Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 Fréttir Sjávarútvegsháskólinn i Tromsö: Aðsókn íslendinga hrunið - segir Magnús Þór Hafsteinsson kennari DV, Tromsö „Þaö verður að segjast eins og er að aðsókn íslendinga að skólanum hefur hrunið á undanfórnum árum,“ segir Magnús Þór Hafsteins- son, kennari í veiðarfæratækni við Sjávarútvegsháskólann í Trömsö, vegna þeirrar fækkunar sem orðið hefur á íslenskum nemum við skól- ann. Magnús Þór segir að þetta skjóti skökku við og sérstaklega í ljósi þess að metaðsókn sé að skólanum meðal Norðmanna. Hann segist hafa ákveðnar skýringar á ástæðum þess að íslendingar sækist ekki lengur eftir skólavist. „Hluti ástæðunnar er sá að há- skólanám í sjávarútvegsfræðum býðst nú á íslandi. Hér er víðtækara nám og miklu rótgrónari skóli en boðið er upp á heima á íslandi þannig að ég tel mjög varhugavert að íslendingar stundi þetta ein- göngu á íslandi. Islenskur sjávarút- vegur er að verða alþjóðlegur og því mikilsvert að fá til starfa fólk sem hefur víðtæka menntun og reynslu," segir Magnús og bætir við að einnig hafi kreppuhljóð í íslensk- um sjávarútvegi latt ungt fólk til mennta í greininni. Magnús segir að nú stundi aðeins 7 íslendingar nám við skólann og engin formleg umsókn nýnema hafi borist frá íslandi í haust. Hann seg- ir að um 30 íslendingar hafi útskrif- ast frá skólanum frá upphafi. Hann segir að um 10 prósent allra sjávar- útvegsfræðinga frá skólanum séu ís- lendingar sem sýni þá miklu aösókn sem verið hafi frá íslandi. „Mörgum þessara íslendinga hef- ur gengið vel úti i atvinnulífinu sem hlýtur að teljast vera mælikvarði á Magnús Þór Hafsteinsson, kennari við Sjávarutvegsháskolann í Tromsö. gott nám. Mjög margir íslendingar hafa byrjað nám en ekki tekið form- legt lokapróf og þeir hafa einnig gert það gott. Það hefur raunar ver- ið vandi skólans að nemendur hafa verið það eftirsóttir í atvinnulífmu að þeir hafa verið hrifsaðir frá námi með safaríkum tilboðum," segir hann. Magnús segir skólayfirvöld hafa miklar áhyggjur af því hve mikið hefur dregið úr aðsókn íslendinga og þau hafi reynt að sporna gegn því. „íslendingar hafa almennt sýnt mjög góðan námsárangur og hafa sett skemmtilegan svip og ferskan blæ á skólann. Það hefur verið reynt að auglýsa eftir nýnemum að heiman en slíkt hefur því miður engan árangur horið,“ segir Magn- ús. -rt Lánasjóðurinn vinnur gegn námsmönnum - segja nemendur í Trömsö DV; Tromsö: „Lánasjóðurinn viður- kennir að þetta nám taki 5 ár. Það tekur nemendur hálft annað ár að ljúka sínu loka- verkefhi en til þess er ekki tekið tillit. Það þýðir að loka- sprettinn verða nemendur að fjármagna sjálflr og það er mörgum mjög erfitt. Það er jafnframt ljóst að til þess að ná í nauðsynlega sérþekk- ingu í sinu fagi þurfa menn að ljúka sérverkefninu," seg- ir Kjartan Ólafsson, nemandi við Sjávarútvegsháskólann, í samtali við DV. Hann og aðr- ir þeir íslensku nemendur við skólann tóku í sama streng og þeir sögðu Lána- sjóðinn beinlinis vinna gegn Kjartan Ólafsson, nemandi viö Sjávarútvegshá- skólann. DV-mynd Reynir Traustason því að mönnum væri kleift að stunda nám við skólann. „Sú stefna sem er uppi hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, aö refsa mönnum sem vinna með því að lækka lán til þeirra, verður til þess að mjög erfitt er fyrir íslenska námsmenn 1 Noregi að framíleyta sér. Ef það er rétt skilið að mark- mið manna sé að nemendur geti framfleytt sér þá er ljóst að þeir ná því alls ekki fram með núwerandi reglum,“ segir Kjartan. Kjartan segir möguleika til þess að stunda sambærilegt nám á Is- landi vera enga. Háskólinn á Ak- ureyri og í Reykjavík væru að vísu