Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1997, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1997 Vefsíða um morðingja fjarlægð i í. Sondra London blaðamað- ur setti fyrir nokkru upp siðu inni á heimasvæði sínu hjá America Online. Á henni var að finna skrif þriggja ijöldamorðingja og leiðbein- ingar um íjöldamorö sem einn þeirra hafði skrifað. America Online ákvað fyrir skemmstu að taka þessa síðu af heimasvæðinu sínu. London þarf þó ekki að ör- vænta þvi að hún hefur feng- ið 50 tilboð frá aðilum sem eru tilbúnir til að hýsa síð- una fyrir hana. London hefur skrifað þrjár metsölubækur sem fjalla allar um fjölda- morðingja. Hún hefur einnig kynnst þeim persónulega en hún var unnusta Dannys Harolds Rollings sem myrti fimm háskólastúdenta i Flór- ída. Hún segir að tilgangur- inn meö því að setja þetta á vefmn hefði verið sá að gefa fólki meiri innsýn inn í hugs- anagang fjöldamoröingja. Tímamót í þróun tölvu- skjáa Fyrirtækið Westaim Corp hefur lýst því yfir að eftir um sex ára rannsóknir sé loksins hægt að sjá fram á timamót í þróun flatra skjáa. Þessar rannsóknir gætu leitt til framleiðslu á örþunnum skjám bæði fyrir tölvur og sjónvarp. Kevin Jenkins, for- seti Westaim, segir að þeim hafl tekist að framleiða stöðugt blátt fosfór sem er nauðsynlegt til að fá meiri vídd í litina á skjánum. Vís- indamenn hjá Westaim segja að tæknin sem þeir nota bjóði upp á meiri litagæði en aðrir flatir skjáir. Einnig segja þeir að myndin sé skýr frá öllum sjónarhomum, ólíkt öðmm sambærilegum skjám. Ekki stendur til að fyrirtækið vinni að gerð stærri skjáa með svipaðri tækni. Þegar Netið og sjónvarpið gengu fyrst saman í eina sæng þótti mörg- um það vera undarleg samsetning. Hver myndi vilja borga fyrir þjón- ustu sem innihéldi það versta frá báðum stöðum - skýjaða sjónvarps- mynd og hægvirkan tölvubúnað? Ekki mjög margir, að því er virtist. í fyrstu laðaði þessi nýi miðill að- eins 150.00 manns til sín, sem er til dæmis aðeins 1% af áskrifendum netþjónustu America Online. Ný kynslóð í netsjónvarpstækn- inni gæti hækkað þessa tölu til muna. Um er að ræða NetChannel, sem lofar meira sjónvarpi, minna af vefnum og mun meiri gæðum. Að- standendur þess vonast til þess að taka smáhlut frá Bill Gates. En Gates á svar við þessu. Microsoft hefur nú kynnt til sög- unnar WebTv Plus sem þeir segja að sé hraðvirkara og öruggara kerfi en áður hefur þekkst. Vonast er til að þetta kerfi muni gera vefsjón- varp að ómissandi tæki á hverju heimili. Það sem er óvenjulegast við þessa tækni er að á meðan á sjón- varpsþáttunum stendur er hægt að fara inn á upplýsinganet sem veitir meiri upplýsingar um það sem horft er á. WebTv hefur gengið frá samn- ingum við Discovery, E! Online, PBS, Warner Bros. online og að sjálfsögðu MSNBC um að vera hluti af þessari þjónustu. Innbyggður stillir í þessu kerfi er innifalið sjón- vai-psstillir og tvískipt mynd þannig að hægt er að horfa á sjónvarpið og flakka um vefinn á sama tíma. Einnig er 1,1 Gb harður diskur fyr- ir geymslu í tölvunni sjálfri, spjall- forrit, þrívíddarforrit og 56K mótald. „Eini munurinn á þessu og PC- tölvu í fullri stærð er að það vantar Pentium-örgjörvann," segir Larry Gerbrandt, einn af forsvarsmönnum þessarar tækni. Það sameinar hljóð og mynd betur en nokkur tölva á markaðnum. Gæðin eru svo mikil að menn vilja jafnvel frekar horfa á vefsjónvarp en venjulegt sjónvarp," bætir hann við. Bráðum horfa menn almennt á sjónvarp um vefinn. NetChannel minni í sniðum Á meðan þessi ósköp koma frá Microsoft hefur NetChannel aðeins það að markmiði að vera með eina rás. En sú rás er líka þeirra eigin. Þeirra mottó er: „Þetta er þín rás. Taktu við stjórninni.