Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, augiýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Höldum okkur við efnið Ef stjómmálamenn lentu í vandræðum í fjölmiðlum í gamla daga, þótti sumum þeirra þægilegt að grípa til samsæriskenninga. Þeir fluttu þá kenningu, að flölmiðl- ar væru notaðir gegn sér. Þeir héldu fram, að óvinir sín- ir væru að nota fjölmiðla til að koma höggi á sig. Eitt síðasta dæmið var íslenzkur ráðherra, sem varð fyrir nokkrum árum að segja af sér í kjölfar fjölmiðla- umræðu um afglöp hans á sviði spillingar. Hann hélt fram, að óvinir innan flokks síns hefðu komið umræð- unni af stað til að hefta framgang hans innan flokksins. Hann fjallaði lítið um efnislegt innihald fréttanna, sem urðu honum að falli, en þeim mun meira um hugar- farið, sem hann taldi liggja að baki þeirra. Málið snérist að hans mati ekki um það, sem stóð eða sagði í fréttun- um, heldur um tilurð þeirra að tjaldabaki. Þannig mátti afgreiða öll óþægileg fjölmiðlamál sem hluta af samsæri, er ekki þurfi að taka málefnalega af- stöðu til. Einkum var ætlazt til, að stuðningsmennirnir gleyptu kenninguna, enda var þá til siðs, að flokksbræð- ur héldu með sínum manni fram í rauðan dauðann. Skylt þessu var sú árátta margra embættismanna að hafa meiri áhuga á tilurð frétta úr valdastöðvum þeirra heldur en efnisinnihaldi þeirra. Þeir fóru hamförum við að reyna að finna lekann og stöðva hann, en sinntu því síður að laga það, sem sagt var frá í fréttunum. Sem betur fer hafa viðhorf af þessu tagi látið undan síga. Þau seljast einfaldlega ekki, af því að notendur fjöl- miðlanna hafa meiri áhuga á innihaldi fréttanna heldur en kenningum um dularfulla fæðingu þeirra. Pólitíkus- ar nota því sjaldan þessa undankomuleið. Þá gerist það allt í einu, að einn stóru fjölmiðlanna byrjar sjálfur að taka þátt í samsæriskenningunum. Fréttastofa ríkissjónvarpsins flutti ekki fréttir af meint- um ritstuldi Séðs og heyrðs, heldur þeim mun meiri af meintu hugarfari að baki frétta annars fjölmiðils. Reikna má með, að slíkt gerist á minni háttar útvarps- stöðvum, þar sem eins konar skemmtikraftar segja frétt- ir án þess að kunna neitt til fagsins. Það er athyglisverð- ara, að fréttastofa hins hefðbundna sjónvarps á íslandi skuli ekki vera betur mönnuð en þetta. Komið hafði í ljós, að Séð og heyrt var ekki dótturblað nákvæmlega eins blaða á Norðurlöndum, heldur óheim- ilt eftirrit þeirra. Voru nafngreindir eigendur norrænu blaðanna meðal annars búnir að fá íslenzka lögfræði- stofu til að kanna, hvemig bregðast mætti við. Þetta var ekki frétt að mati fréttastofu ríkissjónvarps- ins. Það var hins vegar frétt, að frásagnir annars fjölmið- ils af málinu væru sprottnar af meintri samkeppni milli flölmiðla. Samsæriskenningin, sem stjórnmálamenn lögðu af, er nú vöknuð á vettvangi fómardýra hennar. Svona fer, þegar Qölmiðlum er ekki stjómað af yfir- mönnum, sem sjálfir vita betur. Svona fer, þegar ófagleg- ir bjálfar vaða hindrunarlaust uppi og fá að verða sér og stofnun sinni til skammar á almannafæri. Þetta niður- lægir ríkissjónvarpið auðvitað sem fréttamiðil. Verra er þó, ef þetta vekur gamla áráttu, er blundar með sumum þeirra, sem em í sviðsljósi fjölmiðlanna, þannig að þeir hætti að svara efhislega því, sem þar stendur eða þar er sagt, og fari í staðinn á nýjan leik að ijölyrða um hugarfarið að baki fréttanna. Þá verða alvörufréttamenn á öðrum fjölmiðlum enn á ný að hafa fyrir því að segja við kenningasmiðina: Heyrðu nú, við skulum halda okkur við efnisatriðin. Jónas Kristjánsson „Þaö þarf aö taka upp nýtt kerfi þar sem kennarar eru ráönir tii að starta í skólanum á heilsdags grundvelli. segir Bragi m.a. í greininni. Launakerfi grunnskóla kennara ónothæft það sterkasta vísbend- ing um gott skólastarf. Þegar kennurum líður vel t skólanum er það einnig vísbending um góðan skóla. Þótt hægt sé með réttu að líkja grunnskólanum við verksmiðju þá ber að hafa það í huga að böm eru í eðli sinu ólík flski- bollum. Gerð kjarasamninga fyrir kennara er úrelt og aðferðin sem þar er beitt er ekki líkleg til að njóta skilnings almenn- ings. Þar við bætist að mjög erfitt er að skipu- leggja skólastarf á þeim “ ' .... „Meðan kennarar eru á alltof lág- um launum halda þeir áfram að vera óánægðir ogheimta fimmeyr- inga fyrir alla mögulega snúninga sem hægt er að skilgreina og reikna út í krónum og aurum.u Kjallarinn Bragi Jósepsson prófessor Laun grunn- skólakennara eru of lág. (Sama á reyndar einnig við um flesta launþega á íslandi en hér á eftir mun ég ræða einungis um laun og launakerfi í grunnskólum). Flestir kennarar