Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Blaðsíða 28
> o a 0:0 sa ■3 z LO < t/i O i- hO > 2 LT3 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 Þyrluslysið: Rakst á stein og valt L- r Vettvangsrannsókn flugslysa- nefndar á þyrluslysinu i Hamars- flrði bendir til þess að annað lend- ingarskíði vélarinnar hafi rekist í stein í flugtaki. Við það hafi þyrlan fallið á hægri hliðina og þyrluspað- amir rekist í jörðina og brotnað síð- an af. Vettvangsrannsóknin benti ekki til neinna galla eða bilana í vélinni sjálfri en áfram verður unnið úr þeim gögnum sem safnað var á vett- vangi. -SÁ Kennaradeilan: Sáttasemjari þrefar um málin Ríkissáttasemjari kallaði aðila kennaradeilunnar á sinn fund hvorn í sínu lagi 1 gær, fulltrúa kennara fyrir hádegi en fulltrúa sveitarfélaganna eftir hádegið. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands íslands, segir að sátta- semjari hafi ætlað að meta stöðuna en í morgun hafði hann ekki boðað til nýs formlegs samningafundar. Eiríkur býst þó við að viðræður hefjist á ný öðru hvomm megin við nelgina. -SÁ Hesturinn bundinn við staurinn á Syðri-Rauðalæk. Eins og sjá má hefur hann verið mikiö á ferðinni, enda tæpast í eðli íslenska hestsins að vera bund- inn á stuttan spotta langtímum saman. DV-mynd KE Sérkennilegar tamningaraðferðir: Við staur allan daginn „Við eram að temja þennan hest og eram að „lónsera" hann. Hann fær bæði vatn og hey og svo er hann hreyfður á kvöldin," sagði Elsa Júníusdóttir, húsfreyja á bæn- um Syðri-Rauðalæk í Rangárvalla- sýslu Margir hafa haft samband við DV vegna hests sem hefur verið bundinn við staur nærri bænum í alllangan tíma. Hann virðist hafa verið mikið á ferðinni í kringum staurinn, eða eins og bandið hefur leyft, ef marka má mikið traðk. „Við eram að reyna að spekja þennan hest. Hann var settur i tamningu og kom brjálaður til baka aftur. Nú er hann orðinn þannig að við getum komist að honum og haldið í tauminn án þess að allt sé í hers höndum.“ Elsa kvaðst ekki muna hve lengi hesturinn væri búinn að vera bundinn við staurinn en þeir sem hafa haft samband við blaðið segja að það skipti vikum. „Við tímum ekki að láta farga honum strax. Þetta fer ekkert illa með hann því hann er fóðraður og þetta er rétt eins og hann sé á húsi. En hann gengur ekki laus því við erum með hann í bandi þegar við hreyfum hann. Ég held að honum leiðist ekki, það koma stundum hross til hans.“ Aöspurð hvort ekki stæði til að fara að gefa hestinum frelsi sagðist Elsa ekkert vita hvemig það yrði, það kæmi í ljós. „Þessi hestur er ekki frá okkur og við erum ekkert með hann í tamningu, þannig séð. Hann er bara hjá okkur.“ -JSS Piltur enn í lífshættu 14 ára piltur, sem varð fyrir bíl í Kópavogi á mánudag, liggur enn lífshættulega slasaður á gjörgæslu- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Að sögn Páls Ammendraps, læknis á gjörgæsludeild, er piltinum haldið sofandi. Lögreglan í Kópavogi óskar eftir að þau vitni sem urðu að slysinu og hafa ekki þegar gefið sig fram geri það sem fyrst. Sérstaklega er óskað eftir að ökumaður bifreiðar, sem ók ' "^Tiæst á eftir bifreiðinni sem lenti í slysinu , gefi sig fram. -RR Kópavogur: 10 ökumenn teknir 10 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í Kópavogi á Nýbýla- vegi í gærkvöld. Sá sem hraðast ók var nokkuð yfir 100 kílómetra hraða og á von á að verða sviptur ökuleyfí. Radar- mælingar lögreglunnar í gærkvöld vora nálægt slysstaðnum þar sem 14 ára piltur varð fyrir bíl á mánu- ' '^hag. Þaö slys er þó ekki rakiö til hraðaksturs að sögn lögreglu. -RR /vERÐUR HANN\ l EKKI STAOUR? J § • L O K 1 i ---------—-- \ i y A ,• • í*/ hHH Pétur Jónsson, Hulda Kristinsdóttir og Sighvatur Björgvinsson bera saman bækur sínar á kratafundi sem haidinn var í gærkvöld vegna framboðsmála R-listans. Á næstu dögum skýrist hvernig framboði listans verður háttaö. Kratar sættast ekki á að hafa einn fulltrúa í efstu sætum eins og síðast. Þeir viija helst opið prófkjör. DV-mynd ÞÖK Veður á morgun: Víöast bjartviðri Suðvestankaldi norðanlands en annars fremur hæg breytileg eða vestlæg átt og víðast bjart- viðri. Hiti á bilinu 3-10 stig. Veðrið í dag er á bls. 45. Lést eftir eldsvoða Maðurinn, sem lést eftir eldsvoða að Grenimel 28 á mánudagskvöld, hét Karl Jóhannsson. Karl var 73 ára gamall. Hann var lögreglufulltrúi við útlendingaeftir- litið. Eftirlifandi eiginkona Karls er Aldís Hafliðadóttir. Hún fékk reyk- eitrun í eldsvoðanum og líðan henn- ar er eftir atvikum. Karl lætur eftir sig 6 uppkomin böm. Karl Jóhannsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.