Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Side 12
12
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997
Spurningin
Spilaröu í
happdrættum?
Guðrún Finnsdóttir: Nei, það geri
ég ekki.
Eyjólfur Elíasson matreiðslu-
nemi: Já, stundum.
Sigríður Helgadóttir guðfræði-
nemi: Já, ég spila í happdrætti Há-
skólans.
Bjöm Stefánsson bifvélavirki: Já,
bæði í lottó og happdrætti Háskól-
ans.
Anna Nordal danskennari: Nei,
aldrei.
Þröstur Pálmason prentsmiður:
Ekki neitt.
Lesendur
Stéttabaráttan
Kastalar nútímans (skýjakljúfar) eru eins og kústsköft upp úr ruslahaug ...,
segir m.a. í bréfinu.
Magnús Einarsson rithöf. skrifar:
í þjóðfélaginu ríkir mikil stétta-
barátta. Hefðbundin skipting er há-
stétt, lágstétt og millistétt. í gegnum
sögima má rekja að hástéttin hefur
ráðið, lágstéttin unnið verkin en
millistéttin verið í hlutverki þeirra
sem borða molana sem falla af borði
hástéttarinnar.
Hástétt og lágstétt töldu sig skap-
aðar af guði en millistéttin hefur
engan guð nema sjálfa sig. Það var
einkenni hástéttar að hugsa ekki, að-
eins að njóta þess besta. Lágstéttar-
innar að vinna og dreyma. Millistétt-
arinnar að hugsa og þakka það
sjálfri sér.
Draumamir skipta öllu máli því
þeir eru innra ljósið. Lágstéttin opin-
beraði þessa drauma í stórfenglegum
listaverkum sem hástéttin elskaði.
Samvinna lágstéttar og hástéttar var
oft góð, en millistéttin, sem leit ein-
ungis á sjálfa sig, átti sér ekkert
nema raunveruleikann, firrtan
draumum.
Nú er millistéttin komin í yfir-
gnæfandi meirihluta i vestrænum
heimi og hefur rakað saman brauð-
inu af borðum hástéttarinnar. Hún
stjórnar á bak við tjöldin. En hún er
flatneskjustétt og reglur hennar
rúmast innan þeirrar víddar sem
hægt er að sanna. Hinar stéttirnar
verða sífellt fámennari og valda-
minni.
Listir nútímans eru orðnar eins
hversdagslegar og mögulegt er.
Nefna má að það er nóg fyrir IKEA-
húsgögn að standa í galleríi til að
valda straumhvörfum í listaheimin-
um. Kastalar nútímans (skýjakljú-
far) eru eins og kústsköft upp úr
ruslahaug ef litið er til hinna gömlu
kastala fyrri tíma sem eru fallegir
með skóga og jarðrækt umhverfis. -
Stórborgarumhverfi nýju kastalanna
er malbik, ryk, sót, verslanir og bíl-
ar. Byggðar eru margar og stórar
kirkjur sem látnar eru líta út sem
„listaverk", en þær eru flestar for-
Ijótar og eru fámennar, því að guð er
óþarfur fyrir millistéttina, sem sér
guð í útliti kirkjunnar. Stíll milli-
stéttarinnar er að hafa yfirborðið fal-
legt en tómt að innan. Allt skal vera
eftir norminu (uppáhaldshugtak
millistéttarinnar).
Guð og náttúran eru helstu ógn-
valdarnir. Þeim verður ekki stjórnað
og kannski er það versta að geta
ekki reiknað ógnvaldana út í fram-
tíðarspám tölvanna. Við erum í raun
komin aftan að sjálfum okkur þar
sem við upphaflega vorum hirðingj-
ar sem tilbáðum guð og náttúruna.
Vesturlönd verða fljótlega komin í
þrot hvað auðlindir snertir. Og nú er
lag fyrir hina ráðandi millistétt að
hirða Austrið af lágstéttinni. - Hvað
ætli gerist þá?
