Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 Fréttir Landbúnaðarráðuneytið endurskoðar reglugerð um lifræna framleiðslu: Boðar hert eftirlit með vottunarstofum Landbúnaðarráðuneytið vinnur nú að endurskoðun á reglugerð um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Jafnframt hyggst ráðuneytið herða eftirlit með vottunarstofum þeim er starfa hér á landi. Þetta kom m.a. fram í viðtali DV við Brynjólf Sand- holt, fyrrverandi yfirdýralækni og formann nefndar er vann umrædda vottunarreglugerð fyrir landbúnað- arráðuneytið 1995. Eins og DV greindi frá fyrir helgi eru tvær vottunarstofur um lífræna landbúnaðarframleiðslu starfandi hér á landi, Vistfræðistofan og Tún ehf. Þær starfa eftir ósamræmdum reglum; Tún eftir nákvæmum breskum reglum, en Vistfræðistofan eftir reglugerð ráðuneytisins, svo langt sem hún nær, en síðan eftir sænska vottunarkerfmu KRAV og norska kerfmu Debio. Af þessu má ráða að um ósamræmdar vottunar- aðferðir sé að ræða hér á landi, þótt báðar starfi stofurnar innan ramma Alþjóðasamtaka lífrænna landbún- aðarhreyfinga, IFOAM. Mega hafa stífari reglur „Árið 1992 hóf ég, i samráði við lífræna bændur, undirbúning að reglum fyrir lífræna ræktun hér á landi. Við stofnun Vors, sem eru samtök lífrænna bænda, voru lagð- ar fram reglur skv. norskri fyrir- mynd. Nokkru síðar keypti TÚN ehf. vottunarreglurnar frá Bret- landi. Þegar hér var komið þótti mönnum eðlilegt að opinbert eftirlit stæði að vottuninni og að viður- kenndar vottunarstofur sæju um framkvæmdina," sagði Brynjólfur. „Reglugerð landbúnaðarráðuneytis- ins er byggð á reglum Evrópubanda- lagsins, nema að þvi leyti sem snert- ir sláturafurðir, því þaö hefur ekki enn komið sér saman um þann þátt. Einnig voru notaðar til hliðsjónar IFOAM-reglumar. Þá kynntum við okkur gildandi reglur annars staðar á Norðurlöndum." - 1 DV kom fram að a.m.k. önnur vottunarstofan „búi sér til reglur“ Brynjólfur Sandholt var formaöur nefndar í landbúnaöar- ráðuneytinu sem vann gildandi reglugerð um lífræna rækt- un 1995. DV-mynd Brynjar Gauti þegar hún telur sig þurfa á því að halda. „Vottunarstofumar eiga að nota reglugerð landbúnaðarráðuneytis- ins til viðmiðunar. En þær mega hafa stífari reglur ef þær vilja og nota sínar reglur til þess að ná því takmarki að viðurkenna viðkom- andi bú. En krafan til allra vottun- arstofa sem starfa hér er sú að þær verða að uppfylla þær kröfur sem Löggildingarstofan gerir til þeirra, fá viðurkenningu landbúnaðarráðu- neytisins um að þær megi starfa á þessum vettvangi og þær verða að starfa innan ramma íslensku reglu- gerðarinnar, en mega ekki vera með slakari kröfur en hún segir til um.“ Samræming æskileg - En væri ekki æskilegt að þær störfuðu eftir sam- ræmdum reglum en væru ekki að sækja sér starfs- reglur í mismun- andi ströng vottun- arkerfi? „Jú. Ég get sagt frá því að núna erum við að endur- skoða íslensku reglugerðina. Hún er endurskoðuð í ljósi þeirrar reynslu sem vott- unarstofur hafa afl- að sér. Við von- umst til þess að geta gert hana hag- kvæmari en hún var áður. En svo er annað sem hefur ekki farið í gang ennþá, en það er eftirlit með þessum vottunarstofum. Það hefur ekkert verið hingað til enda fór þetta ekkert i gang fyrr en síð- asta vor. Nú segi ég að það sé kom- ið að því að við þurfum að fara að athuga hvemig vottunarstofurnar gera þetta. Með öðmm orðum, það er búið að setja reglumar, farið er að starfa eftir þeim og þriðji þáttur- inn er að athuga hvort þeim sé framfylgt. Landbúnaðarráðuneytið er hinn opinberi ábyrgðaraðili fyrir þessum reglum og því er eölilegt að það fari að huga að hvort farið sé efth' þeim, og eins hvort ekki sé um að ræða samræmt mat á tiltekinni vottun eða viðurkenningu. Eigum að hafa okkar eigin reglur - Hvað segir þú um þá gagnrýni sem komið hefur fram á reglugerð ráðuneytisins að hún sé of víðfeðm, en ætti einungis að kveða á um að vottunarstofum beri að fara eftir al- þjóðlegum reglum um lífræna rækt- un? „Mitt álit er að við eigum að hafa okkar eigin reglur. Viö fylgjum mjög nákvæmlega alþjóðlegum regl- um og islenska reglugerðin er sam- bærileg við það sem er erlendis, en tekur að sjálfsögðu mið af íslensk- um aðstæðum. Við höfum þýtt okk- ar reglur á ensku þannig að erlend- ir aðilar geta skoðað þær og vita al- veg hvað hér er í gildi. M.a. hefur stjóm IFOAM fjall- að um þær og gaf þeim góða einkunn. Með þessu móti geta erlendir aðilar feng- ið upplýsingar um hvaða reglur gilda hér á landi.