Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997
Útlönd
Flokksþing breska Verkamannaflokksins hófst í gær:
Flokksmenn höfnuðu
helsta ráðgjafa Blairs
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, nýtur þvílíkra vinsælda
meðal landsmanna sinna að leiðtog-
ar gömlu Sovétblokkarinnar hefðu
ekki fúlsað við. Hann heldur líka
jafn styrkri hönd um stjórnvölinn
og þeir og upplausnin í breska
íhaldsflokknum þýðir að stjómar-
andstaða hans er jafn bitlaus og
þeirra.
En þegar Blair ávarpar flokks-
þing Verkamannaflokksins í
Brighton í dag, verður hann fyrsti
leiðtogi flokksins til að gera það
sem forsætisráðherra frá árinu
1978. Ein helstu skilaboð hans til
þingfulltrúa verða að vera nú ekki
of góðir með sig.
Samkvæmt nýjustu skoðanakönn-
unum nýtur Blair stuðnings 93 pró-
senta þjóðarinnar. Ráðgjafar hans
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, glaður og reifur í Brighton.
sögðu að hann vildi nýta sér þann
meðbyr sem Verkamannaflokkur-
inn fékk í kosningunum 1. maí og
sem hann hefur notið síðan í að
leggja grunninn að öðru fimm ára
valdatímabili.
Þeir sögöu að Blair myndi leggja
línurnar fyrir umfangsmiklar um-
bætur á bresku samfélagi sem tæki
heilan áratug að hrinda í fram-
kvæmd. Blair mun hvetja til þess að
efnahagslíf Bretlands verði nútíma-
vætt svo hægt sé að nýta sköpunar-
gleði bresku þjóðarinnar til fulln-
ustu.
Flokksþingið hófst með miklum
látum í gær þegar flokkurinn setti
sér það markmið að útrýma at-
vinnuleysi á næstu öld.
Þessar heitstrengingar Gordons
Browns fjármálaráðherra féllu hins
vegar í skuggann af óvæntu áfalli
sem Blair varð fyrir þegar náinn
samverkamaður hans náði ekki
kjöri í framkvæmdastjórn flokksins.
Peter Mandelson, sem gegnir ráð-
herraembættis án ráðuneytis, tap-
aði fyrir vinstrisinnaða þingmann-
inum Ken Livingstone.
Mikil fagnaðarlæti kváðu við í
þingsalnum þegar tilkynnt var um
að Mandelson hefði tapað. Mörgum
flokksfélögum af gamla skólanum er
í nöp við hann, þykir hann of sleip-
úr í samskiptum sínum við fjöl-
miðla.
Brown sagði í ræðu sinni í gær,
eins og Blair mun gera í dag, að
Verkamannaflokkurinn væri stað-
ráðinn í að nútímavæða efnahagslíf-
ið, menntakerfið og velferðarríkið
til að binda enda á fátækt. Reuter
Lögreglumenn vopnaöir rifflum reyna aö stööva hundruö fórnarlamba hvirfilvinds sem gekk yfir Bangladesh á sunnudaginn. Fólkiö óö vatniö í von um aö
fá hjálparmeöul en var stöövaö er þyria Hasina forsætisráöherra lenti á Char Burhanuddineyju. Aö minnsta kosti 51 lét lífið í hvirfilvindinum og þúsundir
misstu heimili sín. Símamynd Reuter.
Noregur:
Ráðleysi í
Schengenmálinu
DV, Ósló:
Ráðleysi ríkir við samninga-
boröið hjá væntanlegum stjórnar-
flokkum í Noregi vegna Scheng-
ensamstarfsins við Evrópusam-
bandið. Þrir flokkar ætla að
mynda stjórn og eru allir á móti
Schengen.
Stjórnarflokkarnir væntanlegu
eru í þeirri leiðu stöðu að mikill
meirihluti er fyrir Schengen á
nýju Stórþingi og Schengenmálið
gæti fellt stjómina þegar á fyrstu
lífdögum hennar. Ætlunin er að
ganga frá samningum um
Schengen í haust og nú vilja verð-
andi stjórnarflokkar að beðið
verði eftir því hvort Danir verða
með. Segi Danir nei er málið leyst
fyrir Norðmenn því þá geti þeir
bara gert eins og Danir án þess að
hafa ákveðið nokkuð sjálfir.
Búist er við að ný stjóm veröi
tilbúin 13. október. Núverandi
stjórn Verkamannaflokksins
vinnur að Schengenaðild og í gær
sagði Godal utanrikisráðherra að
ekki væri hægt að hætta við aðild
nú. -GK
k Friöarviöræður um Miöausturlönd í gang á ný:
ísraelar reiðubúnir að
ræða stöðvun landnáms
ísraelsmenn og Palestínumenn
samþykktu í gær að taka upp á ný
viðræður um frið í Miðausturlönd-
um. í kjölfar fundar með David
Levy, utanríkisráðherra ísraels, og
Mahmoud Abbas, einum helsta
samningamanni Palestínumanna,
tilkynnti Madeleine Albright, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, að
friðarnefndir deiluaðilanna myndu
hittast á ný í Miðausturlöndum í
næstu viku.
