Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1997, Blaðsíða 2
 kvikmyndir FÖSTUDAGUR 29. AGUST 1997 ~w w r_i j l r_i \ | ^, 0 ^ 1 J J J Regnboginn — The Pallbearer: Gleymdur og grafinn ** Líkmaðurinn er vandræðaleg gamanmynd í anda The Graduate (1967). David Schwimmer, sem er í frægu hlutverki Dustins Hoffmans, leikur ungan mann (Tom) sem sér sig til- neyddan til þess að „hugga" móður (Barböru Hershey) nýlátins vinar. Sá galli er á gjöf Njarðar að Tom man ekkert eftir þessum vini sínum og á því fremur erfitt með að finna sig í hlutverki syrgjandans. Málin flækjast frekar þegar Julie (Gwyneth Paltrow), draumadisin úr menntaskóla, kemur aftur inn i líf hans eft- ir nokkurra ára fjarveru. Ekki svo að skilja að hans hafi verið saknað því Julie minnist þess ekki að hafa hitt Tom áður. Likt og i The Graduate verður úr þessu öllu saman ein stór flækja. Tom er heillaður af jafnöldru sinni, en ástarsamband hans við eldri konuna gerir honum erfitt um vik. Þrátt fyrir að Schwimmer standi sig með ágætum í hlutverki sínu og njóti þar góðr- ar aðstoðar Hershey sem fer á kostum í hlutverki hinnar syrgjandi móður nær mynd- in aldrei fiugi. Paltrow finnur sig illa sem Julie, enda er hún eflaust fiatasta persóna myndarinnar. Af þessum sökum er erfitt að lifa sig inn í tilhugalíf Toms og Julie sem gerir það að verkum að ein af þungamiðjum myndarinnar missir marks. Handritshöf- undunum tekst einnig ilia, þrátt fyrir góða spretti, að flétta saman gamni og alvöru og þvi verður persónusköpunin og framvinda sögunnar á köflum vandræðaleg. Styrkur The Pallbearer felst því fyrst og fremst í ágætum samleik Schwimmers og Hersheys, auk þess sem gamanleikkonan Carol Kane stelur oft senunni í hlutverki ást- rikrar móður Toms. Þrátt fyrir nokkrar frábærar senur hefur myndin sig þvi aldrei upp fyrir meðallag, en af henni má þó hafa nokkurt gaman. Leikstjóri: Matt Reeves. Aðalhlutverk: David Schwimmer, Gwyneth Paltrow, Michael Rapaport, Carol Kane og Barbara Hershey. Trial and Error: Guðni Ellsson Lögleysa •* Líf lögfræðingsins Charles Tuttle (Jeff Dani- els) virðist fullkomið öllum þeim sem ekki hafa farið mikið i bió. Hann er vel settur lögfræð- ingur í stóru fyrirtæki sem hann er nýorðinn meðeigandi í vegna þess að hann er giftur hinni fögru dóttur yfirmannsins. Hún er nátt- úrlega eins ofdekruð og yfirborðsleg og allar slíkar konur eru í hafsjó mynda af þessu tagi og áhorfandann grunar strax að gap sé í lifi lögfræðingsins góða. Þegar Tuttle er sendur í Nevada-eyðimörkina til þess að skjóta yfirlýst- um svindlara - og frænda tengdó - undan rétt- arhaldi, og missir þar með af steggjapartýinu, ákveður leikarinn vinur hans (Michael Ric- hards) að færa partýið til brúðgumans og Nevada. Tuttle er rotaður í slag og leikarinn tekur að sér hlutverk hans í réttarsalnum og allt fer úr böndunum. Það er fáa bjarta punkta hér að finna, klisjurnar eru svo yfirgengilegar að fyndnin eiginlega drukknaði. Auðnir og fjallasýn, kona á vélhjóli, villtir hestar, kona i hjólhýsi (báðar konurnar ljóshærðar að sjálfsögðu); allt átti þetta að vera svo óskaplega táknrænt fyrir frelsi og andstæðu alls þess sem líf lögfræðings stendur fyrir í bíómynd- um og allt var þetta framsett á ótrúlega klisjaðan máta svo minnti á slæma auglýsingu. t miðjum þessum villtu víðáttum og villtu konum uppgötva þessir gaurar sannleikann um sjálfa sig og sannleiksástina (mjög ólíkleg uppgötvun fyrir báðar stéttir) og breyta lífi sínu eftir því. Þegar myndin lét einkalif þeirra félaga í friði og kom sér að sjálfu rétt- arhaldinu mátti skemmta sér betur, sérstaklega voru dómarinn og sakborningurinn þeir einu sem virtust hafa húmor fyrir öllu saman og margt í sambandi við lögfræðinga sem leikara og réttarhöld sem yflrborðsmennsku var vel gert og mátti