Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997 Útlönd Stofnandi Ham- as laus úr ísra- elsku fangelsi Ahmed Yassin sjeik, stofnandi og andlegur leiðtogi Hamas- skærnliðahreyíingarinnar, kom til Jórdaníu í morgun eftir að ísraelsk stjómvöld höfðu látið hann lausan úr fangelsi. Yassin hafði verið dæmdur til ævilangr- ar tugthúsvistar. „Þetta er ánægjuleg stund fyr- ir okkur öll,“ sagði Hussein Jórdaníukonungur í viðtali við jórdanska ríkissjónvarpið. Konungur hafði hvatt ísraela til að sleppa klerkinum, sem gengur ekki heill til skógar. Yassinn var fluttur rakleiðis á stærsta sjúkrahúsið í Amman, höfuöborg Jórdaníu. Palestínumenn fordæmdu flutning Yassins til Jórdaníu og sögðu hann jafnast á við nauð- ungarflutninga. Háttsettur mað- ur innan Hamas sagöi í Amman aö Yassin vildi fara til heima- stjórnarsvæðis Palestínumanna á Gaza. Mannát í Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eru svo aðframkomnir af hungri sumir hverjir að þeir hafa tekið upp mannát til að deyja ekki. Þá hafa yfirvöld tekið fólk af lífi fyrir aö selja mannakjöt. Þetta kemur fram í blaðinu South China Moming Post í morgun og var haft eftir landflótta liðsforingja. Reuter 20 þúsund mótmæla í Belgrad: Lögregla réðist á göngumenn Óeirðalögregla í Belgrad í Serbíu réðist í gær á 20 þúsund mótmæl- endur sem reyndu að efna til mót- mælagöngu vegna skyndilegs brottreksturs Zorans Djindjics úr embætti borgarstjóra. Stjórnarandstöðuflokkar í Serbíu hvöttu í gær almenning til að fara í daglegar mótmælagöngur og krefjast nýrra kosninga í kjölfar brottreksturs Djindjics og yfir- manna óháðrar sjónvarpsstöðvar. Djindjic var fyrsti borgarstjóri Belgrad í hálfa öld sem ekki var kommúnisti. Það var bandalag fyrrum banda- manns Djindjics, Vuks Draskovics, Sósíalistaflokksins og hins öfga- sinnaða þjóðernisflokks Vojislavs Seseljs sem felldi borgarstjórnina. Bandalagið rak einnig stjórn óháðrar sjónvarpsstöðvar. Nokkrum klukkustundum eftir brottvikninguna var útsendari Milosevics, fráfarandi forseti Serbíu, orðinn yfirmaður á sjón- varpsstöðinni og í kvöldfréttunum var ekki minnst á mótmælagöng- una í gærkvöld með einu orði. Meðal göngumanna gætti andúðar í garð Draskovics. Flokkur Dra- skovics var einn þriggja flokka stjórnarandstöðuhreyfingarinnar Zajedno sem stóð fyrir mótmælum hundruða þúsunda síðastliðinn vet- ur. Zajedno þvingaði stjórnina til að samþykkja að Djindjic yrði gerð- ur að borgarstjóra. Sambandið milli Djindjics og Draskovics hefur alltaf verið slæmt. Deilt var um hvort stjórnarandstaðan ætti að taka þátt í þing- og forsetakosning- unum í Serbíu. Draskovic kaus að taka þátt en hinir ekki. Sósíalista- flokkur Milosevics fékk ekki meiri- hluta og varð að hefja samvinnu með Draskovic og Seselj. Reuter Tvær ár í Gvatemala flæddu yfir bakka sína í gær og er taliö að hafstraumurinn El Nino eigi þar sök á. Þessum ágæta manni tókst að bjarga að minnsta kosti einni lítilli hænu og einum skó þegar flæddi inn á heimili hans. Vinningshafar í litaleik Krakkaklúbbs DV og Kjöríss 10 Kjörís-bolir ásamt : Atli Hrafn Lárusson Beck | Pálmar Jónsson : Kristján Þór Gunnarsson Hulda Björg Elfarsdóttir Lísa Rún Arngrímsdóttir Ragnar Hansen Alma Björk Ragnarsdóttir Óskar Elías Sigurðsson Guöríður Jónsdóttir Vilfríður Hrefna Hrafnsdóttir 10 aukavinningar: ávísun á tvo græna Hlunka Berglind Ólafsdóttir nr. 11122 Eyrún Reynisdóttir nr. 12127 Anna Björg Guðjónsdóttir nr. 1041 Heiða Osk nr. 8370 Aron Davíð nr. 8371 Sigrún Elva Ólafsdóttir nr. 11812 Björg Ósk Gunnarsdóttir nr. 10432 Haraldur Bjarni nr. 6192 Guðmundur Sigurðsson nr. 6726 Kristín Lind Magnúsdóttir nr. 1671 Hlunka-ávísun. nr. 11461 nr. 6632 nr. 2542 nr. 9211 nr. 2204 nr. 4631 nr. 6825 nr. 5950 nr. 11593 nr. 6637 Framtíðarsýn Tonys Blairs: Flokksmenn og blööin ánægð Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lofaði á flokksþingi Verkamannaflokksins í gær að skapa nýtt umhyggjusamt samfélag og hlaut