Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Page 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997
Fréttír
Aðalmeðferð „Hollendingsmálsins" i Héraðsdómi Reykjavíkur:
Höfuðpaurinn játaði
- konurnar neita og gangrýna harölega einangrunarvist á Litla-Hrauni
Höfuðpaurinn í „Hollendingsmálinu", Albart Jan van Houten, sést hér í fylgd fangavarða á leið úr Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Hollendingurinn viðurkenndi þá sakargiftir við aðalmeðferð málsins fyrir dómi. DV-mynd E.Ól
Tveir sakbomingar i Hollendings-
málinu svokallaða viðurkenndu sak-
argiftir við skýrslutökur í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gærmorgun.
Konurnar tvær, sem ákærðar eru,
neituðu hins vegar sakargiftum fyrir
dómi. Fimmti sakborningur verður
leiddur fyrir dóminn á miðvikudag.
Sakbomingarnir fimm eru ákærð-
ir fyrir innflutning, kaup og sölu á
miklu af fíkniefnum sem komu til
landsins með tveimur sendingum á
síðasta ári. Þrír íslendingar eru
ákærðir, þau Rúnar K. Óskarsson, 56
ára, Ásgeir E. Þóröarson, 47 ára, og
Lára D. Sigurðardóttir, 36 ára, og
hollenska parið Albart Jan van Ho-
uten, 56 ára, og Carla Wolff, 51 árs.
Albart planlagði
Albart er gefið að sök að hafa lagt
á ráðin og skipulagt innflutning
fikniefna hingaö til lands í félagi við
nafngreint fólk í Hollandi og hér á
landi. Sigurður Gísli Gíslason sak-
sóknari spurði Albart hvenær skipu-
lagningin hefði hafist.
„f ágúst 1996, en áður var reynt að
finna fólk til að fara með efnin til ís-
lands. Ég hafði heyrt að það væri
áhugi á íslandi að taka á móti fikni-
efnum. Ég skipulagði þetta ekki
einn. Kunningi minn í Hollandi átti
efnin. Ég átti síðan að fá borgað þeg-
ar ég kæmi aftur til Hollands. Ég átti
að fá prósentur af sölunni," svaraði
Albart.
Þegar Sigurður Gísli Gíslason sak-
sóknari spurði hversu mikið hann
hefði átt að fá í sinn hlut svaraði Al-
bart: „Það var talað um 10 þúsund
gyllini (um 360 þúsund ísl. krónur)
fyrir hverja ferð.“
Fíkniefni í Norrænu
Albart sagðist hafa ekið austur til
Seyðisfjarðar ásamt meðákærðu
Láru í því skyni að taka á móti
Citroén-bifreið sem kom með Nor-
rænu í september 1996. í bifreiðinni
var falið mikið af flkniefnum, 15 kíló
af hassi, 3 kíló af amfetamíni og
500-600 e-töflur. Albart kvaðst hafa
tekið á móti bílnum með efnunum og
ekið honum til Reykjavíkur. Hann
neitaði þó að um hefði verið að ræða
3 kíló af amfetamíni eins og ákæran
hljóðar upp á, taldi að aðeins hefði
verið um eitt og hálft kíló af efninu
að ræða.
Albart viðurkenndi að hafa farið
með bílinn og fikniefnin að Birki-
teigi 24 í Keflavík 4. september. Þar
hefði hann selt meðákærða, Ásgeiri,
2 kíló af hassinu fyrir a.m.k. 640 þús-
und krónur. Albart sagðist hafa
sama dag flutt efnin að öðru leyti til
Reykjavikur og þar selt Ásgeiri 1
kíló af amfetamininu 5. og 6. septem-
ber fyrir 1,2 milljónir króna. Hann
viðurkenndi aö hafa síðar í þeim
mánuði afhent meðákærðu, Rúnari
og Láru, það sem þá var eftir af efn-
unum til söludreifingar og geymslu.
