Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Qupperneq 10
10
mennÍM
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997
Listaklúbbur fyrir alla
Nýtt starfsár Listaklúbbs
Leikhúskjallarans hefst á
mánudaginn kemur, 6. októ-
ber.
„Klúbburinn á sér dálítið
sérstæða sögu,“ segir fram-
kvæmdastjóri hans, Sigríður
Margrét Guðmundsdóttir. „Jón
Leifs stofnaði Listamanna-
klúbbinn í Þjóðleikhúskjallar-
anum 1956, nýkominn frá Par-
ís, af því að hann vildi innleiða
hér menningarlíf Parísarborg-
ar. Ég er viss um að honum
þætti gaman að sjá öll kaffihús-
in sem hafa sprottið upp a und-
anfömum áram! En klúbbur
Jóns var aðallega ætlaður lista-
mönnum til að þeir gætu hist
og rætt sín mál. Okkar klúbbur
er fyrir alla.“
Hugmyndina að klúbbnum
áttu eiginlega leikarar Þjóð-
leikhússins sem oft sitja uppi
með heilmikið efni sem þeir
hafa viðað að sér í sambandi
við sýningar. Þá vantaði stað
fyrir litlar uppákomur. Svo
stofnaði Ámi Ibsen ásamt fleir-
um Ljóðleikhúsið sem kom
saman á mánudagskvöldum í
Kjallaranum, og þá var staður-
inn fundinn. Smám saman
fjölgaði uppákomum af ýmsu
tagi þar uns svo kom að Lista-
klúbburinn var formlega stofn-
aður 3. janúar 1994.
Dagskrárnar hafa sumar
verið tengdar sýningum í Þjóð-
leikhúsinu en flestar eru sjálf-
stæðar. „Ýmist leitum við til
listamanna eða listamenn
bjóða okkur efni,“ segir Sigríð-
ur Margrét. „Skilyrðið er að
dagskrámar hafi ekki verið
fluttar annars staðar, og hug-
myndin er sú að þær verði að-
eins þetta eina kvöld. Einstaka
sinnum hafa þær verið endurteknar og stund
um fluttar annað og sýndar áfram þar.“
Ein dagskrá fyrir
jól, 17. nóvember,
verður tengd
leikhúsinu.
Hún heitir „Á
Sigríöur Margrét Guömundsdóttir: Auövelt aö fá gott fólk til aö koma fram.
DV-mynd GVA
mörkum þessa heims og annars" og fjallar um
lffið og dauðann. Hún er hugsuð út frá sýning-
unni á Grandavegi 7 - þó að það sé draugagang-
ur i fleiri verkum á sviði Þjóðleikhússins í vet-
ur, til dæmis Hamlet og Fiðlaranum á þakinu.
Eftir jól verður dagskrá sérstaklega tengd
Hamlet.
Hróðurinn
berst víða
Alltaf koma fleiri og fleiri er-
lendir gestir í klúbbinn. Sá
fyrsti sprengir reyndar kjallar-
ann og verður fluttur upp á
stóra sviðið mánudagskvöldið
20. október. Það er danska leik-
konan Ghita Norby sem kemur
með tríó með sér og flytur dag-
skrá sem er byggð á verkum H.
C. Andersens.
Algengt er að listamenn sem
eru á leið milli Evrópu og
Bandaríkjanna stoppi hér og
bjóði Listaklúbbnum krafta
sína. Franska söngkonan
Machon syngur frönsk alþýðu-
lög í ekta kaffihúsahefð 27.
októher. Viku seinna koma tíu
ungir listamenn víðsvegar að
úr Evrópu með eins konar
sjónhverfingaleikhús.
„Við höfum alltaf reynt að
hafa dagskrána fjölbreytta,"
segir Sigríður Margrét, „og við
byrjum á nýstárlegum tónleik-
um með kvennahljómsveitinni
Ótukt. Hún hefur vakið athygli
fyrir skemmtilega tónlist og líf-
lega sviðsframkomu - enda er
Kolrassan krókríðandi Elíza
María Geirsdóttir í hópnum."
í nóvember verður dagskrá
um Jón Þórarinsson tónskáld.
Sveinn Einarsson kemur með
Bandamenn sína sem leiklesa
Belialsþátt eftir Sebastian Wild
sem var þýddur á íslensku
fyrstur erlendra leikþátta um
1630.1. desember verða Fjölnis-
menn hinir nýju með dagskrá.
