Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1997 Pierre Dörge's New Jungle Orchestra - China Jungle Mikiðflör ★★★ Stutt er síðan Frumskóga- hljómsveit danska gítarleikar- ans Pierre Dörges lék á RúRek-djasshátíðinni í Reykjavík. Þá var troðfuUt á Hótel Sögu og var hljómsveit- inni ákaft fagnað. Pjörið í músíkinni er mikið og hún er einhvem veginn þess eðlis að margir hafa efasemdir um að hún skili sér vel á plötum. Það má til sanns vegar færa því að ekki hljóma allar plöt- ur hljómsveitarinnar eins vel og þessi hérna en hún er í einu orði sagt stórskemmtileg. Á það ber þó að líta að maður kannast við mörg lögin frá tónleikunum svo að það er dálítið eins og skemmtileg upprifjun að hlusta á þau. Ekki er þó allt eintómt fjör og trumbusláttur og homablástur með látum á China Jungle. Það má finna rólegri hliðar á hljómsveit- inni í lögum eins og Feng Huang og Magic Mystery Moon þar sem rödd hljómborðsleikarans Irene Becker er notuð mjög smekklega með öðrum hljóðfærum, eins og hljóðfæri fremur en söngrödd beinlínis. Sama gerist í lagi trommarans Bents Clausens, Clear as a Bell. Allra handa þjóðleg áhrif blandast í þessari músík, aðallega þó frá fjarlægum heimshomum, Afríku og Asíu, og svo sérstaklega frá Kína. Svo blandast þetta djassi á mjög sérstæðan hátt. Lagið Lions of Shanghai er til að mynda mjög melódískt, með gamaldags djassyfirbragði, og er tileinkað ævafornum hljóðfæraleikurum sem í „hundrað ár“ (P.D.) hafa leikið næstum því hvert einasta kvöld á Peace Hotel í Shanghai. - Á hljómdiskinum em 15 lög hvert ööru skemmtilegra og alls ekki eins þreytandi til lengdar og við mætti búast af hljómsveit með svona sérstæðan karakter. Ingvi Þór Kormáksson Sigur Rós: Von lilraun ★★* Hljómsveitin Sigur Rós er í hópi yngri sveita landsins og hefur starfað í fjögur ár. Von er fyrsta plata sveitarinnar og verður að teljast ólík öllu þvi sem er að gerast í íslensku tón- listarlífi. Flest lög plötunnar liggja í sveimandi andrúmslofti strengja og hljóðgervla og ten- órrödd söngvarans minnir ósjálfrátt á tíðasöngva munka á miðöldum. Við fyrstu hlustun hvarflaði að mér að hér væri um að ræða nokkurs konar þematónlist líkt og Peter Gabriel gerði við Martin Scorsese-myndina The Last Temptation of Christ en sú hugmynd fjaraði brátt út þó að margt sé líkt með verkunum og skírskotanir í theologíu sé að fmna í textum við lögin Hún Jörð og Syndir Guðs. Lagið Myrkur kemur manni nokkuð á óvart inni á miðri plötu, gjörólíkt öllu öðru á plöt- unni, með þéttum bassaleik og einhvem veginn dettur manni U2 í hug. Lagið á eftir heitir 18 Sekúndur Fyrir Sólarupprás og er þögn í 18 sekúndur, nokkuð góður húmor það. Lagið Von verð ég aö telja besta lag plötunnar og nýtur söngur Jóns Þórs Birgissonar þar sín einna best. Vert er að geta vandaðs umslags á disknum sem er að öllu leyti verk þeirra félaga. Von er plata með mjög sterkan heildarsvip og Sigur Rós hefur sterk sérkenni sem koma berlega í ljós. Hins vegar á ég erfitt með að gera upp við mig hvort sveitin eigi meira erindi við gerð kvikmynda- tónlistar eða sem kærkomin viðbót og útvíkkun við frjótt tónlistarlíf um þessar mundir. En það er mitt vandamál! Páll Svansson Spaðar: Ær og kýr Hrátt en stórgott Hljómsveitin Spaðar er að mestu leyti skipuð háskóla- mönnum og kenmmim sem ráða ekki við spilagleði sína eða að koma henni á framfæri. Og það er það sem prýðir þessa plötu, gleðin skín hvar- vetna i gegn þó að söng sé á sumum stöðum áfátt. Tónlistin leiðir okkur á slóð- ir mandólínleikara og annarra gleðigjafa Grikklands og Aust- ur-Evrópu, enda eru höfundar sumra laga ættaðir þaðan. Engu síðri eru lagasmíðar þeirra Guðmundar Ingólfssonar, Guð- mundar Guðmundssonar, Gunnars Helga Kristinssonar og Magnúsar Haraldssonar. Lögin Lítill fugl og Ekki lengur eftir Guömund Ingólfs- son þykja mér þó bera af. Tónlist og flutningur Spaða á plötunni Ær og kýr setur mann í brúðkaupshugleiðingar að því leytinu til að hér er komin hljómsveitin sem spilar í