Desemberferöin
Albart viðurkenndi enn fremur að
hafa í fyrri hluta desember á síðasta
ári skipulagt innflutning á tæpum 10
kílóum af hassi til íslands. Hann
sagðist hafa aflað efnisins í Hollandi
og lagt fram fé til að standa straum
af ferðakostnaði. 11. desember kom
hann til íslands í félagi við meðá-
kærðu, Cörlu Wolff. Tollverðir á
Keflavíkurflugvelli fundu tæp 10 kíló
af hassi í farangri Cörlu við komuna
til landsins. Albart sagði aö Carla
hefði ekki vitað af fíkniefnunum.
Hann sagði að taska með efnunum í
hefði óvart lent á hennar nafni á
flugvellinum í Lúxemborg. Albart
sagðist hafa móttekið samtals um 3
milljónir króna fyrir fikniefnin í
báðum ferðunum. Hann sagði að
Rúnar hefði verið búinn að borga
800-900 þúsund krónur fyrirfram,
eða einn þriðja af kaupverði alls efn-
isins.
Samstarf viö lögregluna
Eftir að Albart var handtekinn 11.
desember bauðst hann til samvinnu
við lögregluna. Daginn eftir fór hann
með pakka til Rúnars á hótel við
Barónsstíg i Reykjavík. í pakkanum
áttu að vera 6 kíló af hassi sem Rún-
ar ætlaði að kaupa. í pakkanum var
hins vegar gerviefni sem lögregla
hafði sett í. stað hassefnisins.
Refsiramminn fyrir brot þau sem Al-
bart er ákærður fyrir er um 10 ára
fangelsi. Hins vegar má búast við að
Nýtt útspil í pólitíkinni í Hafnarfirði:
Samstaða
verður til
Samstaða, sem er ætlað að
vinna að framboði fyrir bæjar-
stjórnarkosningarnar næsta
vor, verður stofnuð í Hafnarfirði
á næstu dögum. Undirbúningur
er langt á veg kominn og eru
þeir sem mest hafa unniö að
stofnun Samstöðu sannfærðir
um að boðið verði fram í kosn-
ingunum næsta vor.
Það eru félagar í Alþýðu-
flokki, Alþýðubandalagi og fleiri
sem vinna að undirbúningi fyrir
Samstöðu.
Viðmælandi DV segir að
ástandið í stjórnmálunum í
Hafnarfirði sé með þeim hætti
að nauðsyn sé að jafnaöar- og fé-
lagshyggjufólk finni sér sameig-
inlegan vettvang þegar ljóst er
orðið að ekki verður af sameig-
inlegu framboði Alþýðubanda-
lags og Alþýðuflokks. Ekkert
hefur gengið i þeim viðræðum
þar sem Alþýðubandalagsmenn
geta ekki hugsað sér að ræða af
alvöru við krata meðan þeir
eiga aðild aö meirihlutasam-
starfi sem Alþýðubandalagið er
alfarið á móti.
Með stofnun Samstöðu er
stefnt að því að brúa þá gjá sem
greinilega er á milli þeirra afla
sem marga dreymdi um að ættu
góða samvinnu og myndu bjóða
fram saman næsta vor.
Viðmælandi DV segir mikinn
hug vera í fólki þrátt fyrir aö
meirihluti bæjarfulltrúa Al-
þýðuflokks hafi ekki viljað slita
núverandi meirihlutasamstarfi.
Þegar spurt var hvort menn
væru bjartsýnir á að þeim tæk-
ist að mynda samstöðu um
væntanlega Samstöðu og að tæk-
ist að bjóða fram, var svarið:
„Það verður gert.“
-sme
Vytautas Landsbergis, forseti litháíska þingsins, kom í fjögurra daga opin-
bera heimsókn hingaö til lands í gær ásamt föruneyti. Ólafur G. Einarsson,
forseti Alþingis, tók á móti Landsbergis í Leifsstöö og fór vel á meö þeim. í
gærkvöldi bauö Davíö Oddsson forsætisráðherra Landsbergis til einka-
kvöldveröar í sumarbústaö forsætisráöherra. I dag tekur forseti íslands á
móti honum á Bessastööum og einnig mun hann skoöa Þjóðminjasafn ís-
lands. DV-mynd Ægir Már
þar sem hann var samvinnuþýður
mildi það dóminn en spumingin er
hversu mikið.
