Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1997, Page 11
FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997
‘atpnlist
Fela Kuti fallinn frá
Nígeríski tónlistarmaðurinn Fela
Anikulapo-Kuti lést í sjúkrahúsi í
Lagos í Nígeríu á laugardaginn var.
Nafn hans sást sjaldan eða aldrei á
vestrænum vinsældaiistum en eigi
að síður var hann ein skærasta
stjarna afrískrar dægurtónlistar og
átti hvað drýgstan þátt i að koma
henni á heimskortið.
Fela Kuti lést eftir skammvinn
veikindi. Ekki hefur verið gefið
upp hvert var banamein hans. Blöð
í heimalandinu hafa getið sér þess
til að alnæmi hafi orðið honum að
aldurtila og minna á að kynlífið
hafi lengst af verið ákaflega fjör-
legt hjá karlinum. Fela Kuti vildi
ekkert ræða um veikindi sín. Hann
afþakkaði læknishjálp í Afríku og
á Vesturlöndum, neitaði að taka
inn lyf og kvað allt slíkt stríða
gegn sannfæringu sinni. Ekki ligg-
ur ljóst fyrir hvort hann fékk ein-
hver lyf síðustu dagana fyrir and-
látið.
Skrítinn karl
Fela Anikulapo-Kuti var yfir-
leitt aðeins kallaður Fela. Hann
var fimmtíu og átta ára þegar
hann lést. Frægðarsól hans skein
skærast á áttunda og níunda ára-
tugnum og barst tónlist hans þá
víða. Hann var ófeiminn við að
gagnrýna stjórnvöld í heimalandi
sínu en þau hafa í gegnum tíðina
þótt ein hin spilltustu í gjörvallri
Afríku.
Fela þótti einnig skrítinn í hátt-
um. Hann gekk gjarnan um á nær-
buxunum einum fata. Maríjúana-
reykingar voru ær hans og kýr og
um ævina sængaði hann hjá ótölu-
legum íjölda kvenna. Nokkrar
þeirra stóðu við hlið hans til
hinstu stundar. Fela rak skemmti-
staðinn The Shrine í fátækra-
hverfi í Lagos. Þar kom hann fram
öðru hverju og stöku sinnum eftir
að fréttir bárust af því að hann
væri alvarlega veikur. Gestir stað-
arins tóku fréttum af andláti
stjörnunnar þunglega að því er frá
var skýrt í blöðum í borginni á
sunnudag.
Bróðirinn í einangrun
Þótt Fela Kuti væri jafnan gagn-
rýninn á stjórnvöld í Nígeríu og
sæti í steininum fyrir vikið um
lengri eða skemmri tíma lét hann
núverandi valdhafa, Sani Abacha
hershöfðingja, að mestu leyti í
friði. Það þótti fremur undarlegt
þar eð bróðir Fela, Beko Ransome-
Kuti, situr í fangelsi um þessar
mundir. Beko er lýðræðissinni og
er sakaður um að hafa reynt aö
steypa herforingjastjórn Abacha.
Hann er hafður í strangri einangr-
un og er talið að hann hafi enn þá
ekki fengið fregnir af andláti bróð-
ur síns. Beko Ransome- Kuti átti 57
ára afmæli á laugardaginn var,
daginn sem Fela lést.
Fela Kuti var ekki einasta settur
í steininn fyrir afdráttarlausar
skoðanir sínar á stjórnvöldum í
Nígeríu. Fyrr á þessu ári var hann
hnepptur í varðhald af hópi sem
berst gegn eiturlyfjaneyslu í land-
inu. Ætlunin var sú að halda
söngvaranum þar til hann hefði
vanist af maríjúanaflkn sinni. Eft-
ir nokkurn tíma var hann þó lát-
inn laus með þeim vitnisburði að
engu tauti yrði við hann komandi.
Fjölmiðlar í Nígeríu máttu
Blur á
Fyrirtækið Lotion Promotion í
eigu Þorsteins Kragh stendur i lok
ágúst fyrir tónleikaferð bresku
hljómsveitarinnar Blur til Fær-
eyja, Grænlands og íslands. Ferð-
in hefur hlotið heitið Next Stop
North Pole og stendur yfir frá 25.
ágúst til 1. september.
Hljómsveitin spilar í
laugardalshöllinni í
Reykjavík 31. ágúst.
Úndirbúningur ferðar-
innar hefur staðið yfir
frá því í maí síðastliðinn
enda í mörg hom að líta
varðandi allan undirbún-
ing og framkvæmd.