þurfa að lifa af launum sínum og það er ekki til of mikils mælst. Samt geta þeir það ekki. Sumir geta snapað sér yfir- vinnu en mörgum stendur slíkt ekki til boða. Oft eru það forréttindi að fá yfirvinnu og ýmiss konar sporslur sem era í augum margra kennara heilög sakramenti (sbr. stílapeningar sem eru reiknaðir út skv. formúlunni: fjöldi nemenda sinnum flöldi kennslust. á viku sinnum 0,0025). Ólík fiskibollum Störf kennara eru mjög mikil- væg bæði fyrir þá sem njóta kennslunnar sem einstaklingar og fyrir þjóðarheildina. Störf grunn- skólakennara eru vandasöm og það er því mikilvægt að þeir séu ánægðir í starfi og að þeir búi við launalegt öryggi. Kennari sem ekki getur lifað af launum sinum getur ekki leyst starf sitt af hendi svo vel sé; starf kennarans er þess eðlis. Þegar bömunum liður vel er forsendum sem ráðning kennara byggir á. Þetta verður enn alvar- legra vandamál þegar heilsdags- skóli verður að veruleika. Nýtt kerfi Grunnskólinn hefur algera sér- stöðu í skólakerfinu vegna þess að þar fer fram skyldunám sem spannar yfir tíu viðkvæm þroska- ár bamsins. Skólastarfið í grann- skólanum er þvi ekki bara fólgið í því að kenna bömum að lesa, skrifa og reikna. Það á ekki að af- markast við það að kennarar mar- seri út af kennarastofunni til að kenna í 40 mínútur og séu svo stikkfrí þar til næstu 40 mínútur heflast. Þannig gengur þetta ekki. Við þurfum að stokka upp spil- in og gefa upp á nýtt. Við þurfum að hverfa frá núverandi kerfi og búa til nýtt sem hentar því starfi sem fram á að fara í grunnskólum. Það þarf að taka upp nýtt kerfi þar sem kennarar eru ráðnir til að starfa í skólanum á heilsdags grundvelli, ekki til að kenna 27 x 40 mínútur á viku og fá greitt fyr- ir, eyður í stundatöflu, gæslu í frí- mínútum, yfirsetu eða fyrir leið- réttingu o.s.frv. Það er röng skólastefna sem gengur út frá því að kennari sé einungis virkur þegar hann er með bekk. Það er röng skólastefna sem gengur út frá því að kennarar geti lokað sig af og sagt „ónáðið ekki, við erum í fríi“. Ef ekki verð- ur breyting á þessu munu skóla- stjórar lenda áfram í sama baslinu með að skipuleggja skólastarfið. Meðan kennarar eru á alltof lág- um launum hcdda þeir áfram að vera óánægðir og heimta fimmeyr- inga fyrir alla mögulega snúninga sem hægt er að skilgreina og reikna út í krónum og aurum. Þannig hafa kennarar þurft að nurla saman smánarlaunum sem enginn hugsandi maður getur sætt sig við; þess vegna sitjum við uppi með stétt manna sem er orðin langþreytt og svekkt á þeirri nið- urlægingu sem hún hefur mátt þola árum saman. Það er orðið löngu tímabært að stokka upp það kerfi sem notað hefur verið til að reikna út laun fyrir grunnskólakennara. Þetta launakerfi er óskynsamlegt gagn- vart kennurum og það hindrar eðlilega þróun skólans. Bragi Jósepsson Skoðanir annarra Lífeyrisgreiðslur „Lífeyrir úr almennu lifeyrissjóðunum er yfirleitt mjög lágur og dugar oft ekki fyrir framfærslu. Þess vegna hlýtur það að vera eitt meginverkefni lífeyris- sjóðanna að vinna að hækkun lífeyrisgreiðslna í ná- inni framtíð. Þá er sjálfsagt og eðlilegt, að sjóðfélag- amir sjáifir kjósi stjórnir þeirra og hafi þannig áhrif á flárfestingarstefnu og annan rekstur. Og auk þess er eðlilegt, að launþegar geti valið sjálfir í hvaða líf- eyrissjóð iðgjöld renna.“ Úr forystugreinum Mbl. 27. sept. Reykvíkinga í borgarstjórn „Barnfæddum Reykvíkingum er umburðarlyndið í blóð borið og í dag líta þeir hver á annan og spyrja sorgmæddir: Af hverju fáum við ekki að kjósa Reyk- víkinga í borgarstjómina okkar lengur? Svarið er einfalt: Borgin er undirlögð af sveitamönnum í ham- ingjuleit á gúmmískóm og frambjóðendur eru valdir til að ganga í augun á svoleiðis nýbúum en ekki fá- einum heimamönnum. Senn líður að því að stjórn- málaflokkar bjóða ekki fram lengur í Reykjavík, heldur átthagafélög sveitamanna. Menn spyrja þvi ekki lengur um Borgarstjórann í Reykjavík heldur um Reykvíkinginn í borgarstjórn." Ásgeir Hannes í Degi-Tímanum 27. sept. Mennt er máttur „Heilbrigöur einstaklingur til sálar og likama og vel búinn að menntun og þekkingu nýtist atvinnulifi og samfélagi betur en aðrir. Menntun og þekking eru raunar lyklar bæði einstaklinga og samfélags að far- sælli framtíð. Það er engin tilviljun að þær þjóðir sem mestum flármunum hafa varið í alhliða og sér- hæfða menntun, rannsóknir og þróun eigin atvinnu- lífs búa við langbezt lífskjörin. ... Það er fátt mikil- vægara en að bæta og treysta menntakerfið í landi okkar ..." Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 28. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.