Ásgeir E. Þórðarson viðurkenndi
allar sakargiftir fyrir dómnum, þ.e.
að hafa keypt 2 kíló af hassi af Al-
bart og síðar 1 kíló af amfetamíni af
sama manni. Hann sagðist hafa selt
verulegan hluta efnisins tveimur
nafngreindum mönnum á 2500 til
3300 krónur hvert gramm.
Konurnar neita
Carla Wolff neitaði alfarið að hafa
vitað um fikniefnin. Hún kvaðst hafa
verið fylgdarkóna Albarts og aðeins
langað til að ferðast með honum.
Lára kvaðst ekki hafa vitað að hún
væri að flytja fíkniefni með Albart
en viðurkenndi að hafa haft efnin í
vörslu sinni í neyð. Hún neitaði að
hafa selt efhin eða afhent þau til
söludreifmgar. Albart og báðar kon-
umar drógu allar fyrri yfirlýsingar
sinar úr lögregluskýrslum til baka á
þeim forsendum að þau hefðu verið
þungt haldin í 3ja mánaða einangr-
unarvist á Litla-Hrauni. Gagnrýndu
þau emangrunarvistina harðlega
fyrir dómnum.
Rúnar K. Óskarsson verður leidd-
ur fyrir dóminn á miðvikudag. Hann
er ákærður fyrir að hafa móttekið og
keypt mikið af fikniefnunum sem
um ræöir. Þá eiga mörg vitni eftir að
gefa skýrslu fyrir dómnum vegna
málsins.
Stuttar fréttir
Þrír hætta
Þrír af sjö borgarfulltrúum Sjálf-
stæðisflokks gefa ekki kost á sér í
prófkjör flokksins. Sextán taka þátt í
prófkjörinu, tíu karlar og sex konur.
Hert lög fyrir samræði
Umboðsmaður bama hefúr lagt
til að lágmarksrefsing fyrir að hafa
samræði við böm yngri en sextán
ára verði eins árs fangelsi og þá
burtséð frá aldri þess sem á sam-
ræði við bamið. Umboðsmaður
bama vill einnig að engu skipti
hvort samræðið fari fram með vilja
bamsins eða ekki.
Drukknaði við Benidorm
Jónas Björnsson, 39 ára Reykvík-
ingur, drukknaði við strönd
Benidorm á Spáni á sunnudag.
Morgunblaðið greindi ffá.
Heiðursprófessor í Kína
Ingvar Birgir Friðleifsson, for-
stöðumaður Jarðhitaskólans, hefur
verið kjörinn heiðursprófessor við
Jarðfræðistofnun akademiu Kína.
Kratar fordæma Finn
Framkvæmdastjórn ungra jafn-
aðarmanna fordæmir skipan Finns
Ingólfssonar viðskiptaráðherra
vegna skipana hans i bankaráð rík-
isbankanna. Þeir segja suma banka-
ráðsmannanna vera vanhæfa sök-
um hagsmunatengsla og að skipun-
in sýni hvemig stjómarflokkamir
vilji ríghalda völdum í bönkunum.
Verður ekki ákærður
Hallvarður Einvarðsson ríkissak-
sóknari hefur ákveðið að ákæra
ekki þýska skipstjórann á Vikar-
tindi. Héraðsdómur Reykjavikur
endurgreiðir því þær ábyrgðir sem
útgerðin hafði lagt ffarn vegna
strands Vikartinds.
Margir í sund í Kópavogi
Um eitt þúsund manns sýndu
áhuga á að kaup árskort að Sund-
laug Kópavogs á fyrsta degi sölunn-
ar. Með kortinu fýlgir aðgangur að
likamsrækt
1.200 stelpur
Um 1.200 stelpur mættu í Loft-
kastalann i gær til að freista þess að
fá hlutverk í Bugsy Malone sem sett
verður upp innan skamms. -sme