Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1997, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1997, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1997 Ole leikstýrir Rose Danski leikstjórinn Ole Bomdal, sem fenginn var til Bandaríkjanna til að leikstýra amerískri útgáfu af Nattewagten, hefur hafíö undirbúning að sinni annarri kvikmynd vestan- hafs, Rose, sem gerð er eft- ir skáldsögu Martins Cruz Smiths (Gorky Park). Ger- ist sagan í Englandi árið 1876 og er aðalpersónan amerískur ævintýramaður sem flýr hneykslismál og sest að i námubænum Wig- an þar sem hann er feng- inn til að leysa dularfullt mannshvarf. Nú fer að líða að frumsýningu Nightwatch og bíða margir sjáifsagt spenntir hvort tekist hefur að koma sög- unni úr danska líkhúsinu yflr á amerísku. Með aðal- hlutverkin fara Nick Nolte, Ewan McGregor og Pat- ricia Arquette. fsstormur Opnunarmynd á kvik- myndahátíðinni í New York, sem hefst 26. septem- ber, verður nýjasta kvik- mynd Ang Lees (The Wedding Banquet, Sense & Sensibility), Ice Storm. Myndin gerist meðal fina fólksins í Connecticut, í nóvember 1973, þegar Nixon er á síðasta snún- ingi í forsetaembættinu og fjallar um fólk sem telur öryggi sitt i hættu. Meöal leikara í myndinni eru Kevin Kline, Sigoumey Weaver, Joan Allen og Christina Ricci. ID2000 Independence Day er einhver vinsælasta kvik- mynd allra tíma og því ljóst að framhald verður gert. Leikstjórinn Roland Emerich er þegar kominn með drög að handriti og enn eru það geimverur sem herja á jörðina og eru víst í hefndarhug. Ekkert hefúr verið látið uppi um hvenær myndin verður sýnd og aðeins einn af að- alleikurunum úr fyrri myndinni kemur til með að endurtaka hlutverk sitt, Bill Pullman, sem lék for- seta Bandaríkjanna. Washington Square Meðal kvikmynda sem verða frumsýndar á kvik- myndahátíðinni í New York er Washington Squ- are, gerð eftir skáldsögu Henrys James og er Agnieszka Holland leik- stjóri. Hinn kunni leik- stjóri, William Wyler, kvik- myndaði þessa sögu á sín- um tíma undir heitinu The Heiress. Fjallar myndin um ríka konu sem býr með foður sínum. Hefur hann ekki enn fundið ástina i lífi sínu. Telur hún sig vera að komast á pipar- jónkualdur þegéu- imgur myndarlegur maður verður á vegi hennar. Meö aðal- hlutverkin fara Jennifer Jasson Leigh, Albert ney, Ben Chaplin og Maggie Smith. Undanfari íslenska kvikmyndavorsins: Þóra Sigurþórsdóttir fer með aðaihlutverkiö í Morðsögu. Hún er á myndinni ásamt Elvu Gísiadóttur. Nú eru tuttugu ár frá því íslenska kvikmyndin Morðsaga var tekin til sýninga, en hún var fyrsta íslenska leikna kvikmyndin í fullri lengd sem hafði verið gerð frá því Óskar Gíslason gerði Nýtt hlutverk árið 1964. Og það má með sanni segja að Morðsaga hafi verið undanfari ís- lenska kvikmyndavorsins sem hófst 1979. Það var Reynir Oddsson sem átti heiðurinn af gerð myndarinnar og vakti gerð hennar mikla athygli. Morðsaga var frumsýnd í Stjömu- bíói og Nýja bíói 12. mars 1977 og var aðsóknin gríðarleg og það var þessi aðsókn sem kveikti í brjóstum margra ungmenna og hvatti þá til dáða. Flestir sem fjölluðu um myndina fannst gerð myndarinnar mikið afrek enda höfðu