Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Síða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
Spurningin
Hvernig fer leikur ÍBV og
Stuttgart á morgun?
Inga Kjartansdóttir: Hann fer 2-1
fyrir Stuttgart.
Emil Björnssön: Stuttgart vinnur
5-3.
Magnús Björnsson: Ætli ég segi
ekki 2-1 fyrir Stuttgart.
Rúnar Óttarsson: Lokatölur leiks-
ins verða 2-1 fyrir Stuttgart.
Birgir Jónsson: Stuttgart vinnur
með þremur mörkum gegn engu.
Ómar Öm Hauksson: Ég hef bara
ekki áhuga á fótbolta.
Lesendur
Umferðarátak
Álver í
Hvalfirði
rétt ákvörðun
og ökuhraði
Borgari skrifar:
Við búum í lýðræðisríki sem set-
ur reglur svo að við getum lifað í
sátt og samlyndi hvert við annað.
Við köllum þetta þjóðfélag. Við
breytum þessum reglum og lögum
þegar þær eiga ekki við, t.d. vegna
breyttra aðstæðna.
Ökuhraði í Reykjavík er orðinn
mikill, að sögn lögreglu og Umferð-
arráðs. Einnig heyrist í þingmönn-
um okkar sem segja að viö ökum
allt of hratt. Við sjáum fómarlömb
umferðarslysa i sjónvarpi og öðruní-
íjölmiðlum, stundum daglega. Það
fyrsta sem við verðum vör við í fyr-
irsögnum er t.d. „ofsahraði" eða
„ökumaður ók allt of hratt".
í sumar hefur Umferðarráð verið
daglega í útvarpsmiðlunum með
alls konar ráðleggingar og ýmsar
upplýsingar fyrir hinn almenna
ökumann í Reykjavík, t.d. hvar
væri verið að malbika og hvar væru
mestu umferðarteppurnar. Þetta er
auðvitað mjög gott og án efa hlust-
uðu margir á þetta og fóru eftir því.
Og alltaf var endað á því sama: „Svo
verðum við að minnka hraöann".
Ég er sammála því að sums stað-
ar ökum við of hratt, t.d. í íbúða-
hverfum, nálægt skólum og víöar.
Þessu þurfum viö að breyta. Það
sem við þurfum líka að breyta er
ökuhraði á hinum svokölluðu hrað-
brautum. í Ártúnsbrekkunni, á
Miklabraut, á Sæbrautinni og víðar
þar sem hámarkshraðinn er 60 km.
Einnig á leiðinni frá Höfðabakka og
yfir Gullinbrú þar sem er 50 km há-
markshraði. Á þessum leiðum verð-
um við vör við að 95% af bílunum
aka hraðar, á allt að 80-90 km
hraða. Ökumenn, sem aka á lögleg-
Eru umferðarreglurnar úreltar?
um hraða, eiga í basli með að halda
einbeitingu við aksturinn því óþol-
inmóðir bílstjórar eru flautandi eða
takandi fram úr þeim og skapa
þannig hættu.
Nú segir Umferðarráð að þeir eigi
ekki að taka fram úr heldur fylgja
umferðinni. Að fylgja umferðinni
þýðir að brjóta umferðarlögin. En
hvað gerist? Það er í lagi að fylgja
umferðinni á daginn þótt við ökum
á allt að 100 km hraða upp Ártúns-
brekkuna þcir sem er bara leyfður
60 km hraði. Þar eru 4 akreinar fyr-
ir bílana. Ég spyr því: Hvers vegna
komumst við upp með þetta? Eigum
við ekki að fara eftir lögum? Hvar
er lögreglan þegar meiri hluti bila á
helstu umferðargötunum ekur of
hratt og það á daginn?. Ef Lögreglan
stöðvaði þá ökumenn sem aka á yfir
60 km hraða upp Ártúnsbrekkuna
og annars staðar færi allt i bál og
brand. - Auðvitað gerir lögreglan
sér grein fyrir því og aðhefst ekkert,
eða næstum ekkert.
En lögreglan verður að fara eftir
reglum sem henni og öðrum eru
settar, hversu úreltar eða vitlausar
sem þær eru. Þess vegna er hún á
nornaveiðum á kvöldin. Þegar
meiri hlutinn af bílum þjóðarinnar
er heima í bílskúrnum erum við
hin, sem erum úti í umferðinni,
auðveld bráð.
Smithætta af tölvumúsum!
Jón Bjömsson skrifar:
Þeir sem vinna við tölvur ættu
að veita því athygli að mýs og lykla-
borð eru kjörlendi fyrir hvers kyns
örverur. Á þessa hluti safnast húð-
fita og -flögur sem bakteríum þykir
gott aö dvelja í.
Ég hef veitt því athygli að í ein-
staka fyrirtækjum eru jafnvel fleiri
en einn um hveija tölvu. Þegar svo
er komið og menn eru með fingur í
augum, munni, eyrum, nefi og jafn-
vel fleiri stöðum er ekki við öðm að
búast en að hvers kyns pestir berist
milli starfsmanna og þeir fái allar
flensur sem einhver starfsmaður
ber inn í fyrirtækið.
Það hlýtur að vera sjálfsögð heil-
brigðiskrafa að fyrirtæki sjái starfs-
mönnum sínum fyrir tölvum sem
þeir eiga ekki á hættu að smitast af.
Tölvur eru orðnar hræódýrar
þannig að ekki ætti kostnaður að
standa þar í vegi.
Þetta kæmi fyrirtækjunum
einnig vel í færri veikindadögum
starfsmanna en ella. Hver starfs-
maður á að hafa sína tölvu i friði
fyrir bakteríum annarra. En hvem-
ig er það, hefur ekki Evrópusam-
bandið annars sett einhvem staðal
um þetta? Það er eins og mig minni
það. Það væri ekki úr vegi að heil-
brigöisráðuneytið kannaði málið
frekar.
