Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1997, Blaðsíða 10
24 inlist FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1997 ísland — plötur og diskar - --"""""'" § 1. ( - | Bo here now Oasis 1 2. ( 4 ) Pottþótt ást Ýmsir t 3. (7 ) Strumpastud 2 Strumpamir l 4.(2) OKComputci Radiohead I 5. ( 5 ) Blossi Ur kvikmynd t 6.(3) FatoftheLand Prodigy 1 7. (1 ) Bandalög 7 Ýmsir | 8.(8 ) Reififiling Ýmsir * 9. (15) Stoosli Skunk Anansie • 10. ( 6 ) Spice Spice Girls 1 11.(3) NoWayout Puff Daddy 1 12.(10) Pott|iótt8 Ymsir I 13.(16) Falling into You Celine Dion > 14.(11) Forever Wu Tang Clan 1 15.(19) Bestu barnalögin Ýmsir i 16. (12) Backstreefs Back Backstreet Boys 1 17. (13) Tötrablik Jón frá Hvanná 1 18. (Al) Batman&Robin Úr kvikmynd 1 19. (-) Legend Bob Marley * 20. (- ) Pop U2 London 11 t «¦ 3. 4. 5. 7. 8. 9. 10. (1 ) Men in Black Will Smith (2 ) Tubthumping Chumbawamba (- ) You're tbe One I Love Shola Ama (3 ) III Be Missing You Puff Daddy & Faith Evans ( 5 ) Freed from Desire Bala (4 ) All I Wanna Oo DAnnii Minogue (-) Never Gonna Let You Go Tina Moore (6 ) Everybody Backstreet Boys ( 7 ) Mo Money Mo Problems The Notorious BIG (- ) Queen of New Orleans Jon Bon Jovi \ NewYork —.— — log— ... t. 2. 3. 1. 5. 6. 7. 8. i9- ( 2 ) Mo Money Mo Problems The Notorious B.I.G. (1 ) l'H Be Missing You Puff Daddy & Faith Evans (3 ) Quit Playing Games Backstreet Boys ( 4 ) Semi-Charmed Life Third Eye Blind (5)2 Become 1 Spice Girls ( 6 ) How Do I Live LeannRimes (8 ) NotTonight Lil'Kim FeaL Da Brat Left Eye... ( 7 ) Never Make a Promisc Dra Hill (10) DoYouKnow Robyn (-) Sunny Came Home Shawn Colvin Bretland ^ -plötur og diskar - 1. (-) Be here now Oasis 2.(1) White on Blonde Texas 3. (3) ThatFatofthoLand The Prodigy 4. ( 4) OK Computer Radiohead 5. ( 7) Always On My Mind Elvis Presley 6. ( 2) Backstreefs Boys Backstreet Boys 7.(9) LI.F.E. (Lovc is for Evcr) Billy Ocean 8. ( 5) Blurring the Edges Meredith Brooks 9. ( 6) Spice Spice Girls 10. (10) SherylCrow Sheryl Crow Bandaríkín ~- plötur og diskar — 1.(1 )NoWayOut Puff Daddy & The Family 2. I 3 ) Mcn in Black - The Album Soundtrack | 3. (2)TheArtofWar Bono Thugs-N-Harmony I 4. ( 5 ) Spice Spice Girls ! 5. ( 6 ) Middle of Nowhere Hanson 6. (9 ) Yourself Or Someone Like You Matchbox 20 7. (-) PiecesOfYou Jewel 8. (8 ) Surfacing Sarah McLachlan i 9. ( 7 ) Def Jam's How To Be A Player Soundtrack 10. (10) Tha Fatof the Land .........Pmrtiav.................................¦¦ - aftur á toppinn eftír samstarfsslit í eitt og hálft ár í hvert sinn sem þú kveiktir á imbanum á nívinda áratugnum voru það Phil Collins, Robert Pal- mer eða Peter Gabriel sem birtust á skjánum! „Hverjir eru þessir gæjar í jakkafbtunum sem halda alltaf áfram að vera á toppnum, mamma? Þegar ég sá svo Happy Mondays og The Stone Roses var sem hulu væri lyft frá augum mín- um. Ég gerði mér grein fyrir því að tónlistin gæti haldið áfram, það væri hægt að gera hlutina á nýjan leik en ekki bara endurtaka þá. Ég held að The Verve verði að starfa áfram og ryðja veginn!" - Richard Ashcroft, söngvari The Verve. Áður en nokkur hafði heyrt um Oasis var breska sveitin The Ver- ve orðin að goði meðal aðdáenda sinna í Bretlandi og annars staðar í heiminum. Sveitin var stofnuð í Wigan í Bretlandi í kringum 1990. Richard Ashcroft söngvari, Simon Jones bassaleikari og Peter Salisbury höfðu þekkt hver annan frá því í barnaskóla og Nick McCabe gítarleikari var síðan tek- inn í hljómsveitina þegar meðlim- ir sveitarinnar voru í mennta- skóla. Eftir að skólagöngu var lok- ið voru atvinnuleysisbæturnar það eina sem hélt hljómsveitar- meðlimum uppi fjárhagslega en andlega segjast þeir hafa hlustað mjög mikið á góða tónlist