Lotion Promotion segir
að undirbúningurinn
hafi gengið mjög vel,
þökk sé góðs samstarfs
og mikils velvilja Flugfé-
lags íslands og Græn-
landsflugs.
Blur ætti að vera
flestum íslendingum vel kunnug
en hana skipa Damon Albam,
Alex James, Graham Coxon og
Dave Rowntree en auk þeirra
verður fjöldi aðstoðarmanna
með í för. Eins og allir vita hélt
sveitin tónleika í Laugardalshöll-
inni í september á síðasta ári og
varð uppselt á þá tónleika á að-
eins sex dögum.
Blur er nú nýkomin heim úr
þriðju tónleikaferð sinni um Am-
eríku, Japan og Evrópu og hefur
að sögn manna aldrei verið betri.
sjaldnast fialla neitt um Fela Kuti.
Þeir skýrðu hins vegar frá andláti
hans og segja kunnugir að það
hefði sennilega kætt karlinn.
Islandi
Nýjasta plata þeirra ,sem kom út
i febrúar, var að hluta til tekin á
íslandi og í nýlegu viðtali Ríkis-
útvarpsins við James Proctol,
umsjónarmann EuroNews á
BBC, segir hann Blur vera helstu
ástæðuna fyrir því hversu vin-
sælt ísland sé að verða í Bret-
landi.
íbúðarkaup Damons Albarns í
Reykjavík og tíðar ferðir hans til
landsins hafa og vakið upp for-
vitni meðal Breta og telur Proct-
ol að þarna sé um mikla land-
kynningu að ræða. Damon hefur
verið óspar á lofsyrðin um land
og þjóð og segir kynni sín af ís-
landi hreinlega hafa gefið sér
aukinn kraft og innblástur og
hann reyni að koma hingað eins
oft og mögulegt er.
T
Stebbi Hilmarsson verður í Óperu-
kjallaranum í kvöld.
Um helgina
Stærsta helgin hjá íslenskum hljómsveit-
um er að baki og svo virðist sem þær ætli að
taka því öllu rólegar um þessa helgi. Það er
þó engin ástæða fyrir okkur að sitja heima
því auk þeirrar skemmtunar sem hér verður
upp talin er alltaf nóg um að vera á kaffihús-
um borgarinnar og skemmtistöðum úti um
allt land. Einnig er tilvalið að skella sér í bíó
þar sem verið er að sýna fullt af góðum
myndum.
Sálin hans Jóns míns
Þrátt fyrir miklar annir um verslunar-
mannahelgina heldur Sálin hans Jóns míns
áfram að trylla lýðinn um helgina. í kvöld
verður hún í Óperukjallaranum og eru þetta
einu fyrirhuguðu tónleikar hennar í borginni
í sumar. Það er því um að gera fyrir aðdáend-
m- sveitarinnar að nota tækifærið og mæta.
Annað kvöld heldur Sálin austur fyrir fiall
og leikur á Hótel Selfossi. Ungsveitin Woofer
treður einnig upp á ballinu.
Kringlukráin
í kvöld spilar hljómsveitin Sín í aðalsal
Kringlukrárinnar og flytjur létta og skemmti-
lega tónlist.
í leikstofunni spilar Viðar Jónsson trú-
bador.
Annað kvöld heldur Sín uppi kráarstemn-
ingu á Kringlukránni eins og henni einni er
lagið.
Pollurinn, Akureyri
í kvöld og annað kvöld heldur hljómsveitin
Lífvera uppi fiörinu fyrir Norðlendinga á Poll-
inum, Akureyri.
Ráðhúskaffi, Akureyri
Hljómsveitin Gammel dansk spilar í Ráð-
húskaffinu á Akureyri bæði í kvöld og annað
kvöld.
Katalína, Kópavogi
Hljómsveitin Últra heldur uppi fiörinu á
Katalínu í Kópavogi í kvöld og annað kvöld.
Gullöldin
í Gullöldinni, sem er kráin í hjarta Grafar-
vogs, munu gömlu brýnin Svenni og Halli, í
hljómsveitinni Hattarnir, rifia upp liðna
gullöld alla helgina.
Últra spilar á Katalínu í Kópavogi.
Úthlíð, Biskupstungum
Um næstu helgi er dansleikur með Kidda
Rós í Úthlíð, Biskupstungum. Kiddi spilar
tónlist fyrir alla aldurshópa og er sérfræðing-
ur í að halda uppi stuði.
Á morgun verður svo haldið Geirs Goða-
golfmótið þar sem keppt verður um Geirs
Goða-bikarinn.