Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR-17. SEPTEMBER 1997
13
Fljúgandi furðuhlutir
Heimurinn er full-
ur af fólki sem vill
trúa á FFH (Fljúgandi
furðuhluti), hefur séð
slíka gripi og kannski
hitt að máli geimver-
ur og skroppið í ferða-
lag með þeim. Margir
tengja þetta trúarþörf
sem fer á kreik þegar
fólk hefur fjarlægst
guð feðra sinna.
Menn ganga um með
nagandi tómleika i
sálartetrinu og vilja
fylla hann með ein-
hverju. Og af því við
lifum á vísindaöld þá
finnur trúarþörfin sér
tæknilegt form: geim-
skip og áhafnir þeirra
koma í engla stað.
Þetta er oftar en
ekki saklaust gaman -
en getur orðið dauðans alvara,
eins og þegar FFH-trúin náði
svo römmum tökum á hópi
Bandaríkjamanna að þeir
frömdu ekki alls fyrir löngu
sjálfsmorð allir sem einn til að
flýta fyrir ferð sinni til annarra
og betri hnatta.
Kjallarinn
legast að leita að
óvinunum í eigin
samfélagi?
í Bandaríkjunum
kemur þá í góðar
þarfir sú hefð að
tortryggja eigin
yfirvöld. Stjómin og
alríkislöggan og það
pakk allt - þeir eru
að fela sannleikann
fyrir okkur - bæði í
skattamálum og ei-
lífðarmálum. En
hann „er þarna úti“,
eins og segir í ein-
um vinsælasta sjón-
varpsmyndaflokki
seinni tíma,
““““ Leyniskjölunum.
Og við ætlum svo
sannarlega ekki að
láta þá kóna snúa á
okkur. Við ætlum
að halda vöku okkar og taka við
dularfullum og annarlegum fyrir-
bærum galopnum huga - og kom-
ast til botns í þeim þótt síðar
verði.
Af þessu verður til svonefnt
leyniskjalahugarfar sem er stórt
og söluvænt fyrirbæri í menning-
unni.
Arni Bergmann
rithöfundur
„Það eru engar líkur til að þeim
fækki á næstunni sem hætta að
trúa á FFH vegna þess að CIA tek-
ur upp á því að segja satt, seint
og um síðir. Nú tekur annað við:
lögmál trúarþarfarinnar.“
Leyniskjalahugarfariö
FFH-trúin tengist líka þörf fyrir
vini (hjálparhellur úr geimnum)
og óvini (til að minna menn á mun
góðs og ills). Óvinaskortur er
reynar orðinn á síðustu misserum
mikill höfuðverkur fyrir þá sem
búa til kvikmyndir og aðra afþrey-
ingu, ekki síst eftir að kommúnist-
ar hurfu af vettvangi með stna út-
smognu fólsku. Kannski er væn-
Sannleikur
um furöuljós
FFH-trúin byggir
meðal annars á
þeirri staðreynd
að á sjötta og sjö-
unda áratugnum
sáu margir
ókennileg ljós á
himni, ekki síst
yflr Bandaríkj-
unum. Og nú
kemur á daginn að FFH-trúar-
menn höfðu að einu leyti rétt fyr-
ir sér: bandarísk yfirvöld og
leynilögreglan CLA reyndu á þeim
tíma sitt besta til að koma í veg
fyrir að sannar skýringar væru
gefnar á þessum ljósum á himni.
CIA ýtti undir FFH-trúna beint
og óbeint til þess að beina athygl-
inni frá sannleikanum. En hann
var sá að himnaljósin hraðskreiðu
voru endurkast sólarljóss frá
„Sannleikurinn er þarna úti í geimnum" - og hann þýtur um á geimskip-
um...
njósnaflugvélum sem flugu mjög
hátt (í 20-25 km hæð). FFH-trúin
kom sér vel í feluleiknum kring-
um tilraunir með njósnavélar sem
áttu að fljúga ofar öllum radarbún-
aði og eldflaugum Sovétmanna á
þeim tíma. Því meira hjal um
Fljúgandi furðuhluti þeim mun
betra fyrir varðveislu hemaðar-
leyndarmála.
FFH-trúarmenn höfðu rétt fyrir
sér í því að það var verið að villa
um fyrir almenningi. En sannleik-
urinn, hvunndagslegur og kalda-
stríðslegur, ætti samt að valda
þeim miklum vonbrigðum. Svo
mun þó ekki verða. Það eru engar
líkur til að þeim fækki á næstunni
sem hætta að trúa á FFH vegna
þess að CIA tekur upp á því að
segja satt, seint og um síðir. Nú
tekur annað við: lögmál trúarþarf-
arinnar. FFH-menn munu styrkja
sig með einfóldum ráðum.
