Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997
7
DV Sandkorn
Opnað fyrir karl-
mönnum
Landssamband framsóknarkvenna
hefur sem kunnugt er ákveöiö aö
hætta að hafa sambandið einungis
fyrir konur og opnað sig fyrir karl-
mönnum einnig. Það hefur vakið
nokkra athygli
hversu mjög
þessi ákvörðun
gladdi Guðna
Agústsson al-
þingismann og
lýsti hann gleöi
sinni meðal
annars í frétt í
útvarpi. Frétta-
maður spurði
Guðna að því
hvort hann ætl-
aði ekki að að
ganga í framsóknarkvenfélagið í
sinni heimabyggð og kvað Guðni
ekki aðeins já við heldur já, já, já.
Eitt af skáldum Sandkoms norður á
Sauðárkróki sem hlustaði á íréttina
kvað þegar í stað eftirfarandi limr-
ur:
Konumar vora að vona,
að veröldin væri ekki svona.
En glöggt má nú sjá, að Guðni Á.,
er fullburða framsóknarkona.
Fullnægjan skín af hans fasi,
Framsóknar vaxinn úr grasi.
Getnað og má, Guðna í fá,
græddan úr tilraunaglasi.
Vesalings við
Díana
Litil stúlka fékk á dögunum um-
gangspest og lagðist veik á sunnu-
degimun eftir jarðarfor Díönu
prinsessu. Pest-
in lagðist tals-
vert þungt á
litlu dömuna,
en heldur fór
hún að skána
þegar leið á
daginn og und-
ir kvöld var
hún orðin
nokkuð góð.
Þegar fiölskyld-
an innti hana
eftir því hvem-
ig heilsan væri á sunnudagskvöld-
inu sagöi litla stúlkan: „Bara góð
núna, en þetta er búinn að vera
ljóti sunnudagurinn, ég svona fár-
veik og Díana prinsessa dáin.“
Tröllríður þessu
þjóðfélagi
Og af öðru
barni: Níu ára
gutti fór í sund
sama daginn og
útfór Díönu
prinsessu fór
fram og þegar
hann kom til
baka spurði
mamma hans
hvort ekki
hefði verið
gaman í sundi.
„Ne-hei, rosa-
leiðinlegt," sagði guttinn. - Af
hverju? spurði móðirin. „Nú, renni-
brautin var lokuð. Það er aldrei
hvað þessi Díana prinsessa fær að
að tröllríöa þessu þjóðfélagi,“ sagði
okkar maður.
r
Ihaldsþokan
Þingmenn
Sjálfstæðis-
flokks á Norð-
urlandi vestra,
Hjálmar Jóns-
son og Vil-
hjálmur Egils-
son, héldu fund
á Hofsósi á
dögunum um
samgöngumál.
Með þeim í for
var samgönguráðherrann, Halldór
Blöndal. Þegar þingmaðurinn og
hagyrðingurinn Jón Kristjánsson,
upprunninn frá Óslandshlfð í ná-
grenni Hofsóss, frétti af þessum
fundaáformum sendi hann Hjálmari
þessa vísu:
Kólnar um haust í brún mér brá,
er ber mér Hjálmar fréttir sínar.
íhaldsþokan æðir grá,
um æskuslóöir fagrar mínar.
Ekki stóð á svari frá Hjálmari sem
sendi Jóni til baka þessa limra:
í Óslandshlíð bregð mér í blóra,
við B-listann, skottur og móra.
Þokunni léttir
er fólkið þitt fréttir
um ferðalag mitt og Dóra.
Umsjón: Stefán Ásgrimsson
_____________________________________________________Fréttir
11 ára piltur bjargaöi vini sínum úr sjó:
Feginn þegar hann
var kominn í land
- segir Atli Ingi Atlason
„Ég var svolítið hræddur þegar
ég sá ölduna grípa vin minn. Ég var
frekar feginn þegar hann var kom-
inn í land,“ sagði Atli Ingi Atlason,
11 ára reykvískur piltur, sem sýndi
sérstakt snarræði þegar hann bjarg-
aöi félaga sínum frá drukknun fyrir
rúmri viku.
Strákarnir höfðu verið að leika
sér, ásamt fleiri félögum, í fjörunni
í Ánanaustum. Atburðurinn átti sér
stað um hálfáttaleytið að kvöldi.
Þeir höfðu verið að vaða í leðju í
fjörunni en voru farnir að hugsa til
heimferðar. Félagi Atla, Björgvin,
sem einnig er 11 ára, hugðist vaða
út í sjó til að þvo skóna sína.
Skyndilega kom stór alda og hreif
hann með sér. Hann gat brölt á fæt-
ur en þá kom önnur alda, skall á
honum og bar hann lengra frá landi.
Föt drengsins voru orðin blaut og
hann gat því ekki komist upp úr
sjónum og til lands af eigin ramm-
leik.
