Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1997, Blaðsíða 3
'D’W FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1997 Háskólabíó: Mr. Bean: The Ultimate Disaster Movie Háskólabíó frumsýnir í dag nýj- ustu stórmynd Breta, „Bean: The Ultimate Disaster Movie“. í aðal- hlutverki er hin stórskemmtilega og seinheppna persóna, Mr. Bean, sem leikarinn Rowan Atkinson hef- ur gert ódauðlega. Bean, sem segja má að sé Charlie Chaplin níunda og tíimda áratugarins, er persóna sem prófar helst tannburstann áður en hún kaupir hann, ýtir bíln- um þínum úr bílastæði ef hann þarf sjálfur á því að halda, eða neit- ar að gefa kærustunni með sér af poppkominu þegar hann býður henni í bíó. í viðtali sem tekið var við Atkin- son var hann spurður að því hvem- ig hr. Bean hafi verið sem bam að aldri. „Hann hefur verið mjög svip- aður, því i rauninni er Bean ekkert annað en bam. Þema manngerðar- innar er „bam í fullorðnum lík- ama“. Ég held að sú karaktergerð sé það sem fólki finnst skemmtileg. Það eru ekki bara fullorðnir sem hafa gaman af Bean, unglingar og böm niður í þriggja ára aldur kunna vel að meta þessa persónu sem er svo eigingjörn og virðist vera án nokkurra tengsla við þær persónur sem hann umgengst, líkt og óvita böm. Vegna þess held ég að hr. Bean hafi verið mjög svipað- ur persónu sinni á barnsaldri." Fram að þessu hefur Bean aðal- lega skemmt áihorfendum í sjón- varpsþáttum, en nú er komið að kvikmyndinni. í myndinni fer hr. Bean til kvikmyndaborgarinnar Los Angeles og hann er þar tekinn í misgripum fyrir heimsfrægan listaverkarýni. Bean veldur miklu uppnámi hvar sem hann kemur, í listagalleríi, á spitölvun, flugvöllum eða heimilum Bandarikjamanna sem ætla að snobba fyrir þessum heimsfræga rýni. Óhætt er að segja að þessi breska mynd hafl farið sigurfor um heim- inn. Á Bretlandseyjum hefur engin kvikmynd í sögunni fengið eins mikla aðsókn á fyrstu sýningar- helgi sinni. Hún var sýnd í 335 kvikmyndasölum og náði inn um Bandaríkjamenn halda að hr. Bean sé mikill sérfræðingur um listaverk. 300 milljónum íslenskra króna með um 750.000 áhorfendur. Fyrra að- sóknarmetið átti myndin kostu- lega, „Four Weddings & A Funer- al“. Frá Hoflandi berast svipaðar fréttir, aðeins myndin Jurassic Park hefur náð meiri aðsókn á sinni fyrstu sýningarhelgi í land- inu og í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi voru viðtökur áhorfenda viðlíka. Allt stefnir í að Mr. Bean: The Ultimate Disaster Movie verði að- sóknarmesta breska kvikmynd sög- unnar. Leikstjóri myndarinnar er Mel Smith en handritið að myndinni var skrifað af Richard Curtis og Robin Driscoll. -ÍS y ^ alPÉÍ1 íli a» V SMl 1 Íiíld' 1 í m ■ %• Hií a Rowan Atkinson hefur ekki síður „gúmmíandlit" en Jim Carrey. Sambíóin: Hefðarfrúin og umrenningurinn *foikmyndir,i jiT __________ Nothing to Lose ★★★ HandritiB er skemmtilega skrifaB og Robbins og lawrence ná samleik sem hef- ur myndina langt yfir þá meBalmennsku sem einkennir fjölmarga þá dóma sem ég las um hana. Ég er haldlnn þeirri sérvisku aB telja gamanmynd gófla ef hún er fyndin. Jude ★★★ Myndin er afbragflsvel unnin, leikurinn og leikstjórnin til fýrirmyndar og kvikmynda- takan í samraemi viö andrúmsloft myndar- innar. Handritið er ágætt í flesta staði, en ber þess þó vitni að það er unniö upp úr langri skáldsögu. -6E Blossi ★★★ Þafl telst enn fréttnæmt aö íslensk kvik- mynd bæti einhverju viö og auögi Islenska kvikmyndagerö og sögu. Blossi sýnir og sannar að ekki bara Júlíus Kemp, heldur Is- lensk kvikmyndagerö í heild sinni, hefur komið langan veg síðan Veggfóöur. Sarrv