“ - Nú er islenska reglugerðin í endur- skoðun. Verður hún rýmkuð eða hert? „Að sumu leyti verður hún hert og að nokkru leyti rýmkuð, sem eru breytingar til sam- ræmis við þróun sem á sér stað í ná- grannalöndum okk- ar. Hún er hert hvað varðar fóður, þar sem við getum upp- fyllt strangari kröf- ur en gerist víðast annars staðar. Þá era menn að velta því fyrir sér hvort til móts við það geti komið styttri aðlög- unartími. -JSS Lífræn landbúnaðarframleiðsla á sér ekki langa sögu hér á landi, en lífrænt ræktað kjöt er þó þegar orðið vinsælt hjá neytendum. DV-mynd GVA Dagfari Með bros á Þá er slagurinn hafinn. Sextán manns vilja komast á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík í kom- andi borgarstjómarkosningum. Þessi hópur trúir því að takast megi að vinna ríkið á ný, ná því úr tröllahöndum Ingibjargar Sólrúnar og meðreiðarsveina og -meyja hennar. Fátt er skemmtilegra en próf- kjör. Þá berjast vinir og félagar og átökin verða mun harkalegri og persónulegri en átök milli flokka og fylkinga. Hver hugsar um sjálf- an sig og er einskis manns vinur. Best er að stinga rýtingi í bak sessunautar og vera snöggur að því eins og segir í auglýsingunni. Menn hafa ekki hátt og láta litið hafa eftir sér opinberlega um ná- ungann. Ýmislegt er þó látið ber- ast, satt eða logið. Það má tína ým- islegt til. Best er að koma því á flot að þessi eða hinn sé drykkfelldur, haldi fram hjá, sé óstundvís og á allan hátt ómögulegur. Láta það berast að mótframbjóðendur séu skipulagslausar liðleskjur. Um leið er nauðsynlegt að undirstrika eigið ágæti, röggsemi og góðar gáfur. Umhyggja fyrir maka, börnum, for- eldram og tengdaforeldrum skal sýnd. Menn sem ekki hafa stungið nið- ur penna áram saman finna nú hjá sér hvöt. Þeir dreifa á fjölmiðlana greinum og minna á að ekkert mannlegt sé þeim óviðkomandi. Þeir láta taka af sér nýjar myndir og birtast kjósendum ábúðarfúllir og tilbúnir að axla ábyrgð og bjarga alþýöunni. Auglýsingar era ómissandi þátt- ur í baráttunni. Áætlaö hefur verið að prófkjörsbaráttan kosti hvem og einn hálfa til eina milljón króna. Fæstir eiga slíkt í handraðanum og verða þvi að fá lán hjá banka- stjóranum sínum. Það sýndi sig í forsetakosningunum í fyrra að var- legt er að treysta á framlög stuðn- ingsmanna. Þau skila sér ekki. Frambjóðendur sjálfir veröa að gjöra svo vel og borga. Það dugar því ekkert annað en að bíta á jaxlinn. Þeir sem ætla sér aö ná árangri verða að auglýsa. Þeir geta ekki horft aðgerðalausir á helstu keppinauta á heilum og vör og hníf hálfum síðum blaðanna án mót- Þegar upp er staðið koma allir leikja. blankir úr baráttunni, sumir sælir í baki og aðrir súrir. Hvemig sem líðanin er verða þeir að slíðra sverðin og koma saman út á við sem ein heild. Það verður að losa um rýtinginn í bakinu á náunganum og hætta að baktala hann. Listinn verður að vera samstæður og girnilegur fyrir kjósendur. Það má Sjálfstæðisflokkurinn eiga að hann býður fólki upp á þá skemmtun sem prófkjörsslagur er. Það hlýtur að vera hlutverk stjóm- málaflokks að hugsa um fólkið. Því leiðist þá ekki á meðan. Spuming- in er hins vegar hvort Reykjavík- urlistinn þorir. Geti Sjálfstæðisflokkurinn boðið upp á góða skemmtun með sínu prófkjöri yrði skemmtunin ómæld í prófkjöri Reykjavikurlistans. Þar þurfa menn ekki aðeins að stinga rýtingnum í bakið á eigin flokks- mönnum heldur annarra líka. Þeir þurfa því heilt hnífasafn. Borgarstjóra var falið að finna út úr framboðsraunum Reykjavík- urlistans og skila tillögum um að- ferð. Vonandi bregst borgarstjóri ekki skemmtanaþyrstum þegnum sínum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.