Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Síða 30
34
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997
Afmæli
Magnús H. Magnússon
Magnús Helgi Magnússon, fyrrv.
félags-, heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra, Sléttuvegi 13, Reykjavík, er
sjötíu og fimm ára 1 dag.
Starfsferill
Magnús fæddist í Vestmannaeyj-
um, lauk gagnfræðaprófi í MR 1938,
prófi frá Loftskeytaskólanum 1946,
simvirkjaprófi 1948 og stundaði
framhaldsnám hjá Pósti og síma.
Magnús var sjómaður 1937-42,
m.a. á norsku farskipi fyrstu stríðs-
árin, var bílstjóri 1942-45, loft-
skeytamaður á togara 1946 og síðar,
vann í radíótæknideild Pósts og
síma frá 1946, var verkstjóri þar
1950-53, yfirverkstjóri 1953-56,
stöðvarstjóri Pósts og síma í Vest-
mannaeyjum 1956-66, 1975-78 og
1983-87, bæjarstjóri í Eyjum
1966-75, alþm. Suðurlandskjördæm-
is 1978-83, félags-, heilbrigðis- og
tryggingaráðherra 1978-80 og sam-
gönguráðherra 1979-80.
Magnús var formaður Byggingar-
samvinnufélags símamanna
1954-56, sat í yfirskattanefnd Vest-
mannaeyja 1957-62, í stjóm Spari-
sjóðs Vestmannaeyja 1957-78, bæjar-
fulltrúi í Vestmannaeyjum 1962-82,
i framkvæmdastjórn
Branabótafélags íslands
frá 1966 og stjómarfor-
maður 1980-81, í flokk-
stjórn Alþýðuflokksins
frá 1964 og varaformaður
flokksins 1980-84.
Fjölskylda
Magnús kvæntist 23.10.
1943 Guðbjörgu Guð-
laugsdóttur, f. 22.9. 1918,
d. 24.2. 1977, veitinga-
konu. Þau skildu.
Magnús kvæntist 24.11.
1951 Filippíu Mörtu Guðrúnu
Bjömsdóttur, f. 15.11. 1926, d. 24.8.
1989, talsímakonu. Hún var dóttir
Bjöms Bjömssonar og k.h., Ingveld-
ar Ólínu Hermannsdóttur.
Börn Magnúsar og Guðbjargar
eru Magnús, f. 18.5. 1944, fram-
kvæmdastjóri; Guðlaugur Ægir, f.
19.5.1947, verslunarstjóri.
Böm Magnúsar og Mörtu eru Sig-
ríður, f. 8.2.1950, meinatæknir; Páll,
f. 17.6. 1954, fréttastjóri Stöðvar 2;
Bjöm Ingi, f. 18.4. 1962, tölvufræð-
ingur; Helga Bryndís, f. 2.5. 1964.
Systkini Magnúsar: Sveinn, f.
15.11. 1919, d. 1.4. 1989, loftskeyta-
maður hjá Veðurstofu ís-
lands; Hermann, f. 12.7.
1921, d. 4.8. 1996, stöðar-
stjóri Pósts og síma á Sel-
fossi; Páll, f. 27.9. 1924,
fórst í flugslysi í
Englandi 12.4. 1951, flug-
maður; María, f. 14.6.
1927, fyrrv. kaupmaður í
Reykjavík.
Foreldrar Magnúsar vora
Magnús Helgason, f. 8.9.
1896, d. 10.10. 1976, gjald-
keri í Reykjavík, og k.h.,
Magnína J. Sveinsdóttir,
f. 24.11. 1897, d. 17.10. 1982, húsmóð-
ir.
Ætt
Magnús var sonur Helga, b. og
smiðs í Húsatóftum í Grindavík
Þórðarsonar, b. á Króki Jónssonar.
Móðir Þórðar var Sólveig, systir
Jóns, langafa Halldórs Laxness. Sól-
veig var dóttir Þórðar, hreppstjóra
í Bakkarholti Jónssonar, og Ingveld-
ar, systur Gísla, langafa Vilborgar,
ömmu Vigdísar forseta. Ingveldur
var dóttir Guðna, ættföður Reykja-
kotsættarinnar Jónssonar. Móðir
Helga var Guðný Helgadóttir, b. á
Læk í Ölfusi Runólfssonar, og
Ólafar Sigurðardóttur, b. á Hrauni
Þorgrímssonar, b. í Ranakoti Bergs-
sonar, ættfóður Bergsættar Stur-
laugssonar.
Móðir Magnúsar var Herdís, syst-
ir Margrétar, ömmu Ellerts B.
Schram, forseta ÍSl. Herdís var dótt-
ir Magnúsar, b. á Litlalandi Magn-
ússonar, b. á Hrauni Magnússonar,
hreppstjóra í Þorlákshöfn Beinteins-
sonar, b. þar Ingimundarsonar, b.
