Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1997
Jósefsdalurinn um helgina:
Heimsbikarmót í torfæru
íslensk torfæra hefur vakið heimsathygli og áhugi fyrir henni veriö mikill. Seinni hluti heimsbikarmótsins í torfæru
fer fram í Jósefsdal á morgun.
DV-mynd JAK
Það verður eflaust mikill hama-
gangurinn í Jósefsdalnum um
helgina þegar seinni hluti BF Go-
odrich heimsbikarmótsins í tor-
færu fer þar fram. „Ætli það séu
ekki fyrst og fremst spennan og
áhættan sem draga menn að þess-
ari íþrótt,“ segir Ragnar Kristins-
son, formaður Jeppaklúbbs
Reykjavíkur, sem stendur fyrir
keppninni.
Torfærumót á íslandi hófust
fyrst fyrir 30 árum og var þá aðal-
lega keppt á Hellu, í Grindavík og
á Akureyri. „Upphatlega kepptu
menn bara á heimajeppunum
sínu, Land Rovernum, Bronconum
og fleiri bílum, en eftir því sem
fram liðu stundir urðu bílamir
þróaðri. Jepparnir nú á dögum eru
allir sérhannaðir, enda er bíllinn
sjálfur veigamikið atriði keppn-
innar,“ segir Ragnar. „Til dæmis
eru bílarnir nú með sérstökum
búnaði sem sér vélinni fyrir bens-
íni þó að bíllinn fari á hvolf. Þegar
notast var við blöndunga lentu
menn stöðugt í þvi að vélin drap á
sér í miklum halla. Ökumennirnir
gátu því ekki keyrt sig út úr hall-
anum og bílarnir ultu oft harka-
lega.“
Yfir 200 milljónir áhorf-
enda
íslensk torfæra hefur átt vaxandi
vinsældum að fagna á undanfom-
um árum. Erlendis hefur gætt mik-
ils áhuga fyrir íþróttinni og samið
hefur verið við sjónvarpsstöðvar
um sýningarrétt frá íslensku mót-
unum. Nú er talið að 200-300 millj-
ónir víðs vegar um heiminn horfi á
íslenska torfæru í sjónvarpi. Að-
standendur torfærumótanna á ís-
landi hyggjast færa út kvíarnar í
náinni framtíð og skipuleggja mót
annars staðar í Evrópu. „Við erum
rétt að byrja. Torfæran er ung
íþrótt sem á framtíðina fyrir sér,“
segir Ragnar um hugsanlega út-
þenslu íslensku mótaraðarinnar.
Að sögn Ragnars hafa torfærumót-
in í sumar gengið vel og keppnin
verið afar spennandi. „Ég vænti að
spennan nái hámarki á morgun þar
sem Jósefsdalurinn hefur orð á sér
fyrir harkalega keppni. Brattinn
þar er mjög mikill og á köflum
keyra menn nær alveg lóðrétt eða í
um 80 gráða halla."
Keppnin fer fram á morgun,
laugardag, í mynni Jósefsdals og
hefst dagskráin kl. 13. Ef menn eru
árrisulir og vilja fylgjast með
keppninni í heild þá borgar sig að
mæta klukkan 10 því að þá verða
tvær þrautir keyrðar. Eftir hádegi
verða sex þrautir keyrðar.
-kbb
Nýlistasafnið:
Menning í farangrinum
- pakkað niður um helgina
Nú fer í hönd síðasta helgi sýn-
ingarinnar „Færur“ (Spostamenti)
sem haldin er í Nýlistasafninu.
Titlinum „Færur“, sem er fornt ís-
lenskt orð yfir farangur, er ætlað
að vísa til hugmynda um hvernig
einstaklingur ber ávallt með sér
sina eigin menningu á ferðum sin-
um um heiminn. Víst er að lista-
mennirnir, sem sýna í Nýlistasafn-
inu, hafa töluvert af menningu í
sínum farangri þar sem þeir eru
allir frá Ítalíu. Á sýningunni eru
ekki einungis myndlistarmenn þvi
að einnig eiga nokkur tónskáld
þar verk. Tónskáldin eru öll í
AGON hópnum frá Mílanó en
hann hefur á síðustu árum unnið
sér sess sem einn af miðpunktum
framsækinnar tónlistar í heimin-
um. Hópurinn starfar að fram-
leiðslu, rannsókn og vörslu tónlist-
ar og nýtir sér að einhverju leyti
upplýsinga- og rafeindatækni. Eitt
af meginmarkmiðum AGON er að
glæða áhuga tónlistarfólks, fræði-
manna og almennings og tónsmíð-
um er notfæri sér nýjustu tækni
við tónsmíðar um leið og kannað-
ir eru nýir möguleikar tengsla og
víxlverkana milli hefðbundinna
hljóðfæra og háþróaðs tæknibún-
aðar.
Sýningunni í Nýlistasafninu
lýkur um helgina.
Fjöldi manna hefur lagt leiö sína í Nýlistasafniö til að skoöa ítalska samtíma-
list. Sýningunni lýkur nú um helgina.
DV-mynd Hilmar Þór
helgina n
SÝNINGAR
I Gallerí, Ingólfsstræti 8. Sýning á
| verkum þýsku listakonunnar Lore
i Bert Mengenlehre, Mengjafræði,
I ljósverk og verk unnin í pappír, til
14. september. Opið fimmtudaga til
sunnudaga fró kl. 14-18.00.
