Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1997, Blaðsíða 12
» myndbönd MYNDBANDA Þyrnum stráður ferill *** Hér segir frá dægurlagahöfundinum Denise Wa- verly, ferli hennar og einkalífi frá sjötta áratugnum til þess áttunda. Eftir að hafa verið hafnað sem söng- konu leggur hún fyrir sig lagasmíðar og kemur strax lagi inn á metsölulista og verður fljótt einn af virtustu dægurlagahöfundum landsins. Eftir von- brigði og sorgir í ástarlífinu tekur hún loks sjálf upp plötu með eigin lögum og lætur þar með sinn gamla söngkonudraum rætast. Allison Anders tekst hér að skapa mjög athygl- isvert og eftirminnilegt drama og nýtur þar góðrar aðstoðar aðal- leikkonunnar Illeana Douglas. Hún er mjög hæfileikarík en jafnframt stórlega vanmetin leikkona og það geislar af henni í aðalhlutverkinu. Matt Dillon og John Turturro skapa einnig mjög eftirminnilegar persón- ur. Þama er einnig að finna Eric Stoltz, Patsy Kensit og Bruce Davison og þá má sjá ýmis þekkt nöfn í pínuhlutverkum, t.d. Bridget Fonda sem lesbísku söngkonuna og Peter Fonda sem rödd gúrúsins. Að lokum ber að geta þess að tónlist og textagerð öll er cifar vönduð og skemmtileg. Grace of My Heart. Útgefandi: CIC- myndbönd. Leikstjóri: Allison Anders. Aðalhlutverk: llleana Douglas, Matt Dillon, Eric Stoltz og John Turturro. Bandarísk, 1996. Lengd: 111 mín. Öllum leyfð. Mars Attacks! ★★★* Litlir grænir kallar frá Mars koma fljúgandi til jarðarinnar á fljúgandi diskunum sínum og segja plánetunni stríð á hendur. Þrátt fyrir hetjulega til- burði jarðarbúa virðist ekkert bíta á Marsbúana og mannkynið virðist vera í bráðri útrýmingarhættu, en þá berst hjálp úr óvæntri átt. Þessi óður Tims Burtons til ódýrra B-mynda sjötta áratugarins er hreinasta meistaraverk og drephlægilega fáránleg út í gegn. Leikararnir skemmta sér greinilega stórkost- lega og bestir era Jack Nicholson og Glenn Close í hlutverki forsetahjónanna. Einnig má nefna Pierce Brosnan sem hinn vel meinandi prófessor, Sarah Jessica Parker og Michael J. Fox sem sjónvarpsfréttahjúin, Rod Steiger sem stríðsæsingahershöfðingjann og að lokum Lisa Marie í pínulitlu geimverúhlutverki, því eina sem ekki er tölvuteiknað. Annars slá tölvu- teiknuðu Marsbúarnir allt annað út, þeir eru eins og illgjarnar útgáfur af ofvirkum krökkum og skemmta sér konunglega við að hrekkja jarð- arbúa á sem hrottalegastan hátt. Hugmyndaauðgin í þessari mynd er meiri en í öllum hinum Hollywood-myndum ársins og hún er ásamt fimmta frumefninu flottasta og fyndnasta sci-fi mynd sem gerð hefur verið. Mars Attacks! Útgefandi: Warner- myndir. Leikstjóri: TTm Burton. Aðal- hlutverk: Urmull af stórleikurum. Bandarísk, 1996. Lengd: 101 mín. Bönn- uð innan 12 ára. ★** Átta daga umsátur Ástralska myndin Mr. Reliable er byggð á sönn- um atburðum og segir frá því þegar lögreglan um- kringdi hús Wally Mellish þar sem hún hélt að hann héldi kærustu sinni og bami hennar í gíslingu. Um- sátrið stóð i átta daga og lögreglan var I meira lagi undanlátssöm, leyfði skötuhjúunum að giftast, gaf honum M16 hríðskotariffil og felldi síðan niður all- ar ákærur á hendur honum. Þessa átta daga varð hann alþýðuhetja og fjöldi fólks safnaðist saman fyr- ir utan húsið til að fylgjast með og styðja Wally. Ekki veit ég hversu nálægt er farið sannleikanum í myndinni en sumt er fremur illa útskýrt eins og til dæmis hvers vegna í ósköpunum Wally neitaði löggunum um inngöngu í upphafi og hvem- ig honum datt í hug að ybba gogg gegn hálfu lögregluliði landsins. Hins vegar er gefin góð skýring á því hvers vegna hann komst upp með það. Leikarar standa sig nokkuð vel og myndin er oft meinfyndin, en því miður dettur hún niður þess á milli og verður fyrir vikið lítt eftir- minnileg. Mr. Reliable. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Nadia Tass. Aðalhlutverk: Colin Friels og Jacqueline McKenzie. Áströlsk, 1996. Lengd: 108 mín. Öll- um leyfð. -PJ Lítill spæjari ** Harriet M. Welsch er 11 ára stelpa sem ætlar aö verða rithöfundur. Bamfóstran hennar segir henni að æfa sig með þvi að skrifa niður allt sem hún sér og hún ákveður því að eyða frítíma sínum i að njósna um fólk. Hún skrifar allt niður í minnisbók- ina sína, þ.