Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1997, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1997
15
Forræðisdeila -
trúarbragðastríð
„Augljóst er af klæðaburöi þeirra Dagbjartar og Rúnu að faðir þeirra legg-
ur áherslu á að þær tilheyri Isiam," segir m.a. í grein Steinunnar.
I Tyrklandi gilda ekki guðslög í
réttarsölum, heldur manna, a.m.k.
í Istanbúl og Ankara, þótt annað
kunni að reynast á landsbyggð-
inni. Tyrkland gerðist aðili að
varnarbandalagi vestrænna lýð-
ræðisþjóða, NATO, 1951 og hefur
því orðið að laga réttarfar sitt að
kröfum lýðræðisins. En Kóraninn
á djúpar rætur í þjóðarsálinni og
nútímahugmyndir um mannrétt-
indi kvenna samrýmast illa þeim
lífsstíl sem Múhameð spámaður
boðaði upp úr 600 eftir Krist.
Sophia Hansen hefur háð von-
litla baráttu sína af aðdáunar-
verðu úthaldi og þreki í sjö ár,
lengi framan af óstudd af öðrum
en sínum nánustu og almennings-
álitinu á íslandi. Að undanförnu
hafa þó íslenskir ráðamenn tekið
við sér og virðast vaknaðir til vit-
undar um alvöru málsins sem
hlýtur að snerta grundvallaratriði
í viðskiptum samherja í NATÓ. ís-
lenskum stjórnvöldum ber að
krefjast þess í máli Sophiu Han-
sen að Tyrkir sýni fram á að rétt-
arfarið i landi þeirra sé eitthvað
meira en langdreginn skrípaleik-
ur.
Steinunn Jóhannesdóttir
Enn einum þætti í
skríparéttarhöldunum
í Istanbúl er lokið. 24.
september var Halím
A1 sýknaður af ákæru
mn að hafa brotið á
lögbundnum rétti
Sophiu Hansen til þess
að umgangast dætur
sínar. Sumarmánuð-
ina tvo sem hún átti að
fá að vera með þeim
fór hann með telpurn-
ar til fjalla i lítið þorp
í austasta hluta Tyrk-
lands. Þar var þeim
haldið í „húsarrest",
eins og tíðkast um
kvenkynið í löndum
sanntrúaðra múslíma
en móður þeirra var
boðið að leita þær uppi
þegar þrír dagar voru eftir af tim-
anum sem henni var dæmdur til
umgengni við þær.
Vantreysti yfirvöldum
Sophia Hansen afþakkaði boðið.
Hún sagðist vantreysta yfirvöldum
til þess að tryggja öryggi sitt. Hún
óttaðist með öðrum orðum að ver-
ið væri að bjóða henni að ganga í
opinn dauðann. Ef til vill var rangt
af henni að láta ekki á það reyna.
Kannski hefði verið opnuð rifa á
húsdyr afa og ömmu telpnanna á
elleftu stundu og hún fengið að
segja hæ og bæ við bömin sín.
Halím A1 hefði þar
með talist standa við
sinn hluta sáttmál-
ans. Ef til vill hefði
hann ekki opnað og
þar með orðið brot-
legur í n-ta sinn. Og
hverju hefði það
breytt?
Þriðji möguleikinn
er sá að þorpsbúar
hefðu gripið til
sinna ráða og grýtt
þessa óþægilegu
konu til bana. Við
þekkjum þá refsingu
úr Biblíunni og jafn-
vel yngri bókmennt-
um en nú á dögum
eru það helst ofstæk-
isfullir múslímar
sem brúka hana til
að gera út af við konur sem ekki
semja sig að siðum samfélagsins.
Réttarfar og trúarbrögö
Það er varla hægt að skilja
þessa frægu forræðisdeilu öðru
vísi en gera sér grein fyrir þeim
trúarlegu undirtónum sem lita
hana og ólíkar
réttarfarshug-
myndir þjóðanna
tveggja sem að
baki standa.
Tyrkir eru
múslímar, íslend-
ingar kristnir.
Augljóst er af
klæðaburði
þeirra Dagbjartar
og Rúnu að faðir
þeirra leggur
áherslu á að þær tilheyri Islam.