Þeir munu segja - og eru bvrjaö-
ir á því reyndar: Það var logið að
okkur áður, yfirvöld era búin að
viðurkenna það. En það þýðir ekki
að þau séu farin að segja satt. Það
þýðir að þau munu halda áfram að
ljúga. Okkur dettur ekki í hug að
taka mark á þeim. „Sannleikurinn
er þarna úti í geimnum“ - og hann
þýtur um á geimskipum sem
munu á endanum færa okkur
þann félagsskap og þá huggun sem
við þráum í okkar hrollvekjandi
einsemd undir eilífðarstjörnum.
Árni Bergmann
Atvinnumál og stjórnmál
- hvað er til ráða?
Hver einasti dagur sem tapast
án aðgerða gegn lénsskipulagi
því sem búið er að skapa í
kringum íslenskan sjávarútveg
er þjóðarheildinni háskalegur,
þvi unnið er kappsamlega að
því að festa endanlega eignar-
rétt sægreifanna á sameign
þjóðarinnar. Gerum okkur það
ljóst að um þessar mundir sam-
„Fækka þarf togurum og setja út-
hafsskipin út fyrir 200 mílurnar,
en þau eru byggð til veiða á úthaf-
inu. Dragnótina þarf að taka á
iand nú þegar.“
anstendur íslenska stjómsýslan
í bland af eiginhagsmunapotur-
um og verkfærum auðvaldsins.
Hér og þar í hópnum em þó
bráðgáfaðir einstaklingar, sam-
anber forsætisráðherra vorn,
sem stefnir að því að ná öllum
þráðum í hendur sér, samanber
baráttu hans fyrir sameiningu
sveitarfélaga.
Greindarskortur
í stjórnsýslu
Það sem vantar á íslenska
stjórnsýslu er meiri almenn
greind, meiri samstaða um réttar
leiðir í þágu þjóðarheildar, meiri
harka í raðir hins almenna borg-
ara, meiri sjálfsvirðing almenn-
ings, meira baráttuþrek, meira
áræði, meira raunsæi, meiri at-
hygli og yfirsýn
almennt og hæfl-
leikar til lang-
tíma skipulagn-
ingar.
Nú þarf að hefja
almenna um-
ræðu á öllu land-
inu um samein-
ingu A- flokk-
anna með nýju
hugarfari á
grunni Biblíunn-
ar. Það þarf að
endurreisa kirkjuna sem sjálf-
stæða heild og út frá henni að
byggja á ný á þeim eiginleikum
sem að framan eru taldir.
Tökum dæmi um ástandið í at-
vinnumálum allt i kringum landið
sem er afleiðing af núverandi
kvótakerfi í sjávarútvegi. Ætlast
menn til að t.d. smáútgerðarmenn
setji báta sína upp á kamb, setji
hlera fyrir glugga híbýla sinna og
yfirgefi heimabyggð
sina slyppir og snauð-
ir? Hvað um alla fé-
lagslega þjónustu sem
búið er að byggja upp
úti á landi? Hvað kost-
ar það þjóðina að
kasta þessu öllu á glæ
og missa þær tekjur
sem jöfn búseta í
landinu skapar?
Baráttumál
A-flokkanna
Burt með kvóta-
kerfið, inn með
aflatoppskerfíð með
tilheyrandi gjald-
töku, burt með öll
trollveiðarfæri út
fyrir 100 mílur, inn
með kyrrstæð veiðar-
færi þar innan við.
Hlutdeild kyrrstæðra veiðarfæra
þarf að verða nú þegar 150.000
tonn, þar af 80.000 tonn af bátum
undir 12 tonnum, vegna þess há-
gæða hráefnis sem þeir flytja að
landi.
Fjölga þarf þeirri bátastærð
ásamt því að byggja upp línu-
veiðara af stærðinni 20-70 tonna
bátar. Fækka þarf toguram og
setja úthafsskipin út fyrir 200
mílurnar, en þau eru byggð til
Kjallarinn
Garðar
Björgvinsson
útgeröarmaöur og trillu-
karl
veiða á úthafinu.
Dragnótina þarf að
taka á land nú þeg-
ar.