Börnin heim, mæðurnar inn
Bima skrifar:
Leikskólakennarar berjast nú fyr-
ir kjöram sínum og brátt kemur að
því að mæður, sem eiga ungana
sína á dagheimilum, verða að hýsa
þá sjálfar með einhverjum hætti.
Sagt er að vandræðaástand skapist
við þetta. En er það raunverulega
svo aö vandræðaástand skapist um
allt þjóðfélagið þótt mæður verði að
taka böm sín inn á heimilið allan
daginn og sinna þeim þar? Er ekki
bara eðlilegt að íslenskt þjóðfélag
umpólist að þessu leyti - bömin fari
[UÍÍSiKlBM þjónusta
allan sólarhringinn
sima
5000
li kl. 14 og 16
h V ! j
Leikskólar eru ofnotaöir, aö mati bréfritara.
heim og mæðumar inn á heimili
sín á ný?
Það þekkist ekki í nálægum lönd-
um að dagskólar leiki svo stórt hlut-
verk sem hér tíðkast. Nánast hver
einasta kona, sem er ekki stórlega
veik eða fotluð, er komin út á
vinnumarkaðinn. Og mæður með
börn era nánast allar í einhverri
vinnu utan heimilis. Það er náttúr-
lega ekkert annað en sjúkt þjóðfélag
sem byggist á slíkri hagspeki.
Launin? Jú, þau era í lægri kant-
inum en þó ekki lægri en svo að
hjón með ung böm kjósa að hafa
þennan háttinn á. Það kostar heil-
mikið að hafa konu útivinnandi og
bam eða böm á leikskóla. Ekki
bara skólagjaldið heldur allur ann-
ar kostnaður sem þessu fylgir. -
Leikskólar era nauðsynlegir en þeir
era ofnotaðir hér á landi eins og
flest annað í félagslega kerfinu.
Hafliði Helgason skrifar:
Loks er hafin bygging á álver-
inu í Hvalfirði. Fleiri þyrftu að
rísa þar síöar. Hvar er nú konan
sem ætlaði að hlekkja sig við
vinnuvélarnar í mótmælaskyni?
Gerði hún það, eða var þetta
bara mððursýkiskast líkt og var
með nokkra bændur í Kjósinni?
Staðsetning á álverinu í Hval-
firði er mjög góö og stjómvöld
tóku hárrétta ákvörðun með
byggingu þess. Ég held að þeir
bændur í Kjósinni er hrópuðu
hvað hæst og mótmæltu sæki
um vinnu í álverinu. Hvemig
stendur á því að álverinu við
Hafnarfjörð helst svona vel á
starfsfólki í þessari meintu eit-
urmengun sem þeir Kjósarmenn
telja?
Bílaumboðin
glæsilegu
Þórarinn skrifar:
Þegar maður kemur að bl-
laumboðum hér á landi er eins
og að koma í glæsilegustu versl-
unarhallir erlendis. Ég er í vafa
um að umboðin í nágrannalönd-
unum, t.d. í Danmörku eða
Frakklandi, séu stærri eða flott-
ari. Raunar hef ég í huga umboð
fyrir japanska bíla í Kaup-
mannahöfn og þar er minna um-
leikis en hér. Er ekki hægt að
minnka herlegheitin og lækka
bílaverðið í staðinn? Eða gengur
þetta bruðl endalaust hjá okkur?
Forsetinn fram
úr áætlun
Ólafur Jónsson skrifar:
Margt fer úrskeiðis í þessu
litla samfélagi okkar. Og flest að
ástæðulausu. Nú er t.d. nýkjör-
inn forseti okkar kominn langt
fram úr áætlun varðandi ferða-
lög og opinbera eyðslu. Og svo
höfum við eins konar vai'afor-
seta sem er sífellt á þönum til út-
landa (fyrrverandi forseta okk-
ar) með sérstöku samkomulagi
um fjárhagslegan stuðning í
formi farmiðagi'eiðslna frá rík-
inu. Er ekki eitthvað athugavert
við þetta - í alvöra talað? Og enn
bíður þjóðin þess að utanríkis-
ráöherra vandi um við forsetann
vegna Ameríkuferðar hans! Ekk-
ert að frétta af því máli?
Ekki meö
Metró-vélinni
Guðm. Stefánsson hringdi:
Eftir þau atvik sem maður hef-
ur heyrt og lesið um af óhöppum
og tilfallandi bilunum á Metró-
flugvélunum hjá Flugfélagi ís-
lands, tel ég að félagið ætti að
taka þessar vélar úr umferð hér
á landi. Ég get ekki skilið að
margir séu þess fýsandi aö fljúga
með þessari flugvélagtegund eft-
ir það sem á undan er gengið. Ég
gæti a.m.k. ekki hugsað mér að
fljúga með Metró-vélinni hér á
landi.
Hraðahindrun
við Hvassaleiti
Ó.A. hringdi:
í lesendabréfi mínu undir of-
annefndri fyrirsögn föstudaginn
11. þ.m. hefur verið farið rangt
með þaö atriði sem snýr aö hinni
óheppilegu og óþörfu hraða-
hindrun - að því leyti að þar er
ekki um neina upphækkaða
hindran að ræða - heldur ein-
ungis þrengingu sem gerir göt-
una næstum ófæra ökutækjum.
Lesendasíöan tekur undir
þessa ábendingu Ó.A. - Lýsingin
á hraðahindruninni hafði
brenglast í vinnslu. Er því þess-
ari leiðréttingu komið að hér og
nú.