Gallerí Listakot, Laugavegi 1,
Reykjavík. Sýning á grafík eftir
| Birnu Matthíasdóttur framlengd til
i 6. september. Virka daga er opið frá
kl. 10-18 og laugard. frá 10-16.
Gallerí Regnbogans, Hverfis-
götu 54. Sýning á verkum Sigurðar
| Örlygssonar er opin virka daga frá
j kl. 16-24 og frá kl. 14-24 um helg-
I ar'
1 GaUerí Svartfugl, Listagilinu,
j Akureyri. Hrefna Harðardóttir er
með sýningu á leirkerum til 6. sept-
i ember. Opið þriðjud. til sunnud. frá
;í kl. 14-18.
i Gerðuberg. Jón Jónsson er með
málverkasýningu. Opið fimmtud. til
| sunnud. frá kl. 14-18.
Hafiiarborg, Strandgötu 34,
; Hafnarfirði. Nú standa yfir þijár
í sýningar á verkum úr eigu safns-
l ins. Opið 12-18 alla daga nema
þriðjud.
í Hóte! Höfði, Ólafsvík. Sýning á
samtímalist eftir fjölda íslenskra
I listamanna.
Isafoldarhúsið, Þingholtsstræti
5. Heidi Kristiansen sýnir mynd-
: teppi. Vinnustofan er opin alla
s virka daga fró kl. 12-18.
i Kjarvalsstaðir Sýningin fslensk
: myndlist til 31. ágúst. Opið alla
| daga frá kl. 10-18. Sýning Davids
| Asjevolds og Árna Haraldssonar.
: Listasafn ASÍ - Ásmundarsalur,
< Freyjugötu 41. 30. ágúst opna
j sýningar Aðalheiðar Valgeirsdóttur,
| Imyndir og spor, og Svanhildar Sig-
urðardóttur, Skúlptúr. Til 14. sept-
5 ember. Opið þriðjudaga til sunnu-
t daga fró kl. 14 til 18.
;; Listasafn Árnesinga, Tryggva-
götu 23. Sýning á myndlist 15 Sel-
Ífyssinga til 31. ágúst. Opið frá
14-18 alla daga.
Listasafii íslands. Sýning á
| myndlist og miðaldabókum íslands.
| Sýning þriggja listamanna frá
| Sviss, Thomas Huber, Peter Fischli
og David Weiss, er framlag Lista-
' safnsins til ON ICELAND. Opið
11-17 alla daga nema mán.
t Listasafii Kópavogs. 30. ágúst
opna þrír listamenn sýningar í
i Gerðarsafni, Kristín Jónsdóttir,
! Ragna Ingimundardóttir og Mál-
| fríður Aðalsteinsdóttir. Opið 12-18
! alla daga nema mán.
I Listaskólinn í Hveragerði. Frá
30. ágúst verður samsýning undir
: nafninu „Sjö mólarar“.
: Listhúsið í Laugardal. Gallerí
| Sjöfn Har. Myndlistarsýning á
verkum eftir Sjöfn Har. Opið virka
daga kl. 13-18 og laugardaga kl.
11-14.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
Laugarnesi. Sumarsýning á 27
! völdum verkum eftir Siguijón. Opið
Ialla daga nema mánudaga frá kl.
14-17.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg
5. Sýning á verkum Harri
Syijánen. Opið mán.-fös. frá kl.
I 10-18 og lau. frá kl. 11-14.
I Nýlistasafnið, Vatnsstig 3B. Nú
: stendur yfir alþjóðlega sýningin On
1 Iceland. Opið alla daga nema
I mánudaga frá kl. 14.00-18.00.
; Perlan, Öskjuhlíð. Sýning á verk-
um Ingu Hlöðversdóttur til 7. sept-
ember. Opið alla daga frá kl. 10.
Samtök iðnaðarins, Hallveigar-
stíg 1. 30. ágúst kl. 15 heldur hol-
I lenski ljósmyndarinn Wout Berger
: fyrirlestur um áhrif ímyndar
í myndefnis.
| SjónarhóII, Hverfisgötu 12. Síð-
| asta sýningarhelgi á verkum Gunn-
1 ars Karlssonar. Opið fimmtud. til
sunnud. frá kl. 14-18.
Sjóminjasafn íslands, Hafnar-
: firði. Sýning á 20 olíumálverkum
j eftir Bjama Jónsson listmólara. Til
**; 30. september verður Sjóminjasafn-
j ið opið alla daga frá kl. 13-17.
Snegla, listhús, Grettisgötu 7. í
! gluggum stendur yfir kynning á
verkum Sigríðar Erlu úr jarðleir.
I Opið virka daga kl. 12-18 og kl.
: 10-14 laugard.
Stofnun Arna Magnússonar,
j Árnagarði. Sumarsýning handrita
1997. Opið daglega kl. 13-17 til
S ágústloka.
Hulduhólar í Mosfellsbæ. Síð-
asta sýningarhelgi á verkum eftir
( Sverrir Haraldsson. Opið 14-21
; alla daga.
[ Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6,
| Reykjavík. Sýning á grafíkmynd-
um eftir Rikharð Valtingojer,
!; Þrenningin. Opið daglega frá kl.
c 14-18 til 7. sept.
Skálholt. Sýningin Kristnitaka
stendur til 14. október.