í Hólum, bróður Þorgríms í Rana-
koti. Móðir Magnúsar á Litlalandi
var Jórunn, langamma Steindórs
bílakóngs, afa Geirs Haarde alþm..
Móðir Herdísar var Aldís; systir
Guðnýjar á Króki.
Magnína var dóttir Sveins, b. í
Engidal í Skutulsfirði, bróður Jóns,
fóður Guðmundar, kaupfélagsstjóra
á Sveinseyri. Sveinn var sonur
Ólafs staupa, í Kambsnesi, bróður
Málfríðar, langömmu Bjarna, afa
Þrastar Ámasonar stórmeistara.
Ólafur var sonur Guðmundar, b. á
Eiði í Hestfirði og í Kambsnesi Eg-
ilssonar.
Magnús tekur á móti vinum og
vandamönnum í þjónustuselinu,
Sléttuvegi 11-13, í dag, kl. 17.-19.
Magnús H.
Magnússon.
Gunnar Ingi Birgisson
Gunnar Ingi Birgisson verkfræð-
ingur, Austurgerði 9, Kópavogi, er
fimmtugur í dag.
Starfsferill
Gunnar fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp og í Fljótshlíðinni.
Hann lauk stúdentsprófi frá MR
1972, prófi i byggingarverkfræði frá
HÍ 1977, M.Sc.-prófi í byggingarverk-
fræði frá Heriot-Waa University í
Edinborg 1978 og Ph.D.-prófi í bygg-
ingarverkfræði frá University of
Missouri 1983.
Á sínum unglingsáram og náms-
áram stundaði Gunnar sjómennsku,
vann við línulagnir og var í vega-
vinnu.
Gunnar var verkfræðingur hjá
Norðurverki hf. og fleiri verktökum
við undirbúning Hitaveitu Akureyr-
ar 1977, við rannsóknarstörf í Her-
iot-Watt University 1978-79, verk-
fræðingur hjá Hönnun hf. í Reykja-
vík 1979-80 og hefur verið með eigin
verktakarekstur frá 1978 og er fram-
kvæmdastjóri Klæðningar ehf. Þá
var Gunnar kennari við verkfræði-
deild HÍ 1983-93.
Gunnar sat í stjóm Verktakasam-
bands íslands 1985-91 og var for-
maður þess 1986-91, sat í fram-
kvæmdastjóri VSÍ 1985-92 og varfor-
maður VSÍ 1989-92, stjómarformað-
ur LÍN frá 1992, oddviti sjálfstæðis-
manna í Kópavogi frá 1990, formað-
ur bæjarráðs Kópavogsbæjar frá
1990, hefur verið formaður ýmissa
nefnda á vegum bæjarfélagsins og
var varaþingmaður fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn í Reykjaneskjördæmi
1991-95.
Fjölskylda
Gunnar kvæntist 29.12. 1973 Vig-
dísi Karlsdóttur, f. 27.5.1948, sjúkra-
liða. Hún er dóttir Karls Þorláks-
sonar sem er látinn, og Brynleifar
Eysteinsdóttur.
Dætur Gunnars og Vigdisar era
Brynhildur, f. 19.1. 1968, hönnuður í
Kópavogi en maður hennar er Guð-
jón Guðmundsson; Auð-
björg Agnes, f. 16.1. 1976,
nemi í hjúkrunarfræði
við HÍ og nemi í Söng-
skóla Reykjavíkur, í for-
eldrahúsum.
Hálfsystkini Gunnars,
sammæðra, era Þórarinn
Sigurðsson, f. 26.4. 1950,
tölvunarfræðingur í Hafn-
arfirði; Kristinn H. Gunn-
arsson, f. 19.8. 1952, alþm.
í Bolungarvík; Sigrún
Gunnarsdóttir, f. 7.9. 1954,
kennari í Reykjavík; Karl
Gunnarsson, f. 26.9. 1955, fram-
kvæmdastjóri í Bolungarvík; Guð-
rún Gunnarsdóttir, f. 6.10. 1957,
hjúkrunarfræðingur i Vestmanna-
eyjum; Katrín Gunnarsdóttir, f. 21.9.
1959, húsmóðir á Álftanesi; Haf-
steinn Gunnarsson, f. 22.8. 1965, líf-
fræðingur í Garðabæ.
Hálfsystkini Gunnars, samfeðra,
era Diana Þórðardóttir, f. 29.6.1944;
Anna Fanney Birgisdóttir, f. 1.6.
1947; Pétur Birgisson, f.
29.10.1951; Jónína Birgis-
dóttir Blöndal, f. 9.1.
1953; Ragnar Birgisson
Blöndal, f. 16.7. 1954;
Maria Birgisdóttir Blön-
dal, f. 26.6. 1959; Sigurður
Birgisson Blöndal, f.