8. desember verður lesið úr
nokkrum úrvalsbókum á jóla-
markaði og síðasta dagskráin
verður með jólasöngvum undir
stjórn Margrétar Pálmadóttur.
- Nokkuð að lokum, Sigríður Margrét?
„Ég var að koma heim eftir heilt ár í burtu
og Þómnn Sigurðardóttir passaði klúbbinn fyr-
ir mig á meðan. Þaö er gaman að sjá hvað hann
hefur vaxið undir hennar stjórn. Hann er orð-
inn fastur í sessi og það verður alltaf auðveld-
ara að fá gott fólk til að koma fram.“
Saga af fólki
í dag kem-
ur út hjá Reykja-
nesbæ annað bindi af
Sögu Keflavíkur eftir
Bjarna Guðmarsson sagnfræðing.
Fýrsta bindið sem kom út 1992 náði til
ársins 1890 og í þessu bindi er þráður-
inn rakinn áfram til 1920.
„Þetta er spennandi tímabil í sög-
unni því þarna er lagður grunnurinn
að nútímanum, að bænum eins og
hann er núna,“ segir Bjami. „Bærinn
óx hratt og á þessum árum varð þar
bæði atvinnubylting og lífskjarabylt-
ing.“
- Kom eitthvað á óvart?
„Já, ótal margt. Mest munaði um að
ég komst í heillegt bréfasafn selstöðu-
verslunarinnar á staðnum og gat séð á
því nákvæmlega hvernig svoleiðis
verslun gekk fyrir sig. Þama voru bréf
frá fulltrúum þar sem þeir segja frá
skiptum sínum við bændur og líka
bréf frá bændum þar sem þeir biðja
blessaðan faktorinn að lána sér nú
svolítið bankabygg til vors ... Þama
var sem sé hægt að skoða báðar hliðar
á málunum. Þessu bindi lýkur svo þeg-
ar H.P. Duus selur eignir sínar í Kefla-
vík og selstöðuöldinni lýkur.
1 Keflavík er öflugt byggðasafn og
bæði þar og með hjálp forstöðumanns
þess komst ég líka í heilmikið af
einkabréfum og dagbókum. Það eru
heimildir fyrir hjartastööina ffernur
en vitsmunina og þær heilluðu mig.
Með hjálp þeirra gerist ég svo djarfúr
að reyna að segja söguna frá sjónar-
hóli fólksins í bænum - segja frá heim-
ilisháttum, félagslffi og öðram sam-
skiptum fólks. Þetta er í rauninni mik-
il hversdagssaga, enda er ég að skrifa
fyrir almenning en ekki fyrir háskólasamfélag.
Ég reyni að sýna nútímalesendum hvernig
fólk á þessum liðna tíma leysti vandamál sem
Bjarni Guömarsson - skrifar fyrir hjartastööina ekki síöur en vits-
munina. DV-mynd Pjetur
menn standa líka frammi fyrir núna. Hvemig
kom fólk þaki yfir höfuðið á sér til dæmis,
hvernig voru hús byggð og hvemig klauf fólk
fjárhagslega að byggja yfir sig. Samfé-
lagið var svo allt öðmvísi, allt aðrir
verslunarhættir, minni þjónusta.
Sparisjóður kom snemma á öldinni í
Keflavik og það munaði mikið um
hann.
Þetta er saga af fólki fremur en
saga fyrirtækja og stofhana. Einstak-
lingar verða tákn fyrir hópinn, og
samfélagið er svo þröngt að sömu per-
sónurnar skjóta upp kollinum hvað
eftir annað. Þetta er fólk af öUu tagi,
kaupmenn, útgerðarmenn, læknar,
prestar, sprúttarar og gúttemplarar,
tónlistarmenn, áhugaleikarar, bmna-
liðsmenn, símastúlkur og krakkar á
skólabekk."
Næsta bindi af Sögu Keflavíkur
verður hið síðasta að sinni og mun ná
tU 1949 þegar Keflavík varð bær.
„Menn eru feimnir við að fara nær
nútímanum," segir Bjami. „Það er
erfitt að skrifa sögu þar sem margir
lifa enn þá til frásagnar. Tíminn á eft-
ir að vinsa úr það sem skiptir máli.
En kannski má líka kaUa það rag-
mennsku!"
Bókin er prýdd fjölda ljósmynda og
skýringarteikninga og grafa sem
Bjarni gerir sjálfur. AUt umbrot var í
höndum hans líka svo að bókin er
„höfundarverk" í fleiri en einum
skUningi.