Reynir Oddsson og félag- ar hans úr litlum fjár- munum að moða við gerð hennar. í tilefni tuttugu ára afmælisins mun Há- skólabíó hefja sýningar á henni í dag og er forvitni- legt að fylgjast með því hvemig ný kynslóð tekur henni. Reynir Oddsson var allt í öllu við gerð mynd- arinnar, leikstýrði, kvik- myndaði sjálfúr að mestu leyti og klippti, en helsti aðstoðarmaður hans var söngvarinn og leikarinn Hörðrn- Torfason sem einnig lék i henni. Kvik- myndataka hófst í júlí 1975 og stóð fram í ágúst, en þá varð að gera hlé þar sem gallar komu fram í kvikmyndatökuvél og þurfti því að byrja upp á nýtt árið eftir, eða í júli 1976. Margt fleira varð til að tefja verkið, en kvik- myndatöku lauk í september 1976. Margir þekktir leikarar léku í Morðsögu, má þar helst nefna Guð- rúnu Ásmundsdóttur og Steindór Hjörleifsson, sem bæði fóm með stór hlutverk, en meðal annarra leikara má nefna Guðrúnu Stephen- sen, Róbert Amfmnsson, Sigrúnu Björnsdóttur, Pétur Einarsson, Þóm Borg, Elfu Gisladóttur, Kjartan Ragnarsson og Margréti Helgu Jó- hannsdóttur. Aðalhlutverkið lék aft- ur á móti óþekkt 19 ára stúlka, Þóra Sigurþórsdóttir, sem Reynir fann bak við afgreiðsluborðið í tísku- verslun. Reynir Oddsson var að vonur mjög ánægður á sínum tíma með viðtökumar. í blaðaviðtcdi nokkrum dögum eftir frumsýningu segir hann: „Undirtektir hafa verið alveg frábærlega góðar og raunar betri en ég þorði að vona. Segja má aö það hafi blásið mjög jákvæður byr ... og ég vona svo sannarlega að þessi jákvæði áhugi haldi áfram, á því veldur framhaldið." -HK Líflegt partí í Morðsögu. Eiva Gísladóttir dröslar Ingólfi Sigurðssyni til sem viröist hafa fengið sér of mikiö af veigunum sem í boöi eru. Umsagnir um Morðsögu Það var nýtt fyrir alla kvik- myndagagnrýnendur árið 1977 að fá tækifæri til að skrifa um ís- lenska kvikmynd og bera skrif þeirra þess nokkuð merki þótt yfir- leitt sé fjallað um hana á faglegum nótum. Hér á eftir fara nokkrar innsagnir blaðanna eftir frumsýn- ingu myndarinnar: Hljóðið verst „...Hins vegar er hljóðið jafn- versta tæknilega atriðiö í mynd- inni, en líkt og aðrir tæknigailar, sem reyndar eru lítilmótlegir, stafa þeir beinlínis af fjárskorti og það er í rauninni undravert í þvi tilliti, hversu fagmannlega myndin lítur út.“ SSP, í Morgunblaðinu, 15. mars 1977. Hæg spenna í heild er þetta nokkuð sterk ádeilumynd. Um leið og fyrir þá sem ekki nenna að hugsa um boð- skap myndarinnar, er hún spenn- andi. Spennan byggist að vísu nokkuð hægt upp og virðist mynd- in langdregin framan af ...".Þó skyggði þar aðeins á að einhver galli virtist vera í talinu. Reyndar fannst manni oftar að eitthvað hefði mátt finpússa það.“ Gissur Sigurðsson, í Dagblaðinu, 14. mars 1977. Kom á óvart „Þessi kvikmynd er góð, miklu betri heldur en undirritaður hafði nokkum tímann þorað að vona. Leikaramir vinna störf sín af alúð og kostgæfni. Helstu veikleikar myndarinnar koma fram í hljóð- setningu, sem orsakast af fjár- skorti fyrst og fremst og einhæfri notkun kvikmyndavélarinnar..." Rafn Sigurðsson, f Vísi, 19. mars 1977. Face off irk+ri f þessari nýju mynd sinni skapar Woo spennuhasar sem jafnframt því að vera vel