Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1997, Side 3
MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 1997
23
PV____________________________________________________________________________________________íþróttir
Paö var að vonum þung brúnin á Guð-
jóni Þórðarsyni og félögum hans á ís-
lenska varamannabekknum í gær.
Unga kynsióöin á Höfn var hins vegar
vel með á nótunum og studdi íslenska
liðið með ráðum og dáð.
DV-myndir Jóna
Vináttulandsleikur á Hornafirði í gær:
Liðiö þarf að gera
betur en þetta
- sigur hafðist á elleftu stundu gegn Færeyingum
Fjölþjóðlegt liö
sá um dómgæslu
Það var svo sannarlega fjöl-
þjóðlegt lið sem annaðist dóm-
gæsluna á Höfn í gær. Dómari
var Milan Mitrovic frá Slóveníu
og aðstoðardómarar þeir Slawi-
mir Stempniewski frá Póllandi
og Levan Mikeladze frá Georgíu.
Varadómari var Miroslav Rado-
man frá Júgóslavíu og eftirlits-
maður var Paolo Casarin frá ítal-
íu.
Þeir eru allir við störf í Evr-
ópukeppninni hér á landi og
fengu þama skemmtilegt auka-
verkefni.
Fóru frekar
á Vatnajökul
Flestir fulltrúar UEFA, sem
eru á landinu vegna Evrópu-
keppninnar, fóru til Hornafjarð-
ar í gær en KSÍ tók Fokker á
leigu til að flytja þá austur.
Vegna seinkunar á flugi ákváðu
hinir erlendu gestir að sleppa
því að horfa á leikinn og fóru
frekar í skoðunarferð upp á
Vatnajökul.
Rúnar með met
Rúnar Kristinsson setti nýtt
landsleikjamet í gær. Hann lék
101. landsleik sinn fyrir íslands
hönd, samanlagt f öÚum aldurs-
flokkum, og bætti met Ólafs
Þórðarsonar sem á 100 leiki að
baki. Þetta var 62. A-landsleikur
Rúnars.
Nlu fjarverandi
hjá Færeyingum
Færeyingar gátu ekki teflt
fram sínu sterkasta liði í gær.
Lið Gí og KÍ eru að spila í Evr-
ópukeppni þessa dagana og
leyfðu ekki mönnum sínum að
fara til íslands. Þá hófst danska
úrvalsdeildin í gær og þar spila
þrír færeyskir landsliðsmenn
sem ekki fengu leyfi. Alls vant-
aði níu leikmenn af þessum sök-
um en þeir sem fylltu skörðin
voru greinilega staðráðinir í að
nota tækifærið vel.
Góð heimavinna
Sindramenn á Homafirði
stóðu mjög vel að undirbúningi
og framkvæmd landsleiksins.
Alls vora um 60 starfsmenn á
þeirra vegum í tengslum við
leikinn.
Ágæt aðsókn
Um 700 manns sáu leikinn og
vora heimamenn mjög ánægðir
með þá aðsókn. Mikill fjöldi bæj-
arbúa er í sumarfríi en flestir
frestuðu því fram yfir 100 ára af-
mælishátíð bæjarins sem var um
daginn.
Góð aðstaða
íslensku landsliðsmennimir
vora mjög ánægðir með allar að-
stæður eystra en þeir komu
þangað snemma á laugardag.
Þeir dvöldu á Edduhótelinu í
Nesjum og æfðu þar á góðum
grasvelli.
Tveir ráðherrar
Tveir ráðherrar vora á meðal
áhorfenda á Höfn í gær, Halldór
Ásgrímsson, sem er frá Höfn, og
Finnur Ingólfsson. Þá var Egill
Jðnsson alþingismaður líka
mættur, enda á heimavelli.
Heilsuðu leikmönnum
Fyrir leikinn heilsuðu þeir
Sturlaugur Þorsteinsson, bæjar-
stjóri á Höfn, Eggert Magnússon,
formaður KSÍ, og Ámi Stefáns-
son, stuðningsmaður Sindra
númer eitt, upp á leikmenn lið-
anna. -JKS/VS
DV, Hornafirði:
íslendingar og Færeyingar áttust
við í vináttulandsleik á Höfn í
Homafirði í gær og hafði íslenska
liðið sigur á elleftu stirndu. Venju-
legur leiktími var úti. Viðbót sem
dómarinn bætti við vegna tafa og
meiðsla kom að góðum notum fyrir
íslenska liðið en þá var eina mark
leiksins skorað. Ekki var leikur ís-
lenska liðsins til að hrópa húrra fyr-
ir því lengstum lék það ekki vel en
sigur hafðist og það var fyrir öllu
þegar á botninn er hvolft.
Það vora margir sem biðu með
vissri spennu eftir þessum leik.