Atli Ingi í fjörunni í Ánanaustum þar sem félagi hans fór í sjóinn. DV-mynd
Landssamband íslenskra útvegsmanna:
Stjórnin brá undir
sig betri fætinum
DV Eskifirði:
Sl. fimmtudag brá stjóm Lands-
sambands ísl. útvegsmanna undir
sig betri fætinum og hélt austur á
firði. Þar hélt hún stjórnarfund á
skrifstofu Hraðfrystihúss Eskifjarð-
ar hf.
Auk stjómarmanna LÍÚ vom
með í förinni lögfræðingur, hag-
fræðingiu- og stofnvistffæðingur
samtakanna.
Á Eskifirði tók Aðalsteinn Jóns-
son útgerðarmaður á móti hópnum
og sýndi honum hina nýju og glæsi-
legu nótastöð sem Hraðfrystihús
Eskifjarðar hefur nýlega tekið í
notkun.
Að loknum vel heppnuðum
stjómarfúndi hélt hópurinn til Nes-
kaupstaðar þar sem skoðað var hið
nýja og athyglisverða frystihús Síld-
arvinnslunnar sem tekið var í notk-
un sl. haust. Síðan var fariö til Fá-
'•'rr in.'• ■ íí n~ Vi7 ' 'vn
Jl í*
R í # ' f n » |r A t. JS
\ K J '!•wK afe*-, . r . ■ .
Á myndinni getur aö iíta stjórn LÍÚ, lög-, hag- og stofnvistfræðinga samtak-
anna ásamt forsvarsmönnum Hraöfrystihúss Eskifjaröar hf. DV-mynd Emil
skrúðsfjarðar og verksmiðjuhús-
næði Loðnuvinnslunnar skoðað.
Mjög gott veður var austanlands
meðan á heimsókn útvegsmanna
stóð og fóru veðurguöimir einkar
mjúkum höndum um þennan ágæta
hóp íslenskra útgerðarmanna.
-Regína
„Ég hljóp út í sjóinn og ætlaði
að hjálpa honum en harin fór alltaf
aðeins lengra út í,“ sagði Atli Ingi.
„Ég sá að ég gat það ekki svo ég
hljóp aftur upp í fjöruna. Þar fann
ég appelsínugult rör og ég hljóp
með það niður að sjónum. Björg-
vin gat gripið í prikið og ég dró
hann í land. Ég þurfti að vaða eig-
inlega alveg upp í háls svo hann
gæti náð í það.“
Meðan þetta átti sér stað hlupu
hinir félagamir í bensinstöð Olís
sem er þarna skammt frá. Þeir
sögðu að félagi þeirra hefði dottið
í sjóinn og báðu um hjálp. Var þeg-
ar hringt á sjúkrabíl. Björgvin var
orðinn nokkuð kaldur þegar hann
kom upp úr en gat þó gengið í
land. Hann var fluttur á slysadeild
þar sem hann var skoðaður og
hlúð var að honum. Að því búnu
fékk hann að fara heim.
Að sögn Guðrúnar Valdísar
Guðmundsdóttur, móður Atla
Inga, er þetta í annað skiptið á
skömmum tima sem hann dregur
skólabróður sinn úr sjó. Fyrra at-
vikið átti sér stað fyrir um það bil
tveimur árum og á svipuðum slóð-
um. -JSS
BIFREIÐASTILLINGAR
NICOLAI
GRAM Á GjAFVERÐI
KÆLISKÁPUR
GERÐ KF-265
H: 146,5 cm.
B: 55,0 cm.
D: 60,1 cm.
Kælir: 1971.
Frystir: 55 I.
TILBOÐ
Aðeins kr.
54.990,- stgr.
IIIÓÐUM 2» GERÐIR GRAM KÆLISKÁI’A
/FOnix
HÁTÚNI6A REYKJAVlK SÍMI 552 4420
Minni hagnaður
hjá Krossanesi
DV, Akureyri:
„Við gerðum auðvitað aldrei ráð
fyrir því að afkoman í ár yrði jafhgóð
og í fyrra, enda um algjört metár að
ræða þá. Þessi niðurstaða veldur mér
engu að síður nokkrum vonbrigðum
en ræðst þó mest af þáttum sem við
réðum ekki við,“ segir Jóhann P.
Andersen, ffamkvæmdastjóri Krossa-
ness hf. á Akureyri.
Rekstur Krossanesverksmiðjunnar
skilaði 5,5 milljóna króna hagnaði
fyrstu 6 mánuði ársins sem er tals-
vert lakari útkoma en áætlanir gerðu
ráð fyrir og talsvert lakari afkoma en
á sama tíma í fyrra, en árið 1996 var
besta rekstrarár í sögu félagsins.
Verksmiðjur félagsins í Krossanesi
og á Ólafsfirði tóku samtals um 32
þúsund tonn til vinnslu fyrstu 6 mán-
uði ársins sem er um 5 þúsund tonn-
um minna en á sama tíma í fyrra en
þá rak félagið einungis verksmiðju á
Akureyri. -gk
Stærð 30x70
Fæst bæði í hör og bómullarefni. Verð kr. 3.850
Póstsendum
pjannprbaberölunin
(£rla Snorrabraut 44, slmi 551-4290