brúðkaupinu. Slíka lifshamingju • sem'Spaðar túlka er erfitt að leika eftir og greinilegt að meðlimir skemmta sjálfum sér konunglega. Er hægt að biðja um meira? Páll Svansson ★★★ með tónleika Hljómsveitin Maus heldur í kvöld tónleika í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð. Hljómsveit þessi hefur spilað þar árlega undanfarin ár. Hljómsveit- irnar Andhéri og 200.000 naglbítar frá Akureyri hita upp. Á tónleikunum mun Maus leika lög af væntanlegri plötu sem áætl- að er að komi út eftir um mánuð. Hinar tvær hljómsveitirnar eru reyndar einnig að vinna að útgáfu á efni. Verð á þessa tónleika er 350 krónur fyrir félaga nemendafélags MH, 450 krónur fyrir nemendur í framhaldsskólum og 500 krónur fyrir aðra. Þess má til gamans geta að þess- ir tónleikar eru þeir 100. sem Maus heldur á ferli sínum. Búast má við að eitthvað skemmtilegt verði gert í tilefni þessara tíma- móta. Mezzoforte - ný heimildarmynd Stutt tónleikaferð hljómsveitar- innar Mezzoforte til Noregs í ágúst tókst mjög vel og fékk hún mjög góða dóma í norskum blöðum, að sögn Eiríks Ingólfssonar, umboðs- manns hljómsveitarinnar. Eftir þessa tónleikaferð hafa þeir Mezzof- orte-félagar tekið sér frí ffá tónleik- um af persónulegum ástæðum. Frið- rik Karlsson gifti sig þann 16. ágúst og eiginkona Eyþórs á von á sínu fjórða bami í september. Hins vegar hefur hljómsveitin verið að vinna að nýju efni. Uppi eru áætlanir um aö plata með bestu lögum Mezzoforte komi út fyrir jól eða í byrjun næsta árs. Eitthvert nýtt efni verður líklega á plötunni, t.d. endurunnar útgáfur af lögunum „Monkey Fields“ eða „Make it Fun- ky“. Einnig er Stöð 2 að vinna að heimildarmynd um Mezzoforte sem mun gera öllum ferli hljómsveitar- innar skil. Þar verða syrpur af tón- leikum hljómsveitarinnar og viðtöl. Áætlað er að sýna þessa heimildar- Ný plata frá Unun og myndband í vinnslu Hljómsveitin Unun hefur vakið mikla athygli bæði hér á landi og erlendis fyrir frábæra framkomu og góða tónlist og hún er að gera það gott í Bretlandi þessa dagana. „Við gáfum út þessa plötu, You do not Exist, opinberlega þann 1. september. Lagið komst á lista í breska útvarpinu en svo dó Díana prinsessa af Wales og þá var lag- inu kippt út. Við forum í mynd- bandagerð á mánudaginn og tök- um lagið I see Red. Það er unnið í OZ. Leikstjóri er Sjón og framleið- andi er Úlfur. Við fórum líklega til Englands í nóvember að spila en það er samt ekki staðfest," sagði Þór Eldon, einn Ununarmanna, i samtali við DV. -DVÓ mynd fyrir lok þessa árs og verður mynd- in einnig sýnd á al- þjóðlegum vettvangi. Árlegir tónleikar hljómsveitarinnar verða líklega í Reykjavík í lok nóv- ember eða í byrjun desember. Hljóm- sveitin mun líklega halda i tónleikaferð þegar safnplatan er komin út. -DVÓ Billy Joel: Hættur að I Billy Joel, sem búinn er að rokka nánast stanslaust i hátt i þrjátiu ár, er ekki eins hrifmn af rokkinu og hann var. Joel lýsti þessu yfir í opinskáu viðtali í nýjasta hefti tímaritsins Rolling Stone. „Ég byrjaöi aö læra sigiida tónlist þegar ég var fjögiu-ra ára. þegar ég varð síöan 13 ára veiddi rokkið mig síðan í net sitt. Ég hef átt í ástríöufullu sambandi við rokkið. En nú er ég oröinn 48 ára og það er ansi gamalt," segir Joel í viötalinu. Það nýjasta sem frá honum hef- ur komið er Greatest Hits III sem er safndiskur með bestu Jögum seinustu platna Joels. Hann til- kynnti nýlega að hann væri hætt- ur að skrifa popptónlist, aö minnsta kosti í bili, og einbeita sér að klassískum útsetningum. „Ég vii ekki vera rokkstjarna. Ég vil vera listamaður,“ sagði Joel. Joel, sem er frægur fyrir mörg lög á borð viö Tell Her About lt, Uptown Girl, My Life og Just the Way You Are svo einhver séu nefnd, segir að hann sé ekki sá eini á þessum aldri sem sé oröinn þreyttur á þessari sömu gömlu for- múlu sem popptónlistin sé orðin. „Þetta er gegnumgangandi í öllu poppi. Fólki líkar ekki það sem það heyrir og kaupir það því ekki.“ -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.