Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1997, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1997, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1997 Fjölmiðlafár Biðin er á enda fyrir aðdáendur Manchester-sveitarinnar Oasis. Nýja platan, Be here now, kom í búðir um allan heim í gær og nú sitja sennilega hundruð þúsunda við sömu iðju: að hlusta, pæla, leita að földum boðskap í textunum, bera saman við fyrri plötur. Allt eins og á sjöunda áratugnum þegar The Beatles og Stones hi markaðinn. Liðsmenn Oasis eru furðu rólegir yfir spenningnum sem þeir hafa valdið. Að vanda beinist aðal- athyglin að bræðr- unum Liam og Noel Gallagher. Noel hefur bersýnilega tekið að sér að svara fyrir hljómsveit- ina að þessu sinni og í nýjasta tölublaði breska tónlistarrits- ins Q segir hann hug sinn í tólf síðna viðtali sem einnig er nokkurs konar úttekt á hljómsveitinni síðustu miss- erin. „Ég vildi gjaman vera I efsta sæti á öllum vinsældalistum heimsins í einu,“ segir hann, hógvær, í niður- lagi viðtalsins í Q og bætir svo við: „En ég ætla ekki að fórna geðheil- sunni og hæfileikum mínum til að semja lög og texta til að ná því markmiði." Þeir sem ekkert þekkja til Oasis nema af lestri greina og frétta úr breskum slúðurblöðum hljóta að verða hlessa þegar þeir uppgötva að hljómsveitin getur spilað tónlist og Noel Gallagher er fær lagasmiður. Gula pressan hefur farið hamförum undanfarin misseri í umfjöllun sinni um hljómsveitina, það er að segja bræðurna Liam og Noel. Hinir halda sig til baka. Kvennamálum bræðranna hafa verið gerð góð skil. Sömuleiðis hegðun þeirra við ýmis opinber tækifæri sem reyndar hefur verið fremur óþroskuð á köflum. Drykkjuskapur og dópneysla kemur einnig við sögu. Þá þykja rifrUdi bræðranna ákjósanlegur efniviður í langar og ítarlegar greinar. Síðast- liðið haust kvað svo rammt að ósætti þeirra tveggja að fuUvíst var talið að dagar Oasis væru taldir. Eitt blaðið gekk meira að segja svo langt að birta minningargrein um hljómsveitina. Einhvern veginn tókst henni þó að tóra og síðastliðna mánuði vann hún að plötunni sem kom út í gær og merkilegt nokk: fimmmenningarnir fengu bærilegan vinnufrið tU að skUa af sér verki sem margir telja þeirra besta tU þessa. Noel Gallagher viðurkennir að hann hafi átt erfitt með að semja lög með- an atgangurinn varð hvað harð- astur. Hann kvartaði yfir því á sínum tíma að koma nánast engu frá sér en í viðtalinu við Q dregur hann þau orð sín tU haka að ástandið hafi verið orðið mjög svart. Hann hafi verið kominn með ýmsar hug- myndir í koUinn þótt þær næðu ekki að komast á blað eða inn á band. Dró sig í hlá Frá því að Noel Gallagher fór að fást við tónlist lét hann sig ekki muna um að semja svo sem þrjú til fjögur lög á viku. Honum hlýtur því að hafa brugðið þegar þau hættu að koma nánast á færibandi. Hann seg- ir að stöðugt áreiti hafi haft lam- *C. i j-fc i-' úWmf ■ ... aF Æfc3SBgs0 f* •. « andi áhrif á sköpunargáfuna. Sím- inn hringdi látlaust, sífellt voru ein- hverjir að banka upp á og erindin, sem greiða þurfti úr, virtust vera endalaus. Það var því ekki um ann- að að ræða en að draga sig út úr skarkalanum tU að fá frið til að semja. Eftir tveggja vikna næði taldi Noel sig vera kominn með sæmUeg- an efnivið. Owen Morris upptöku- stjóri vai- þá kaUaður tU. Hann átti að hafa með sér trommuheila og átta rása upptökutæki. „Ég gerði það sem var fyrir mig lagt,“ segir Morris. „Ég bjóst reynd- ar ekki við því að Noel ætti tUbúin nema svo sem tvö lög eftir svona stuttan tíma. „Við renndum inn fimmtán nýjum lögum fyrsta kvöld- ið! Síðan tókum við okkur viku tU að fara yfir þau aftur. Þessi prufu- upptaka, sem við unnum þama, er nánast platan Be here now. Nokkrum lögum var reyndar kippt á brott og Magic Pie bættist við síð- ar. Á þessari viku var gengið frá nánast öUu sem skipti máli við end- anlega vinnu plötunnar. Textarnir voru gerðir klárir, útsetningarnar að mestu leyti. Drengurinn gekk frá plötunni á einni viku.