á þess- um tíma. Fyrstu árin var æft Áöur en nokkur haföi heyrt um Oasis var breska sveitin The Verve orðin að goöi meðal a&dáenda sinna í Bretlandi og annars staöar í heiminum. En allt í einu á hátindi fræg&ar sinnar tvístraðist hljómsveitin og kom ekki saman fyrr en a& átján mánu&um li&num. „Ég held a& vi& höfum ekki misst af miklu sf&ustu átján mánu&ina. Þetta hef- ur ekki beint veriö litrfkasta tímabilið í breskri rokksögu," segir Ashcroft, söngvari The Verve, me& glott á vör. stanslaust og sveitin náði strax persónulegum og sérstökum stíl sem brátt náði eyrum útsendara hljómplötufyrirtækja og gagn- rýnenda þegar sveitin kom fram á tónleikum. Þeim var lýst sem „risa" og „ódauðlegum" áður en peir höfðu gefið út eina einustu plötu. Eftir örfáa tónleika var þeim boðinn samningur hjá Virg- in Records og The Verve gaf út fyrstu plötu sína A Storm in Hea- ven og hélt í tónleikaferðalag þar sem óþekkt hljómsveit frá Manchester, sem kölluð var Oasis, hitaði upp fyrir þá. The Verve var strax spáð miklum fratna og 1995 kom út platan A Northern Soul sem að mati gagnrýnenda var tal- in ein athyglisverðasta plata árs- ins. Sveitin hafði náð, ótrúlegum þroska á stuttum tima. Noel Gallagher, vinur þeirra í Oasis, hafði látið það frá sér fara að hann teldi Á Norfhern Soul jafngóða Oasis-plötunni Morriirig Glory og vonaðist eftir að sveitirnar héldu áfram að koma saman fram. En allt 1 einu á hátindi frægðar sinn- ar tvistraðist hljómsveitin. Þroski og þreyta „Við vorum aðeins nítján ára þegar fyrsta plata okkar kom út," segir Ashcroft. „Þegar við ákváðum að hætta var það vegna þess að hefðum við ekki hætt þá hefði aldrei verið snúið til baka. And- rúmsloftið var í lagi þegar við kom- um fram á sviðið en um leið og við lögðum niður hljóðfærin varð loftið lævi blandið. Við höfðum allir breyst mikið sem einstaklingar og lífið leitt okkur á ólikar brautir." Miklar sögusagnir gengu síðan um sveitina, aðallega þess efnis að sveitin væri ekki hætt heldur væri aðeins að losa sig við Nick MacCabe gítarleikara. Þetta var heldur ótrúlegt þegar tillit er tekið til þess að gítarleikur MacCabes var jafnmikið aðalsmerki sveitar- innar sem söngur Ashcrofts. Leitað nýrra leiða Sveitin með Ashcroft í farar- broddi en án MacCabes gerði nú ýmsar tilraunir með gestagítar- leikurum og framleiðendum en allt endaði á einn veg: ómögulegt. Það var kominn tími fyrir alla að líta í eigin barm. Fyrir Ashcroft hafði þessi tími verið mikilvægur til að skerpa sköpunargáfu sína og MacCabe gat greitt úr persónuleg- um málum. „Jafnvel þegar hann spilar lítið sem ekkert í einhverju lagi þá skín sál hans í gegn," segir Ash- croft um MacCabe. „Ég hringdi einfaldlega í hann og bað hann að koma aftur." Eftir eitt og hálft ár tók sveitin til starfa að nýju og hefur gefið út nokkur lög af vænt- anlegri plötu sinni Urban Hymns sem kemur út í september næst- komandi. Lagið Bitter Sweet Symphony trónir nú ofarlega á mörgum listum víðs vegar um ver- öldina og endurkoma The Verve í tónlistarheiminn er sem ferskur andblær i stöðnuðu lofttómi. „Ég held að við höfum ekki misst af miklu síðustu átján mán- uðina. Þetta hefur ekki beint verið litríkasta tímabilið í breskri rokk- sögu," segir Ashcroft með glott á vör. Texti Bitter Sweet Symphony er lýsandi fyrir textagerð Ash- crofts sem ætíð felur í sér sögu um lífið, dauðann, angist, ást, kynlíf, vímu og eiturlyf. „Lífið er sætbeisk symfónía þar sem þú ert háður peningum þar til þú deyrð," segir í texta Bitter Sweet Symphony. Ef lögin sem The Verve hefur gefið út af væntanlegri plötu sinni vitna um það sem koma skal meg- um við eiga von á frábærri plötu í september. -ps

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.