Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 4
i Fréttir MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 DV ^ 8 ára drengur án skólavistar: Abyrgðin er Reykjavíkurborgar - segir deildarstjóri menntamálaráðuneytisins „Samkvæmt grunnskólalögunum ber sveitarfélagiö þar sem einstak- lingurinn á lögheimili alfarið ábyrgð á skólagöngu viðkomandi," segir Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri grunn- og leikskóladeildar mennta- málaráðuneytisins. „Sveitarfélögin eiga að semja fyrir fram um skóla- vist þeirra grunnskólabarna sem stunda nám utan síns lögheimilis- umdæmis sem og um allar greiðslur fyrir skólavistinni." 8 ára drengur í Villingaholts- hreppi, með lögheimili í Reykjavík og sem sótti skóla í Þingborg í Hraungerðishreppi, er enn án skóla- vistar þrátt fyrir að 17 dagar séu liðnir frá upphafi skólaársins. i við- tali í DV í gær við Önnu Kristínu Sigurðardóttur, deildarstjóra hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, kom fram að bakreikningar Hraungerðis- hrepps fyrir síöasta skólaár hefðu ekki verið samþykktir hjá Fræðslu- miðstööinni. Því telur hún eðlilegt að skoða aðra kosti í stöðunni ef ekki semst um nýhafið skólaár við Hraungerðishrepp. Til greina kemur að semja við önnur nágrannasveitar- félög um skólavist drengsins eða finna honum aðra fósturfjölskyldu. Ekki verið að umskrá bíl Soffia Sigurðardóttir, fósturmóðir drengsins, óttast um afdrif slíkra Sofffa Siguröardóttir, fósturmóöir drengsins, viö Þingborgarskóla. Uppsagnir kennara: 20 segja upp á Akranesi DV, Akranesi: 20 kennarar viö Grundaskóla á Akranesi, eða meirihluti kennara- liösins, sögðu upp störfum sínum sl. föstudag. Kennarar segja sem óðast upp stöðum sínum þessa dagana og búist er við að uppsagnabylgjan nái hámarki í lok vikunnar. Þær upplýsingar fengust í gær á skrifstofu Kennarasambands ís- lands að uppsagnimar séu mishátt hlutfall af kennaraliöi hvers skóla. Algengt sé að 65-70% hafi sagt upp en dæmi séu um mun hærra hlut- fall, en einnig mun lægra. Vitað sé að tveir skólar í Kópavogi og einn í Reykjanesbæ, Akureyri, Álftanesi og jafnvel í Reykjavík verði nánast kennaralausir, taki uppsagnirnar gildi eftir að þriggja mánaða upp- sagnarfrestur er liðinni. Lagaheim- ild er síöan fyrir því aö framlengja uppsagnimar um aðra þrjá mánuöi. Á skrifstofu KÍ taka menn skýrt fram að uppsagnirnar séu ekkert á vegum Kí eða aö frumkvæöi þess og því sé ekki fúll vitneskja þar um hversu víötækar uppsagnirnar em. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varafor- maður KÍ, segir í samtali við DV aö forystan merki mikla reiði í rööum kennara meö þróun kjaramála þeirra imdanfarin ár og hefði niður- staða launaráðstefnu sveitarfélaga ekki oröiö til aö draga úr henni, heldur þvert á móti. 20 kennarar við Grundaskóla á Akranesi sögöu sem fyrr segir upp störfúm sl. föstudag. Það merkilega við þann skóla er að Guðbjartur Hannesson skólastjóri er forseti bæjarstjórnar Akraness og er því í góðri stöðu til aö semja við kennar- ana þar sem að flokkur hans mynd- ar meirihluta meö Sjálfstæöis- flokknum i bæjarstjóm Akraness. Ef gengið verður að kröfum kenn- ara mun það að sögn sveitastjómar- manna óhjákvæmilega leiða til mik- illar hækkunar á útsvari og segja þeir að sveitarfélögin hafi lítið sem ekkert svigrúm til að hækka laun kennara umfram þá samninga sem að samþykktir hafa verið á almenna vinnumarkaðinum. -DVÓ/SÁ breytinga. „Það að Aima Kristin sé að segja það við blaðamann að til greina komi að finna aðra fósturfjölskyldu þykir mér alveg makalaus frétt og þætti gaman að vita hver viðbrögð foreldra bamsins em við að lesa þetta í blaðinu. Einnig þætti mér fróðlegt aö vita hver viðbrögð bamavemdar- nefiidar Reykjavíkur verða því að hingað til hefúr það ekki verið hlut- verk Fræðslumiðstöðvar að ráðstafa börnum í fóstur. Með þvi að setja bamið í nýtt fóst- ur er verið að bakka aftur í timann með félagslega aðlögun bamsins sem ekki hefúr gengiö þrautalaust að ná fram. Það er ekki nóg með að bamið þurfi að byggja upp tengsl við nýja fjölskyldu heldur þarf fjölskylda drengsins að taka á móti nýrri fóstur- fjölskyldu fyrir bamið sitt. Auövitað gæti þessi