Þama mættust lið sem era á svip-
uðu styrkleikastigi en Færeyingar
kviðu leiknum nokkuð því í þeirra
lið vantaði ekki færri en níu leik-
menn sem leikið hafa í und-
ankeppni heimsmeistaramótsins.
Ótti Færeyinga reyndist ástæðulaus
því þeir stóðu uppi í hárinu á ís-
lenska liðinu og vel það. Færeysku
leikmennirnir, sem allajafnan fá
ekki tækifæri með landsliðinu, vora
„Ég var ekki ánægöur með leik-
inn og það vantar töluvert upp á.
Það er alveg ljóst að Færeyingar
léku mjög skipulagðan leik og þeir
era líkamlega sterkir. Þeir mættu
tO leiks með það að markmiði að
tapa ekki leiknum. Menn verða að
skapa til að sigra svona lið en þeg-
ar menn leika á alþjóðlegum vett-
vangi verða þeir að gefa af sér.
Sköpunargáfuna vantaði hjá ís-
lenska liðinu og þegar hún er ekki
til staðar verður uppskeran ekki
mikil. Það má segja sem svo að við
höfum verið heppnir að fá þessa
sókn undir lokin sem skapaði þetta
ákveðnir að standa sig og það gerðu
þeir svo sannarlega. Það vora þvi
að vonum vonsviknir Færeyingar
sem gengu af leikvelli en á heildina
litið hefði jcifntefli ekki talist ósann-
gjöm úrslit Ieiksins.
Það verður að segjast eins og er
að það var fátt um fína drætti hjá ís-
lenska liðinu. Vömin skilaði ágætri
vinnu en það sama verður ekki sagt
um sóknina. Eins og allir vita hefúr
liðið átt í vandræðum með að skapa
sér marktækifæri og svo var einnig
í gær. Þetta er mikill veikleiki sem
fyrir alla muni verður að vinna bug
á og það sem allra fyrst. Það er eins
og allt sjálfstraust vanti í sóknina
og menn virðist óöryggir þar
frammi. í vændum er leikur gegn
Liechtenstein í undankeppni HM og
þá verður sóknarleikurinn að vera
sterkasta vopn liðsins.
í þau fáu skipti sem eitthvert bit
var í sóknarleiknum var Amar
Grétarsson upphafsmaðurinn og
höfundurinn og er hann greinilega í
mjög góðri æfingu um þessar
mundir. Amar átti í tvígang hörku-
mark. Reyndar munaði ekki miklu
að við bættum við öðra marki aft-
ur,“ sagði Guðjón Þórðarson lands-
liðsþjálfari við DV eftir leikinn.
Guðjón sagði að til að skora
mörk verða menn að koma með
stungu og fyrirgjafir. Ef svo hins-
vegar menn eru ekki tilbúnir til að
gera þessa hluti erum við í slæmum
málúm.
Algjörlega óviöunandi
„Ég mun berjast við að koma lagi
á þessa hluti. Fyrir mig er þetta al-
gjörlega óviðunandi og ég verð að
fá menn sem vilja meira en kom út
skot að færeyska markinu en aðeins
snjöll markvarsla kom í veg fyrir að
boltinn hafnaði í netinu.
Tryggvi Guðmundsson og Jóhann
Guðmundsson komu inn á sem
varamenn i upphafi síðari hálfleiks
en þeir félagar vora þama að leika
fyrstu leiki sína með A-landsliðinu.
Innkoma þeirra frískaði upp á leik
íslenska liðsins.
Til að koma lagi á leik íslenska
liðsins þarf að eiga sér stað hugar-
farsbreyting á meðal leikmana liðs-
ins. Það er alfarið undir þeim
sjálfúm komið hvort þeir klæðast
landsliðspeysunni eður ei. Það
verðúr að koma lagi á þá hluti sem
upp á vantar. Guðjón Þórðarson er
fullur af metnaði að koma liðinu
inn á réttar brautir. Metnaðurinn
verður einnig að vera hjá leikmönn-
unum sjálfúm.
Þrátt fyrir fjarvera lykilmanna
færeyska liðsins er alveg ljóst að
knattspyman á eyjunum er í fram-
for.
-JKS
úr þessum leik. Menn verða ein-
faldlega að láta boltann ganga hratt
og skipulega með eitthvað að leiðar-
ljósi. Það má alls ekki láta kylfu
ráða kasti hvemig leikurinn þró-
ast. Ég er sáttur við að sigra en alls
ekki sáttur við leik minna manna.
Ég mun velja það lið sem ég fer með
í leikinn gegn Liechtenstein með
hliðsjón af þeim tveimur leikjum
sem menn hafa leikið undir minni
stjóm. Ég hef sagt að það séu þeir
sjálfir sem skammta sér pláss með
framgöngu sinni,“ sagði Guðjón við
DV.