fyrir það mikið lof, bæði meðal flokksmanna og fjölmiðla. Það á hins vegar eftii' að koma í ljós hvort flokksmenn fallast á þær erf- iðu ákvarðanir sem eru fram und- an. Blair varaði flokksmenn við að falla í gi-yfju sjálfsánægju og sagði að markmið sitt væri að sitja við völd annað fimm ára kjörtímabil til að hrinda stefnumálum sínum um nýtt samfélag byggt á samkennd í ffamkvæmd. Flokksmenn fögnuðu mjög ræðu hans, fyrstu ræðu leiðtoga Verka- mannaflokksins sem forsætisráð- herra í 19 ár. „Forsætisráðherra fólksins veitir okkur von,“ sagði í leiðara æsi- blaðsins Sun í morgun. Times var- aði hins vegar við því að ekki hefði enn reynt á Blair. Reuter Hart vegið að Thorbjörn Jagland DV, Ósló: Hart er nú vegið að Thorbjöm Jagland, formanni norska Verka- mannaflokksins. Margir flokksfélag- ar segja að klúður í nýafstöönum kosningum sé öðra fremur honum að kenna og æ fleiri telja tíma kom- inn til að skipta um formann. Jagland er kennt um að hafa sett atkvæðatöluna 36,9 prósent sem skilyrði fyrir áframhaldandi stjórn- arsetu. Ef hann hefði sleppt því hefði stjórnin haldið velli. Þá er honum kennt um að hafa valið Carl I. Hagen sem sérlegan óvin sinn án þess að ganga nokkru sinni í skrokk á honum vegna meints kynþáttahat- urs. Hagen er raunar sá sem mest hlær að óförum Jaglands. í norska Dagblaðinu mælir hann með því að Jagland verði velt úr formannsstóli og Jens Stoltenberg fjármálaráö- herra settur í hans stað. Hagen lofar meira að segja að styðja ríkisstjórn undir forsæti Stoltenbergs. -GK Stuttar fréttir i>v Misskilningur í lofti Hugsanlegt er talið að mis- skilningur milli flugumferðar- stjóra og flugmanna indónesísku farþegaflugvélarinnar hafl vald- ið flugslysinu sem var 234 að bana í síðustu viku. Albright skilur ekki Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að sér fyndist óskilj- anlegt að Frakkar átt- uðu sig ekki á að viðskipti við írani gætu skaðaö til- raunir Vestur- veldanna til að fá írönsk stjórn- völd til að breyta stefnu sinni. Falsaður kostnaður Ástralska ríkisstjórnin er í vondum málum þessa dagana vegna falsaðs ferðakostnaðar ráöherra. Frítt í strætó og metró Ókeypis er í almenningsfarar- tæki í París í dag vegna ákvörðunar yfirvalda um að banna umferð helmings allra einkabíla í borginni. Ástæðan er mikil mengun í París að undan- förnu. Senditæki tekin Fi'iðargæslusveitir NATO tóku við stjórninni á tveimur sjónvarpssendum í serbneska lýðveldinu í Bosníu í morgun og stöðvuðu útsendingar bæði út- varps og sjónvarps. Bonino vill þrýsting Emma Bonino, sem fer með mannúðarmál innan fram- kvæmda- stjórnar ESB, lauk þriggja daga heim- sókn sinni til Afganistans í gær með heim- sókn til bæjar á valdi stjóm- arandstæðinga. Hún sagöi að heimsóknin hefði sannfært sig um að beita ætti Talebana, sem ráða ríkjum í Afganistan, aukn- um þrýstingi. Vilja í ESB Flestir Svisslendingar vilja að land þeirra gangi í Evrópusam- bandið, ef marka má skoðana- könnun sem birtist 1 blaðinu Blick í gær. Super Puma í gagnið Ákveðið er að taka norsku Super Puma-þyrlurnar aftur í notkun eftir ítarlega rannsókn. Skipt hefur verið um ýmsa vélar- hluta og reglrn- um flugið hertar. Mannskæð flóð á Spáni Fjórir hafa látið lífið og eins er saknað eftir flóð á Suður- Spáni. Flóðin hafa meðal annars verið við Alicante og í Valencia. Enn barist við elda Slökkviliðsmenn í Malasíu berjast enn við skógareldana sem valdið hafa hættulegri mengun. Vara írani við Bandarísk yfirvöld vöruðu í gær írani við því að flugvélar þeirra gætu orðið skotnar niður virtu þeir ekki flugbann yfir suð- urhluta íraks. Fordæma fjöldamorð Mary Robinson, nýr yfirmaður mannréttindamála hjá Sam- einuðu þjóðun- um, og Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri samtakanna, fordæma fjöldamorðin í Alsír. Robin- son hvatti þjóðir heims til að tjá sig um fjöldamorðin þrátt fyrir mótmæli stjórnvalda í Alsír. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.