ræðurnar rúlluðu vel I meðförum þeirra Páls Banlne og Þóru Dungal sem, þrátt fyrir reynsluleysi, voru meö eindæmum sann- færandi og skemmtileg sem dálítið ráðvillt ungmenni. -ÚD Fimmta frumefnlð ★★★ Ómissandi og án hiks ein alfallegasta og smartasta framtíðarmynd sem ratað hefur á sýningartjald. Samspil hljóðs og myndar er með eindæmum elegant og til að njóta þessa alls sem best er vænlegast að búta heilann upp og stýra allri orku á augu og eyru. -úd Elskunnar logandl bál ★★★ Ástarsamband nemanda og kennara er viðfangsefni Bo Widerbergs. Myndin er vel heppnuð útfærsla á erfiðum tilfmninga- flækjum. dramatisk en þó oft með kómlsku yfirbragði. Sonur leikstjórans Johans Wider- bergs sýnir afburðaleik I erfiðu hlutverki. -HK Grosse Pointe Blank i i_, ★★★ Styrkur „Leigumorðingjans" felstl óvenju myrkum húmor, afbrags samtöium og góð- um leik Cusacks. Aukahlutverkln eru einnig mjög vel mönnuð. -GE Horfinn heimur: Jurassic Park ★★★ Eftir frekar hæga byrjun þar sem mlkill timi fer I útskýringar tekur Horfinn heimur vel við sér þegar komið er I návígi við grameðlur, snareðlur og aðrar fornar eðlur. Sagan er greinileg framhaldssaga, þar sem lítið er um nýjar hugmyndir, en af sinnl al- kunnu snilld og fagmennsku tekst Steven Spielberg að skapa mlkia og ógnvekjandi skemmtun sem fær stundum hárin til að risa. -HK Men In Black ★★★ í MIB er eins og yflrfærslan úr teiknl- myndasögu I kvikmynd sé aldrei fullfrágeng- in og kemur þetta sérstaklega niður á plott- inu. Áherslan er sllk á húmor og stil að sjálf- ur hasarinn verður útundan og I raun virkar MIB meira sem grínmynd en hasar. En þrátt fyrir alla galla er þessi mynd ómissandi fyr- ir alla þá sem láta sér ekkert mannlegt óviðkomandi. -úd í dag munu Sambíóin frumsýna í Saga bíói teiknimyndina Heföarfrú- in og umrenningurinn, eða Lady and the Tramp, eins og myndin heitir á frummálinu. Það er að sjálf- sögðu Disney-fyrirtækið sem fram- leiðir þessa mynd. Hún segir frá of- dekruðum hundi af góðu heimili sem fer á stjá með skaðlegum hundi sem hefúr ekki átt sjö dagana sæla, í leit að rómantík, ævintýrum og skemmtunum. Hefðarfrúin og umrenningurinn er endurgerð á samnefndri teikni- mynd sem Walt Disney lét gera á sjötta áratugnum. Þótti nú tími til að endurvekja þessa stórskemmti- legu sögu með nútímatækni. Þrátt fyrir að nýjasta tækni sé notuð, ligg- ur gífurleg vinna að baki myndinni. Yfir 150 teiknarar og listamenn unnu að gerð hennar í fjögur ár og þurftu þeir að teikna yfír 4 milljón- ir mynda áður en yfir lauk. I endan- legri gerð eru 110 þúsund litaramm- ar á filmunni. Það sem er sérstakt við myndina, er að allt sjónarhom er frá augum hundsins séð og áhorfendur sjá því Að sjálfsögðu er myndin hér á landi með íslensku tali þekktra, íslenskra leikara. atburðina frá miklu lægra sjónar- homi en mannskepnan er vön. Sög- una um hefðarfrúna og umrenning- inn má rekja allt aftur til ársins 1937 og teiknimyndasería um sög- una birtist fyrst á síðum dagblaða á stríðsárunum (1943). Endanleg saga mun þó ekki hafa verið fúllmótuð fyrr en nokkrum áratugxnn síðar. Að sjálfsögðu er myndin hér á landi með íslensku tali. Þeir sem ljáðu raddir sínar í myndina voru Hilmir Snær Guðnason, Edda Heiðrún Backman, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Felix Bergsson, Róbert Ámfinnsson, Pálmi Gestsson, Jó- hann Sigurðsson, Þóra Friðriksdótt- ir, Steinunn Þorsteinsdóttir og Bergur Ingólfsson. -ÍS Unga kynslóðin kannast við þessi andlit úr samnefndri teiknimynd sem Walt Disney lét gera á sjötta áratugnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.