Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Side 32
** (§ ÍC3 36 ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997 Reykvíkinga í borgarstjórn „Af hverju fáum við ekki að kjósa Reykvíkinga í borgar- stjórnina okkar lengur? Svarið er einfalt: Borgin er undirlögð af sveitamönnum í hamingjuleit á gúmmískóm... Senn líður að því að stjómmálaflokkar bjóða ekki fram í Reykjavík heldur átthaga- félög sveitamanna." Ásgeir Hannes Eiríksson, í Degi-Tímanum. Tollverðir með vasaljós „Ekki er nóg með að tollvörð- um væri stórfækkað heldur eru þeim ekki fengin önnur verkfæri til starfans en vasaljós og tvö skrúfjárn og mega helst ekki starfa eftir að skyggja tekur.“ Sigurður A. Magnússon rithöf- undur, í DV. Ummæli Skúrkur eða hetja „Þetta er alltaf sama sagan, maður er annaðhvort skúrkur eða hetja og það er ekkert þar á milli." Bergsveinn Bergsveinsson landsliðsmarkvörður, í DV. Stuðningur innan- hússmanna „Það stefndi fljótt í að valið myndi standa á milli mín og El- ínar Hirst og eftir að það varð ljóst fullyrði ég að ég hafl haft eindreginn stuðning manna hér innanhúss." Helgi H. Jónsson, fréttastjóri Sjónvarps. Ávallt er mikið um að vera þegar nýtt ár gengur í garð. Tímatal Þótt enn séu margs konar tímatöl í notkun, samanber tíma- tal gyðinga og tímatal mú- hameðstrúarmanna, hafa flestar þjóðir sameinast um gregorí- anska tímatalið sem innleitt var af Gregoríusi páfa 13. árið 1582. Tímatalið er arftaki þess júl- íanska sem Júlíus Cæsar kom á í Rómaveldi árið 46 f.Kr. Nöfn mánaðanna og lengd þeirra virð- ast hafa haldist óbreytt frá dög- um Cæsars. Febrúar var þá tal- inn síðasti mánuður ársins og hlaupársdeginum bætt við hann. Meðallengd júlíanska ársins var 36554 dagar, sem er 11 mínútum og 14 sekúndum lengra en hvar- fárið eða árstíðaárið. Þetta leiddi til skekkju sem sífellt jókst þannig að á 16. öld voru jafndæg- ur orðin nálægt 11. mars í stað 21. mars. Blessuð veröldin Með gregoríanska tímatalinu voru þá felldir niður 10 dagar svo að í stað 5. október 1582 kom 15. október. Jafnframt var sú breyt- ing gerð að aðeins fjórða hvert ár var hlaupár. Með þessu varð meðallengd gregoríanska ársins 365,2425 dagar sem skakkar minna en degi á 3000 árum frá hinu náttúrlega ári (hvarfárinu). Gregoríanska tímatalið var tekið upp á mismunandi tímum í hinum ýmsu löndum. Á íslandi var það lögleitt árið 1700 og kom þá 28. nóvember i stað 17. nóvem- ber. Gunnar Pálmi Pétursson, íslandsmeistari í rallakstri: Sumarfríið fer í að fara á torfærukeppni „Ég hef notað sama bílinn óbreyttan í 9 ár. Þetta var í upphafi Ford-herjeppi, árgerð 1942, þá löngu afskráður, sem var uppistaðan í rallíbílinn ásamt hlutum úr mörg- um tegundum bíla,“ segir Gunnar Pálmi Pétursson á Höfn, islands- og heimsmeistari í torfærukeppni sér- útbúinna götubíla. Gunnar hefur nú tvö ár í röð náð þessum eftirsóknar- verða titli og hann segir það mark- mið sitt að vinna þessa titla næsta ár og þá eignast farandverðlauna- gripina. Gunnar á nú þegar um 40 verðlaunagripi fyrir torfærukeppn- ir og er helmingur þeirra fyrstu verðlaun. „Draumurinn er að fara meira til útlanda að keppa en ég hef farið þrisvar og keppt í Hollandi, Frakk- landi og Belgíu," segir Gunnar. „Þetta var sitt hvert dæmið í hverju landi, akstur i snjó, kappakstur og spilkeppni, gott sýnishorn af því sem er í gangi, og þetta gekk vel, ég lenti í fyrsta sæti í snjó- og kappakstrinum og fimmta sæti í spílkeppninni. Götubíla-ralll er orð- in vinsæl íþrótt erlendis og við fáum miklu meiri umfjöllun síðan Eurosport-sjón- varpsstöðin fór að sjónvarpa frá okkar keppnum, en það er með þessa íþrótt eins og margar aðrar, það vantar pen- inga til að geta staðið betur að þessu. Ég vil að bæjaryfirvöld hér, lögregla og aðrir sem hafa með unglinga- málefni að gera sameinist um að koma upp æf- ingasvæði þar sem ungir öku- menn og þeir sem eru að læra á bíl geti æft sig og fengið útrás og ég er þess fullviss að það bæri góðan árangur og skilaði betri öku- mönnum.