neyðarstaða komiö upp en menn skulu ekki tala um þetta eins og þeir séu að umskrá notaðan bíl viö eigendaskipti," segir Sofifia. -ST Reykjavík: Ráðstefna um eyði- merkur- myndun Alþjóðleg ráöstefna um eyði- merkur og myndun þeirra í heim- inum stendur nú yfir að Hótel Loft- leiðum en ráðste&an er haldin á vegum Rannsóknastofhunar land- búnaðarins og Landgræðslu ríkis- ins. Rúmlega 50 manns sækja ráð- stefiiuna frá um 30 þjóðlöndum í öllum heimsálfúm. Ráöstefiian sem haidin er undir heitinu Rangeland Desertification hófst í morgun meö þvi að Halldór Ásgrímsson utanrikisráðherra setti hana en síðan flutti Vigdís Finnbogadóttir, fyrrv. forseti ís- lands, ávarp. í gær var fluttur á annan tug fýrirlestra en í dag fara ráðstefnugestir i leiðangur um Suð- urland. Ráðstefiiunni lýkur á fóstu- dag. -SÁ Dagfari Oryggis borgaranna gætt Útvarpsráð er einhver merkasta stofnun sem um getur. Ráðiö er vakið og sofið yfir velferð þjóðarinnar. Það sér um að ekkert óhreint berist út á öldur ljós- vakans. Til þess að svo megi veröa þarf auðvitað að sjá til þess að réttir menn vinni hjá Ríkisút- varpinu, hvort sem þar um ræðir hljóðvarpsrásir eöa sjónvarps. Því hittist þetta öldungaráð þjóðarinnar vikúlega. Aörir fundir eru ekki merkari í samfélaginu og eru ríkisstjómarfundir ekki und- anskildir. Fyrst fara menn yfir það hvort nokkuö hafi sloppið óritskoðað út á rásunum. Sé svo skal ávíta hina seku. Því næst skoðar ráðið það sem á að fara út á næstunni. Stöðva skal þjóöhagslega skaðlegt efni og ávíta þá sem það ætla að flytja. Vegna þessa öryggis- og trygg- ingakerfis eiga borgaramir að geta sofið öraggir. Þarna er flutt efni sem öllum er gert að kaupa og því betra að vakandi auga síóra bróður fylgist með. Svo kerfið virki þarf aö huga að fyrirbyggjandi aðgerðum. Það gerist helst meö því að ráða eingöngu trausta menn sem litlar líkur era á að hlaupi út undan sér. Útvarpsráði er ekkert óviðkomandi og því eyðir það drjúgum tíma í að vega og meta hæfni hugsanlegra dagskrár- geröarmanna stofnunarinnar. Kanna þarf ættemi dagskrárgerð- armannsins, kyn, stjómmálaskoð- anir og lundarfar. Útvarpsráð þarf að leiðbeina yfirmönnum stofnunarinnar þegar kemur að mannaráðningum. Þeir gætu nefnilega slysast til að ráða fólk eftir hæfni þess án þess að grennslast fyrir um stjórnmála- skoöanir þess. Allir helstu kostir þessa tryggingaráðs Ríkisútvarpsins hafa komið í ljós að undanfómu. Bogi Ágústsson vill víkja úr fréttastjórastarfinu og því þarf að ráða mann í stað hans. Nokkrir fréttamenn sóttu um stöðuna. Umsóknarfrestur rann út í ágúst- lok. Almenningur reiknaði með ráðningu manns í starfið svo sem venja er til þegar starf losnar og menn sækja um. Útveupsráð rasar þó ekki um ráð fram. Ákveðiö var að halda fund um málið en engra skyndi- ákvarðana var þörf. Því tók formaður ráðsins þá ákvörðun að mæta ekki til fundarins. Þá þótti sjálfsagt að fresta ákvörðun. Enn leið vika. Þá var boðaöur fundur í útvarpsráði svo greiða mætti atkvæði um nýja frétta- stjórann. Þá komst útvarps- ráðsmaður að þvi að ráðið vissi ekkert um þessa umsækjendur. Hann bað því um greinargerð frá hverjum og einum svo ráðsmenn gætu betur gert sér grein fyrir innra manni fréttastjóraefnanna. Þessari tillögu fagnaði afit öldungaráðiö og samþykkti frestun. Raunar þótti tillagan stórmerkileg, ef ekki tímamót í sögu útvarpsráðs. Það er varla við því að búast að hið ábyrga ráð velji fréttastjóra stofnunarinnar án þess aö kynnast fyrst innræti hans. í öll þessi ár hefur útvarpsráð valið dagskrárgerðarmenn, bókara, skúringartækna, og smurbrauðs- fólk án þess að fyrir lægi greinargerð þess um viðhorf til Ríkisútvarpsins sem stofnunar. Þarna gæti verið komin skýringin á því hve dagskráin er daufgerð. Vera kann að innan veggja stofiiunarinnar sé fólk sem telur jafnvel að ríkið eigi ekki að vasast í fjölmiðlarekstri eða býr við aöra viðlíka brenglun hugarfarsins. Þessa snjöllu aðferð útvarpsráðs þarf að útvíkka. Gæti ráðið alls öryggis sofa borgaramir ekki rótt fyrr en það hefur beðið hvem og einn starfsmann útvarpsins um greinargerð um afstöðuna til stofnunarinnar. Lifi skrifræðiö. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.