Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997
«p
27
I>V
Hveravellir:
Fleiri koma - færri gista
DV, Fljótum:
„Það er mikill fjöldi búinn að fara
hér um í sumar en gistinætur verða
þó eitthvað færri en 1996 - gætu orð-
ið í kringum fimm þúsund. Það
virðist færast í vöxt að fólk sem fer
hér um stansi 1-3 tíma. Kanni stað-
inn en haldi svo áfram,“ sagði Mart-
einn Heiðarsson, skálavörður
Ferðafélags Islands á Hveravöllum,
við DV.
Marteinn, sem annast vörslu
ásamt Ingibjörgu Eiríksdóttur, lét
vel af sumrinu á Kili. Sagði að færri
útlendingar hefðu verið á ferðinni í
sumar en undanfarin ár. Einkum
vantaði Þjóðverja og Frakka. Engu
að síður væri þorri gestanna erlend-
ir ferðamenn, ýmist í skipulögðum
hópferðum eða á eigin farartækjum.
„Þeim þykir hverasvæðið hér
merkilegt og svo eru jöklarnir
skammt frá. Andstæðm-nar i náttúr-
unni blasa við og margir útlendingar
reika um þetta svæði. Finnst þetta
stórkostlegt umhverfl. Ég er búinn
að aka erlendum ferðamönnum nán-
ast um allt land. Margir hafa sagst
öfunda okkur íslendinga af þessari
fjölbreytilegu náttúru sem allir geta
gengið um og skoðað nánast að vild.
Það er mikill munur á stórborgum
Evrópu og litla torfkofanum hér sunn-
Ingibjörg og Marteinn við laugina á Hveravöllum,
an við. Þangað fara flestir sem stansa
á annað borð. Sumir rölta jafnvel að
byrgi Fjalla-Eyvindar og Höllu, vestan
við hverasvæðið, ekki síst þeir sem
eitthvað hafa lesið og heyrt um sögu
þeirra," sagði Marteinn. -ÖÞ
Fréttir
Ólafsfjöröur:
Algjör óvissa
með framboð
S-listans
DV Akureyri:
„Það er alveg ljóst að ég mun
ekki leiða framboð S-listans í
kosningunum á næsta ári því ég
er að flytja úr bænum á vordög-
um,“ segir Jónína B. Óskarsdótt-
ir, bæjarfulltrúi S-listans á Ólafs-
firði.
S-listinn varð til í kosningun-
um 1994, fyrst og fremst í kring-
um Jónínu sem áður hafði setið
í bæjarstjórn fyrir H-lista
vinstrimanna. Listinn fékk 118
atkvæði sem nægði til að koma
Jónínu að og listinn fékk odda-
aðstöðu þar sem sjálfstæðismenn
og vinstrimenn fengu báðh' 3
bæjarfulltrúa kjöma. Að loknum
kosningvmum gekk S-listinn til
meirihlutasamstarfs við Sjálf-
stæðisflokkinn.
„Það liggur ekki fyrir hvort S-
listi um betri bæ býður fram aft-
ur, það er verið að ræða ýmsa
möguleika en það liggur engin
ákvörðun fyrir,“ segir Jónína B.
Óskarsdóttir, en Ríkharður Sig-
urðsson, sem skipaði 2. sætiö í
kosningunum 1994, er fluttur frá
Ólafsfirði.
-gk
i
Varmahlíð:
Tvær akreinar
á Húseyjarkvísl
Unniö viö uppslátt á vestari brúarstöplinum við Húseyjarkvísl. DV-mynd Örn
DV, Fljótum:
í byrjun ágúst hófst bygging nýrr-
ar brúar yfir Húseyjarkvísl við
Varmahlíð. Verkið hófst með þvi að
sett var bráðabirgðabrú örskammt
frá þeirri gömlu enda fer nánast öll
umferð milli Reykjavíkursvæðisins
og Norðurlands þarna um.
Gamla brúin, sem byggð var
1959, var brotin niður og sú nýja
síðan byggð á sama stað. Hún verð-
ur öll úr steinsteypu, 26 metrar á
lengd og 11,50 á breidd. Auk 2ja
akreina verður á henni gangbraut,
aðskilin með handriði. Kostnaður
við brúarsmíðina er áætlaður 35
milljónir króna.
Það er brúarvinnuflokkur Guð-
mundar Sigurðssonar frá Hvamms-
tanga sem vinnur að byggingu brú-
arinnar og gengur verkið sam-
kvæmt áætlun. Slegið var upp fyrir
undirstöðuveggjum á þurru þannig
að aðstaða var allgóð. Tíðarfar hef-
ur verið mjög gott til þessa. Verklok
eru áætluð um miðjan nóvember.