Albright greindi einnig frá þvi að
ísraelskir og palestínskir embættis-
menn myndu koma til fundar í
Washington eftir tvær vikur.
Friðarviðræður milli ísraels-
manna og Palestínumanna hafa
legið niðri síðan í mars er ísraelsk
yfirvöld ákváðu að hrinda í fram-
kvæmd áætlun um smíði íbúða fyr-
ir gyöinga í arabíska hiuta Jerúsal-
em.
ísraelsmenn segja það forgangs-
Benjamin Netanyahu, forsætisráö-
herra ísraels, vakti reiöi landnema í
gær. Sfmamynd Reuter.
verkefni hjá Palestínumönnum að
uppræta starfsemi íslamskra öfga-
samtaka eins og þeirra sem stóðu
að baki sjáifsmorðsárásunum í Jer-
úsalem í sumar og haust. Palest-
inumenn segja þetta fyrirslátt til að
geta slegið á frest samkomulagi um
að láta af hendi land.
Talsmaður Benjamins Netanya-
hus, forsætisráðherra ísraels, sagði
í gær að ísraelar væru reiðubúnir
að ræða tímabundna stöðvun
frekara landnáms. Þessi yfirlýsing
forsætisráðherrans varð tilefni
mótmæla frá ísraelskum landnem-
um. Segjast þeir ætla að ræða við
bandamenn sína í samsteypustjórn
Netanyahus til þess að koma í veg
fyrir að landnám verði stöðvað.
í síðustu viku tilkynnti Netanya-
hu að hann myndi láta reisa hundr-
uð nýrra heimila fyrir gyðinga á
Vesturbakkanum og öðrum her-
teknum svæðum. Reuter
Stuttar fréttir i>v
Aðstoð til Indónesíu
Áströlsk stjómvöld ætla aö
gefa Indónesum lyf og lækninga-
tæki vegna hinnar miklu meng-
unar sem þar hefur verið af völd-
um skógarelda.
Öryggi í fyrirrúmi
Lionel Jospin, forsætisráð-
herra Frakklands, sagði í gær að
öryggi fransks
almennings
ætti að vera i
fyrirrúmi þeg-
ar stefna
landsins gagn-
vart Alsír
væri ákveðin.
Alsírskir bók-
stafstrúarmenn sem berjast gegn
þarlendum stjórnvöldum hafa
staðið fyrir mannskæðum
sprengjutilræðum í Frakklandi.
Hraðar hendur í Mir
Geimfarar um borð í geim-
skutlunni Atlantis og geimstöð-
inni Mir hafa haft snör handtök
við að flytja birgðir í geimstöð-
ina og eru nú á undan áætlun.
30 fórust í eldi
Þrjátiu vistmenn á stofnun
fýrir vangefin böm og fullorðna
í Chile létu lífið þegar eldur kom
upp í húsinu í gær.
Valið í kviðdóm
Byrjað er að velja kviðdóm-
endur fyrir réttarhöldin yfir
Terry Nichols sem er ákærður
fyrir sprengjutilræöið í Okla-
homaborg fyrir rúmum tveimur
árum.
Illa útleikin lík
Þrjú illa útleikin lík sem fund-
ust í útjaðri Mexíkóborgar gætu
tengst dauða þriggja ungmenna
sem, að sögn ættingja, létust í
gæslu lögreglunnar.
Jeltsín skammar þingið
Borís Jeltsín tók rússneska
þingið, þar sem kommúnistar
ráða ríkjum, á
beiniö í gær
fyrir að tefja
framgang laga-
frumvarpa
ríkisstjórnar-
innar og gaf til
kynna að þol-
inmæði hans
væri senn á þrotum.
Kanar og Frakkar deila
Bandaríkjamenn og Frakkar
em komnir í hár saman vegna
stórs samnings sem franska olíu-
félagið Total gerði við íran, í
trássi við viðskiptabann Banda-
ríkjanna.
Kallað á norðanmenn
Utanríkisráðherra Suður-
Kóreu hefur hvatt stjórnvöld í
Norður-Kóreu til að taka þátt í
fjórhliða friðarviðræðum.
Meira atvinnuleysi
Atvinnuleysi í Frakklandi
jókst 1 síðasta mánuði og er nú
12,5 prósent af mannafla.
Sprengjur til Kinshasa
Sprengjur, sem varpað var I
bardögum í Brazzaville, höfuð-
borg Kongólýðveldisins, urðu
sautján að bana í Kinshasa, höf-
uðborg gamla Saírs, sem er hin-
um megin árinnar.
Órétti beittir
Mesut Yilmaz, forsætisráð-
herra Tyrklands, sagði í gær að
það væri bæði ósanngjamt og
mistök að
halda Tyrkj-
um utan við
Evrópusam-
bandið.
Yilmaz lét orð
í þá vem falla
á fundi meö
þýskum iðn-
rekendum.
Ráðherrann hittir Helmut Kohl
Þýskalandskanslara í dag og
mun væntanlega færa þetta í tal
við hann. Reuter