“ SniUi Noels GaUaghers dugir ekki ein sér til að halda nafni Oasis á lofti. Starfsmenn Creation-útgáfunn- ar hafa sannað það rækUega á und- anförnum vikum að viðskiptavit skortir þá ekki. Þegar Smáskífan D’You Know What I Mean kom út fyrr í sumar var búið að undirbúa jarðveginn svo rækilega að hún fór rakleiðis í fyrsta sæti breska vin- sældalistans. Daginn sem platan kom út seldist hún í 160 þúsund ein- tökum. Fjórum dögum síðar var hún orðin mest selda smáskífa árs- ins í Bretaveldi. Jarðvegurinn hefur einnig verið pældur vel fyrir út- komu stóru plötunnar. Fyrir- frampantanirnar í Bretlandi einu voru á aðra milljón eintaka og spenningurinn slíkur að annað eins hefur vart sést í áratugi. Hljóm- sveitin fer síðan í hljómleikaferð í næsta mánuði og hefur leikinn á N orðurlöndunum. „Við fórum okkur rólegar nú en síðast,“ segir Noel Gallagher. „Þá ákváðu forsvarsmenn plötuútgáf- unnar að láta okkur afgreiða allan pakkann á einu ári. Þeir voru hræddir um að við hættum fyrir- varalaust. „Núna ætlum við að hafa dálítið gaman af vinnunni og ekki keyra okkur jafnsvakalega áfram og síðast. Og ekki heldur halda neina ömurlega tónleika." Svensen og Hallfunkel Nú er heldur farið að líða á sumar- ið og ekki langt þar til skólamir hefj- ast að nýju. Þeim mun meiri ástæða er til að nota þessa síðustu „sólar- daga“ og sletta ærlega úr klaufunum. Sniglabandið Sniglabandið spilar i kvöld á Hótel Mælifelli, Sauðárkróki og annað kvöld á Hofi í Vopnafirði. Ekki er ósennilegt að Geirmundur Valtýsson komi fram á tón- leikunum og einnig mun Þorsteinn drag- spil frá Selfossi líta inn. Heimasíða Sniglanna er:http: //www/itn.is/sniglabandid Sálin Sálin hans Jóns míns spilar í kvöld að Borg í Grímsnesi. Sálinni til fulltingis verða sveitirnar Soma og Land og synir. Ekki er ólík- legt að Geir- mundur láti sjá sig á Króknum. stefnir á að fá ekki minna en 14.000 manns á ballið. Ekki er útséð um hvort það takmark náist en fullvíst er að mik- ið stuð verður á ballinu. Annað kvöld heldur sveitin norður og skemmtir Norðlendingum á Sjallanum, Akureyri. Úthlíð Lokaballið í Réttinni í Úthlíð verður haldið annað kvöld. Fjörið byrjar klukk- an 23 og það er hin bráðskemmtilega hljómsveit Sangaría sem heldur uppi stuði fram á nótt. Úthlíð er tæpa 20 kíló- metra frá Laugarvatni og eru böllin þar fræg fyrir góða gleði og mikla skemmt- un. Hinir frábæru „stuðhattar“ Svensen og Hallfunkel skemmta á Gullöldinni í Grafarvogi hæði í kvöld og annað kvöld. Hin efnilega ungsveit Woofer hitar upp fyrir Sálina í Hreöavatnsskála. Annað kvöld spilar hljómsveitin í Hreðavatnsskála og þar hitar hin efni- lega ungsveit Woofer upp mannskapinn. Sérstakur heiðursgestur kvöldsins er söngvarinn síungi Pétur Kristjánsson. Slóð Sálarinnar er:http://www.mme- dia.is/salin Greif- arnir í kvöld halda Greifamir stórdans- leik á Hót- el íslandi. Hljóm- sveitin set- ur mörkin hátt og Greifarnir halda stórdans- leik á Hótel íslandi. © n ± 1 Iol

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.