Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1997, Síða 3
I>V FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997
&ikmyndir„
Con Air icirki<
Con Air er ein af þessum pottþettu
hasarmyndum, þéttpökkuð hama-
gangi og testosteroni frá upphafi til
enda. Formúlan er á sínum stað og
ekkert kemur á óvart og að hætti
Arnies og Die Hard-myndanna er þetta
formúla með húmor þar sem ýkjurnar
eru yfirgengilegar. Hraðar klippingar
og hrátt yfirbragö gerir þaö aö verkum
aö Con Air virkar bæöi alvarleg og há-
kómísk í senn og fer yfir um á hvor-
ugu. -úd
Scream irirki<
Ein alflottasta og skemmtilegasta
hryllingsmynd sem komiö hefur
fram lengi og sýnir vel þá
möguleika sem búa í hroll-
vekjunni. Craven sýnir full-
komna þekkingu og næmi á
hrollvekjunni og tekst að skapa
úr þessum kunnuglegu for-
múlum hressandi og hrellandi
hryllingsmynd. -úd
Fimmta frumefnið irkic
Ómissandi og án hiks ein
alfallegasta og smartasta
framtíöarmynd sem ratað hef-
ur á sýningartjald. Samspil
hljóös og myndar er með ein-
dæmum elegant og til aö njóta
þessa alls sem best er vænleg-
ast aö búta heilann upp og
stýra allri orku á augu og eyru.
-úd
Elskunnar logandi ickk
bál
Ástarsamband nemanda og
kennara er viöfangsefni Bo
Widerbergs. Myndin er vel
heppnuö útfærsla á erfiðum
tiifinningaflækjum, dramatísk
en þó oft meö kómísku yfir-
bragöi. Sonur leikstjórans Jo-
hans Widerbergs sýnir af-
buröaleik í erfiöu hlutverki.
-HK
Grosse
Pointe Blank: irkk
Styrkur „Leigumoröingjans"
felst í óvenju myrkum húmor,
afbrags samtöium og góöum
leik Cusacks. Aukahlutverkin
eru einnig mjög vel mönnuö.
-GE
Horfinn heimur:
Jurassic Park ★★★
Eftir frekar hæga byrjun þar
sem mikili tími fer í útskýring-
ar tekur Horfinn heimur vel
viö sér þegar komiö er í návígi
viö 'grameölur, snareðlur og
aörar fornar eölur. Sagan er
greinileg framhaldssaga, þar
sem lítiö er um nýjar hugmynd-
ir, en af sinni alkunnu snilld og
fagmennsku tekst Steven Spi-
elberg að skapa mikla og ógn-
vekjandi skemmtun sem fær
stundum hárin til aö risa.
-HK
Men in Black
í MIB er eins ogyfirfærslan
úr teiknimyndasögu í kvik-
mynd sé aldrei fullfrágengin og
kemur þetta sérstaklega niður á
plottinu. Áherslan er slík á
húmor og stíl aö sjálfur hasarinn
veröur út undan og í raun virkar MIB
meira sem grinmynd en hasar. En
þrátt fyrir alla galla er þessi mynd
ómissandi fyrir alla þá sem láta sér
ekkert mannlegt óviökomandi. -úd
Van Damme og Dennis Rodman í Double Team:
Á hæla hryðju
verkamanns
Stjömubíó frumsýnir um helgina
myndina Double Team sem er
frumraun Hong Kong leikstjórans
Tsui Hark. í myndinni leikur belg-
íska hasarmyndatröllið Jean Claude
Van Damme njósnara að nafni Jack
Quinn. Jack þessi er orðinn leiður á
njósnabransanum og vill setjast í
helgan stein. Yfirboðari hans er þó
engan veginn á því aö sleppa hon-
mennimir. Óður af reiði gerir
Stavros heiðarlega tilraun til að
ganga frá Jack með handsprengju.
Njósnaranum hugprúða er komið
undan til eyju þar sem hýstir eru
aðrir njósnarar sem mistekist hefur
að klára verkefni sín. Þar eru þeir
látnir dúsa í nokkurs konar sam-
blandi af vemd og stofufangelsi og
vinna og greina gagnaðgerðir gegn
koma hryðjuverkamanninum fyrir
kattarnef.
hryðjuverkum. Þa ber-
ast Jack þær uggvæn-
legu fréttir að Stavros
hafi rænt eiginkonu
hans og neyðist þvi til
að Qýja af
ramm-
varmm
eyj-
Van Damme sýnir kunnuglega takta þegar hann lumbrar á
illþýöinu í Double Team.
um fyrr en hann hefur stútað hin-
um alræmda hryðjuverkamanni,
Stavros (Mickey Rourke).
