Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1997, Blaðsíða 9
r- FÖSTUDAGUR 29. AGUST 1997 tónlist 23 ' -«- * HLJÓMPIJTU mmm Puff Daddy & The Family - No Way out Gamlir smellir < Fyrir ekki svo löngu virtist vera skýr munur á raunveru- legu hip-hopi og tilbúnu iðn- aðar-hip-hopi. En allt síðan iðnaðarröppurunum MC Hammer og Vanilla Ice var vikið af velli hip-hopsins hafa línurnar orðið ógreinilegri. Sean „Puffy" Combs, útgef- andi með meiru, hefur á stutt- um tíma komið sex lögum í fyrsta sæti vinsældalista með tónlistarmönnum innan síns fyrirtækis. Drengurinn hefur greinilega eyra fyrir því hvað gengur. En eftir að hafa hlustað á „debut" plötu háns, No Way out er ljóst að hún er gerð eftir ákveðinni formúlu, það ódýrri formúlu að maður hálfskammast sin fyrir að lag af plötunni skuli hafa náð efsta sæti vinsældalista. Endurhljóðblöndum gamla smelli og ber- um þá á borð fyrir kynslóð sem ekki hefur heyrt þá áður! Enginn skal segja mér að þetta sé ekki hugsunin á bak við plötuna. Og textarnir eru aðeins silkislaufur sem hnýttar eru utan um pakk- ann, innantómir og eingöngu gerðir til að falla að taktinum. Það er kaldhæðnislegt að Rolling Stones skuli nýverið hafa tilnefnt Puffy sem kóng hip-hopsins. En kannski er hann bara kóngurinn sem innheimtir aurana sína með bros á vör. -ps Steve Swallow - Deconstructed: Djasssjúklingar gleðjast **•* Steve Swallow hefur hvað eftir annað verið kjörinn bestri rafbassaleikari djassins í alls konar kosningum. Á þessum nýja hljómdiski er að finna ný tónverk hans og bera þau sum allkyndug nöfn: Babble on, I Think My Wife is a Hat, Bug on a Rug og svo framvegis. Hér er um að ræða ekta fína djassmúsík leikna af frábærum kvintetti sem, auk Swallows er skipaður trompetleikaranum Ryan Kis- or, tenórsaxófónleikaranum Chris Potter, á gítar leikur frægur gítarleikari og fræðimaður um djassgítarleik, Mick Gooddrick, og á trommur er ekki ófrægari maður en Adam Nussbaum. Trommuleikurinn er dálitið óvenju- legur á köflum en alltaf skemmtilegur og það má reyndar segja um spilamennskuna í heild. Lögin eru líka fín. Það má kannski helst lýsa músíkinni á þessum diski þannig að þetta sé hefðbundinn djass með sterkustu áhrifunum frá bípob og djasssömbu. Það er ekki spurning að djasssjúklingar ættu að geta glaðst yfir svona diski og byrjendur í djassi (djasskjúklingar) hefðu einnig gott af að heyra svona mátulega erfiða djasstónlist sem geislar af góðu skapi og spilagleði fLytjendanna. Þess má svo geta að 1 diskbæklingnum eru nótur og hljómar yfir öll tónverkin, svo að áhugasamir úr hófi geta strax farið að spila með. Ingvi Þór Kormáksson Morrissey - Maladjusted: Engin meðalmennska *** Á síðustu fimmtán árum hefur Morrissey, fyrst sem söngvari Smiths og síðan á eigin sólóferli, viðhaldið þeim frumleika sem hafði hvað mest áhrif á aðrar hljómsveit- ir og breytti imynd popptón- listar á níunda áratugnum. Þótt Maladjusted sé kannski ekki besta verk Morrisseys til þessa er hún í heildina séð mjög góð, ekki sist vegna sam- starfs Morrisseys við „pródúsentinn" Steve Lilly- white en þeir félagar hafa starfað saman á þremur síðustu plötum Morrisseys. Eins og áður hafa Morrissey og gítarleikarinn Alain Whyte samið lögin saman. Angurvær og engu öðru lík svífur rödd Morriseys yfir gíturum sem bera keim af Who og einhvern veginn var ég minntur á Queen þegar strengjasveitarhljómar ómuðu í bakgrunninum. Þótt Malad- justed sé ekki líkleg til að ná efstu sætum heldur virkar hún sem frábært mótvægi við þá meðalmennsku sem nú tröllríður vin- sældalistum víðs vegar. -ps MORRI - engum öðrum líkur Eftir að gítarleikari og laga- höfundur The Smiths, Johny Marr, ákvað að draga