Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 » &lvur Nýr hugbúnaður, Ritþjálfi, notaður við kennslu í skólum: Fyrirtækið Hugfang hf. er þessa dagana aö kynna nýtt kennslutæki sem kallast Ritþjálfi. Þetta er þeg- ar notað víða í skólum á lands- byggðinni og hentar vel á öllum aldursstigum skólans. Hugbúnaður þessi hefur aðal- lega þann tilgang að kenna rétta fingrasetningu og þannig að auð- velda bömum að vinna á tölvur. Þrjú kennsluforrit Viggó Benediktsson og Sighvat- ur Pálsson hönnuðu Ritþjálfa i samvinnu við menntamálayfirvöld og Skólaskrifstofu Reykjavíkur. í þessum hugbúnaði eru þrjú kennsluforrit; Ritkennsla, sem kennir vélritun, Ritvísir, sem er textaforrit, og Spyrill sem er grunnforrit fyrir spumingar og verkefni. Tæki þetta er lyklaborð með skjá og hugbúnað. Hvert tæki tek- ur álíka mikið pláss á borði og venjuleg kennslubók og því er auð- velt að nota það i almennum kennslustofum. Með þessu tæki geta nemendur þjálfað sig í vélrit- un, skrifað ritgerðir, verkefni og glósur og einnig þjálfað sig í ýms- um grunnatriðum sem krefjast tíðrar endurtekningar, s.s. staf- setningu, málfræði, stærðfræði og erlendum tungumálum. Nýtt vopn í baráttunni gegn ólöglegum hugbúnaði: Sparnaðarmælir Fýrir utan 31 mismunandi skýrslu sem hægt er að skoða getur stjórnandi tölvukerfisins notað sparnaðarmæl- inn til að fá heildarmynd á fljótlegan máta. Sparnaðarmælirinn, eða Savings Meter, er eiginleiki sem að- eins fmnst hjá Express Meter. Þar er samantekt á spamaði og noktunar- stöðu á einni skjámynd. Hann stað- festir að notkun sé innan leyfilegra marka, reiknar hversu mikið sparast með þvi að hámarka notkun tiltækra leyfa og sýnir hversu mörgum notend- um er hægt að bæta við án þess að kaupa fleiri leyfi. Auðvelt er að bæta Express Meter við hvaða kerfi sem er. Mælirinn gengur á öll PC-netkerfi án þess að breyta þurfi stýrikerfi netþjóns. Hann gengur við DOS eða Windows og get- ur mælt öll DOS- og Windowsforrit, þar með talið Windows NT og Windows 95, án þess að aðlaga þurfi ræsiskrár. Enn fremur má benda á að Express Meter er ósýnilegur notand- anum. ítarefni Fyrir þá sem vilja kynna sér þessi mál betur má benda á eftirf- arandi heimasíður: http://www.techweb.com/w- ire/news/jul/0701pirates.html http://www.microsoft.com/licen- ses/licguide/softaudt/meter- ing.htm. Ertu löglegur? Þetta er spuming sem sífellt verður algengari í hugum stjórnenda tölvukerfa. Boðeind, tölvuverslun - þjónusta, hefur að undanfómu verið að kynna nýjan hugbúnaðarmæli frá WRQ, framleið- anda Reflection. Mælirinn heitir Ex- press Meter og tryggir hvort tveggja að hugbúnaðamotkun sé lögleg og að ekki séu keypt of mörg leyfi. Lögleg hámörkun Stjórnendur netkerfa standa frammi fyrir erfiðu verkefni. Annars vegar eru þeir ábyrgir fyrir að fyrir- tækið hagi sér samkvæmt samningum um hugbúnaðarkaup. Á hinn veginn er mikill þrýstingur að halda íjárfest- ingu í hugbúnaði í lágmarki. Að ná jafnvægi milli þessara tveggja þátta og jafnframt að tryggja að allir aðrir hlutar netkerfis séu í lagi skapar oft og tíðum mikið álag fyrir stjómendur tölvukerfa. Sú staðreynd að ólögleg notkun hugbúnaðar er saknæm ætti að hafa náð athygli allra stjómenda