Þá verður umferð hleypt á þetta
nýja mannvirki.
Guðmundur, sem verið hefur með
brúarvinnuflokk í liðlega tvo ára-
tugi, sagði að nú væru þeir ekki síð-
ur í að breikka einbreiðar brýr. Á
því væri full þörf, ekki síst á þjóð-
vegi nr. 1. Á Norðurlandi væri enn
nokkuð um slíkar brýr, ekki síst í
Húnavatnssýslunum þar sem um-
ferðarþungi væri mikUl. -ÖÞ
Alþýðubandalagið á Akureyri:
Sigríður segir ekkert
Fjallakvik-
myndahátíð
í dag og á morgun stendur
Skátabúðin fyrir Banff-íjallakvik-
myndahátið í Háskólabíói.
Sýndar eru u.þ.b. 20 bestu
fjalla- og ævintýrakvikmyndir
heims en þær hlutu allar verð-
laun á síðustu Banff-fjallakvik-
myndahátíð. Hátíðin er haldin í
nóvember á hverju ári. Viðfangs-
efni myndanna er fjallamennska
og spennuíþróttir, eins og
straumkajaksiglingar, háfjalla-
og klettaklifur og margt fleira.
Sýningar hefjast klukkan 21 í
kvöld og annað kvöld.
Skátabúðin hefur milligöngu
fyrir hátíðina og er það í tilefni af
50 ára afmælisári hennar. I tengsl-
um við hátíðina munu nokkur val-
in fyrirtæki á sviði ferða- og úti-
vistar kynna starfsemi sína í and-
dyri Háskólabíós. Auk þess verða
Everestfaramir með sýningu á
búnaði sínum. -RR
DV, Akureyri:
„Ég mun tilkynna það á aðal-
fundi Alþýðubandalagsins hér í
bænum, sem haldinn verður á næst-
unni, hvort ég gef kost á mér til
framboðs í bæjarstjómarkosningun-
um á næsta ári. Þangað til segi ég
ekki orð um það mál,“ segir Sigríð-
ur Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins á Akureyri, sem
verið hefur oddviti Alþýðubanda-
lagsins í bæjarstjórn undanfarin
kjörtímabil.
Eins og fram hefur komið hafa
fulltrúar A-flokkanna á Akureyri og
fulltrúar Kvennalistans átt í við-
ræðum að undanfórnu um sameig-
inlegt framboð í kosningunum á
næsta ári. Sigríður segir að niður-
staða þeirra viðræðna verði að
liggja fyrir innan tveggja vikna.
„Það verður að fara að skýrast
hvort halda á þessum viðræðum
áfram eða ekki. Mér finnst hafa þok-
ast í ýmsum málum en það em þó
ákveðnir erfiðleikar einnig. Það er
erfiðara þegar flokkar, sem eiga að-
ild að svona viðræðum, em bæði í
meiri- og minnihluta í bæjarstjóm
og það er líka eðlilegt að það taki
tíma að ræða hvemig fólk snýr sér
í því að raða á lista og fleira þess
háttar," segir Sigríður.
Fullvist má telja að Gísli Bragi
Hjartarson, bæjarfulltrúi Alþýðu-
flokksins, gefi ekki kost á sér til
framboðs, hvorki fyrir Alþýðuflokk-
inn né sameiginlegt framboð, og
hann hefur ekki tekið þátt í þeim
viðræðum um sameiginlegt fram-
boð sem fram hafa farið. -gk
JEPPADEKK
Amerísk gæöaframleiösla
Courser Radial
AWT
Courser OTD
Radial LT
Courser Steel
Radial
Staðgr.verð frá kr.
205/75R 15 8.560
215/75R15 9.210
225/75R 15 9.880
235/75R15 10.015
30x9,50R 15 10.775
31x10,50R 15 11.995
32x11,50R 15 14.395
33x12,50R 15 14.850
245/75R16 13.120
265/75 R 16 13.500
33x12,50R 16,5 15.380
'CWlflUV* Smiðjuvegi 32-34 Hjólbarðar, nýir og sólaðir, send-
"jtmMkf Sími 544 5000 um gegn girókröfu um land allt
Hagstœð kjör
Ef sama smáauglýsingin
er birt undir 2 dálkum sama
dag er
afsláttur
af annarri auglýsingunni.
aW miltí him.
'lh*
Smðauglýsingar
550 5000