Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Síða 24
44
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
-A
'X
Best að búnað-
urinn standi
ónotaður
Á Ströndum telst nú enginn
lengur bóndi meðal bænda nema
hann eigi besta fáanlega búnað
til rúlluheyskapar, þrjár dráttar-
vélar og allra best þykir að bún-
aðurinn standi ónotaður um 50
vikur ár hvert.“
Guðfinnur Finnbogason, í DV.
Ást veiðimannsins
„Dálæti virkjunarmanna á ís-
lenskri náttúru er nefnilega ást
veiðimannsins á bráð sinni.“
Guðmundur Andri Thorsson
rithöfundur, í Degi-Tímanum.
Hvað er vinstri?
„Kvennalistinn er ekki vinstri
flokkur og á ekki að stUla sér
upp við hlið A-ílokkanna sem
löngum hafa skilgreint sig til
vinstri hvað sem það nú þýðir.“
Kristín Ástgeirsdóttir alþingis-
maður, í DV.
Ummæli
Vandamál mæðra
„Konur vilja ráöa sjálfar yfir
líkama sínum, láta eyða fóstri
eða fæða barnið, en ef þær verða
mæður virðist helsti vandinn
vera hvernig hægt sé að losna
við barnið á önnur heimili."
Guðbergur Bergsson rithöfund-
ur, í DV.
Venjulegar klukkur eru stilltar eft-
ir meöalsól.
Tími
Þær grundvallareiningar hins
almenna tímatals sem venjulegar
klukkur sýna eru valdar með
hliðsjón af sólarhringnum. Sann-
ur sólarhringur hefst þegar sól
er í hánorðri og lýkur þegar sól
er aftur í hánorðri. Klukka sem
fylgdi sönnum sóltíma myndi
alltaf vera nákvæmlega 12 þegar
sól er í hásuðri. Klukkuverk eru
þó ekki stillt eftir sannri sól því
sannir sólarhringar eru mislang-
ir. Kemur þar einkum til árleg
sveifla í hraða jarðar á braut
hennar um sólina, svo og halli
miðbaugs jarðar miðað við jarð-
brautarflötinn. Venjulegar
klukkur eru því stilltar eftir svo-
nefndri meðalsól sem er skil-
greind þannig að hún færist eftir
miðbaug himins með jöfnum
hraða, reiknað í stjömutíma.
Blessuð veröldin
Heimstími
Heimstími jafngildir staðar-
miðtíma í Greenwich (G.M.T.) og
hann breytist um 4 mínútur fyr-
ir hverja lengdargráðu sem farið
er til austurs eða vesturs. Þannig
munar til dæmis 30,1 mínútu á
staðarmiðtíma Reykjavíkur og
Egilsstaða. I staö þess að stilla
klukkur á hverjum stað eftir
staðarmiðtíma þykir hentugra að
samræma tímann á tilteknum
svæðum. Þannig hafa hin ýmsu
þjóðlönd tekið upp staðaltíma,
einn eða fleiri, sem yfirleitt eru
heilum stundafjölda á undan eða
eftir heimstímanum.
Ástrós Sverrisdóttir, formaður Umsjónarfélags einhverfra:
Breyting á viðhorfum
nauðsynleg
„Umsjónarfélag einhverfra er fé-
lag aðstandenda og þeirra sem eru
einhverfir og er asberger-heilkenni
stór hluti af því. í ár eigum við tutt-
ugu ára afmæli og er nýtilkomin
símaráðgjöf sem við höfum farið af
stað með gerð af því tilefni og til að
vekja athygli á málefnum félagsins.
Þá munum við í október gefa út veg-
legt afmælisrit," segir Ástrós Sverr-
isdóttir, formaður félagsins.
Ástrós segir einnig að farið sé af
stað með símaráðgjöfína af brýnni
þörf: „Við vitum að það er nauðsyn-
legt aö fólk fái ráðgjöf þar sem
venjulegar uppeldisaðferðir duga
ekki á einhverf böm. Fyrst og
fremst er ráðgjöfm hugsuð fyrir að-
standendur, foreldra, afa og ömmur,
og ekki síst systkini. Við fengum
með okkur fagfólk sem skiptist á
um að verða fyrir svömm á þriðju-
dagskvöldum. í gærkvöld var það
Páll Magnússon sálfræðingur sem
var við símann og næsta þriðjudags-
kvöld verður Sólveig Guðlaugsdótt-
ir við símann."
Umsjónarfélagið er baráttufélag,
að sögn Ástrósar: „Við berjumst fyr-
ir réttindum einhverfra í þjóðfélag-
inu og þá fer einnig tími í fræðslu
þar sem einhverfa er mjög sérstök
fötlun. Með aukinni fræðslu getum
við breytt við-
horfum almenn-
ings, sem veit
takmarkað um
þessa fötlun, og
þar með um leið
viðhorfum stjórn-
málamanna, að
þeir skilji hvað
við erum að tala
um og að þörf er
á fólki með sér-
þekkingu á ein-
hverfu."
í Umsjónarfé-
lagi einhverfra
eru 220 manns,
foreldrar og fag-
fólk: „Við höfum
verið heppin að
geta alltaf haft
fagmanneskju
með okkur í
stjórn. Það er
okkar draumur
að geta verið með
simaráðgjöf einu sinni í viku allt
árið. Nú er stefnt að því að vera
með þessa starfsemi í tvo mánuði.