Fréttastofan
frestar brosinu
Magnús Guðmundss. skrifar:
Þrátt fyrir yfirlýsingu hins nýja
fréttastjóra Ríkissjónvarpsins um
að hann og starfslið hans megi
brosa meira, virðist brosinu ætla að
seinka eitthvað. Enn hefur a.m.k.
hvorki lifnað yfir fréttunum á þess-
um ríkismiðli né andlitum frétta-
manna. - Auðvitað er það ekki hlut-
leysinu samkvæmt að ráða stólpa
framsóknarmann í stöðu frétta-
stjóra á Ríkissjónvarpinu.
Ekki ber fyrrum fréttastjóri Sjón-
varps, Yngvi Hrafn Jónsson, hinum
nýja fréttastjóra vel söguna í bók
sinni „Og þá flaug hrafninn". Segist
m.a. hafa þurft að berjast blóðugri
baráttu við þennan næstæðsta
starfsmann sinn, sem hafi ágirnst
starf hans og reynt að grafa undan
yfirmanni sínum (Yngva Hrafni, þá-
verandi fréttastjóra). - Enn fremur
lýsir Yngvi Hrafn hinum nýja
fréttastjóra í bók sinni sem manni
sem hann taldi skjalfestar sannanir
fyrir að hefði beint eða óbeint mis-
notað fréttatíma Sjónvarpsins.
Ekki eru þetta nú lofsverðar mn-
sagnir. Það verður líklega bið á því
að Sjónvarpið hafi frumkvæði að
því að grafast fyrir Um spillinguna í
stjómsýslunni, verði fréttastjórinn
nýi trúr kerfinu. Og enginn segir
mér að stjórnsýslunni sé ekki í lófa
lagið að láta kippa einni og einni
frétt undan eða fyrirskipa „mildi-
lega“ meðferð á þeim helstu málum
sem hrjá stjómsýsluna um þessar
mundir, þ.á.m. fikniefnamálin sem
vindar blása nú sem ákafast inn á
borð lögreglunnar og tollgæslunnar,
sbr. grein Sigurðar A. Magnússonar
í DV sl. mánudag. - Já, Ríkissjón-
varpið er sannarlega komið í var og
hættir sér áreiðanlega ekki út á
opið haf aftur nema sem sporgöngu-
maður, í slóð annarra fjölmiðla.
Helgarlif i Reykjavik
Bergþóra skrifar:
Ég hef þá trú að algjört afskipta-
leysi lögreglu gæti orðið lausnin á
miðbæjarvandamálinu. - Hins veg-
ar tel ég, að ef (og ég undirstrika
orðið eO lögreglan kemur að málinu
á annað borð, þá eigi hún að láta
rýma svæðið.
Rétt eins og bandaríski lögreglu-
maðurinn segir sem fór í eftirlits-
ferð með íslenskum starfsfsbræðr-
um sínum sl. helgi. Svona ástand
kallaði á að rýma svæðið í hans
heimaborg. Svo marga unglinga
ÍUÍ^fíIÍOTfÍM þjónusta
allan sólarhringii
Aðeins 39,90 mínútan
M :'-£l - -
-----|,5 , s,ma
5000
kl. 14 og 16
Helgarstemning í miöborginni aö næturlagi. - Á aö rýma svæöiö eða láta
kyrrt liggja?
sagðist hann raunar aldrei hafa séð.
Lögreglan á ekki að láta neitt af-
skiptalaust sé hún á staðnum, það
er veikleikamerki. Að stjaka við
einum og einum drykkjurút eða
ólátabelgi og flytja hann í unglinga-
athvarf? Það er engin aðgerð. Menn
með fullu viti fara ekki í miðborg-
ina að næturlagi. Þeir slösuðu geta
sjálfum sérum kennt að meira eða
minna leyti. Þarna er staður óláta-
belgjanna, ekki sómakærra borgara.
- En aðra hvora afstöðuna verður
að taka.