“ Gunnar Pálmi Pétursson. Maður dagsins Eiginkona Gunn- ars, Sigurborg Svavarsdóttir, og börnin þeirra þrjú styðja hann dyggilega i rall- íþróttinni og eru það aðalsumarfrí Ijölskydunnar að fara á torfæru- keppni. Um tóm- stundirnar sagði Gunnar að þær væru alltof fáar en skemmtilegast fmnst honum að vera með fjöl- skyldunni að ferðast um landið og óbyggðirnar heilluðu þau og vonandi kæmu tækifæri til að sinna því áhuga- máli betur. Gunnar, sem er bifvélavirkjameistari, hefur í mörg ár rekið vélaverkstæði á Höfn. -Júlía Imsland Fellir dýr með skotum Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði. Blásarakvintett Reykjavíkur mun skemmta Selfyssingum í kvöld. Blásara- kvintettinn og Margrét Bóasdóttir Tónleikar hafa verið hvert þriðjudagskvöld í Selfosskirkju undanfamar vikurnar og verður svo enn tvo næstu þriðjudaga. í kvöld gefst kostur á að heyra þá vinsælu listamenn sem skipa Blásarakvintett Reykjavíkur. Með þeim. syngur Margrét Bóas- dóttir í tveimur verkum. í sumar hefur Blásarakvintett- inn farið í tvær tónleikaferðir til útlanda, leikið í BBC og er nú að koma frá Ástralíu. Margrét var í Þýskalandi síðastliðinn vetur og sumar og söng þar á fjölmörgum tónleikum. Meðal höfunda sem verk eiga á tónleikum þessum eru: J. Sweelinck, Jón Hlöðver Áskelsson, W.A. Mozart, J.S Bach og Hándel, en eftir hann verður leikin Vatnasvítan. Tónleikar Tónleikar þessir, sem hefjast kl. 20.30, eru sérstaklega styrktir af Selfossbæ í tilefni 50 ára af- mælis sveitarfélagsins og er að- gangur ókeypis. Bubbi í Sandgerði Bubbi Morthens heldur áfram tónleikaferð sinni og leikur í kvöld í Samkomuhúsinu I Sand- gerði. Tónleikamir hefjast kl. 21. Á morgun verður Bubbi svo á Eyrarbakka. Bridge í bridgedálki gærdagsins var greint frá spili sem orðið er 40 ára gamalt og hafði birst í fyrsta hefti tímaritsins Bridge sem gefið var út á ámnum 1957-59. Hér er annað spiladæmi úr þeim blöðum, úr nóv- emberhefti timaritsins 1957. Ólafur H. Ólafsson, sem þá var spilafélagi Agnars Jörgensen, hins kunna keppnisstjóra, sýndi snilldartakta í úrspilinu á einu grandi í tvímenn- ingskeppni. Norður var gjafari og allir utan hættu: é 954 * G6 * G52 * D10975 4 KG8 «4 ÁD109 -f 1083 4 642 * ÁD62 •0 7432 * ÁD4 * ÁG Norður Austur Suður Vestur pass pass 1 grand p/h Vestur átti út og ákvað að spila út fjórða hæsta spili i tígli. Ólafúr var ekki lengi að spila spilið, setti tvist- inn úr blindum, austur setti tíuna og Ólafur ásinn! Þvínæst lagði hann niður laufásinn og spilaði laufgosa. Vestur var eðlilega gmnlaus um hættuna, drap á kónginn og spilaði lágum tígli á „sannaða" drottningu austurs. Vestur varð ekki lítið hissa þegar tígulgosinn í blindum átti slaginn, en Ólafur renndi nú niður ffíslögum í laufi og til þess að snúa hnífnum enn meir í sárinu, þá svín- aði hann spaðadrottningunni til þess að fá 8 slagi. Það hefði þó dug- að Ólafi að fá 7 slagi, því allir sagn- hafar í einu grandi á suðurspilin fóm ýmist einn eða tvo niður. ísak Öm Sigurðsson 4 1073 V K85 ♦ K976 4 K83

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.