Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1997, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1997, Page 7
J3"V" FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1997 Maraþonsysturnar Bryndís og Martha: æði í fjöl- skyldunni - segir Martha Ernstdóttir Það hefur oft verið sagt að fáar íþróttir henti fjölskyld- unni betur en skokk. Hvað sem sannleiksgildi þeirra orða líð- ur er víst að fáar, ef nokkrar, fjölskyldur hafa jafnákafan hlaupaáhuga innan sinna vé- banda og finna má hjá þeim systrum Mörthu og Bryndísi Ernstdætrum. „Það er nú hálf- gert hreyfibrjálæði í þessari fjölskyldu - ætli það verði ekki að segjast eins og er,“ sagði Marta Ernstdóttir þegar DV spurði hana um ættgengan hlaupaáhuga innan fjölskyld- unnar. Marta hefur verið ein fremsta hlaupakona íslands til margra ára og meðal annars verið ósigrandi undanfarin ár í hálfmaraþoni kvenna. Að þessu sinni lætur hún sér nægja að keppa kílómetra hlaupi þar sem hún á von á barni í lok október. Hins vegar mun yngri systir hennar, Bryndis, keppa i hálf- maraþoninu en hún þykir efni- leg hlaupakona. „Bryndís var í sundinu áður en hefur nú að mestu leyti snúið sér að hlaupi. Ég held að hún hafi alla burði til að verða góð hlaupa- kona,“ sagði Martha um yngri systurina. Martha sagði hlaupaáhugann ekki dreifast víðar um ættina en til þeirra systra þótt mikill iþróttaáhugi væri í fjölskyldunni. „Við syst- urnar erum nú þær fyrstu í ættinni sem byrjuðu að hlaupa. Aftur á móti veit mað- ur aldrei hvort einhver fetar í fótspor okkar,“ sagði móðirin verðandi. -kbb Systurnar fótfráu, Martha og Bryndís Ernsdætur, munu báöar taka þátt í Reykjavíkur maraþoninu á sunnudaginn. DV-mynd S Maraþon í 2500 ár: Ein elsta íþróttin Þrátt fyrir langa sögu maraþonsins er tiltölulega stutt síöan konur fóru aö taka þátt. Fyrsta skiptiö sem konur kepptu í greininni á ólympíuleikum var í Los Angeles 1984. Maraþonhlaup dregur nafn sitt af þorpi í Grikklandi hinu forna þar sem Aþeningar sigruðu innrásarher Daríusar Persakonungs í mikilli or- ustu 490 f.Kr. Að orustunni lokinni hljóp sendiboði með sigurfréttina til Aþenu og á vegalengdin sem hlaup- in er í nútímamaraþoni að sam- svara leiðinni milli Aþenu og Mara- þon. Þessi fyrsti maraþonhlaupari sögunnar varð reyndar ekki langlíf- ur; hann hné niður örendur á leið- arenda í Aþenu. Skylt er að geta þess að hlauparinn hafði lagt þessa vegalengd að baki nokkrum sinnum á fáum dögum og þarf því engan að undra þótt heilsa hans hafi bilað undir það síðasta. Leiðin milli Maraþon og Aþenu er reyndar nokkuð skemmri en 40 kílómetrar en vegalengdin sem keppendur í maraþoni hlaupa er ná- kvæmlega 42 kílómetrar og 196 metrar. Sú vegalengd var ákveðin á ólympíuleikunum 1908 í Lundúnum þar sem hlaupið var milli Windsorkastala og ólympíuleik- vangsins og hún hefur haldist síðan. Frá upphafi ólympíuleikanna í Aþ- enu 1896 voru það lengst af einung- is karlmenn sem kepptu í maraþon- hlaupi. Fyrsta skiptið sem konur kepptu í greininni á ólympíuleikum var 1984 í Los Angeles. Venja er fyr- ir því að maraþon sé lokagrein á ólympíuleikum. Vegna þess hversu ólíkum braut- um keppt er á i maraþonhlaupi eru engin heimsmet viðurkennd í grein- inni. Bestu tímar karla eru þó um rétt undir 2 klukkustundum og 7 mínútum en bestu tímar kvenna eru lítillega yfir 2 klukkustundum og 20 mínútum. -kbb |fjn helgina =. I SÝNINGAR Gallerí, Ingólfsstræti 8. Nú || stendur yfir sýning á verkum þýsku | listakonunnar Lore Bert Mengenle- |J hre, Mengjafræði, ljósverk og verk | unnin í pappír. Sýningin stendur til I 14. september og er opin fimmtu- Idaga til sunnudaga frá kl. 14-18.00. Gallerí Regnbogans, Hverfis- götu 54. Sýning á verkum Sigurðar Orlygssonar er opin virka daga frá kl. 16-24 og frá kl. 14-24 um helg- ar. Gerduberg. Jón Jónsson er með málverkasýningu. Opið fimmtud. til sunnud. frá kl. 14-18. Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði. Nú standa yfir þrjár sýningar á verkum úr eigu safns- ins. í aðalsal eru sýnd landslags- málverk eftir marga af þekktustu listmálurum þjóðarinnar, í Sverris- sal er sýning á völdum verkum eftir Eirík Smith og í kaffistofu sýning á tréristum eftir Gunnar Á. Hjalta- son. Hótel Höfði, Ólafsvík. Nú stend- ur yfir sýning á samtímalist. Verkin á sýningunni eru eftir fjölda ís- lenskra listamanna. Isafoldarhúsið, Þingholtsstræti 5. Heidi Kristiansen sýnir mynd- j teppi. Vinnustofan er opin alla virka daga frá kl. 12-18. Kjarvalsstaðir Sýningin íslensk 0 myndlist til 31. ágúst. Opið alla daga frá kl. 10-18. Nú stendur yfir sýning tveggja myndhstarmanna, í þeirra Davids Asjevolds og Árna S Haraldssonar, og verður opið frá ■ 10-18- I Listasafn ASI - Ásmundarsalur, j Freyjugötu 41. Sýning á verkum Ivars Valgarðssonar 9.-24. ágúst. Safnið er opið þriðjudaga til sunnu- daga frá kl._14 til 18. Listasafn Arnesinga, Tryggva- götu 23. í tilefni 50 ára afmælis I Selfossbæjar er haldin þessa dag- ' ana sýning á myndlist 15 Selfyss- í inga. Sýningin stendur til 31. ágúst l og er opið frá 14-18 alla daga. Listasafti Islands. Sýning á myndlist og miðaldabókum íslands. Á sýningunni eru málverk, grafík j og höggmyndir sem byggðar eru á 1 íslenskum fornritum. Laguardaginn 23. ágúst opnar sýning þriggja j listamanna ffá Sviss, Thomas j Huber, Peter Fischli og David j Weiss, en sýningin er framlag lista- ; safnsins til myndbandahátíðarinn- j ar ON ICELAND. Listasafn Kópavogs. Nú stendur yfir sýningin fjarvera/nærvera. Christine Borland, Kristján Guð- mundsson og Juliao Sarmento. Listhúsið í Laugardal. Gallerí Sjöfn Har. Myndlistarsýning á verkum eftir Sjöfn Har. Opið virka :« daga kl. 13-18 og laugardaga kl. ( 11-14. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi. Sumarsýning á 27 völdum verkum eftir Sigurjón. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-17. j Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Finninn Harri Syrjánen er með j sýningu á verkum sínum. Opið j mán.- fós. frá kl. 10-18 og lau. frá f kl. 11-14. | Nýlistasafnið, Vatnssíg 3B. Nú ; stendur yfir alþjóðlega sýningin On Iceland sem er myndbanda- og j gjörningahátíð. Laugardaginn 16. ágúst hófst samsýning ítalskra f listamanna, ftölsk samtímalist. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14.00-18.00. j Perlan, Öskjuhlíð. Sýning á verk- S um Ingu Hlöðversdóttur verður frá j 22. ágúst til 7. september. Opið alla daga frá kl. 10.00. Opnun 23. ágúst, 2 kl. 16.00-18.00., j Sjóminjasafn Islands, Hafnar- j firði. Sýning á 20 olíumálverkum eftir Bjarna Jónsson listmálara. j Sýningin stendur yfir sumartím- J ann. Til 30. september verður Sjó- ! minjasafnið opið alla daga frá kl. j 13-17. Snegla, listhús, Grettisgötu 7. í j gluggum stendur yfir kynning á verkum Sigríðar Erlu úr jarðleir. Opið virka daga kl. 12-18 og kl. í 10-14 laugard. Stofnun Árna Magnússonar, Arnagarði. Sumarsýning handrita 1997. Opið daglega kl. 13-17 til | ágústloka. j Hulduhólar í Mosfellsbæ. Sýning á verkum eftir Sverrir Haraldsson | 9.-31. ágúst. Vorhugur, sýning á skúlptúrverk- f; um Þorgerðar Jörundsdóttur og 1 Mimi Stallbom, stendur yfir í hús- jí næði Kvennalistans að Pósthús- 1 stræti 7, 3. hæð. Opið á skrifstofu- ■ tíma kl. 13-17 alla virka daga. ; Skálholt. Sýningin Kristnitaka, | sem er samvinnuverkefni Mynd- j; höggvarafelagsins í Reykjavík, I Skálholtsstaðar og Skálholtsskóla, ms

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.