á m. viðkvæmar athugasemdir um vini sina og bekkjarfélaga, sem síðan komast i bókina með þeim afleiðingum að henni er útskúfað og eng- inn vill tala við hana. í fyrstu ákveður hún að hefna sín grimmilega en síðan verður henni ljóst að til að fá vini sína til baka verður hún að biðjast afsökunar á gerðum sínum. Það er lítið merkilegt að finna í handritinu, söguþráður og persónusköpun em bara eins og við er að bú- ast í miðlungsbarnamynd. Leikaramir eru líka nokkuð slappir og Michelle Trachtenberg vantar sjarma til að bera uppi aðalhlutverkið. Hins vegar er kvikmyndataka oft frumleg og athyglisverð. Böm em afar þakklátur áhorfendahópur og hafa sjálfsagt gaman af myndinni, en ann- ars er hálfbjánalegt að hálfþrítugur maður sé að dæma bamamynd. Harriet the Spy. Útgefandi: CIC- myndbönd. Leikstjóri: Bronwen Hughes. Aöalhlutverk: Michelle Trachtenberg og Rosie O'Donnell. Bandarísk, 1996. Lengd: 98 mín. Öllum leyfð. -PJ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1997 TTTT* Myndbandalisti vikunnar 29. júlí til 4. ágúst júlí SÆTI FYRRI VIKA VIKUR Á LISTA TITILL ÚTGEF. TEG. ■ 1 Ný 1 Mars Attacks Warner rayndir Gaman 2 5 2 Extreme Measures Skrfan Spenna 3 2 4 Fled Warner myndir Spenna 4 1 4 Ransom Sam-myndbönd Spenna 5 4 3 High School High Skrfan Gaman 6 3 4 Daylight ClC-myndbönd Spenna 7 6 4 2 She's the One Skrfan Gaman S 6 Preacher's Wife Sam-myndbönd Gaman 9 10 2 Shine Háskólabíó Drama 10 9 s : Two Days in the Valley Sam-myndbönd Spenna 11 S 5 Set it off Myndferm Spenna 12 ný : 1 In Love and War Myndform Drama 13 Ný ; 1 \ Thinner Sam-myndbönd Spenna 14 l i 14 9 \ Bound j Sam-myndbönd 1 Spenna 15 i5 ; 9 Sleepers Háskólabíó , Spenna 16 12 . 6 Mirror Has Two Faces Skífan Gaman 17 ! 13 6 Frighteners ClC-myndbönd > Spenna 1S , 1 u • i 5 That Thing You Do! Skrfan 1 Gaman 19 Ai - 9 Djöfiaeyjan Skrfan Gaman 2, 16 7 Turbulence ! Sam-myndbönd , Spenna Gamanmyndin Mars Attacks! er hástökkvari vik- unnar á myndbandalistanum, stekkur beint í topp- sætiö. Hún er jafnframt eina nýja myndin á listan- um. Röö hinna myndanna hefur riölast nokkuö. Ransom, sem var á toppnum í síöustu viku, er í fjórða sæti en Extreme Measures hefur færst úr fimmta sætinu í annaö og rutt Fled niöur í það þriöja. High Scool High hefur síöan falliö um eitt sæti, niður í þaö fimmta. Á myndinni heilsa Marsbúarnir upp á mannfólkiö. Fled Ransom Mars Attacks! Jack Nicholson, Annette Bening og Glenn Close. Myndin segir frá því er geimskip byrja skyndilega að streyma til jarðar frá Mars. Innanborðs eru heldur ófrýnileg- ir Marsbúar sem ómögulegt er að geta sér til um hvað eru að hugsa. Það verður að sjálfsögðu uppi fótur og fit á jörðu niðri þar sem fólk hefur enga hugmynd um hvemig taka skuli á móti hinum óvæntu gestum. Herinn er þó í við- bragðsstöðu og í ljós kemur að full þörf er fyrir hann. Extreme Measures Gene Hackman og Hugh Grant. Þegar heimilislaus maður, sem ber arm- band merkt nafni þekkts sjúkrahúss, deyr á slysavarð- stofu i New York veitir enginn því at- hygli nema ungur læknir, Guy Luthans að nafni. Hann ákveður því að grennslast fyrir um málið og ekki líður á löngu uns athygli hans beinist að virtri og víðfrægri rann- sóknarstofhun sem stýrt er af einum fæ- rasta og frægasta lækni og vísinda- manni landsins, dr. Lawrence Myrickck. Laurence Fish- burne og Stephen Baldwin. Gamansama spennumyndin Fled hefst á því að til handalögmála kemur milli þeirra Pipers og Dodge sem eru fangar i vegavinnu- flokki. Þeim tekst aö flýja og lögreglan set- ur allt í gang til að ná þeim. Þar að auki eru þeir með leigu- morðingja mafiunn- ar á hælunum. Ástæðan fyrir áhuga mafíunnar á þeim er sú að Dodge býr yfir vitneskju um disk- ling sem hefur að geyma ólögleg leynd- armál mafiunnar. Mel Gibson og Rene Russo. Auðkýfmgurinn Tom Mullen (Mel Gibson) og eiginkona hans lenda í verstu martröð allra for- eldra þegar ungum syni þeirra er rænt. Mullen fær senda mynd í pósti af synin- um, bundnum og kefluðum, ásamt kröfum um svimandi hátt lausnargjald. Mullen er nauðbeygð- ur til að verða við kröfum ræningjanna. En þegar afhending lausnargjaldsins fer út um þúfur og skotb- ardagi brýst út ákveður Mullen að taka mestu áhættu lífs síns. High School High Jon Lovitz, Tia Car- rere og Louise Fletcher Lovitz leikur hrekklausan kenn- ara, Richard C. Cl- ark, sem tekur upp á því að flytja sig um set og hefja kennslu við hinn alræmda Marion Barry fram- haldsskóla. Fljótlega uppgötvar hann að nemendumir vilja gera flest annað en að láta troða í sig einhverjum vísdómi. Þarna er nefnilega samankomið þvílíkt lið af afspymuléleg- um námsmönnum að annað eins hefur tæplega sést.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.