-JKS
Alan Simonsen:
Liðið á
réttri leið
DV, Hornafiröi:
„Miðað við það að okkur vantaði
að minnsta kosti níu leikmenn er ég
bara sæmilega sáttur. Ég er samt
aldrei ánægður að tapa en þrátt fyr-
ir allt er þetta lið á réttri leið. Það
sýndi í þessum leik mikla baráttu
og var enn fremur að gera marga
góða hluti. Við getum lært margt af
þessum leik og það er alltaf tilgang-
urinn. Þetta var umfram allt góð æf-
ing fyrir komandi átök í riðla-
keppni HM þar sem við höfum þeg-
ar fengið sex stig. Það era erfiðir
leikir eftir en við sjáum hvað setur.
í íslenska liðinu eru nokkrir góðir
einstaklingar og þeir eiga eflaust
framtíðina fyrir sér. Ungu leik-
mennimir settu mark sitt á leikinn
í siðari hálfleik," sagði Alan Simon-
sen, landsliðsþjálfari Færeyinga,
við DV eftir leikinn.
-JKS
Tryggvi Guðmundsson:
Vonandi sett
pressu á
þjálfarann
„Þetta verður varla betra. Maður
gerir cillt til að sanna sig í fyrsta
landsleik og að skora sigurmarkið
var virkilega gaman. Ég var ánægð-
ur með úrslitin en leikurinn hjá
okkur gat auðvitað verið miklu
betri. Liðið var ekki að sýna
krassandi leik sem þeir hefðu alveg
getað refsað okkur fyrir. Sem betur
fer slapp það í þetta skiptið. Þaö var
gaman að klæðast landsliðspeys-
unni í fyrsta skipti og ég að æfla að
vona að framganga mín hafi sett
pressu á þjálfarann," sagði Tryggvi
Guðmundsson, bjargvættur ís-
lenska liðsins. -JKS
ísland (0)1
Færeyjar (0)0
1-0 Tryggvi Guömundsson (89.)
þrumaði boltanum í autt markiö eftir
frábæra sendingu Jóhanns B. Guö-
mundssonar frá hægra kanti á stöng-
ina fjær.
Lið fslands: Kristján Finnbogason
(Ólafur Gottskálksson 79.) - Sigurður
Öm Jónsson, Lárus Orri Sigurðsson,
Brynjar Gunnarsson (Gunnlaugur
Jónsson 68.), Hermann Hreiðarsson -
Rúnar Kristinsson, Sverrir Sverris-
son (Sigurvin Ólafsson 81.), Amar
Gunnlaugsson, Amar Grétarsson,
Einar Þór Daníelsson (Jóhann B.
Guðmundsson 46.) - Ríkharður Daða-
son (Tryggvi Guðmundsson 46.).
Lið Færeyja: Bjame Johansen -
Óli Johannesen, Bartal Eliasen, Juli-
an Johnsson, Pól Thorsteinsson -
Allan Mörköre, Jákup-Eli Olsen, Jan
Dam, Jan Allan Mtiller (Ingi Rasmus-
sen 77.), Jens Erik Rasmussen - John
Petersen.
Markskot: fsland 11, Færeyjar 7.
Hom: ísland 7, Færeyjar 3.
Gul spjöld: Sverrir Sverrisson,
Óli Johannessen, Allan Mörköre.
Dómari: Milan Mitrovic frá Sló-
veniu lét leikinn ganga mjög vel.
Áhorfendur: Um 700.
Skilyrði: Stillt veður og þurrt en
völlurinn aðeins blautur eftir rign-
ingar undanfarið.
Maður leiksins: Tryggvi Guð-
mundsson - kom inn á sem vara-
maöur, var mjög duglegur og setti
svo sannarlega mark sitt á leikinn.
Fjórir leikmenn spiluðu fyrsta A-
landsleik sinn í gær. Það voru
Tryggvi Guðmundsson, Jóhann B.
Guðmundsson, Gunnlaugur Jónsson
og Sigurvin Ólafsson og vom þeir all-
ir heiðraðir sérstaklega.
KR-ingarnir Einar Þór Daníels-
son, Ríkharður Daðason og Brynjar
Gunnarsson vom teknir af velli til aö
hvíla þá fyrir Rúmeníufórina. Þeir
fóm af stað þangað snemma í morgun
vegna Evrópuleiksins við Dinamo á
miðvikudag.
Amar Grétarsson kom beint 1
leikinn frá Múnchen. Þar var hann í
æfmgabúðum með hinu nýja felagi
sínu, AEK frá Aþenu.
Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari:
Vantar töluvert upp á