Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 Tölvubankinn hefur nú markaðs- sett á íslandi forritið Gagnaver sem er alhliöa tölvukerfi fyrir almenna vinnslu hjá fyrirtækjum. Kerfið vinnur á PC-tölvum eða með teng- ingu við AS/400 eða Unix og keyrir á Windows 95, Windows NT eða Windows 3.11. Þetta forrit gefur ýmsa mögu- leika. Hægt er að fá upplýsingar um hvem og einn viðskiptavin og þannig sjá hvemig hann hefur hag- að sínum viðskiptum. Hægt er að bera saman vöruflokka og vöm- númer og einnig má skoða sölufólk- ið sjálft og verðlauna það ef það stendur sig vel. Svo má bera saman einstakar atvinnugreinar, sjá mark- aðinn eftir landshlutum, skoða við- skipti eftir árstíma og margt fleira. Tölvukerfi á borð við það sem Tölvubankinn er að kynna núna Nýir skjávarpar tengdir við tölvu Norska fyrirtækið DAVIS fram- leiðir stafræna tölvuskjávarpa, Powerbeam VI SVGA, sem hafa ýmsa kosti umfram hefðbundna skjávarpa, svo sem hærra birtu- stig og tengimöguleika við margs konar tæki, svo sem tölvu, mynd- bandstæki og geislaspilara. Tæknin, sem notuð er í þessum skjávörpum, heitir DLP (Digital Light Processing) og hefur Texas Instruments þróað þessa tækni. Hún getur geflð birtu upp á allt að 650 Lumen í lit og um 1400 í svart/hvítu. Talið er að gagnsemi þess fyrir tölvunotendur verði mikil, bæði fyrir ráðstefnur og skólahald. Sá sem er að stjóma fundinum er með fjarstýringu sem hann getur notað bæði á skjávarpann sjálfan og tölvuna. Davis framleiðir einnig 60 tomma skjái, Powerscreen, sem henta vel fyrir fjarfundarbúnað eða sem upplýsingaskjáir í bönk- um og verslunarfyrirtækjum. Hann er hægt að tengja við tölvur og sjónvarp. Það er fyrirtækið Sýnir sf. sem selur þessa hluti hér á landi. Með- al annarra hluta sem þetta fyrir- tæki verslar með má nefna tús- stöflur sem hægt er að tengja við tölvur. -HI BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrirWmOm Sjáðu nýjan frábæran hugbúnað www.treknet.is.throun eru sífellt meira notuð. Þessi forrit eru kölluð „Data Warehouses" eða Vöruhús gagna. Hlutverk slíkra for- rita er að taka á móti og safna sam- an þeim gögnum sem máli skipta. í framhaldi af því er hægt að búa til upplýsingaskrár sem sýna hvemig rekstur fyrirtækisins gengur. Þannig er hægt að gera þær upplýs- ingar sem máli skipta aðgengÚegar. Símaeftirlitskerfi Tölvubankinn er einnig með ann- að forrit, Símon, sem safnar upplýs- ingum um alla símanotkun fyrir- tækisins og er upplýsingamiðill þeirra sem vilja hafa yflrlit yfir þann kostnaðarlið. Hvert einasta símtal úr hverju einasta símtæki er skráð og hægt er að fá upplýsingar / um í hvaöa númer var hringt,, hvenær, hversu lengi var talað og hvað símtalið kostaði. Þetta kerfi hefur verið í prófun, m.a. hjá Pósti og síma, og hafa þær prófanir lofað mjög góðu. Það hefur verið samdóma álit flestra að þetta forrit sé betra en sambærileg forrit á markaðnum. Það er Gátt hf. sem framleiðir forritið. -HI Ótrúlegt UMAX afl Hjá Nýherja er nú hægt að fá öflugar Umax-tölvur. Þær eru með tvo 250 megariða PowerPC 604e RlSC-örgjörva, rúmlega 300 Mb í vinnsluminni, 8 megabæta skjákort og annað eftir því. Síðan eru settir í þær hraðvirkir 8 gíga- bæta harðdiskar sem flutt geta 17 MB á sekúndu og hafa 4 millisek- úndna sóknartíma. Vélar sem þessar eru að vísu ekki sjálfsögð eign á hverju heim- ili heldur eru þær mikið notaðar til að vinna með mjög stórar myndir i Photoshop en aðallega við vinnslu myndbanda. Meðal þeirra sem keypt hafa slíka vél er Auglýsingastofa Reykjavíkur en þar er hún aðallega notuð til vinnslu í Photoshop forritinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.