Þetta sem ég hef hér
fjallað um verður að
vera baráttumál A-
flokkanna, eða nánar
í réttri röð sem hér
segir: 1. Endurreisa
kirkjuna. 2. Afnema
kvótakerflð í sjávar-
útvegi og innkalla
þær aflaheimildir
sem fámennur hópur
ræður yfir. Úthluta
þarf þeim á ný í
formi aflatopps með
10% gjaldtöku af
uppvigtuðum afla en
20% gjaldtöku af afla
togara vegna aðeins
40% nýtingar þeirra
á hráefninu. 3. Efla heilbrigðis-
kerfið og alla almenna þjónustu. 4.
Efla tilverurétt fjölskyldnanna í
landinu. 5. Útrýma notkun eitur-
lyfla.
Þetta er það stærsta. Ef A-flokk-
amir treysta sér ekki til að berjast
fyrir þessum málum, þá er betra
heima setið en af stað farið með
umræður um sameiningu A-flokk-
anna yfirleitt.
Garðar Björgvinsson
Með og
á móti
Innflutningur á Marlboro-
sígarettum
Þorsteinn Arnalds
verkfræðingur.
Bann skerðir
valfrelsi
„Sumir vilja
banna inn-
flutning á tó-
baki. Ég er
þeim ósam-
mála. Það er
hins vegar
ekki þessi
ásetningur til-
tekins hóps
sem er hér til
umræðu held-
ur það hvort
jafnræði eigi
að ríkja á milli innflytjenda og
framleiðenda tóbaks og hvort
neytendur eigi að njóta lág-
marksvalfrelsis.
Ekki hefur komið fram að
Marlboro-vindlingar séu óhollari
eða meira vanabindandi en
venjulegir vindlingar. í málflutn-
ingi „tóbaksvarnarsinna" kemxir
fram að vindlingar séu mjög
ávanabindandi. Ég dreg þær full-
yrðingar ekki í efa. Því mun til-
vist einnar tegundar á tóbaks-
markaöi vart breyta neinu um
heildameysluna. Ég veit ekki til
þess að því hafi verið haldið
fram að tóbaksneysla minnkaði í
kjölfar þess að innflutningi Marl-
boro-vindlinga var hætt fyrir
mörgum árum. Það er því heldur
kjánalegt að halda því fram að
verði farið að flytja Marlboro inn
að nýju aukist neysla. Með banni
við innflutningi nýrra tóbaksteg-
unda er því einungis verið að
hygla þeim sem flutt hafa inn tó-
bak til þessa á kostnað annarra
og skerða valfrelsi neytenda."
Nýjar tegundir -
nýir neytendur
„Aðspurður
hefur Philip
Morris, fram-
leiðandi Marl-
boro, viður-
kennt að afurð-
ir hans dragi
a.m.k. 100 þús-
und Banda-
rikjamenn til
dauða á hverju
ári. Hann hef-
ur viðurkennt
að nikótín sé
ávanabindandi sem era síður en
svo ný sannindi. Og framleiðandi
Marlboro hefur sömuleiðis við-
urkennt að fyrirtæki hans hag-
ræði magni af nikótini til að
venja ungt fólk frekar á afúrð
sína. Philip Morris hefur gert ít-
arlegri rannsóknir en allar tó-
baksvamir í heiminum saman-
lagt á því hvað valdi því að ungt
fólk byrji að reykja. Og hann
markaössetur Marlboro m.a. út
frá þvi.
Það er hræsni að tala um frelsi
í innflutningi þegar um eiturefni
er að ræða því það er margsann-
að að í reyk frá Marlboro-sígar-
ettu era yfir 40 krabbameinsvald-
andi efni. Það var vissulega af
hinu góða þegar Hollustuvemd
ríkisins stöðvaði innflutning á
pistasíuhnetum með þeim rökum
að neysla á þeim gæti valdið
krabbameini þegar til lengri
tíma væri litið. Það þarf ekki
mikla greind til að átta sig á
þeim fáránleika að hleypa nýjum
tegundum af tóbaki inn í landið í
Ijósi þess að reykingar drepa,
hægt og rólega. Ef það er einlæg-
ur ásetningur stjórnar ÁTVR að
halda því til streitu að leyfa nýj-
ar tegundir af tóbaki gæti hún
allt eins beitt sér fyrir því að lög-
leiða innflutning á öðrum eitur-
efnum. Sumir virðast því miður
vera veruleikafirrtir."
-gdt/HI
Þorgrímur Þráins-
son, framkvæmda-
stjóri tóbaksvarn-
arnefndar.