ná upp heilmiklum hlátursgusum. Leikstjóri: Jonathan Lynn. Handrit: Sara Bernstein & Gregory Bernstein. Aöalhlutverk: Michael Richards, Jeff Daniels, Charlize Theron, Jessica Steen, Austin Pendleton. -Úd Sambíóin: Ford á ferð og flugi Leikarinn Harrison Ford hefur undan- farna daga sést fljúgandi yfir eyjum Hawai, en hann lítur á þessar flugæfingar sínar sem æfmgar. Tökur standa nú yfir á kvikmynd- inni „6 Days, 7 Nights" á eyjunum með Ford í aðalhlutverki og í mydnnni er víst töluvert um flugsenur. Harrison Ford á sjálfur tvær litlar flugvél- ar og hann hefur óspart notað þær við flug- æfingar sínar. Einnig hefur hann flogið tölu- vert um á þyrlu, en hann tók próf á þann farkost einnig. Sagt er_að Ford sé kominn með algjöra flugdellu. Harrison tók sér þó viku frí frá tökum á Hawai um daginn og brá sér til Evrópu. Er- indið þangað var að fylgja eftir auglýsinga- herferð á kvikmyndinni „Air Force One" sem verið er að taka til sýninga i kvik- myndasölum álfunnar. Harrison á þar hags- muna að gæta, því hann fær prósentur af Harrison Ford, sem hér sést meö Juliu Ormond í myndinni Sabrina, er kominn meö flugdellu. ágóða myndarinnar. Leikstjóri „6 Days, 7 Nights" Ivan Reitman gaf Ford leyfi frá tök- unni á Hawai, en ekki er víst að minni stjörnur hefði getað leikið slíkt eftir. Nicolas Cage og John Travolta leika persónur sem eru svarnir andstæðingar í myndinni. Kvikmyndin Face Off verður frumsýnd í Sambíóunum í dag. Hún skartar ekki ómerk- ari mönnum en srjórsrjörnunum John Tra- volta og Nicolas Cage sem eru einna stærstu leikaranöfnin í Hollywood í dag. Spennu- myndaleikstjórinn frægi, John Woo, er við stjórnvölinn. John Travolta leikur FBI-mann- inn Sean Archer sem stjórnar sérsveit innan FBI. Takmark sérsveitarinnar er að stöðva með öllum ráðum hinn illræmda Castor Troy (Cage). Þegar Castor er talinn af þarf Sean að taka á sig gervi hans til að koma upp um felustað stórhættulegrar sprengju. Síðar kem- ur í ljós að Castor lét alls ekki lífið og hann tekur á sig gervi Seans. Hlutverkaskiptin eru þannig orðin fullkomin og enginn til að stöðva Castor. Kvikmyndin Face Off hefur átt mikilli vel- gengni að fagna í bíósölum vestanhafs og verið á lista aðsóknarmestu mynda í fjöl- margar vikur. Gagnrýnendur og kvikmynda- áhugamenn eru sammála um að þetta sé ein af betri spennumyndum sumarsins og að John Woo hafi aldrei tekist jafn vel upp. Stóru dagblöðin vestanhafs spara ekki stjörnugjöfina, New York Daily News gefur myndinni 4 stjörnur, USA Today og Chicago Tribune 3 og hálfa. John Travolta er, eftir áratuga hlé, orðinn aftur meðal heitustu nafnanna í Hollywood. Þeir sem komnir eru af unglingsárum muna eftir honum úr hinum geysivinsælu mynd- um, Saturday Night Fever og Grease og 1 kjölfar þeirra mynda eins og Urban Cowboy, hryllingsmyndinni Carrie og Blow Off. Tra- volta skaust aftur upp á stjörnuhimininn fyr- ir nokkrum árum í mynd Quentins Tarantin- os, Pulp Fiction, og síðan hefur leiðin legið upp á við. Þar má nefna myndir eins og Get Shorty, Phenomenon, Mad City og Michael. Nicolas Cage hefur smám saman verið að festa sig í sessi sem eitt af stóru nöfnunum á hvíta tjaldinu og er nýorðinn eftirsóttur sem hasarleikari. Stefnt er að því að hann leiki sjálfan Superman í nýrri mynd um teikni- myndaherjuna frægu. Allir muna eftir Cage í hinni mögnuðu mynd, Rock, en meðal ann- arra eftirminnilegra hlutverka hans, er Con Air, Leaving Las Vegas (óskarsverðlaun), It Could Happen to You og Raising Arizona svo fáein hlutverk séu nefnd. Meðal annarra leikara í myndinni eru Joan Allen, Gina Gershon, Allessandro Nivola, Dominique Swain og Nick Cassavet- -ÍS Peir sem séo hafa myndir John Woos vita af því aö aldrei er slakaö á í hraðri atburöarás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.