Þetta er dýrt og litlir peningar til.
Ég var nýlega á norrænum fundi
með systrafélögum okkar og þar
kom fram að Danir eru til að mynda
með slíka ráðgjöf
einu sinni í viku
allt árið.“
Ástrós er búin að
vera formaður fé-
lagsins í tvö ár:
„Ég kem inn í fé-
lagið sem for-
eldri, á átta ára
dreng sem er ein-
hverfur. Sem for-
maður vinn ég
hér á skrifstof-
unni einn dag í
viku en það er
mjög margt í
kringum félags-
starflð sem kallar
á vinnu, auk þess
sem samnorræn-
ir fundir eru sótt-
ir og það er hollt
og gaman að
heyra hvað önn-
ur félög eru að
gera. í Sviþjóð er
starfandi félag sem er með 5000 fé-
lagsmenn svo það er rekið á mun
stærri grundvelli en við gerum hér.
Félögin eru að mörgu leyti að fást
við sama hlutinn en munurinn er
að kerfið stendur sig miklu betur í
hinum löndunum. -HK
Ástrós Sverrisdóttir.
Maður dagsins
Myndgátan
Handsápa
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnoröi.
Handboltinn
byrjar að rúlla
Fótboltinn er á lokastigi þetta
árið og við taka inniíþróttirnar. í
kvöld fer fram fyrsta umferðin í
úrvalsdeildinni, Nissandeildinni,
í handbolta og verða leiknir sex
leikir. Nokkrar breytingar hafa
orðið á liðunum frá í fyrra og
erfitt að spá um hvaða lið verður
íslandsmeistari á næsta ári. Ljóst
þykir að keppnin verður mjög
spennandi.
íslandsmeistarar KA hefja titil-
vörnina í Smáranum í Kópavogi
þar sem þeir leika við Breiðablik,
í Garðabæ leika Stjarnan og
Fram, í Kaplakrika í Hafnarfirði
FH og HK, í Valsheimilinu Valur
og ÍR, í Vestmannaeyjum leika
ÍBV og Haukar og í Víkinni leika
Vikingur og Afturelding. Allir
leikirnir heQast kl. 20.
íþróttir
Einn leikur er í kvennafótbolt-
anum í dag, Haukar og Sindri
leika á Ásvelli í aukakeppni
kvenna og hefst leikurinn kl. 17.30.
Bridge
Aldrei hafa úrslit í Bikarkeppni
Bridgesambandsins orðið eins óvænt
og þau urðu í ár. Sveit Sveins
Aðalgeirssonar frá Húsavík, sem
skipuð er ungum og sannarlega
efnilegum spUurum, gerði sér lítið
fyrir og vann næsta öruggan sigur í
64 spUa úrslitaleik á móti firnasterkri
sveit Samvinnuferða/Landsýnar með
154 impum gegn 115. SpUarar í
sveitinni aúk Sveins eru Hermann
Friðriksson, Guðmundur HaUdórsson
og Hlynur Angantýsson. Sveit Sveins
lagði meðal annars að veUi sveitir
Roche, Guðjóns Bragasonar og Neons
á leið sinni í úrsUtaleikinn. Sveit
Sveins vann tvær fyrstu lotumar í
úrslitaleiknum á móti S/L og staðan
var þá orðin 94-52. Sveit S/L
minnkaði þann mun um 10 impa í
þriðju lotunni og á timabUi í Qórðu
lotunni var staðan spennandi. f
síðustu lotunni var þetta spU sýnt á
sýningartöflu. Guðmundur Páll og
Þorlákur í sveit S/L sögðu sig upp í
hörð 4 hjörtu sem hægt var að vinna
á opnu borði. Sagnir gengu þannig,
norður gjafari og AV á hættu:
* G863
1087
ÁDG53
4 D
4 754
•f G32
4 9742
4 1085
4 109
44 ÁD9654
4 6
4 K643
Norður Austur Suður Vestur
pass pass 1 * dobl
2 4 pass 4» dobl
redobl p/h
Guðmundur Páll ákvaö að opna á
einu hjarta á suðurspUin og þegar
Þorlákur sagði tvo tígla (góð
hjartahækkun) stökk Guðmundur í 4
hjörtu. Þorlákur taldi sig eiga fyrir
redobli þegar vestur doblaði. Vestur
byrjaði á því að taka 3 fyrstu slagina
í spaða og laufi áður en hann spilaði
tígli. Hægt er að vinna spilið á opnu
borði með því að svína tígli og spUa
hjarta á ásinn. Guðmundur svínaði
að vísu tíglinum en hleypti síðan
hjartasjöunni yfir tU vesturs. Karl
Sigurhjartarson og Helgi Jóhannsson
höfðu villst upp í 4 spaða á hinu
borðinu á hendur AV sem fóru 5
niður og sveit Sveins græddi því 12
impa á spUinu. Ef Guðmundur hefði
hins vegar unnið spUið þá hefði S/L
grætt 9 impa og í þeirri stöðu aðeins
munað 5 impum á sveitunum..
ísak Örn Sigurðsson
4 AKD2
4» K
4 K108
4 ÁG972