Það er nóg til að vekja óhug vest-
rænna kynsystra Sophiu Hansen,
enda era engin trúarbrögð í heim-
inum jafn mikil ógn við frelsi,
sjálfstæði og líf kvenna og Islam
eins og það er praktíserað af heit-
trúarmönnum í æ fleiri löndum.
Kjallarinn
Steinunn
Jóhannesdóttir
rithöfundur
„íslenskum stjórnvöldum ber að
krefjast þess í máli Sophiu Han-
sen að Tyrkir sýni fram á að rétt-
arfarið í landi þeirra sé eitthvað
meira en langdreginn skrípaleik-
ur.“
Ný þjónustumiðstöð
fyrir aldraða
Á undanförnum misseram hef-
ur Reykjavíkurborg gert fjölda
samninga við hin ýmsu félagasam-
tök um að þau annist rekstur í
umboði borgarinnar er tengist
þjónustu við félagsmenn þeirra.
Nýlega var gerður slíkur samning-
ur við Félag eldri borgara um
rekstur þjónustumiðstöðvar fyrir
aldraða á Þorragötu í tengslum við
fjölbýlishúsin fyrir aldraða við
Þorragötu nr. 5, 7 og 9. Var þar
með brotið í blað í rekstri þjón-
ustumiðstöðva fyrir aldraða Reyk-
víkinga. I samningum felst að Fé-
lag eldri borgara tekur að sér að
reka félags- og tómsundastarf fyrir
félagsmenn sína og aðra eldri
borgara í húsnæði sem Reykjavik-
urborg leggur til við Þorragötu.
Reykjavíkurborg rekur 15 þjón-
ustumiðstöðvar og þjónustusel
víðs vegar um borgina og er
Þorragatan 16. slíka miðstöðin. í
þeim fer fram öflugt félags- og
tómstundastarf fyrir aldraða auk
þess sem ýmiss konar þjónusta er
á boðstólum.
Rekstur í höndum Félags
eldri borgara
Vil ég nú gera stuttlega grein
fyrir efnisatriðum samkomulags-
ins við Félag
eldri borgara.
Til reksturs
starfseminnar
telst annars veg-
ar rekstur fé-
lags- og tóm-
stundastarfs og
hins vegar rekst-
ur húsnæðis,
þ.e. rafmagn,
hiti, ræsting og
ófyrirséð til-
fallandi viðhald,
sbr. 5. gr. þessa samnings.
Félagsmálastofnun Reykjavík-
urborgar, öldranarþjónustudeild,
greiðir Félagi eldri borgara i
Reykjavík framlag til reksturs
starfseminnar. Framlag þetta er
ákveðið við gerð fjárhagsáætlunar
hverju sinni. Gert
er ráð fyrir að fram-
lag borgarinnar
greiðist út ársfjórð-
ungslega fyrirfram
með jöfnum greiðsl-
um i fyrsta sinn við
gildistöku samn-
ingsins.
Við skipulag
starfseminnar skal
Félag eldri borgara
leitast við að hafa
samráð við íbúa
fjölbýlishússins við
Þorragötu 5, 7 og 9
og aðra notendur
þjónustunnar. Skip-
uð hefur verið sér-
stök stjórn með
fimm fulltrúum,
þremur frá Félagi
eldri borgara, ein-
um frá félagsmálaráði Reykjavík-
ur og einum frá stjóm húsfélags-
ins við Þorragötu 5, 7 og 9. Stjóm-
in fylgir eftir framkvæmd samn-
ingsins.
í samningnum er kveðið á um
að árlega skuli Félag eldri borgara
í Reykjavík senda Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar, öldr-
unarþjónustudeild, skýrslu með
upplýsingum um starfsemina, ein-
staka þætti hennar,
þátttöku o.fl. Félags-
málastofnun Reykja-
víkurborgar, öldrunar-
þjónustudeild, fer jafn-
framt yfir ársreikn-
inga vegna starfsem-
innar á Þorragötu 32,
þá er þeir liggja fyrir.
Gildistími samnings-
ins er frá 1. september
1997 og til loka árs
1998.
