónlistinni
þannig að segja megi að hún hafi
ekki tjáð þær með kröftugri hætti
hingað til.
Homogenic er sögð vera
þroskaðri plata en Post sem kom út
í júní 1995. Á þeirri plötu og Debut,
sem kom út tæpum tveimur árum
áður, átti Björk náið samstarf við
tónlistarmenn sem hún fól að stýra
upptökum. Nú er hún hins vegar
sjálf við stjórnvölinn að mestu og er
upptökustjórastíll hennar sagður
Sniglabandið
Það verður mikið um að vera
hjá Sniglabandinu um helgina. í
kvöld spilar það á Hótel Björk í
Hveragerði og annað kvöld i Úthlíð
í Biskupstungum. Sannkölluð
sniglaveisla á boðstólum.
Rétt er að minna á heimasíðu
Sniglabandsins, netfangið er
http://www/itn.is/sniglabandid.
Reggae on ice
Reggae on ice-menn hafa ákveð-
ið að halda sig i bænum um helg-
ina. í kvöld og annað kvöld halda
þeir uppi stuðinu á Gauki á Stöng
og á sunnudagskvöld koma þeir
fram á 10 ára afmæli Hard Rock
sem verður haldið á torginu fyrir
framan Hard Rock. Reggae on ice-
aðdáendur ættu því að eiga
skemmtilega helgi fram undan.
Sálin
Sálin hans Jóns míns verður í
orðsins fyllstu merkingu á fljúg-
andi ferð um helgina. í dag flýgur
hún til Akureyrar og í kvöld gerir
hún allt vitlaust í Sjallanum. Um
nónbil laugardags flýgur hún til
Reykjavíkur og þaðan beint til ísa-
flarðar. Annað kvöld leikur hún í
félagsheimili Hnífsdals og á sunnu-
daginn flýgur hún svo væntanlega
aftur til Reykjavíkur.
Fyrir áhugasama Sálarmenn og -
Greifarnir spila i Inghóli á Selfossi annaö kvðld. DV-mynd GVA
konur er rétt að benda á heimasíðu
Sálarinnar. Netfangið
er:www.mmedia.is/salin
Sixties
Annað kvöld spilar hljómsveitin
Sixties á hörkusveitaballi í Dala-
búð í Búðardal. Þetta er síðasta
helgin á „Daladögum" sem hafa
staðið yfir í þrjár vikur og er ætl-
unin að ljúka þeim með glæsibrag.
Ballið stendur frá 23-3 og er miða-
verð 2.000 krónur.
Greifarnir
Greifarnir spila á geðveiku
sveitaballi í Inghóli á Selfossi ann-
og hitið upp
fyrir verslunar-
ma^nahelgina.
Utitón-
leikar
í sumar
stendur Jóm-
frúin, smur-
brauösveit-
ingahús við
Lækjargötu,
fyrir útitón-
leikum alla
laugardaga
milli klukkan
16 og 18 á Jóm-
að kvöld. Síðast
þegar hljómsveit-
in spilaði mættu
hrikalega margir
og annað kvöld
er stefnt að þvi
að fá enn fleiri á
staðinn.
S.S.SÓI
spilar annað
kvöld á geðveiku
sveitaballi í ídöl-
um í Aðaldal.
Hljómsveitin
Soma hitar upp.
Norðlendingar
mætið á staðinn
Sálin fer bæöi norður og suöur um helgina.
frúrtorginu.
Á morgun er
það trió Tenu Pal-
mer sem skemmt-
ir gestum og gang-
andi.
Mímisbar
Hilmar Sverris-
son skemmtir
gestum Mímis-
barsins, bæði í
kvöld og annað
kvöld.
Café
Amsterdam
Dúettinn „Dúi leikur sér“ spilar
í kvöld og annað kvöld á Café
Amsterdam. Dúettinn skipa þeir
Hafsteinn Hafsteinsson og Rúnar
Guðmundsson.
Bubbi og K.K.
Bubba Morthens og K.K. þarf
alls ekki að kynna fyrir
landsmönnum. Þeir hafa um árabil
gert það gott, hvor i sínu horni, en
í kvöld ætla þeir að breyta til og
taka saman nokkur lög.
Tónleikarnir verða í kvöld í
Félagsgarði í Kjós og heíjast
klukkan níu. Að sjálfsögðu munu
þeir félagar einnig taka sín gömlu
Sixties spilar á hörkusveitaballi í Dalabúö í Búöardal. góðu, sinn í hvoru lagi.
\
MNM