skorðaður I bandarlsku kvikmyndasam- hengi ber stll og hæfni Woos fagurt vitni. Travolta og Cage eru þarna í súperformi; sérstaklega er gaman að sjá Travolta sanna sig þarna enn og aftur og aö öllu leyti er val- inn maður í hverju rúmi. -öd When We Were Kings i t i j ' Rab'æf”ýsing á elnum mesta hnefaleika- kappa sem uppi hefur veriö, Muhammed Ali, og síðasta stóra einvíginu hans fyrir tutt- ugu og þremur árum. Sem heimildarmynd skákar hún flestum sams konar myndum um íþróttir um leið og hún er pólitísk og mannleg. -HK Lady and the Tramp Þessi klassíska teiknimynd segir frá tík- innl Laföi og flækingsrakka sem viö skuium kalla Snata. Hún er saklaus og fögur, hann kankvís þorparl meö hjarta úr gulli. Þegar Lafði lendir I ræsinu tekur Snati hana upp á arma sína (ef hundar geta slíkt). Rómantlk- in blómstrar og þau lenda I ýmsum ævintýr- um. -GE Breakdown ýrkk Sakamálamynd sem kemur á óvart, góð saga með myndrænni frásögn um mann sem verður fyrir því að eiginkona hans hverfur I bókstaflegri merkingu orðsins. Seinni hlutinn er ákaflega spennandi og hraður. Jonathan Mostow er leikstjóri og handritshöfundur sem vert er að fylgjast með. ■HK Tveir á nippinu krkrk Handritið er skemmtilega skrifaö og Robbins og Lawrence ná samleik sem hef- ur myndina langt yfir þá meðalmennsku sem einkennir fjólmarga þá dóma sem ég las um hana. Ég er haldinn þeirri sérvisku aö telja gamanmynd góða ef hún er fyndin. Blossi ★★★ Blossi sýnir og sannar aö ekki bara Júl- íus Kemp, heldur íslensk kvikmyndagerö I heild sinni, hefur komiö langan veg slöan eftir Veggfóður. Samræðurnar rúiluðu vel I meðförum þeirra Páls Banine og Þóru Dungal sem, þrátt fyrir reynsluleysi, voru með eindæmum sannfærandi og skemmti- leg sem dálítiö ráövillt ungmenni. -ÍID Horfinn heimur: Jurassic Park kkrk Eftir frekar hæga byrjun, þar sem mlkill tími fer I útskýringar, tekur Horfinn heimur vel við sér þegar komið er I návígl við grameðlur, snareðlur og aðrar fomar eðlur. Sagan er greinileg framhaldssaga, þar sem lítið er um nýjar hugmyndir, en af sinni al- kunnu snllld og fagmennsku tekst Steven Spielberg að skapa ógnvekjandi skemmtun sem fær stundum hárin til að risa. -HK Men in Black kkrk í MIB er eins og yfirfærslan úr teiknl- myndasögu I kvikmynd sé aldrei fullfrágeng- in og kemur þetta sérstaklega niöur á plott- inu. Áherslan er slík á húmor og stíl aö sjálf- ur hasarinn verður útundan og I raun virkar MIB meira sem grinmynd en hasar. En þrátt fyrir alla galla er þessi mynd ómissandi fyr- ir alla þá sem láta sér ekkert mannlegt óviökomandi. -úd Bean kk-i Af Bean má hafa bestu skemmtun. í henni eru margar óborganlegar senur sem ég hefði kosið að sjá fléttaðar saman af meiri kostgæfni. -6E Lifsháski kkk í fjölbýlishúsi býr borgarbúlnn oft i ein- angruðu en nánu samllfi við fólk sem hann hvorki þekkir né vill kynnast. Myndir likar Lifsháska leggja áherslu á þessa einangrun meö því að færa aðalhefjuna i annarlegt umhverfi og neyða hana tll þess aö laga sig að þessu litla samfélagi. Lífsháski visar skemmtilega i hefðina og leikararnir eru sannfærandi i óvenjulegum hlutverkum.-OE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.