Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1997, Qupperneq 9
X>V FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1997 HLJÓMPLjÍTll _\ I V I _ N \ í \ I I íi! Björgvin Halldórsson og fleiri: Töfrablik Meðal þeirra fyrstu sem hér á landi lögðu stund á að semja dans- og dægurlög var Jón Jóns- son, sem kenndi sig við fæðingar- stað sinn, bæinn Hvanná á Jökul- dal en bjó öll sín fullorðinsár á ísafirði. Eins og með mörg önnur tón- skáld eru það einstaka verk sem halda nafni höfundarins á lofti og í tilfelli Jóns eru það tvö lög, Selja litla, lag sem meðal annars er vin- sælt meðal söngmanna, og Capri Catarina, sem svo sannarlega er í hópi faliegustu og tilkomumestu dægurlaga í íslenskri dægurlagaflóru. Þessi tvö lög þekkja aliir sem eitthvað hafa hlustað á islensk dægurlög og munu þau halda nafhi Jóns á lofti um ókomna framtíð. En Jón samdi mörg önnur dægurlög sem hann meðal annars sendi í danslagakeppni SKT sem á árum áður var aðalvettvangur fyrir nýsmíði í íslenskri dægurlagagerð. Þessi lög, sem mörg hver eru ágæt, hafa fallið í gleymsku á undanfómum áratugum en hafa nú verið vakin til lifsins aftur af Björgvini Halldórssyni, sem hefur valið lög úr lagasafni Jóns og komið þeim á plötu sem hann nefh- ir Töfrablik. Á Töfrablik eru tólf lög, tvö fyrmefnd lög eru að sjálfsögðu á meðal þeirra og syngur Björgvin þau bæði. Hann raddar skemmtilega Selja litla og syngur Capri Catarina með tilþrifum eins og vera ber. Björgvin er mest áberandi i flutningi annarra laga sem era lítt þekkt, en hefur fengið sér til aðstoðar fjóra kunna söngvara, Pálma Gunnarsson, Ara Jónsson, Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur og Sigríði Beinteinsdóttur, en þær syngja með Björg- vini í hvor í sinu laginu. Lög Jóns, sem hann semur við texta ýmissa skálda, eru áheyrileg þótt misgóð séu. Eiginlega má skipta lögunum í tvennt þar sem annars vegar eru danslög, mest valsar, sem nokkuð sækja í sama farið og svo ballöður. Þar er að finna tvö góð lög, Kveðju og Vöggu- lag, falleg lög sem eru smekklega útsett og vel flutt af Björgvini. í heildina eru útsetningar á lögunum vel af hendi leystar. Þetta eru lög síns tíma og þó þau séu færð í nútímalegt horf halda þau öll að því er virðist uppruna- legum grannútsetningum. í heild er Töfrablik áheyrileg, lögin era auðlærð, nokkuð einhæf á stund- um, flutningur góður og má með sanni segja að hér hafi þarft verk veriö innt af hendi. Hilmar Karlsson Phish - Billy Breathes: Heilmikið Iff *+* Þegar fyrsta plata bandarisku hljómsveitarinnar Phish, „Pict- ure of Nectar", kom út fyrir nokkrum árum vakti hún at- hygli fyrir frumlega og fiöruga rokktónlist. Ekki það að Phish færi mikið nýjar leiðir í tónlist- arsköpun, því að músík hennar byggist á hefðbundinni rokktón- list og minnir jafnvel um margt á rokkið eins og það hljómaði á fyrri hluta átfimda áratugarins (muna einhverjir eftir hljóm- sveitinni Sea Train) og er að því leyti íhaldssöm. Frumleikinn felst fremur í útsetningum og líflegri „live“ spilamennsku sem gerir músíkina einstaklega hressilega, ekki síst í þeim lögum sem eingöngu voru leikin. Vegur Phish hefur vaxið stöðugt og er hljómsveitin orðin allvinsæl vestra og þykir aldeilis flott á tónleik- um en við þau tækifæri klæðist tromarinn gjarnan kjólum. „Billy Breathes" nefnist nýjasta geislaplata hljómsveitarinnar og er hún sú sjötta sem hún sendir frá sér. Ég hefi ekki heyrt þessar sem kom- ið hafa i millitíðinni enda hafa þær ekki verið fáanlegar hérlendis, svo ég viti, nema i versluninni Tónspii í Neskaupstað. Við fyrstu heyrn var sem músík þeirra Phish-manna væri orðin eitthvað útvötnuð á nýju plöt- unni. Við nánari hlustun mátti þó heyra að greinilega er enn heilmikið líf í köllunum. Rólegum lögum hefur bara eitthvað fiölgað. Það er óhætt að hvetja alla unnendur góðrar rokktónlistar til að kynna sér þessa vit- laust (for)rituðu fiska. Ingvi Þór Kormáksson Alice Cooper - A Fistful of Alice: Rokk í yfirgír Það er hálffyndið að heyra tæplega fimmtugan rokkarann syngja fullum hálsi I’m eighteen and I like it og fleiri laglínur úr lögum sem féllu ljómandi vel í kramið þegar hann var rétt af unglingsaldri sjálfur. En eigi að siður er hljómleikaplatan