12.11. 1960; Birgir Birgis-
son Blöndal, f. 19.10.1962.
Foreldrar Gunnars: Birg-
ir Guðmundsson, f. 19.5.
1922, d. 17.2. 1962, mat-
sveinn í Garðabæ, og
Auðbjörg Brynjólfsdóttir,
f. 1.11.1929, húsmóðir i Garðabæ.
Auðbjörg er gift Gunnari H.
Kristinssyni, verkfræðingi og hita-
veitustjóra.
Birgir var kvæntur Valdísi Valde-
marsdóttur.
Gunnar og Vigdís taka á móti ætt-
ingjum og vinum í Félagsheimili
Kópvogs, föstudaginn 3.10. milli kl.
20.00 og 22.00.
Gunnar Ingi
Birgisson.
Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir
Guðbjörg Lilja Guð-
mundsdóttir, Kleppsvegi
2, Reykjavík, er sjötug í
dag.
Starfsferill
Guðbjörg Lilja fæddist
í Reykjavík, ólst þar upp
og hefur alla tíð búið þar.
Hún lauk hefðbundinni
skólagöngu og hefur lagt
stund á nám í erlendum
tungumálum.
Guðbjörg hóf snemma
verslunarrekstur með eig-
inmanni sínum og hefur
stundað verslunarrekstur síðan.
Guðbjörg söng í mörg ár með
Samkór Reykjavíkur, undir stjóm
Róberts Abrahams og fór með kóm-
um i söngferð um öll Norðurlöndin.
Hún hefur lengi starfað í bindindis-
hreyfingunni og verið virkur félagi
í Sam-Frímúrarareglunnar á Islandi
í tæp fjörutíu ár.
Fjölskylda
Guðbjörg giftist 23.6. 1945 Krist-
jáni Páli Sigfússyni, f. 4.3.1921,
kaupmanni frá Isafirði. Foreldrar
hans vora hjónin María Anna Krist-
jánsdóttir og Sigfús Guðfinnsson,
skipstjóri á ísafirði, en þau era
bæði látin.
Börn Guðbjargar og
Kristjáns era Bragi G.
Kristjánsson f. 22.12.
1944, kaupmaður og
bóndi, kvæntur Emu Ei-
ríksdóttur; María Anna
Kristjánsdóttir f. 25.12.
1948, starfar hjá Flugleið-
um, búsett í Reykjavík,
gift Jesus Sigfúsi M.
Potenciano menntaskóla-
kennara.
Böm Braga og Emu era
Áshildur Bragadóttir f.
12.2. 1966, stjómmála-
fræðingur, gift Björgvini Snæ-
bjömssyni arkitekt og eiga þau
tvær dætur; Kristján Páll Bragason
f. 19.8. 1968, master í evrópskum
vinnumarkaðsfræðum en sambýlis-
kona hans er Margrét Leósdóttir,
læknanemi i H.Í.; Styrmir Þór
Bragason f. 22.9. 1970, master í
banka- og stjórmálafræðum en sam-
býliskona hans er Heiða Lára Aðal-
steinsdóttir, master í almanna-
tengslum; Guðbjörg Lilja Bragadótt-
ir f. 1.2.1979, nemi í menntadeild V.í.
Sonur Maríu Önnu og Jesus Sig-
fúsar er Kristján Jesus Potenciano
f. 22.10. 1993.
Systkini Guðbjargar era: Ólafur
Byron f. 6.8. 1925, d. 5.2. 1984; Jó-
hann Ingi f. 3.2. 1929, d. 30.6. 1995;
Margrét Erla f. 7.7.1932; Sigmundur
Birgir f. 24.1.1939; Guðrún Hanna f.
13.12. 1945.
Foreldrar Guðbjargar voru hjón-
in Guðmundur Jóhannsson, f. 24.6.
1905, d. 12.6. 1973, vélstjóri, og Bríet
Ólafsdóttir, f. 11.12. 1906, d. 4.5. 1988,
húsmóðir.
Ætt
Guðmundur var sonur Jóhanns,
verslunarmanns á Eyrarhakka,
bróður Eggerts, afa Eggerts G. Þor-
steinssonar, Þorsteins fiskimála-
stjóra, og langafi Þorsteins Eggerts-
sonar textahöfundar, og Gunnars
Arnar myndlistarmanns. Jóhann
var sonur Gísla, b. í Steinskoti
Gislasonar og Gróu Eggertsdóttur
frá Haga í Holtum. Móðir Gróu var
Þorbjörg Brandsdóttir af Víkings-
lækjarætt.