“ Notendur lýsa því hvað þeir vilja og fá inni- hald (og reyndar líka auglýsingar) sem passar við lýsingarnar. Sex manna fjölskylda getur búið til sína eigin sjónvarpsstöð og skoðað vef- síður sem eiga við áhugamál þeirra. Netchannel hefur einnig gert samn- inga við framleiðendur á borð við A&E, Amazon, CBS Sportsline o.fl. Philip Mantego framkvæmda- stjóri segir að þetta form komi vef- sjónvarpinu á kortið. „Menn hafa lagt of mikla áherslu á Netið og of litla áherslu á sjónvarpið," segir hann. „Þetta er ekki bara Netið í sjónvarpinu. Þetta er nýr miðill. Þriðji keppandinn um þennan nýja og athyglisverða miðil er WorldGate. Þeir vilja að notuð sé sérstök fjarstýring sem sé tengd við stafrænan kassa. Netaðgangur yrði á góðu verði. Hins vegar þarf að skipta um móttakara í kapalkerfun- um sem kostar dálitið mikið. Þetta kerfl er ekki tilbúið enn þá. Eins og staðan er í dag sjá allir þeir sem ætla að bjóða slíka þjón- ustu að markaðurinn er helst hjá þeim sem eru ekki nettengdir. Amma gamla vill kannski ekki eyða á annað hundrað þúsund krónum í að kaupa tölvu. Hún hefur kannski engan áhuga á að hafa eigin heima- siðu eða spila tölvuleiki. En hana langar kannski að senda manni tölvupóst og flakka aðeins um vef- inn. Hún er aðalmarkaðurinn. Betra en áður Markmiðið með vefsjónvarpi núna er að gera þetta líkara því að horfa á sjónvarp en að skoða vefmn. Peter Krasilovsky, varaforseti Ar- len Communications, segir: „Það var mjög undarlegt að flakka um Netið á meðan auglýsingarnar voru í sjónvarpinu. Vefsjónvarpið eins og það var var ekki gagnlegt til annars en að nota tölvupóst." Hann spáir því að fyrirtæki á borð við WebTv muni setja mark sitt á fjölmiðlafíkla sem horfa mikið á sjónvarp og lesa mikið af bókum. Einn sérfræðingur bendir líka á að sjónvarpsáhorfun sé miklu meiri fjölskylduathöfn heldur en að nota tölvu. Kannski er þarna hugsanleg leið fyrir tölvumarkaðinn til að festa sig í sessi sem fjölskyldu- skemmtun. -HI/Netly News Intel fjárfestir Intel hefur tilkynnt að þeir muni bráðlega setja um 100 milljónir dollara í að þróa nánar hinn nýja Pentium II örgjörva. Þá eru þeir ekki bara að tala um að nota hann í tölvu heldur lika í útvarp og sjónvarp. Örgjörvinn verð- ur markaðssettur sem tæki hraðvirkustu tölvanna sem getur meðhöndlað víðóma hljóð og myndir. Hann á að geta ráðið við flóknustu margmiðlunarverk. Intel hef- ur lagt alveg gífurlega fjár- muni í örgjörvann þrátt fyrir að nánast allar PC-vélar verði að nota örgjörva frá þeim. Samstarfssamningur um myndgeisladiska Digital Video Systems (DVS), sem framleitt hefur og þróað myndgeisladiska og einnig DVD, hefur haflð samstarf við kínverska Tæknigarði Internetþjónusta Sími: 525 4488 Þessi miði veitir handhafa frítt ISDN módem* *Gegn 3 mánaða innborgun á samning til 12 mánaða Tilboð þetta býðst éjngöngu Visa- og Euro- greiðslukortahöfum fyrirtækið Panyu Tian Le Elect- rical Manufacturing Co. sem fram- leitt hefur starfræn rafmagnstæki. Samstarfssamningurinn felur í sér að DVS fær aðstöðu í Kína til að búa til báðar diskategundir og þaðan verði þeim dreift um heim- inn. Einnig mun þetta lækka fram- leiðslukostnaðinn og gera DVS þannig kleift að keppa á markaðn- um í Asíu. DVS hefur lagt fram töluvert fé í samstarfið og hefur skuldbundið sig til að leggja fram fé aukalega á meðan Panyu lagði fram nánast allar eigur sínar, þ.á m. stórt fram- leiðsluhúsnæði og 500 starfsmenn. Einnig leggur kínverska fyrirtæk- ið fram nokkrar af vörum sínum. Tom Parkinson, forseti DVS, sagði að þetta væri stórt tækifæri fyrir Digital til að koma vörum sínum verulega á framfæri í Kína og Asíu. „Stjórnarformaður okkar, Dr. Sun, var fyrstur til að kynna mynddiskinn í Kína og áhrif hans í Asíu munu hjálpa til við söluna.“ Talsmenn Digital telja að mark- aðurinn í Kína fari sífellt stækk- andi. Átta milljónir mynddiska voru seldar í fyrra en reiknað er með að sú tala tvöfaldist i ár. Einnig segja þeir að aðstaðan sem þeir fái hjá Panyu hafi í fór með sér minni kostnað og samkeppnis- hæfa lausn, þannig að DVD-spilur- um verði einnig dreift um heim- inn. Digital ætlar að kynna slíka spilara í lok ársins. Fyrirtækin munu stofna sameig- inlegt fyrirtæki sem heitir Panyu DVS Electrical Appliances Manu- facturing Co., Ltd. DVS mun eiga 51% hlut og Panyu 49%. Digital hefur verið leiðandi í framleiðslu á DVD-diskum og sér nú fram á að stækka markað sinn fyrir. þessa diska verulega. Þeir hafa hins vegar ekki enn þá getað komið með eigin spilara og þvi verður slíkt mikil timamót fyrir fyrirtækið ef þeir ná að koma slíku frá sér. Talið er líklegt að ef þessar áætlanir gangi eftir verði Digital með lykilstöðu bæði á DVD- markaðnum og jafnvel spil- aramarkaðnum. -HI/Reuter 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.