netkerfa. Hugbúnaðarframleiðendur hafa að undanfórnu hert verulega aðgerðir í Evrópu til að framfylgja rétti sínum. Síðan 1992 hafa framleiðendur hug- búnaðar sótt mál á hendur þúsunda fyrirtækja i Bandaríkjunum sem hafa kostað þau gífúrlegar fjárhæðir. Ef horft er frá þessum sjónarhóli, þ.e. að tryggja löglega notkun hugbún- aðar, þá em hugbúnaðarmælar ekki allir jafngóðir. Hugbúnaðurinn verð- ur að fylgjast með ræsingu hugbúnað- ar, sama hvaðan það gerist. Þetta þýð- ir að mælar sem liggja eingöngu á net- þjóni mæla ekki þau forrit sem ræst era á vinnustöðum. Sömuleiðis upp- fylla birgðamælar ekki þetta skilyrði þar sem þeir mæla ekki notkun held- ur segja aðeins til um hvaða hugbún- aður er tll staöar. Rafeindavarpar liesegang •Rafeindavarpar með DLP-tækni •Fyrir PC/Mac tölvur og myndbandstæki ■ •SVGA 800x600, 650 ANSI lumen •Zoom linsa •Surround 3D-stereo hljómgæði Starfsfólk Boöeindar, sem er meö hugbúnaöarmælinn. DV- mynd E.ÓI. SOUMÞCO vHF Kirkjulundi 13 210 Garðabæ S: 565 8305 F: 565 8306 http://www.skima.is/nordco Færri leyfi þýða lægri kostnað Flestir vinsælustu hugbúnaðar- pakkarnir eru seldir með samtíma- leyfum (concurrent licenses). Þessir samningar gera fyrirtækjum kleift að samnýta leyfi meðal notenda í fyrir- tækinu, að því gefnu að aldrei séu fleiri notendur að vinna á hugbúnað- inn í einu en sá fjöldi leyfa sem fyrir- tækið keypti. Að tryggja að svo sé er mjög erfitt nema til staðar sé hugbún- aðarmælir. Þar sem flest fyrirtæki verja jafnm- iklu í hugbúnað og vélbúnað er nauð- synlegt að fyrirtæki hafi hugbúnaðar- mæli sem gerir meira en að tryggja löglega notkun. Express Meter sparar ekki aðeins fyrirtækinu peninga held- ur eins mikla peninga og hægt er lög- lega. Dæmi em um að Express Meter hafið sparað þúsundir króna á vinnu- stöð. Tengt við tölvu kennar- ans Tækið nýtist á skemmtilegan hátt í vélritunarkennslu. Takkarn- ir eru litamerktir fyrir rétta fingrasetningu og hægt er að stilla tækið þannig að það gefi frá sér hljóðmerki sé rangur stafur sleg- inn inn. Meðal möguleikanna sem hægt er að nýta er að hægt er að nettengja tæki allra nemenda við PC-tölvu kennarans. Þannig getur hann á einfaldan hátt sent og tek- ið við verkefnum frá nemendum Nemendur skila á tölvu- tæku formi Margir skólar á landinu hafa tekið þennan hugbúnað í notkun. Meðal þeirra er Valsárskóli á Svalbarðsströnd. Gunnar Gísla- son, skólastjóri skólans, segir tæk- ið hafa leyst úr brýnni þörf. Sér- staklega var vandamál með hversu fáir nemendur hafi haft að- gang að tölvum í einu en átta PC- tölvur eru í skólanum. Gunnar segir að með Ritþjálfanum geti mun fleiri nemendur slegið inn verkefni og ritgerðir í einu. Þar af leiðandi var hægt að gera þær kröfur til nemenda að þeir skil- uðu greinunum á tölvutæku formi því tækin voru lánuð heim. Nýt- ingin á tölvunum hafi því stórauk- ist. Gunnar segir marga kosti við tækið. Það sé einfalt og auðvelt að læra á það, það sé fyrirferðarlítið og það þurfi ekki að kaupa eins marga tölvur í skólana þegar þetta tæki er notað. Það er því óhætt að segja að Rit- þjálfi hafi komið í góðar þarfir fyrir grunnskólanemendur og kennara. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.