Móðir Guðmundar var Ingibjörg
Rögnvaldsdóttir frá Ásum i Hrepp-
um. Móðir Ingibjargar var Guðbjörg
systir Guðrúnar ömmu Vilhjálms
frá Skáholti. Guðbjörg var dóttir
Guðmundar, b. á Löngumýri í
Hreppum, bróður Ögmundar frá
Tungufelli, foður Salvarar
langömmu Tómasar Guðmundsson-
ar Reykjavíkurskálds, en Salvör var
einnig amma Bjarna langafa Errós
og amma Salvarar, langömmu
Bjöms Th. Bjömssonar.
Bríet var dóttir Ólafs sjómanns
frá Króki á Álftanesi Þorvarðarson-
ar, b. á Hliði Jónssonar, b. á Sogni
Ásbjörnssonar. Móðir Þorvarðar
var Sólveig Þórðardóttir, systir Ein-
ars á Þurá, langafa Vals Gíslasonar
leikara, foður Vals bankastjóra.
Móðir Ólafs var Birgit, systir Hall-
dórs, afa Halldórs Laxness. Birgit
var dóttir Jóns, b. á Núpum, bróður
Sólveigar og Einars.
Móðir Bríetar var Guðbjörg Guð-
mundsdóttir, Magnússonar sjó-
manns frá Norðurkoti í Vogum.
Móðir Guðbjargar var Birget systir
Guðmundar afa Ingveldar ömmu
Ragnars Kjartanssonar leikara og
leikritahöfundar. Birget var dóttir
Ólafs b. i Hvammi í Ölfusi Ásbjöms-
sonar og Inghildar Þóðardóttur,
systur Solveigar, Einars og Jóns.
Móðir Inghildar var Ingveldur syst-
ir Gísla langafa Vilborgar ömmu
Vigdísar, fyrrverandi forseta ís-
lands. Ingveldur var dóttir Guðna
ættfoður Reykjakotsættarinnar
Jónssonar.
Hjónin era að heiman.
Guðbjörg Lilja
Guömundsdóttir.
DV
Til hamingju
með afmælið
30. september
80 ára____________________
Alie Rita ísólfsson,
Furagerði 1, Reykjavík.
Njáll Bjamason,
Víðivöllum 2, Akureyri.
Sigurbjörg Vigfúsdóttir,
Hombrekku, Ólafsfirði.
75 ára
Baldur Sigurðsson,
Fellsmúla 22, Reykjavík.
70 ára
Guðbjörg Eyvindsdóttir,
Bræðraborgarstíg 9,
Reykjavík.
Anton Gunnarsson,
Álfhólsvegi 83, Kópavogi.
Margrét Hermannsdóttir,
Flyðragranda 16, Reykjavík.
Halldór Jónsson,
Túngötu 47, Eyrarbakka.
Matthías Ólafsson,
Laugamesvegi 64, Reykjavík.
María P. J. Poulsen,
Hraunbrún 40, Hafnarfirði.
Guðberg E. Haraldsson,
Árskógum 8, Reykjavík.
Hann er í útlöndum.
60 ára
Guðni Marelsson,
Hátúni 6 B, Reykjavík.
Olga Kristín Jónsdóttir,
Hlíðargötu 8, Neskaupstað.
Ólafur Jóhannsson,
Klukkubergi 23, Hafnarfirði.
Birgir Stefánsson,
Gunnarssundi 6, Hafnarfirði.
Hann er að heiman.
50 ára
Björgvin Arngrimsson,
Holtagerði 4, Kópavogi.
Svandis Ottósdóttir,
Háholti 12, Hafnarfirði.
Trausti Hallsteinsson,
Hlíðarvegi 17, Kópavogi.
Einar Bergsson,
Stafiiesvegi 2, Sandgerði.
Steindór Pétursson,
Brekkubæ 3, Reykjavik.
Ámý Helgadóttir,
Melási 7, Garðabæ.
María Olgeirsdóttir,
Reyrengi 4, Reykjavík.
40 ára
Jens Ágúst Andersen,
Grenimel 15, Reykjavík.
Kristín Dóra Karlsdóttir,
Aðaltúni 12, Mosfellsbæ.
Þórður Sveinsson,
Suðurgötu 21, Akranesi.
Alexander G. Eðvardsson,
Eyktarási 8, Reykjavík.
Guðmundur Ó. Svavarsson,
Lækjargötu 34 E, Hafnarfirði.
Jóhann Valur Jóhannsson,
Aðalstræti 77 A, Patreksfirði.
Sigurður Reynisson,
Suðurási 26, Reykjavík.
Þorsteinn Pálmarsson,
Heiðargerði 48, Reykjavík.
Jónas Rafn Lilliendahl,
Þrastarima 6, Selfossi.
Haraldur Eggertsson,
Svalbarði 9, Hafnarfirði.
Sigríður Halldórsdóttir,
Reynihvammi 19, Kópavogi.
Indriði Rósenbergsson,
Hraunbæ 188, Reykjavík.