A Fistful of Alice bara hin þokkalegasta skemmtun. Á plötunni eru fiórtán lög. Aðeins hið síðasta, Is Anyone Home?, er nýtt. Það er jafn- framt tekið upp í hljóðveri og verður að segjast að það er slappasta lag plötunnar. Að öðru leyti er keyrt á fullu í gegnum alla helstu Cooper-smellina, svo sem School’s Out, I’m Eighteen, No More Mr. Nice Guy, Elected og að sjálfsögðu Poison sem skaut gömlu kemp- unni að nýju upp á stjörnuhimininn fyrir tæpum áratug. Nokkrir góðir gestir láta í sér heyra. Eftirminnilegastir eru Sammy Hagar og Slash sem koma kraftmiklu rokkinu í yfirgír með leik sínum. Ásgeir Tómasson tónlist á plötunni tekst Primal Scream að vera frumlegir í hverju lagi og flétta saman í eina súpu áhrifum frá austurlöndum, teknó, pun- krokki, elektrónik og sýru ásamt frábærri notkun hefðbundnari hljóðfæra í lögum eins og Get Duffy. Trainspotting er einnig að flnna á plötunni og áhugavert er að heyra hvernig hljóðfærum er beitt til að ná fram grófum áhrif- um í laginu. Ýmis exótísk hljóð- færi koma fyrir á plötunni í bland við tölvuvæl, neðanjarðarlest og önnur furðuleg hljóö sem söngvari sveitarinnar Bobby Gillespie syng- ur frábærlega yfir. „Allt sem viö gerum er tilraun," segir Gillespie um tónlistina. „Við viljum stöðugt kanna hið óþekkta, jafnvel þó að það sé bara rokk og ról, ein- faldlega vegna þess að viljum ekki gera sömu plötuna aftur og aftur.“ -ps Engin hljóm- sveit hefur verið jafn áköf í til- raunastarfsemi og skoska sveitin Primal Scream. Sveitin er nú skip- uð þeim Bobby Gillespie söngvara, gítarleikurunum Robert Young og Andrew Innes, og hljómborðsleikar- anum Martin Duf- fy og fyrrum bassaleikara Stone Roses, Gary „Mani“ Mount- field. Tónlist þeirra hefur verið hægt að líkja við blöndu af sjöunda áratugar búgí, ambient, elektrónik, sýrurokki og teknó- rokki. Eftir sex ára þögn, en sveitin gaf út fiórðu Skoska sveitin Primal Scream eins og sveitin var skipuð áöur en Trainspotting kom út. Meölimir sveitarinnar viröast nú hafa snúiö af villu síns vegar í neyslu eiturlyfja. plötu sína Screamadelica árið 1991, heyrðist tónlist Primal Scream á nýjan leik í fyrra er þeir fluttu þemcdagið í myndinni Trainspott- ing. Reyndar kom út árið 1994 lag- ið Give out but Don’t Give up, og var sveitin gagnrýnd fyrir að vera orðin blues-rokksveit undir áhrif- um frá Rolling Stones. Ein góð pilla Ekki hafði verið búist við miklu af Primal Scream áður en Train- spotting kom út, sérstaklega vegna sögusagna um mikla eiturlyfja- neyslu meðlima sveitarinnar og langa þögn í útgáfu á nýju efni. Bobby Gillespie sagði í einu viðtali upp úr 1990 að á bak við hvert gott lag væri ein góð pilla! í dag eru Primal Scream hins vegar áhyggju- fullir vegna mikillar eiturlyfia- neyslu í Bretlandi, sérstaklega inn- an lægri stétta samfélagsins, og segjast sjálfir hafa dregið stórlega úr allri neyslu. Meira rokk Á Trainspotting kvað við nýjan tón, tónlistin meira rokkuð og til- finningaríkari og maður vonaðist ósjálfrátt eftir áframhaldi þessarar nýju stefnu sveitarinnar. í júlí síð- astliðnum kom svo út fimmta plata Primal Scream: Vanishing Point, þar sem haldið er áfram á sömu braut og í Trainspotting. Hug- myndin að plötunni og jafnframt nafninu er utangarðsmyndin Van- ishing Point frá árinu 1971. Primal Scream ákvað einfaldlega að semja þá tónlist sem þeim finnst að hefði átt að vera í myndinni. Án þess að missa heildarsvipinn J i Síðastliðið vor hélt hljóm- sveitin Skunk Anansie tón- leika í Laugardalshöllinni og voru þeir aö sögn margra ein- ir bestu tónleikar sem haldnir hafa verið á íslandi. Þegar hljómsveitin yfirgaf landið lét hún þau orð falla aö þeir myndu koma aftur við fyrsta tækifæri. „Nú er fyrsta tæki- færið einfaldlega komið,“ seg- ir Einar Örn Benediktsson, „testrákur" tónleikanna. Hljómsveitin sagði aö tónleik- arnir í Laugardalshöllinni væru þeir bestu sem þeir hefðu spilað á og að íslenskir áhorfendur væru alveg frá- bærir. Þeir lofuöu aö koma att- ur og eru einfaldlega að standa við gefin orð.“ Skunk Anansie spilar í Laugardalshöllinni 5. septem- her næstkomandi og er von- andi að þessir tónleikar gangi jafnvel og hinir fyrri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.