Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1997, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1997, Síða 2
i6 kvikmyndir K * *------- Kringlubíó/Regnboginn - Addicted to Love: Sjúklegást ** Vel heppnaðar rómantísk- ar gamanmyndir eru bæði hugljúfar og skemmtilegar. Frá draumasmiðjunni í Hollywood hafa komið ágæt- ar myndir sem standa undir þvi að vera bæði hugljúfar og skemmtilegar og er skemmst að minnast French Kiss, sem nefnd er hér sem dæmi, þar sem í henni lék Meg Ryan annað aðalhlut- verkið og átti taugar áhorf- enda. í Addicted to Love hef- ur greinilega átt að endur- taka leikinn og er Meg Ryan ekki í ólíku hlutverki, auk þess sem franskur karlmað- ur kemur við sögu. Aftur er hún stúlka sem hefur verið svikin í tryggð- um. En þar sem French Kiss státaði af góðri sögu þá er sagan í Addict- ed to Love þvílíkt bull að sjálfsagt hefði verið hægt að gera ágætan farsa úr henni. Ryan leikur stúlku sem hefur lent í klónum á frönskum glaumgosa sem nýtir sér það að stúlkur í New York falla fyrir frambm’ði hans og sjarma. Það er eins og hann segir sjálfur: „1 Frakklandi tók engin eftir mér en í New York fellur kvenfólkið að fótum mér.“ Nú vill svo til að Frakkinn hefur náð að stinga undan ungum stjömufræðingi sem hefur eigin vísindalegu hugmyndir um hvemig á að ná kærustunni til sín aft- ur. Ryan og Broderick sameinast því í aðgerðum gegn kærastuparinu, aðgerðum sem vægast sagt eingöngu fólki sem þjáist af ástsýki gæti dott- ið í hug að framkvæma. Meg Ryan reynir sitt besta en hefur oft gert bet- ur. Matthew Broderick reynir og reynir en hann er enginn Kevin Kline og það vantar útgeislun í leik hans. Einstaka atriði era smellin. Það era þessi atriði sem gefa tilefni til að halda að betur hefði tekist til hefði myndin verið byggö upp sem' hrein gamanmynd, rómatíkinni að mestu sleppt. Leikstjóri: Griffin Dunne. Handrit: Robert Gordon. Kvikmyndataka: Andrew Dunn. Tónlist: Rachel Portman. Aðalhlutverk: Meg Ryan, Matt- hew Broderick, Kelly Preston og Tcheky Karyo. Hilmar Karlsson Stjörnubíó - Lífsháski: Leigjandinn **+ 1 auglýsingu frá Stjömubíói er eftirfarandi spurningu varpað fram: „Er Walter haldinn ofsóknaræði eða hangir líf hans á bláþræði?" Lífs- háski segir frá ungum arkitekt, Walter Woods (Rob Lowe), sem heldur til Los Angeles til þess að teikna hús fyrir auðugan viöskiptavin (James Belushi). Hann tekur íbúð á leigu í gömlu, niðurníddu húsi og hefst handa. Honum verður þó lítið úr verki. Nágrannamir era einkennileg- ir, húsvörðurinn sérvitur (Dean Stockwell) og viðskiptavinurinn skiln- ingslaus hrokagikkur. Ekki líður á löngu þar til Walter verður þess full- viss að fylgst sé með honum. í fjölbýlishúsi býr borgarbúinn oft í einangruðu en nánu samlífi við fólk sem hann hvorki þekkir né vill kynnast. Myndir likar Lífsháska leggja áherslu á þessa einangran með því að færa aðalhetjuna í annarlegt umhverfi og neyða hana til þess að laga sig að þessu litla samfélagi. Frá síðustu árum má nefna mynd Polanskis, The Tenant (1976), og mynd Coenbræðra, Barton Fink (1991). Lífsháski Walters minnir um margt á raunir Bartons þótt sú síðamefnda sé betri mynd. í öðram myndum er samfélagi hússins stefnt í voða með því að kynna nýjan og dularfúllan ná- granna sem virðist hafa ýmislegt óhreint í pokahominu. Sem dæmi má nefna mynd Hitchcocks, The Lodger (1926), Apartment Zero (1988) og Pacifíc Heights (1990). Allar þessar