Aðspurður sagðist Bjami ekki
binda sig nákvæmlega við Keflavík ef
því væri að skipta. „Ég læt ekki
hreppamörk eyðUeggja fyrir mér góða
sögu.“
íslensk kirkjuklæði
Á morgun kl. 17 verður annar fyrir-
lesturinn í fyrirlestraröð Þjóðminja-
safnsins í tengslum við sýninguna
Kirkja og kirkjuskrúð. Þá ætlar Elsa E.
Guðjónsson, fyrrverandi deildarstjóri,
að tala um íslensk kirkjuklæði á mið-
öldum, meðal annars um altarisklæðin
Islensku sem em einstök í sinni röð.
Að fyrirlestri loknum gefst fólki
tækifæri til að skoða sýninguna þar
sem margir þjóðardýrgripir íslendinga
og Norðmanna em saman komnir auk
kirkjulíkana, stórra og smárra.
Sú kvalda ást
„Glitrandi fallegur prósi sýnir
hvernig hamingjan myndar mótvægi
við tómleikann," segir gagnrýnandi
Svenska dagbladet um skáldsögu Guð-
bergs Bergssonar, Sú kvalda ást sem
hugarfylgsnin geyma. Hún kom út í
Svíþjóð fyrir skömmu í þýðingu Inge
Knutsson og hefur fengið umsagnir í
öllum helstu blöðum landsins, lang-
flestar lofsamlegar.
„Með þessari skáldsögu hefur Guð-
bergur skapað nútímaverk, hliðstætt
leikriti Strindbergs um fröken Júlíu,“
segir í Nörrköp-
ings tidningar, „og
líkt og hjá Strind-
berg er það sá and-
lega efnisminni
sem er hinn sterk-
ari.“..þegar upp
er staðið eru það
aöeins verstu lunt-
ar sem ekki verða
fyrir áhrifum af
sögunni," segir
einn gagnrýnandi,
og annar segir að
frásögnin sé óneit-
anlega ögrandi í
hreinskilni sinni G^öbergur Bergs-
og dirfsku. „Þrátt
fyrir íjarstæðu-
kennt hljómfallið
og þann sérstaka stakk sem henni er
skorinn er þetta mikil skáldsaga um
ástina," segir enn einn.
í Dagens nyheter kveður við nokkuð
annan tón. Gagnrýnandi þess telur
söguna vera móðgun við lífið. „Guð-
bergur Bergsson hefur samið ástar-
sögu sem trúir ekki á ástina og hann
gætir þess í leiðinni að hafna öllum
formum hennar, meira að segja þeirri
samkynhneigð sem hann virðist þó
trúa á í upphafi. Það er vissulega
óvenjulegt. Lesandanum mun að
minnsta kosti ekki standa á sama um
bókina."
Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin
geyma kom út hér heima 1993 og var
tilnefnd til íslensku bókmenntaverð-
launanna. Skáldsagan Svanurinn, sem
hlaut þau verðlaun, hefur einnig kom-
ið út á sænsku og hlotið miklar vin-
sældir. Hún er að koma út I kilju þar í
landi um þessar mundir.
Garðar Thor fær styrk
Garöar Thor Cortes hlaut nýlega
styrk til söngnáms úr Minningarsjóði
Guðlaugar B. Pálsdóttur. Garðar lauk
burtfararprófi frá Söngskólanum í
Reykjavik í vor sem leið og er á leið til
framhaldsnáms í Vínarborg.
Sjóðurinn var I
stofnaður 1986 til La
minningar um Guð- ’’
laugu Björgu Páls-
dóttur sem lést af |
slysförum það ár.
Markmið sjóðsins er
að styrkja tónleika-
hald Kórs Langholts-
kirkju og efnilega
söngvara til frekara |
náms.
Garðar Thor er vel
þekktur þótt ungur Gathar Thor “ á
sé. Meðal annars lék uppe '
hann Nonna í fjöl-
þjóölegum sjónvarpsþáttum sem gerðir
voru um söguhetjur Nonnabókanna og
lék og söng í söngleiknum West Side
Story í Þjóðleikhúsinu 1995. Hann er af
tónlistarfólki kominn og á ekki langt
að sækja sönghæfileikana og sjarm-
ann, sonur Garðars Cortes, söngvara
og óperustjóra, og Krystynu Cortes pí-
anóleikara.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir