Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 5 DV Fréttir Miöborgin hættuleg í Bandaríkjunum myndum við rýma svæðið að næturlagi, segir lögreglumaður frá Flórída Alvarlegar líkamsárásir í miðborginni 1997 September - Árásarmaður stakk tvær stúlkur með hnífi í Hafnarstræti. Önnur slasaöist lífshættulega September - Ráöist á mann í Lækjargötu og honum veittir alvarlegir áverkar. Apríl - Tveir piltar réðust á mann I Austurstræti. Annar þeirra kastaði múrsteini í höfuð fórnarlambsins sem hlaut mjög alvarlega höfuðáverka. 1996 September - Ráðist á ungan mann á Ingólfstorgi. Hann slasaðist alvarlega. ÁgÚSt - Nokkrir piltar réðust hrottalega á unga stúlku í Hafnarstræti. Stúlkan slapp betur en á horföist meö minni háttar áverka. - á undanförnum 13 mánuðum - rnsa Miðborg Reykjavíkur er hættulegur staður að næturlagi. Þar verða margar hættulegar líkamsárásir, sérstaklega um helgar þegar hundruð og jafhvel þúsundir ölvaðra manna flykkjast um götur miðborgarinnar. Nýjasta alvarlega líkamsárásin af mörgum í miðborginni var fyrir rúmri viku. Maður vopnaður hnífl stakk tvær stúlkur sem voru þar á gangi. Önnur þeirra fékk hnífstungu í hjartað og særðist lífshættulega. Rúmri viku áður var ráðist á mann í Lækjargötu og slas- aðist hann alvarlega. Fyrr á þessu ári réðust tveir piltar á mann í Austur- stræti og kastaði annar þeirra múr- steini í höfúð mannsins. Fómarlambið hlaut mjög alvarlega höfuðáverka. Hér eru nefndar nokkrar alvarlegustu árás- imar á þessu ári en fjöldinn allur af minni háttar líkamsárásum og pústr- um verður á þessum stað nánast um hvetja einustu helgi. Það er skrítið til þess að hugsa að á sama tíma og þetta hættuástand er í hjarta Reykjavíkur er hægt að ganga af- slappaður um flestar miðborgir í Evrópu og Bandaríkjunum án þess að eiga á hættu að verða fyrir árásum og líkamstjóni. í kringum þinghús og aðrar virtar byggingar og staði í erlendum stórborgum er ekki fjöldinn allur af ölvuðu fólki á ferli að næturlagi eins og í Reykjavík um helg- ar. Þar er ekki boðið upp á þetta hættulega ástand. Myndum rýma svæöiö Bandaríski rannsóknarlögreglumaðurinn Gary Steinberg frá Flórída, var á eftirlitsferð um mið- borgina aðfaranótt laugardags. Honum var greinilega mjög bmgðið að sjá bæði ölvaða ung- linga og fúilorðna í hundraðatali í miðborginni. „Við sæjum ekki þessa stöðu í Bandaríkjunum. Þar myndum við rýma svæðið. Við gæfúm aldrei svona mörgu ölvuðu fólki færi á að safhast sam- an á götunni. Þetta skapar hættuástand. Unglingar jafnt sem fullorðnir ættu á hættu að vera kærðir,“ sagði Gary við blaðamann DV sem var með í for. Boöiö upp á vandamál Geir Jón Þórisson aðstoð- aryflrlögregluþjónn segir að boðið sé upp á þetta vandamál í miðborginni. „Það em 80-90 vínveitingahús á litlu svæði sem taka um 11 þúsund manns. Er nokkuð skrít- ið þótt eitthvað gerist þegar allur fjöldinn kemur út á sama tíma? Það er stóra vandamálið. Að mínu mati þarf að dreifa lokunartíman- um betur. Fólki er boðið hingað í fjörið og eðlilega dregur þetta fólk að. Það er hreinlega boðið upp á þetta hættulega ástand,“ segir Geir Jón. Aðspurður hvort löggæslu sé ábótavant segist Geir Jón telja að svo sé ekki. „Áður vom lögreglumenn á röltinu í miðborginni og innan um fjöldann. Það bauð upp á ákveðna hættu því það virtist ögra mörgum og það var oft ráðist á lögregluna. Nú höf- um við lögreglumenn í bílum hér á svæðinu. Þeir fylgjast með álengdar og skerast i leikinn ef eitthvað gerist. Þetta nýja skipulag hefur gefist mun betur. Stefnt er að því að setja upp eft- irlitsmyndavélar i miðborginni og tölvunefnd hefúr samþykkt það. Þær geta séð margt sem við sjáum ekki, t.d. upptök skrílsláta eða árása. Þessar eft- irlitsvélar em notaðar af löggæsluyfir- völdum viða erlendis og hafa gefið mjög góða raun. Þá er líka í athugun að setja óeinkennisklædda lögreglumenn í mið- borgina til að fylgjast með og skerast í leikinn ef með þarf. Við höfum reynt að fjarlægja sem flesta undir lögaldri en ef við ætluðum að dreifa öllum mannflöld- anum með vaidi, yrði þá ekki talað um lögregluríki?" sagði Geir Jón. Hvar eru foreldrarnir? Gary Steinberg var mjög hissa á hve margir unglingar vom ölvaðir og sagðist hann aldrei hafa séð annað eins. „Hvar em foreldrar þessara bama? Vita þeir ekki hvað er að gerast og hvar bömin þeirra eru stödd?" spurði bandaríski lög- reglumaðurinn vantrúaður. Hann hneykslaðist einnig á framferði ungs manns sem pissaði á Alþingishúsið. Ef maður- inn hefði verið handtekinn fengi hann 5 þúsund króna sekt fyrir þá óvirðingu sem hann sýndi. Gary sagði að maðurinn hefði fengið mun þyngri refsingu í Bandaríkjunum fyrir slíka framkomu. Fréttaljós Róbert Róbertsson IRenault Laguna stw. 2000 '97, ssk., 5 d., grænn, ek. 18 þús. km. Verð 1.890 þús. ■ Hyundai Elantra GLS 1600 ® '97, ssk., 4 d., grænn, ek. 13 þús. km. Verð 1.340 þús. | Hyundai Sonata V-6 3000 '94, ssk., 4 d., brúnn, ek. 92 þús. km, airbag, ABS, cru- ise control, cd. Verð 1.360 þús. IRenault Mégane RT 1600 '97, ssk., 5 d., grænn, elc. 2i þús. km. Verð 1.340 þús. ■ BMW 316i Touring '93, 5 g., ® 5 d., grænn, ek. 94 þús. km, ABS, álfelgur. Verð 1.590 þús. ■ Jeep Grand Cherokee “ Laredo 4000 '94, ssk., vín- rauður, ek. 34 þús. km. Verð 2.870 þús. ■ BMW 525ÍX Touring , '94, s ssk., 5 d., vínrauður, ek. 53 þús. km, 4x4, ABS. Verð 2.980 þús. | MMC Lancer GLX 1500 '90, “ 5 g„ 5 d., brúnn, ek. 119 þús. km. Verð 530 þús. j| Hyundai Scoupé turbo '94, “ 5 g., hvítur, ek. 78 þús. km. Verð 790 þús. B Hyundai Accent GLS 1500 L '95, 5 g„ 4 d„ grænn, ek. 14 þús. km. Verð 930 þús. ISubaru Legacy stw 1800 '90, ssk„ 5 d„ ljósblár, ek. 171 þús. Verð 690 þús. ■ Toyota Carina E 2000 '93, “ ssk„ 5 d„ hvítur, ek. 84 þús. km. Verð 1.190 þús. Aðrir bílar á skrá Toyota Hilux SR5 2400 '96, 5 g„ 4 d„ grænn, ek. 33 þús. km. Verð 2.480 þús. Mazda 323 GLX 1500 '87, 4 g„ 4 d„ svartur, ek. 114 þús. km. Verð 240 þús. Renault Nevada 4x4 2000 '91, 5 g„ 5 d„ grár, ek. 69 þús. km. Verð 850 þús. Peugeot 205 1100 '95, 5 g„ 5 d„ rauður, ek. 53 þús. km. Verð 640 þús. Renault Twingo 1200 '95, 5 g„ 3 d„ bleikur, ek. 49 þús. km. Verð 690 þús. Lada Samara 1300 '95, 5 g„ 5 d„ rauður, ek. 22 þús. km. Verð 390 þús. Toyota HiAce 4x4 2400 '91, 5 g„ 5 d„ blár, ek. 165 þus. km. Verð 990 þús. Hyundai Sonata 2000 '93, ssk„ 4 d, grænn, ek. 77 þús. km. Verð 950 þús. Toyota HiLux double cab, dísil '90, 33" dekk, hús, 4 d„ hvítur, ek. 90 þús. km. Verð 1.280 þús. Renault Mégane RN 1400 '97, 5 g„ 4 d„ rauður, ek. 24 þús. km. Verð 1.180 þús. Greiðslukjör til allt að 4 ara NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT12 SÍMI: 575 1200 BEINN SÍMI 575 1230

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.