Tækifæri fyrir
aldraða
Eins og fyrr sagði þá
er hér farið inn á nýja
braut í rekstri þjón-
ustumiðstöðvar fyrir
aldraða. Vonandi
reynist það til þess
faúið að efla og bæta
það starf sem framundan er í
hinni nýju þjónustumiðstöð á
Þorragötu 16. Að mínu mati mun
samningurinn gefa eldri borgur-
um tækifæri til að móta starfið
eftir eigin þörfum og óskum, því
félagið er svo sannarlega með
höndina á púlsinum í eigin hópi.
Vonandi reynist þetta fyrirkomu-
lag vel og öllum til hagsbóta.
Guðrún Ögmundsdóttir
„Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar, öldrunarþjónustudeild,
greiðir Félagi eldri borgara í
Reykjavík framlag til reksturs
starfseminnar. Framlag þetta er
ákveðið við gerð fjárhagsáætlun•
ar hverju sinni.u
Kjallarinn
Guðrún
Ögmundsdóttir
form. félagsmálaráðs
Reykjavíkurborgar
Með og
á móti
Er miðborg Reykjavíkur
hættuleg að næturlagi?
Gary Steinberg,
bandarískur rann-
sóknarlögreglu-
maður, sem kynnti
sór löggæslu í
Reykjavík.
Hættuástand
„Mér fannst ástandið í miðborg-
inni ekki gott. Þetta er alla vega
ólíkt því sem ég á að venjast í
Bandaríkjun-
um, sérstaklega
hve margir ölv-
aðir unglingar
voru á ferli. Þar
myndum við
ekki sjá þessa
stöðu. Við gæf-
um aldrei svona
mörgu ölvuðu
fólki færi á að
safnast saman á
götunni. Það
skapar hættu-
ástand. Það þarf
ekkert mikið að gerast og þá getur
allt farið úr böndunum enda hund-
ruð manna á ferli og margir ef
ekki flestir ölvaðir. í Bandaríkjun-
um myndum við rýma svæðið.
Fullorðnir jafnt sem unglingar
ættu á hættu að vera kærðir. í
Bandaríkjunum lendum viö aðal-
lega í vandræðum með ölvað fólk í
menntaskólapartíum í heimahús-
um. Lögregla þarf oft að hafa af-
skipti af svoleiðis samkomum.
Þetta ástand í miðborginni skapar
Reykjavíkurlögreglunni vissulega
erfiðleika. Eins og íslenskir lög-
reglumenn hafa sagt mér þá er
boöið upp á þessi vandræði með
fjölmörgum vínveitingastöðum í
miðborginni sem laða fólk að.“
Ekkert
hættulegri en
aðrir staðir
„Það yrði borgarastrið ef lög-
reglan ætlaði sér að rýma mið-
borgina. Það er hugsunarháttur
sem ekki geng-
ur hér á íslandi.
Þannig aðgerðir
sjáum við í lög-
regluríkjum en
eiga auðvitað
ekki að sjást
hér á landi.
Miðborgin er
ekkert hættu-
legri en aðrir
staðir í borg-
inni. Það eru
vandræði og slagsmál í partíum í
heimahúsum um alla borg. Ég tel
ekkert meiri líkur á því að verða
slasaður eða jafnvel drepinn í mið-
borginni en annars staðar í borg-
inni. Mér finnst gott að lögreglan
heldur sig í vissri fjarlægð og gríp-
ur síðan inn í ef eitthvað fer úr-
skeiðis, Mér finnst þaö góðar og
skynsamlegar aðgerðir. Ég er sam-
mála að það skapar hættu að
hleypa öllum út af vínveitingahús-
um á sama tíma. Það ætti aö leyfa
eigendmn vínveitingahúsa að ráða
hvenær opið er. Það þarf að hætta
öllum þessum boðum og bönnum
og gerá þetta sveigjanlegra. Ef
ungt fólk ætlar að skemmta sér þá
mun það gera það. Borgaryfirvöld
verða að grípa þarna inn í með því
að keppa við þetta með einhverj-
um hætti. Hvað með félagsmið-
stöðvar í hverfunum. Er ekki hægt
að gera eitthvað fyrir unglingana
þar í stað þess að þeir flykkist all-
ir í miðborgina? Gera eitthvað
skemmtilegra annars staðar og
dreifa hópunum í stað þess að láta
þá alla safnast fyrir í miðborg-
inni.“ -RR
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því aö ekki er tekið viö
greinum í blaöið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á netinu.
Netfang ritsfjómar er:
dvritst@centrum.is