sig í hlé fór Morrissey, söngvari þess- arar athyglisverðustu hljóm- sveitar níunda áratugarins, að feta hættulega stigu sóló- ferilsins. En Morrissey hlaut strax góðar viðtökur gagn- rýnenda beggja vegna Atl- antshafsins með singulnum Suedehead og plötunni Viva Hate þrátt fyrir fyrri erjur við bresku tónlistarpressuna. Á tíu ára ferli sínum hefur Morrissey samt orðið fyrir miklu aðkasti fjölmiðla, ekki síst fyrir ákveðnar skoðanir sínar sem hafa farið fyrir brjóstið á mörgum mann- inum. Túlkanir á textum og viðtölum við Morrissey gengu svo langt að honum var út- húðað sem kynþáttahatara og öfugugga. Radio One í Bret- landi tók þá ákvörðun að spila ekki lög með Morrissey sem hélt sig þögull í bak- grunninum og ákvað að svara Á tíu ára ferli sínum hefur Morrissey oröiö fyrir miklu aökasti íjölmiöla. engum ásökunum nema í textum sínum. Elskaður á ný Það var ekki fyrr en árið 1992 með plötunni Your Arsenal sem Morrissey hlaut víðtæk- an hljómgrunn hjá al- menningi og gagnrýnend- ur lofuðu hann í hástert. Platan hlaut hin eftir- sóttu Grammy verðlaun í Bandaríkjunum og upp- selt var á nánast alla tón- leika með kappanum. 1994 kom svo út platan Vauxhall and I sem hlaut enn betri viðtökur og Morrissey náði átjánda sæti Billboard listans. í þessum mánuði kemur síðan út platan Maladju- sted sem m. a. inniheldur lagið Alma Matters og hefur náð talsverðum vinsældum í Bretlandi. -ps Kvartett Ó. Jónsson og Grjóni: Karnival í Texas Smekkleysa kynnir glænýja ís- lenska stórskífu frá Kvartett Ó. Jóns- son & Grjóni, Kamival í Texas. Disk- urinn inniheldur 17 gullkorn, öll úr smiðju kvartettsins, og er verkið 46 mínútur að lengd. Kvartett Ó. Jónsson og Grjóni hefur starfað í rúm 2 ár og á þeim tíma komið víða við sögu. Má þar helst nefna gerð tónlistar við stuttmyndir, ljóðalestur, leikhús og al- menna gleði. Auk þess hefur kvartett- inn verið virkur í tónlistarlífi lands- ins. í fyrrasumar sendi kvartettinn frá sér fyrstu smáskífuna og samhliða henni var gefið út myndband sem fékk verðlaun Ríkissjónvarpsins sem frumlegasta myndbandið. -ME Daft Punk Franski dúettinn Daft Punk gefur út nýja smáskífu, Burnin, 15. sept- ember næstkomandi. Fyrr á þessu ári fór dúettinn í tónleikaferð til að fylgja eftir lögunum Da Funk, Around the World og plötunni Homework sem fékk fjarska góðar viðtökur. í næsta mánuði fer dúett- inn í sina fyrstu tónleikaferð um allt Bretland. Spilar á íslandi Mansun Hljómsveitin Mansun leggur í október af stað i niu daga hljóm- sveitarferðalag um Bretland. Ætl- unin er að fylgja eftir nýjum diski þeirra félaga, Closed for Business. Hljómsveitin hefur tilkynnt að allir þeir sem eiga miða á tónleikana í Wulfrun Hall, sem voru haldnir 23. apríl síðastliðinn, geta skilað hon- um og fengið miða á Birmingham Que Club tónleikana 13. október. Málið er að tónleikarnir í Wulfrun Hall gengu ekki alveg sem skyldi þar sem ljósabúnaðurinn hrundi allt í einu á miðjum tónleikum. Ætli húsdrauginum hafi verið eitt- hvað illa við tónlist sveitarinnar? f r r Damon Albarn í hljðm- sveitinni Blur er íslending- um aö góöu kunnur. Blur hélt tónleika hér á landi síð- astliðið sumar og heillaðist kappinn mjög af landi og þjðð. Ðamon hefur komið hingað nokkrum sinnum síð- an og er haft eftir honum í erlendum viðtölum að ísland hafi gefið honum nýjan inn- blástur í tónlistinni. Nú er komið að því hljóm- sveitin stígi aftur á svið Laugardalshallar og vinni hugi og hjörtu ungmeyja (og ungsveina) landsins, Tónleikarnir eru á sunnu- daginn og er óhætt að búast við að gríðarleg stemmning eigi eftir aö rtkja í Höllinni og fullt verði út úr dyrum. >;*í«

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.