myndir eiga það sammerkt að ala á firringu, annarleika og vanlíöan sem breytir heimili manna í sjálfskipað, martraðarkennt fangelsi því skuggar, kæfð hljóð og allt það áreiti sem borgarbúinn á að venjast leggjast á sálina og aia á ofsóknarótta. En hetj- an heldur sig þó innan dyra, því allt er betra en að horfast í augu við þann hrylling sem leynist úti á stigagangi. Enn eitt dæmi um mynd sem elur á kæfandi innilokunarkennd er mynd Polanskis, Repulsion (1965). Living in Peril vinnur ágætlega úr þeim minnum sem ég rakti hér að ofan. Hún bliknar í samanburði við það besta úr fortíðinni en kom mér þó skemmtilega á óvart. Hún vísar skemmtilega i hefðina sína og leik- aramir era sannfærandi í óvenjulegum hlutverkum. Leikstjóri: Jack Ersgard. Handrit: Patrick, Jesper og Jack Ersgard. Kvik- myndataka Ross Berryman. Aðalhlutverk: Rob Lowe, James Belushi, Dean Stockwell, Patrick Ersgard og Dana Wheeler-IMicholson. Guðni Elísson FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1997 JjV Laugarásbíó og Stjörnubíó sýna Spawn: Hetja á samningi hjá skrattanum Spawn sem Laugarásbíó og Stjörnubíó eru að hefja sýningar á er gerð eftir vinsælli teiknimynda- sögu og er aðalpersónan stríðsmað- ur með hæfileika atvinnumorðingja sem auk þess hefur hæfileika til að breyta sér í heilt vopnabúr þegar það á við. Spawn, en svo er nafnið sem þessi ómennski stríðsmaður gengur undir, var einu sinni venju- legur maður sem hét A1 Simmons. Hann starfaði fyrir ríkislögregluna. Spilltir félagar hans myrtu hann þegar hætta var á að hann kæmi upp um þá. Simmons er friðlaus í umhverfi sínu og gerir samning við þann í neðra á sama hátt og Faust gerði foröum. Hann fær að fara til jarðarinnar til að hitta eiginkonu sína. í staðinn samþykkir Simmons að leiða her djöfulsins í þeirri við- leitni hans að eyða öllu lífi á jörð- inni. Fær hann að gjöf ýmsa hæfi- leika sem mennskum mönnum eru ekki meðfæddir. Þegar til jarðar kemur hittir hann fyrir Cogliostro sem hvetur hann til að snúa við blaðinu og berjast fyrir betra lífi fyr- ir mannfólkið. í helstu hlutverkum era Michael J. White, John Leguizamo, Martin Sheen, D.B. Sweeney, Theresa Randle og Nicole Wiliamsson. Leik- stjóri er Mark Dippé sem er hér að leik- stýra fyrstu kvikmynd sinni en Dippé er mik- ill brellumeistari sem meðal annars gerði brellur i The Abyss, Jurassic Park og inator 2 en frá 1988 hefur hann unnið hjá því þekkta fyrirtæki Industrial Light + Magic. Hann hefur 4 fengist við að leikstýra auglýsingamyndum og tónlistar- myndbönd- um. Term Spawn er eins manns her sem enginn ræður við. í Spawn eru margir þekktir leikarar en að- alleikarinn, Michael Jai White, er þó að mestu óþekkt- ur. Hann vakti fyrst athygli þegar hann lék Mike Tyson í sjónvarpsmyndinni Tyson. White hefur mikla reynslu í sjálfsvarnaríþróttinni karate og hefur æft af kappi í ein átján ár. Hann er með á bak- inu eina tuttugu og sex meist- aratitla, meðal annars hefur hann orðið Bandaríkjameist- ari. Áður en hann hóf sjálfur aö leika í kvikmyndum var hann oft fenginn til að hanna bardagaatriöi. Eftir að Micha- el Jai White hafði leikið Tyson lék hann nokkur smáhlutverk í kvikmyndum, meðal annars í 2 Days in the Valley, Full Contact og Universal Soldiers. Hlutverkið í Spawn er það stærsta hingað til. -HK Kurt Russell og Kathleen Quinla- in leika hjón sem eru aöskilin á hrottalegan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.