Jack slæst í hópinn með
nokkrum sérsveitarmönnum sem
sitja fyrir Stavros þar sem hann
unir sér sæll og glaður ásamt fjöl-
skyldu sinni í skemmtigarði. Eftir
misheppnað tilræði tekst Stavros
að fella alla sérsveitarmennina en
ekki þó fyrr en kona Stavrosar
og sonur fara
sömu leiö og ú
sérsveit-
unni.
Hefst þá
leit Jacks að
Stavros og til
þess nýtur hann
aðstoðar vopnasér-
fræðingsins og vopnasal- ^
ans Yaz (Dennis Rodman).
Gráir fyrir jámum hefja þeir
eftirforina í harðri sam-
keppni við allar helstu
njósnastofnanir heims
sem eru ekki síður
áfjáðar að
ar-
I W.
Dragdrottningin og frákasta-
kóngurinn Dennis Rodman
klæddur eins og honum fellur
best.
kjálka- og rifbeinsbrjóta mann og
annan.
Sér til fulltingis hefur Van
Damme engan annan en Dennis
Rodman. Dennis er einhver litrik-
asta figúra sem MTV-kynslóðin
hefur enn tekið í guðatölu. Burt-
séð frá frábærum töktum á
körfuboltavellinum, þar sem
hann hefur sópað að sér fleiri
tæknivítum en flestir aðrir,
hefur frammistaða hans utan
vallar verið hreint frábær fyrir-
mynd allra þeirra sem vilja
komast á topp tíu lista foreldra-
samtakanna yfir hötuðustu
menn Bandaríkjanna. Mikið hef-
ur verið rætt um samband hans
við Madonnu og enginn meira en
hann sjálfur. Hann er ófeiminn
við að lýsa því yfir að honum líði
vel í drag og til að kóróna stöðu
sína sem útúrbilað kyntákn tókst
honum að sýna frísklega stand-
pínu í sérstakri baðfataútgáfu af
House of Style með Cindy Craw-
ford. Þetta er þriðja kvikmynd
framheijans með flotta hárið. Hin-
ar eru Eddie og BAPS.
Harðhausinn Rourke
Mickey Rourke er einn af þeim
flottustu í bransanum. Hann sló
í gegn sem sérvitri ofurelsk-
huginn í 9 og hálfri viku
sem gerði Kim Basinger að
kynbombu á einni nóttu.
Hans er einnig minnst
fyrir eftirminnilega og
blóðuga ástarsenu með
Lisu Bonet í hinni
kolsvörtu Angel Heart.
Lisa þessi lék fram
að þeirri mynd
eina af
dætrum
Bills Cos-
bys í Fyr-
irmynd-
arfoð-
urn-
um.
Mickey Rourke er vafalítiö meö sjúskaöri mönnum sögunnar. Hann hefur þó
bætt á sig nokkrum kílóum af massa fyrir þessa mynd.
Harðsoðin hasarhetja
Belgíska vöðvabúntið, Jean
Claude Van Damme, hefur
skipað sér á bekk með þekkt-
ustu slagsmálagörpum
Hollywood. Það var í kvik-
myndinni Bloodsport sem
hann vakti fyrst á sér athygli
fyrir æsileg slagsmálaatriði og
fylgdi því síðan eftir með mynd-
um eins og Street Fighter, Time
Cop, Sudden Death og Double
Impact þar sem hann lék tvíbura
af alkunnri snilld. Þeir þykja nú
reyndar ekki miklir leikhæfileik-
arnir en því betri takta hefur
hann sýnt þegar kemur að því að
Meðal annarra mynda Rourkes má
nefna The Year of the Dragon,
Johnny Handsome, The Pope of
Greenvich Village og með Don
Johnson í Harley Davidson and the
Marlboro Man. Rourke er einnig
þekktur fyrir róstusamt einkalíf en
hann er áhugaboxari sem stundar
iðju sína á börum og skemmtistöð-
um og oftar en einu sinni hafa
slúðurblöðin birt af honum mynd-
ir með beyglað og brotið nefið og
sprungnar varir. Von er á því að
aðdáendur fái að sjá beran bossann'
á Rourke enn á ný því næsta mynd
hans ber nafhið Love in Paris og
ku vera framhald 9 og hálfrar
viku. -vix