með sömu grunnkennslu en aðstaða nemenda til að sérhæfa sig í einstökum greinum væri ekki til staðar eins og hún gerist í Tromsö. -rt Elvar Hallfreðsson, Guömundur Agnarsson og Róbert Ásgeirsson eru allir nemendur viö Sjávarútvegsháskólann í Tromsö. Þeir segja sambærilegt nám ekki bjóöast á íslandi. Hér eru þeir ásamt Magnúsi Þór Hafsteinssyni kennara. DV-myndir Reynir Traustason Dagfari Bandaríkjamaður í löggæslunámi Islenska lögreglan hefur fengið til sín bandarískan lögreglumann í heimsókn. Sá heitir Gary Stein- berg og er frá Flórída. Sjálfsagt hin vænsti maður. Eftir þvi sem fréttir herma mun þessi lögreglumaður fenginn hingað til að kynna starfs- bræðrum sínum hérlendum hvem- ig meðhöndla skuli afbrotamenn og þá einkum unglinga. Hann hefur haldið námskeið fyrir löggumar hér heima um það hvemig lesa megi í veggjakrot, en kenning hans er sú að veggjakrotið sé notað sem skilaboð á milli þeirra hópa sem kalla sig gengi og eru hinir stríð- andi aðilar undirheimanna. Er ekki að efa að lögreglulið Reykjavíkur hafi margt lært af þessum upplýsingum bandaríska sérfræðingsins og muni hér eftir afla sér frekari menntunar og þekkingar á táknmáli veggjakrots í undirgöngum og vegamótum hinna stríðandi fylkinga. En svo er hin hliðin á málinu. Herra Steinberg hefur öðlast mikla reynslu af dvöl sinni hér á landi. Steinberg kemur frá Flórída þar sem morð og aðrir venjulegir og hverdagslegir glæpir eru dag- legt brauð. En bandariski lögregluvarðstjór- inn er allsendis óviðbúinn þegar kemur að því séríslenska fyrirbæri að kljást við ölvaða unglinga. Og hann rekur upp stór augu þegar hann sér mannhafið í miðborg Reykjavíkur að næturlagi um helg- ar. Slíkar uppákomur eru fram- andi fyrir bandariska lögreglu- menn og Steinberg segir að hann mundi aldrei leyfa slíkan mann- söfnuð á einum og sama staönum. Þeir mundu loka svæðinu í Banda- rikjunum, dreifa fólkinu og koma í veg fyrir að unglingar og fullorðið ölvað fólk þvældist um miðbæinn með sama hætti og hér tíðkast. DV greinir frá því í gær að blað- ið hafi fengið að slást í fór með Steinberg og íslenskum lögreglu- mönnum á eftirlitsferð þeirra um miðbæinn aðfaranótt laugardags- ins síðasta. Það var upplifun fyrir Steinberg og kallar hann þó ekki allt ömmu sina. Það sem Steinberg áttar sig ekki á er að lögreglan í Reykjavík ræður fullkomlega við þetta ástand, vegna þess að í stað- inn fyrir að vandamálin dreifist um alla borg, eins og Steinberg mælir með, safnar íslenska kerfið öllum vandamálunum fyrir á einn stað, sem auðveldar mjög alla lög- gæslu fyrir vikið. Það er helst að löggan þurfi að skreppa upp í kirkjugarð stöku sinnum til að stugga við ástarpörum sem eru að gera það í rigningunni og þannig tókst íslensku lögreglumönnunum að finna að minnsta kosti eitt par í gamla kirkjugarðinum til að sýna herra Steinberg íslenskan glæp í verki. Ástarparið hætti snarlega i samförunum þegar lögreglusveitin og blaðamaður og ljósmyndari birt- ust á staðnum til að abbast upp á þau. Enn fremur kom þessi sama lögreglusveit í fylgd með ljósmynd- ara að ungum manni sem pissaði utan í þinghúsið. Þetta voru stærstu glæpirnir þessa nóttina og ekki er að efa að Steinberg hefur i hrifist mjög af röggsemi kollega sinna hér uppi á íslandi. Þeir stöðvuðu ástarleikinn í miðjum klíðum og stöðvuðu unga manninn í miðri bunu, þar sem hann stóð og framdi glæpinn utan í þinghúsinu. Og svo heimsóttu þeir athvarfið í ÍR-húsinu þar sem Bandaríkjamaðurinn fékk að sjá hvernig íslenskir unglingar líta út þegar þeir eru fullir. Segið svo að i það sé ekki gagn að svona heim- sóknum! Dagfari I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.