I>V
Opinberir
lífeyrissjóðir
- ekki við heldur þeir
Gunnar Árnason hringdi:
í forystugrein Mbl. sL laugar-
dag er íjallað inn lífeyrissjóðina
sem séu að eflast. Að undantekn-
um opinberu lífeyrissjóðunum.
Þeir séu kapituli út af fyrir sig
og vanti milljarðatugi upp á að
þeir eigi fyrir skuldbindingum.
Skattgreiðendur séu ábyrgir fyr-
ir mismuninum! Nú hafl tekist
samkomulag um endurskipu-
lagningu lífeyrissjóðs ríkisstarfs-
manna og vonir standi til að
staða hans batni í framtíðinni. -
Ég spyr: Er það hlutverk okkar
hinna að sjá um óreiðu lífeyris-
sjóða opinberra starfsmanna? Ég
svara og segi: Nei, aldeilis ekki.
Ferðamálaráð
og Flugleiðir
Sveinbjörn hringdi:
Ég sá auglýsta ferðamálaráð-
stefnu sem Ferðamálaráð stend-
ur fyrir. Stendur ráðstefnan í tvo
daga, samkvæmt auglýsingunni.
Það þótti mér furðulegt að fyrri
dagurinn, heill dagur, er í raun
tekinn frá fyrir Flugleiðir hf. þar
sem forsvarsmenn og fulltrúar
félagsins ræða málin. Er Ferða-
málaráð þá eifaldlega orðið eitt
af Flugleiðabatteríunum? Tagl-
hnýtingur Flugleiða?
í stappi hjá
Laugafiski
Erlendur skrifar:
í frétt á Stöð 2 sl. laugardags-
kvöld var frétt um umsvif fyrir-
tækis eins á landsbyggðinni.
Fyrirtækið hét Laugafiskur sem
hyggst m.a. framleiða hráefni í
gæludýrafóður. Eitt innskot með
frétt þessari hneykslaði mig stór-
kostlega. Þarna sást maður sem
stappaði með fótunum án afláts,
og stóð í plastkari eða öðru íláti,
þar sem líklega hefur verið um
hausa eða hryggi að ræða. Varla
er framleiðslan þarna með þess-
um hætti, í líkingu við það sem
tíðkaðist i víngerðinni hér áður
fyrr, að menn tróðu á vinberjun-
um. En þama stóð sem sé ein-
hver í stappi hjá Laugafiski og
tróð mikinn.
Reykvíkinga í
borgarstjórn
Guðbjörg skrifar:
Mikið er ég sammála honum
Ásgeiri Hannesi, sem skrifaði fá-
gætan pistil í Dag-Tímann sl.
laugardag um síðasta Reykvík-
inginn í borgarstjóm. „En eins
og málin standa nú flykkjast
sveitamenn í flest þingsæti
Reykjavíkur og raunar í borgar-
stjórn líka. Borgin er undirlögð
af sveitamönnum í hamingjuleit
á gúmmískóm og senn líður að
því að stjómmálaflokkar bjóða
sig ekki fram lengur I Reykjavík
heldur átthagafélög sveita-
manna," segir Ásgeir Hannes. -
Því spyrja menn nú ekki lengur
um borgarstjórann í Reykjavík,
heldur um Reykvíkinginn í borg-
arstjórn. - Já, nú er að duga eða
drepast fyrir Reykvíkinga.
Laugardags-
opnun Sorpu
Ragnar skrifar:
Það er undarleg ráðstöfun hjá
Sorpu (a.m.k. í vesturbæ Reykja-
víkur) að opna ekki á laugardög-
um fyrr en kl. 12.30. Margir eru
einmitt að snyrta til hjá sér í
garði eða við húslóðina og vilja
koma úrgangi til Sorpu fyrir há-
degi á laugardegi. En þá er lokað
og bannað að skilja eftir nokkuð
fyrir utan hliðið. En hvers vegna
ekki að opna fyrr og loka þá
þeim mun fyrr? Eða er þetta
starfsmannapólitíkin? Eins og
var gjaman svarað um verslun-
arfólkið hér áður: fólkið þarf nú
líka aö hvílast!